Tíminn - 12.08.1956, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.08.1956, Blaðsíða 4
14 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. • v-í Jí Ritstjórar: Haukur Snorrason » , Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðameun), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Rannsókn á strandgóssinu ÞAÐ ÆTTI að vera fagn- aðarefni öllum landsmönn- um áð ríkisstjórnin skuli láta framkvæma hagfræði- rannsókn og úttekt á þjóð- arbúinu, er hún tekur við völdum. Til þess verks verða fengnir sérfræðingar, en þeim til aðstoðar er stjórn- skipuð nefnd, ásamt fulltrú- um Alþýðusambands íslands og Stéttarsambands bænda. Undir-staðan er því gerð með þeim hætti, að allir lands- menn ættu að geta treyst því að rannsóknin verði gerð á fræðilegan og hlutlausan hátt. Það ætti ekki að þurfa að verða neitt deiluefni í framtíðinni, hvort núverandi ríkisstjórn hefði setzt að „blómlegum arfi“ eða tekið við efnahagsmálakerfi, sem er holgrafið af dýrtíð. Raun- ar ætti að vera óþarfi að deila um þessa hluti. Þeir blasa við hverjum manni, sem opin hefur augun. En þegar stór flokkur manna, með fjármagn og blaðakost á bak við sig, þykist samt ekker.t sjá nema „blóma“ í atvinhU- og efnahagslífi, er hóllast fyrir þjóðfélagið að útt’éktin fari fram og strand- góssið verði dregið undan sjó "óg r’ánnsakað. Þjóðin þarf að hafa um það glöggar og ótví- ræðar heimildir, hvernig er komið' atvinnu- og fram- leiðslumálum hennar. Sú vitneskja verður að vera sú undirstaða, sem viðreisnin hvílir á. í STJÓRNARSÁTTMÁL- ANUM er fyrirheit um náið samstarf ríkisvalds og stétta- samtaka um lausn vanda- mála atvinuveganna. Fyrsta skrefið á þeirri samstarfs- braut er skipun nefndar til að hafa forustu um hina h,agfræðilegu rannsókn, sem fyrir dyrum stendur. Hæfir sérfræðingar munu annast hana undir umsjá nefndar- innar, en í henni eiga sæti, auk fulltrúa ríkisstjórnar- innar, fulltrúar stærstu stéttársámtaka landsins. — Þannig er lögð áherzla á það frá byrjun, að fulltrúar vinn- andi fólks séu jafnan með í ráðum, fylgist með viðreisn- araðgerðum ríkisstj órnar- innar írá upphafi. Þeir séu varðmfenn fólksins til þess að gæ'fa þess, að það eitt komi fram, sem rétt er og satt um þessi mál. Þeir gæti þess, að ekki sé hallað á rétt og eðli- lega hagsmuni alþýðustétt- anna í landinu. REYNSLA undanfarinna ára sannar ótvírætt, að lítil von er um árangur af við- reisnaráformum í dýrtíðar- og efnahagsmálum ef al- þýðustéttirnar eru haldnar tortryggni í garð ríkis- valdsins. Meðan Sjálfstæð- isflokkurinn var valdamesti aðilinn að ríkisstjórninni var þessi tortryggni óyfir- stíganlegur þröskuldur í vegi allra endurbóta á sviði dýrtíðarmálanna. Fólkið vissi að umboðsmönnum milliliða og auðkónga var ekki treystandi. Ein hin mikilvægasta ráðstöfun til þess að rétta við var því að svipta Sjálfstæðisflokkinn völdum. Við það skapaðist nýtt viðhorf, opnaðist leið til samvinnu, sem áður var í reyndinni lokuð. Við þessa leið eru bundn- ar vonir þjóðarinnar um framfarir, sem hvíla á heil- brigðum efnahagslegum grunni. í MÁLEFNABARÁTTU sinni undanfarna mánuði lagði Framsóknarflokkurinn höfuðáherzlu á nauðsyn þess, að unnið yrði að lausn efna- hagsvandamála þjóðfélags- ins í fullri samvinnu við stéttasamtökin. Þessi stefna var grundvöllur stefnuskrár bandalags umbótaflokkanna í kosningunum og á henni hvílir það stjórnarsamstarf, sem nú er hafið. Rannsókn sú, sem fyrir dyrum stendur, er beint framhald þessárar baráttu. Á miklu veltur, að hún verði rösklega og ein- arðlega framkvæmd og að þjóðin fái sem gleggsta vitneskju um allar niður- stöður. Þegar þjóðinni hefur verið skýrt frá þeim og hún veit, að þeim er að treysta, mun ekki standa á henni að starfa með stjórninni að raunverulegri viðreisn. — Þannig verður lagður grunn- ur að húsi framtíðarinnar, að frjálsu og réttlátu þjóðfélagi, þar sem hver maður getur vænst þess að fá réttlátan skerf og á vísa vernd gegn arðráni peningalýðs og at- vinnustjórnmálamanna, sem út eru gerðir fyrir milliliða- gróða. Menning í fangelsunum ALMENNIN GUR hefur þessa siðustu daga fengið nokkrar fregnir af ástandinu í fangelsum landsins. Þær voru birtar í ágætu útvarps- erindi dr. Gunnlaugs Þórðar- sonar, og síðan áréttaðar í blöðum. Aðalefni þessara fregnar, að dómsmálastjórn- in hefur herfilega vanrækt fangelsismál landsins. 111 að- búð, brotin læsingarjárn á fangaklefum, óhreinindi og sóðabragur stinga mest í augu við lestur þessara fregna. Hitt er þó alvarlegra, að viðhorf almannavaldsins til refsivistar hefur í fram- kvæmdinni verið ómenning- arlegt og tillitslaust. Ungir menn, sem hrapað hafa á glapstigu eru látnir dúsa lang tímum saman með forhert- um afbrotamönnum. — En þetta ómenningarlega við- horf er engin tilviljun, það sanna skrif Morgunblaðsins. í stað þess að krefjast úr- bóta hleypur blaðið upp með afsakanir fyrir dómsmála- T í MIN N, sunnudaginn 42f ágúst 1956. Mál og Menning Ritsti. dr. Halldór Halldórsson. Þórarinn V. Magnússon frá Steintúni í SkeggjastaSahreppi skrifaði mér fyrir rúmum mánuði. Bréfið var dagsett á Vífilsstöðum 2. júlí. í bréfi Þórarins segir m. a. svo: Eg hefi lítillega fengizt við örnefnasöfnun heima . Meðal annars rakst ég þar á örnefnið S k ú 1 k a r . Staðurinn, sem þetta nafn ber, er yzt á brún Digranesbjarganna, nokkuð þurrt fleytingsþýfi, en þó að heita má slétt næst brúninni. Þarna eru ekki nein kenni- merki, sem þetta nafn mætti vera dregið af. Eg vona, að þér teljið það ekki frekt, þó að ég biðji yður að hringja til mín í Vífilsstaði og láta mig vita merkingu þessa örnefnis og þá jafnt, þó hún væri ókunn, því ég vildi vita, ef svo væri. Þó að ég sé engan veginn ör- uggur um merkingu þessa ör- nefnis, birti ég svar mitt hér — fremur en hringja til Þórarins, einkum með hliðsjón af því, að þetta spjall kynni að vekja aðra til umhugsunar. Gæti það Qrðið til þess, að ég fengi bréf, sem skýrðu málið betur. Það kemur ekki fram í bréfi Þórarins, hvers kyns orðið Skúlk- ar er, en orðmyndin segir til um 3að, að annaðhvort hlýtur það að vera karlskyns eða kvenkyns. Áð- ur en ég held lengra, vil ég benda á, að það er altítt, að hvorug- kennd örnefni skipta um kyn, sbr. t. d. Eiðar (af eið), Hrísar (af hrís) o. s. frv. Er hér vafalaust um áhrif frá þágufalli fleirtölu að ræða, en það fall endar á -um, hvort sem kynið er. Af þessu má marka, að þótt orðið Skúlkar sé nú annaðhvort karlkennt eða kven kennt, kann það í fyrstu að hafa verið hvorugkennt. Til er í íslenzku orðið skúlk (hvorugkennt orð). Elztu dæmi um það orð, mér kunnugt, er að finna í ritgerðinni íslenzk sjúk- dómanöfn eftir Svein Pálsson, í 10. bindi Lærdómslistaféjagsrita (útg. 1790). Þar er orðið notað í merkingunni „æðahnútur“ (var- ices), sbr. L. F. R. X, 58 Samsetta orðið æðaskúlk kemur fyrir um svipað leyti í bók, sem nefnist Stutt ágrip af yfirsetukvenna- fræðum eftir Matthías Saxtorph (bls.189). Sú bók var þýdd af Jóni Sveinssyni, síðar landlækni, sbr. ísl. æviskrár III, 283—284. Bókin var gefin út í Kaupmannahöfn 1789. Æðaskúlk merkir einnig „æðahnútur“. Sögnin skúlka í merkingunni „bólgna, þrútna“ (um æð) kemur nokkru fyrr fyrir (í handritinu Lbs. 225, 4to, sem er orðasafn eftir Hannes biskup Finnsson). En hvernig getur þetta skýrt hið austfirzka örnefni? Ólíklegt er, að frummerking orðsins skúlk sé „æðahnútur“. Miklu líklegra er, að það sé afleidd merking og upprunalega tákni orðið einhvers konar ójöfnur. Og svo vel vill til, að sú merking er kunn úr nú- tímamáli. í Blöndalsbók er talið, að skúlk merki í Árnessýslu „bunga,, hnúskur“ (þýtt á dcnsku „Ujævnhed, Hævelse“). Heimild Blöndals er vafalaust munnleg. Þessarar merkingar er ekki getið í orðaskrá bókarinnar, svo að ætla má, að henni hafi vcrið skotið inn í próförk. Ég fullyrði ekki, að hér sé um sama orð að ræða og hið aust- firzka örnefni, en vel má láta sér til hugar koma, að orðið hafi ver- ið notað um fleytingsþýfi“. Þætti mér vænt um, að fá bréf frá þeim, sem kannast við orðið skúlk úr alþýðumáli. Sigurði Egilssyni frá Laxamýri þakka ég ágætt bréf. Hann stað- festir ýmislegt, sem ég hefi hald- ið hér fram í þáttunum. stjórn íhaldsins. í augum þess er ófremdarástandið ekki aðalatriði, heldur mögu- leikinn til að afsaka. Gleggri gat mælikvarði blaðsins ekki verið. Helgi Hannesson í Ketlu á Rang árvöllum hefir sent mér bréf með ýmsum spurningum. Bréfið er dagsett 8. júlí 1956. Fyrsta spurn- ing Helga er á þessa leið: í októbermánuði 1948 birtist í Lesbók Morgunblaðsins góðra gjalda vert greinarkorn Krist ínar Ólafsdóttur um örnefni í landi Sumarliðabæjar. Þar seg- ir, að á einum stað við Steins- læk heiti Agðahvanunur. Ekki skil eg merkingu orðsins Agðir og enginn sá, sem eg hef þar um spurt. — Að líkindum er örnefnið frá landnámsöld. Ekki lái ég Ilelga það, þótt hann skilji ekki orðið Agðir, því að norski fræðimaðurinn O. Rygh, sem gefið hefir út bókina Norske gaardnavne í um það bil 20 bind- um og ætti aö vera fróðastur manna í þessum efnum, telur uppruna orðsins óvísan. Það er mjög erfitt að fullyrða um uppruna örnefna eins nafns- ins Agðahvannnur. Það kann að vera frá landnámsöld, eins og Helgi segir, og mér virðist það raunar sennilegt. Það gæti verið myndað af staðaheitinu Agðir í samræmi við nöfn eins og Agða- nes. En þetta er engan veginn víst. Til var að fornu viöurnefnið agði. Þannig er t. d. í Flateyjar- bók nefndur Garðr agði (Flat. I, 22) . í sömu heimild hét sonarson- ur Garðs Agði Þrymsson (Flat I, 23) . í fornritum kemur Agði nokkrum sinnum fyrir sem manns nafn, en yfirleitt mun það vera á persónum, sem tæpast hafa nokkru sinni verið uppi, sbr. E. H. Lind: Norsk-islándska dopnamn ock fingerade namn fran medel- tiden, 6. dálk. '! En þótt þessu sé þar.nig háttað, er engan veginn loku 'fyrir það skotið, að til hafi vériö á„ íslandi — t. d. í Sumarliðabæ eða næsta nágrenni — maðúr,..; sém, borið hefir viðurnefnið" ágði cða jafn- vel heitið Agði, og við hann sé hvammurinn kenndur. Virðist mér þessi skýring einna sennilegust. En hvað merkir þá viðurnefnið agði í raun og veru? Fyrrgreind- ur E. H. Lind segir í bók sinni Norsk-isiándska personbinanm frán medeltiden, að það muni merkja „maður frá Ögðum“. Er sú skýring mjög trúleg og mjcg í samræmi við fornar (ag raunar nýjar) nafngiftir. En allt um það þykir mér rétt að geta þess, að séra Björn í Sauðlauksdal getur orðsins agði í orðabók sinni cg telur það merkja „göfugur mað- ur“ (vir nobilis) og „reyndur mað ur“ (multa expertus), sbr. B. II. L 18. Öðrum spurningum Helga gct ég ekki svarað þessu sinni, en í einhverjum hinna næstu þátta mun ég víkja að þeim. H. H. Hitabylgja gengur yfir ífaliu Rómaborg, 9. ágúst. — Afskap- leg hitabylgja gekk yfir ítallu nú í vikulokin. Hitinn í Rómaborg komst upp í 40 gráður á Celsius í skugga, í Neapel var hitinn litlu minni eða rösk 39 stig. Á Sikiley komst hitinn allt upp í 45 stig. Þáttur kirkjunnar: Myndlistin og kirkjan Skreyting kirkna er að vissu heill heimur a£. fegurð; að opn- 1; leyti nýtt fyrirbrigði í áhuga- ast hinni listskyggnu æsku ís- Ú M efnum íslenzku þjóðarinnar. lands, nú þegar_ hinni kirkju- | 11 Það hef ég aldrei fundið betur legu list er endurplantað í sálir 1; en þegar ég kom í Hlíðarenda- fólksins. Og er þgð út ,af fyrir ;; 1; kirkju í fyrra og svo í Selfoss- sig ekki ómerkara en skógrækt- I li kirkjuna nýju með útlendu in, þótt hún sé eitt hið þýðing- ; 1; prestunum um daginn. armesta í hinu nýja landnámi Myndir í kirkjum á íslandi og uppbyggingu lýðveldisins. . virðast yfirleitt heyra til löngu * Hin kirkjulega list þarf að ; 11 liðnum tímum, helzt hinu glæsi- vekja áhuga og ást hinna ungu ; i lega tímabili katólsku kirkjunn- listamanna, ekki sízt þeirra, sem ; | ar. hættir við að einskorða sig við þau tjáningaform, sem okkur 11 NÚ ER ÞETTA aftur að flestum hættir til að líta á sem ;1 breytast. Myndskreytingin er „nýju fötin keisarans“. Samt er || hafin í íslenzkum kirkjum að ég ekki að mæla móti braut- ; l| nýju um leið og þær eru gjörð- ryðjendastarfi á nýjum leiðum ar úr varanlegra efni en nokkru og landnámi óþekktra landa || sinni fyrr hérlendis. Er þetta listanna. En hver vegur, hvert ;| §f gleðilegt tímanna tákn og sýnir land, sem verðskuldar starf og allt annað en afturför í kirkju- baráttu verður að bera merki y lífi íslendinga. lífsins, annars er stefnt út í f En um leið og þessi stefna ófæru. ff hefst, verður margs að gæta. Fyrst og fremst að velja snjalla eNn ER ÓNEFNT starf || 1 listamenn til verksins á hverj- myndhöggvara í þágu kirkjunn- :f; um stað. Listamaður, sem ar Þar gnæfir Kristsmynd Ein- ;1 skreytir kirkju þarf að hafa ars jónssonar sjálfsagt hæst. En N skilning og þekkingu á mönn- ekki vil ég gleyma „Engli“ um, málefnum og táknmáli Gunnfríðar Jónsdóttur við 11 kirkjunnar. Hann þarf lielzt að Strandakirkju. Og óskandi væri | | hafa lærdóm spekingsins, trú ag Norðlendingar sæju sér fært II I guðsmannsins og skyggni sjá- ag koma „Guðmundi hennar I andans, og mundi þó eitt af góga‘. ag nólum, svo að bæn þessu nægja til að skapa sígilt þans maetti enn blessa þann : listaverk. þeiga stag. Má segja að vel hafi tekizt Guðmundur Einarsson mun I með listamennina við skreyt- einnig hafa gjört ágæta kirkju- ! ingu áðurnefndra kirkna, þótt lega þluti í höggmyndarlist. I auðvitað séu menn ekki sam- allt er þetta enn sem I mála. Listagleði Túbals í Hlíð- brautryðjenda starf. En um- ! ý; arendakirkju og hinn fornlegi fram ant hlynnum sem bezt að | | klassiski blær Björnssons hjón- þessum fíngerða vorgróðri ís- 1! anna í Selfosskirkju hlýtur að lenzku kirkjunnar. Lótum ekki ;;; vekja hugsun og fögnuð í huga nepju tómlætisins og hélu skiln- ! kirkjugestsins, hvað sem öðru ingsleysisins kæfa hann og fj líður. deyða. Þarna eiga prestarnir áreiðanlega sitt hlutverk, sem MINNZT IIEFUR verið á þeir þurfa að rækja með vak- :| !i gluggana í Bessastaðakirkju í andi hug, opnum augum og : blöðunum. En þar er eitt ný- fögnuði yfir öliu, sem glitrar ; II virki gróandans í kirkjulífi ís- og grær, og borið getur ávöxt || lands. til eilífs lífs. Guðsríki er þegar ;! Slík listaverk eru ómetanleg, mitt á meðal yðar, og musteri : ekki sízt, þegar annar eins hug- Guðs eru hjörtun sem trúa. y H sjónamaður og Guðmundur Ein- Hjörtun, sem unna fegurð, !; arsson frá Miðdal hefur skap- gróðri og snilld. 1J að þau. En fleiri þyrftu að læra |:J þessa list. Það er sannarlega Árelíus Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.