Tíminn - 11.11.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.11.1956, Blaðsíða 5
T Í M I N N , sunnudaginn 11. nóvember 1956 5 Hannibal Yaldimarsson, félagsmálaráðhr.: Orðið er frjálst Árás Frjálsrar þjóðar á Alþýðusambandið BLAÐIÐ Frjáls þjóð, sem út kom 10. nóvember s. 1. gerir sér mjög tíðrætt um Alþýðusamband ís- lands. Á forsíðu blaðsins eru tvær greinar helgaðar Alþýðu- sambandinu, og hvorugar til þess skrifaðar að auka hróður þess. f grein undir fyrirsögninni: | Hvenær koma samúðaryíirlýsing- ar A.S.Í.? segir, að það veki furðu, að stjórn Alþýðusambands íslands, hafi ekki enn talið ómaks vert, að lýsa yfir samúð sinni með al- þýðunni í Ungverjalandi. Síðar í sömu grein segir, að Alþýðusam- band íslands þegi um enn þunnu hljóði við öllum hörmungum ung- verskrar alþýðu. í þriðja lagi eru svo þungar ásakanir í greininni í garð Alþýðusambandsins út af því, að Alþýðusambandsstjórnin j hafi ekki mótmælt grimmúðleg- um árásum tveggja stórvelda á Egypta. Og að síðustu fær blaðið ekki orða bundizt út af því „sinnu' leysi“ Alþýðusambands íslands að, vera ekki búið að senda Verka-j mannaflokknum brezka skeyti um, j að það sé honum þakklátt fyrir, þá hörðu baráttu, sem hann hafi ( háð gegn þessari villimennsku. ÞAÐ ER RÉTT, að sambands- stjórnin hefir ekki sent Verka- mannaflokknum brezka neitt þakkarskeyti, og heldur ekki sam- þykkt vítur á Breta og Frakka vegna árásar-stríðs þeirra gegn Egyptum. En ég fullyrði, að það stafar ekki af því, að það hafi ver- ið nokkrum erfiðleikum háð að koma slíkri samþykkt fram í sam- bandsstjórn. Hitt mun ástæðan, að sambandsstjórn hefir sjaldan eða aldrei samþykkt vítur á stór- veldin, þó að þau hafi ráðist á aðrar þjóðir með vopnavaldi. Mun það t. d. meira að segja hafa farið fram hjá sambandsstjórn á sín- um tíma að víta þær þjóðir, sem hófu síðustu heimsstyrjöld. Hitt er alrangt hjá Frjálsri þjóð, að Alþýðusambandsstjórn liafi látið undir höfuð leggjast að lýsa yfir samúð sinni með Ungverjum í liörmungum þeirra. — Það gerði sambandsstjórn með þeim fyrstu hér á landi — og það á þann ótví- ræða hátt, að taka strax þátt í Ungverjalandssöfnuninni með 15 þúsund króna framlagi úr sjóð- um sínum. Þetta gerðist föstudaginn 2. nóvember ágreiningslaust í sam- bandsstjórn. Var þeim tilmælum jafnframt beint til verkalýðsfélag- anna að þau tækju þátt í fjársöfn- un til hjálpar ungversku þjóðinni í neyð hennar. Birtu flest dag- ^Kaðanna í Reykjavík þessi til- mæli Alþýðusambandsins um leið og þau skýrðu frá fordæmi sam- bandsins. Eg hygg, að flestir aðrir en skrifarar Frjálsrar þjóðar, skilji fullvel, að með þessu lýsti Alþýðu sambandsstjórn á ótvíræðan liátt yfir. samúð sinni með ungversku þjóðinni. Og það er ég viss um, að það hefði verið talin skýr og bein afstaða með Rússum, ef hin litia gjöf Alþýðusambandsins hefði verið þeim ætluð. Samúðaryfirlýsing Alþýðusam- bandsins var þannig gefin strax þann 2. nóvember, en sá, sem ásakar sambandsstjórn fyrir tóm- læti, kemur sinni samúðaryfirlýs- ingu fyrst á framfæri 8 dögum síðar, þann 10. nóvember. Þó reiðir Frjáls þjóð enn hærra til höggs gegn Alþýðusambandinu í annarri forsíðugrein sama dag undir svohljóðandi þriggja dálka fyrirsögn: Alþýðusamband íslands brást. f grein þessari segir blaðið, að það hafi vakið hina mestu gremju, að Alþýðusambandið hafi „skorast undan“ þeim tilmælum Alþjóða- sambands frjálsra verklýðsfélaga að gangast fyrir 5 mínútna vinnu- stöðvun í samúðarskyni við ung- verskan verkalýð. Þessi ásökun er röng með öllu. Undan þessu hefir Alþýðusam- bandið aldrei skorast. Útlegging blaðsins er svo sú, að kommúnist-l ar í sambandsstjórn hafi kúgað! aðra sambandsstjórnarmenn í þessu máli. — Að síðustu klykkir blaðið svo út með því að fullyrða, að með þessu hafi meirihluti Al- þýðusambandsstjórnar lotið næsta lágt, til þess eins að súpa úr hóf- spori Moskvukommúnista. Sannleikurinn í þessu máli — allur sannleikurinn — hvort sem menn vilja hafa hann eða ekki, er sá, sem nú skal greina: Klukkan að ganga sex þann 7. nóvember fékk ég í hendur skeyti frá Oldenbrock framkvæmdastjóra Alþjóðasambands frjálsra verka- lýðsfélaga, þar sem þess er óskað, að Alþýðusamband íslands skipu- leggi 5 mínútna vinnustöðvun, er koma skyldi til framkvæmda fyrir liádegi daginn eftir, þann 8. nóv. Eg taldi að ég hefði ekki rétt til þess sem forseti sambandsins, að fyrirskipa slíka vinnustöðvun um allt land, án þess að fá til þess samþykki sambandsstjórnar. En. hvaða tóm gat nú gefist til þess að ná saman sambandsstjórnar- fundi, þar sem ályktun slíks fund- ar þurfti að vera komin til frétta- stofu útvarpsins fyrir klukkan 7, eða eftir rúma klukkustund? Eg sá engar líkur til, að það mundi takast, þar sem sambands- stjórnarfólk stundar flest erfiðis- vinnu og vinnur oft fram til klukk an 7 á kvöldin og er auk þess bú- sett bæði í Reykjavík, Hafnarfirði og í 'Þorlákshöfn. ' ' i Hefir su eðlilega ósk þrásirinis verið borin fram, að sambands- stjórnarfundir væru boðaðir dag- inn áður. Nú hefir oft komið fyrir, að fundir hafa verið boðaðir sam- dægurs, en það mun algert eins- dæmi, ef tekist hefir að ná sam- bandsstjórnarmönnum saman á skemmri tíma en tveimur klukku- stundum frá því að boðun hófst. Segjum nú, að þetta hefði tek- ist. En samt hefði fundur aldrei getað hafizt fyrr en klukkan að ganga átta, eða eftir þann tíma, sem hægt er að koma kvöldfrétt- um á framfæri. Nú mun verða á það bent, að nokkur verkalýðsfélög, sem senni- lega hafa fengið símskeyti um málið um líkt leyti og Alþýðusam- bandið, þó e. t. v. eitthvað fyrr, hafi getað talað sig saman og kom ið tilkynningu í útvarpið. Þetta er rétt að vísu, en svo seint urðu þau þó fyrir, að tilkynning þeirra barst verkafólki fyrst kl. að ganga ellefu um kvöldið, eða í þann mund, sem margir erfiðismenn eru gengnir til hvílu. Eg skal játa það, að ég hefði ekki talið forsvaranlegt, að Al- þýðusamband íslands hefði fyrir- skipað allsherjar vinnustöðvun með slíkri næturtilkynningu, og einhverntíma hefði slíkt þótt of- beldiskennt og ekki verið tekið með þökkum. Auk þess, sem nú hefur verið sagt, er rétt að geta þess, að strax, er ég fékk skeyti Alþjóðasambands ins i hendur reyndi ég að ná sím- sambandi við sambandsstjórnar- menn. Náði ég fyrst tali af Ásgeiri Guðmundssyni, prentara, sem eng- inn getur bendlað við kommún- isma. Hann var mér sammála um, að engin tök væru á að ná saman sambandsstjórnarfundi svo fljótt, að samþykkt gæti fengist birt með kvöldfréttum. Auk þess benti hann á, að slíkar aðgerðir væru nokkuð algengar meðal stórþjóðanna, en væru mjög fágætar hér. — Minnt- ist hann ekki slíkrar allsherjar stöðvunar vinnu, nema í sambandi við lýðveldisstofnunina og þá í eina eða tvær mínútur. Ilefði kraf an þá verið birt öllum til eftir- breytni af stjórnarvöldum lands- ins. Hann var því ekki viss um, að slík vinnustöðvun tækist svo, að sæmd væri að, nema hægt væri að boða hana vandlega um allt land og leita jafnframt samstarfs og samþykkis margra annarra aðila. Samskonar beygur við, að slík helgiathöfn, sem við öll töldum þetta vera, kynni að misheppnast, ef til hennar væri stofnað í flaustri gerði vart við sig hjá öðrum sam- bandsstjórnarmönnum, sem ég náði símasambandi við þetta kvöld. En það sem úrslitum réði var þetta: Símskeyti Alþjóðasam- bandsins kom of seint. Ber að harma það, að skeytið hefur annað hvort tafizt í sendingu, eða ekki hefur gætt nægrar fyrirhyggju af stjórn Alþjóðasambandsins um að senda tilmæli sín til Alþýðusam- bands fslands nægilega tímanlega. Allt er því rangt í þessari grein Frjálsrar þjóðar: Að Alþýðusam- bandið hafi hafnað tilmælum AI- þjóðasambands frjálsra verkalýðs- félaga og sömuleiðis öll fáryrðin um að kommúnistar í sambands- stjórn hafi kúgað meirihluta henn ar til þagnar og aðgerðarleysis. Afstöðu mína persónulega til þessara mála, er tæpast hægt að gera tortryggilega lengur, þó Frjáls þjóð hafi áður reynt það. Ég hefi tekið þátt í að fordæma að jöfnu árásir Breta og Frakka á Egypta — og Rússa á Ungverja, með ótvíræðum samþykktum AI- þýðusambandsins, Málfundafélags jafnaðarmanna og ríkisstjórnarinn ar. Og allar voru þessar ályktanir gerðar, áður en Frjáls þjóð þókn- aðist að láta í ljós sitt skína, Al- þýðusambandi íslands og miðstjórn þess til leiðbeiningar. Ég fæ ekki betur séð, en að Þjóð varnarflokkur íslands hafi með skrifum þessum ráðist á Alþýðu- sambandið af meiri lubbamennsku og illkvitni, en jafnvel Morgun- blaðsliðið hefur leyft sér að gera. Mun ég láta þetta svar til Frjálsr- ar þjóðar gilda jafnframt til ann- arra aðila, sem ástunda að rægja miðstjórn Alþýðusambands fslands vegna þessara viðkvæmu mála. Hannibal Valdimarsson. Málverkasýuing Höskuldar Björas- seuar á Selfossi HÖSKULDUR BJÖRNSSON listmálari heldur sýningu á Sel-1 fossi þessa viku, og verður hún opin fram um helgi. Það er því hver síðastur að sjá hana, en það ættu sem flestir listunnendur að láta eftir sér. Að visu er það tals- verður krókur hér sunnanað, en ekki trúi ég öðru, en að sýning þessi veiti flestum sém hafa ó- truflaðan listasmekk, óblandna á- nægju-stund það eystra. Eg hef átt þess kost að sjá flest ar sýningar Höskuldar, um langt árabil, og alltaf mér til mikillar ánægju. Ekki kann ég námsferil Höskuldar, enda skiptir hitt mestu máli, hvaða árangri hver maður nær í viðleitni sinni, til þroska og fullkomnunar, í hverju sem er. Höskuldur Björnsson hefur all- an sinn listamannaferil verið hinn Þáttur kirkjunnar: Vald — þjönusta Þeir, sem taliS er að ríki yfir þjóðunum, drottna yfir þeim, og höfðingjar þeirra láta þær kenna á valdi sínu. En eigi skal því svo farið yðar á meðal. Kristur. Hamingjunni sé lof, að kirkja íslands á ekki að sitja þögul og aðgerðarlaus horfandi á við- burði lieimsins. Hér skal beð- ið og sungið um frið, frelsi og réttlæti. Sú tízka hefir komizt á hér, að kirkjan eigi ekki að blanda sér í deilumál þjóða og flokka á líðandi stund. Og víst er þetta vandi og oft erfitt að greina sannleikann og réttlætið frá öllu því moldviðri blekkinga og ósanninda, sem nú er einnig venja að þyrla upp um hvert málefni. Um þetta má segja: Það kennir mönnum hugarhik | og helzt að sinna öngu, 1 því kann margur hin þöglu svik 1 að þegja við öllu röngu. En slíkt má kirkjan aldrei 1 leyfa sér. Hlutverk hennar er 1 vökustarfið. Hún er fulltrúi | sannleikans og réttlætisins í I anda kærleikans. Hún getur | ekki hatað neina þjóð, en hún | verður að berjast gegn ranglæt- | inu, hvort sem það birtist hjá | háum eða lágum, stórveldi eða | smáþjóð. Og henni er sá kostur | veittur, að hún þarf ekki að 1 taka tillit til neinna flokksfyrir- 1 skipana, aldrei að ganga með |j bundið fyrir augun vegna aust- I urs eða vesturs, aldrei að taka tillit til þröngra sérhagsmuna flokka og klíkna. Frelsi og hag- hæld mannkyns alls hárra og lágra, hvítra og svartra, er henni jafnmikið áhugamál. Rétt- | læti, friður og fögnuður er tak- 1 mark kirkjulegrar starfsemi í I hverju landi, annars er kirkjan | á villigötum, kennir ekki krist- I inn dóm. Kirkjan ætti sannarlega að || fylkja sér um málstað hinna || smáu og smáðu, þjökuðu og l| þjáðu, hver sem í hlut á. Ilún I getur ekki þagað- við hermdar- I verkunum á Kýpur, þótt Bretar | séu kannske, minnsta kosti að | eigin áliti kristnasta þjóð í heimi. Kýpurbúar eru elzta 1 kristin þjóð heims, eiga merki- lega sögu, eiga rétt til að skipa sínum málum að eigin vild. Kirkjan hlýtur að vera á sama máli og meistari hennar gagn- vart valdhöfum þeim, sem drottna og láta kenna á valdi sínu. Hún hlýtur því að fordæma hernaðaraðgerðir Frakka í Alg- ier og yfirgang stórveldanna og ísraels í Egyptalandi, þar sem auðveldlega má semja á grunni alþjóðahagnaðar um framtíð mannvirkisins mikla við Súez, enda virðist þar nú rofa til. En öllu fremur því sem nú er efst í hugum og heitazt beðið nú í dag, hlýtur kirkjan að skipa sér í flokk með frelsis- kröfum pólskra- og ungverzkra verkamanna og frelsishetja gegn hinum hryllilegu rúss- nesku valdhöfum, sem ganga fram í sauðargæru félagshyggju og jafnaðar. Þeir þykjast vera sporgöngumenn Tolstoys og Len ins, manna, sem áttu eld kær- leika og fórnfýsi í brjósti, manna, sem þrátt fyrir allt sem mistókst, skópu milljónum | mannréttindi og mannsæmandi | líf. En þeir eru það ekki. Þeir | virðast nú, þrátt fyrir mann-1 leika Bulganins, sannleiksholl-1 ustu Krúséffs verstu fjendur j hins sanna sósíalisma, hatandi j og myrðandi hver annan, brjál- j aðir manndýrkendur, sem grafa j upp sína dauðu og ýmist níða þá eða hefja til skýja, stimpl- j andi sjálfa sig sem heimskingja j sem halda að þeir geti leikið i skrípaleik frammi fyrir öllum | heimi, án þess að sjáist í gegn- jj um gervið. „En eigi skal því svo farið yðar á meðal“, kristnir íslend- ingar. Drengskapur hefir lengi verið þjóðardyggð sannara ís- lendinga. Menn geta unnað hin- um dugmiklu, framsæknu og fjölmennu þjóðum Rússlands, Bretlands og Frakklands, þótt þeir afneiti hernaðaraðgerðum, verkalýðskúgun, misskiptingu auðs, yfirdrottnun og þjóðar- morðum hinna blinduðu leið- toga þar. Leiðtoga, sem eftir nokkur ár verður afneitað af sjálfum sér og núverandi fylgis- mönnum sínum. Hin eina kristilega valdbeit- ing er þjónusta en ekki yfir- drottnun, frelsisefling en ekki kúgun, jafnrétti en ekki mis- rétti. Guð styrki hverja þjóð, sem berst fyrir frelsi og sjálfstæði. Guð gefi hverri þjóð réttlæti frið og fögnuð. Guð gefi þjón- ustusemi í stað hroka og valds. Reykjavík, 10. nóv. 1956. Árelíus Níelsson. . i- m 4* leitandi maður, sífellt á þroskun- arbraut og er það enn, eins og þéssi sýning ber órækan vott um. II. Hér er nefnilega um stórmerka sýningu að ræða, sýningu sem er Iærdómsrík á marga lund. „Frá henni andar ilmviðsins blær“ segir stórskáldið Einar Benediktsson og finnst mér það viðeigandi eink- unnarorð um þessa sýningu, sem sannarlega andar frá sér lífi, feg- urð, ljósi og yl. „Að halda sitt strik, vera í hætt- unni stór“, segir Einar Benedikts- son einnig. Það er einmitt þetta sem að Höskuldur hefur gert. — Því hærra sem að skipunarbásúna hins erlenda abstraktisma, hefur gollið í blöðum og útvarpi hér, um hina einu sönnu aðalbraut hreinn- ar listar, æ þess betur hefur Hösk uldur lokað eyrum sínum fyrir þeirri eintóna skipan, enda er hann nú, og hefur verið einn af allra sérstæðustu snillingum þjóðar vorr ar og þó víðar væri leitað. Það er hægt að kenna öllum mönnum rímreglur, bragreglur og skapa skáld eða listamenn, eftir einhverskonar reglum. Það mun lítið tjóa. Það á nefnilega víða heima spekimæli orðsnillingsins mikla Sigfúsar Sigfussonar þjóð-' sagnaméistara. „Þetta eru reglur og ekkert annað, en eintómar and- skotans reglur“. III. Höskuldur hefur þroskaðan og óskeikulan fegurðarsmekk, en auk þess hefur hann öldungis meistara legt vald á pensli sínum, penna og blýanti. Höskuldur hefur alla tíð verið hinn hávaðalausi maður. Strax á unga aldri dró hann sig út úr skark ala veraldarinnar, bjó fyrst á Laug (Framhald á 6. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.