Tíminn - 11.11.1956, Side 2

Tíminn - 11.11.1956, Side 2
T í MI N N , sunnudaginn 11. november 1956 Áðalfundur F.U.F. í R Jón Arnþórsson rnn iormaour Ungmennafélag íslands verður 50 ára að sumri og verð- ur afmælisins minnzt með veglegu, landsmóti, sem haldið verður að Þingvöilum dagana 29. og 30. júní. Verður þar jafnframt afmælishátíð samtakanna og sambandsþing hið 20. í röðinni. Ungmennafélögin hafa gengizt fyrir 10 landsmótum og hafa hin síðari þeirra verið mjög fjölsótt af æskufólki víö's vegar af land- inu. Ungmennafélögin starfa inest í sveitum og káuptúnum, en félög eru þó starfandi í Reykja- vík, Keflavík, SauSárkróki, Norð- firði og Húsavík. Gera má ráð fyrir að auk lands- mótsins að Þingvöllum, sem Þing- vallanefnd hefir góðfúslega veitt leyfi til að halda þar, verði enn- fremur einhver hluti hátíðahald- anna í Reykjavík. Á landsmótinu og afmælishátíð- inni að Þingvöllum verður áð sjálfsögðu íþróttakeppni eins og venjulega á landsmótum U. M. F. í., en þar að auki verður lögð sér- stök áherzla á glímu og þjóð- dansa, en félögin hafa jafnan beitt sér fyrir iðkun þessara þjóðlegu íþrótta. Eins og kunnugt er var Ung- mennafélag íslands stofnað á Þing völlum sumarið 1907, af ungum, þróttmiklum og framsýnum full- trúum íslenzku þjóðarinnar, þeim: Jóhannesi Jósefssyni á Hótel Borg, ííuðmundi Guðlaugssyni, Bernharði .Stefánssyni, alþm., Arngrími Fr. Bjarnasyni, Guðbrandi Magnús- syni, forstj., Helga Valtýssyni, rith. og Jóni Helgasyni. Hátíðanefnd. Nefnd hefur verið skipuð til þess að sjá um undirbúning hátíðahald anna og skipa hana eftirfarandi menn: Stefán ÓI. Jónsson, kennari, formaður; Axel Jónsson, sundlauga vörður; Ármann Pétursson, fulltr.; Skúli H. Norðdal, arkitekt, og Þórir Þorsteinsson, íþróttakennari. Landsmót UMFÍ. Ungmennafélag íslands stendur fyrir landsmóti þriðja hvert ár og er næsta mót hið 10. í röðinni. Mót þessi hafa þó ekki verið reglu lega haldinn nema frá 1940, en þau hafa alltaf verið merkur þáttur í staríi félaganna, ætíð farið fram með miklum glæsibrag og þátt- taka í þeim farið stöðugt vaxandi. Keppnisgreinum hefur fjölgað og árangur í þeim alltaf farið batn- andi. Að þessu sinni verða íþróttagrein ar þó nokkru færri en áður, og stafar það af því, að nú fer nokk- ur timi í afmælishátíðahöld. Keppnisgreinar verða: Frjálsar1 íþróttir: Fyrir karla: 100 m. hlaup, 1500 m. hlaup, 5000 m. hlaup og 1000 m. boðhlaup. Hástökk, lang- stökk, kúluvarp og kringlukast. Bréf frá „látnum manm u TEHERAN, 9. nóv. — Þúsundir bréfa frá „látnum manna“ hafa á dularfullan hátt komið í Ijós í Teheran. Segja þau frá dauða Ung verja í Búdapest. Lesendur blaðs- ins Etelaat fundu bréf þessi vafin innan í eintak sitt af blaðinu og hréfinu var einnig dreift út um borgina. í bréfi þessu segir m. a.: Eg lézt í seinustu viku. Þeir bönn- uðu fjölskyldu minni að grafa mig og lík mitt liggur enn í götu einni nálægt miðbiki Búdapest. Sovét- kommúnistar eru að myrða landa mína á sama hátt og þeir myrtu mig. Látið þá ekki blekkja ykkur með svikaloforðum sínum. Bréf þessi voru öll undirrituð: Frá látn um manni. Fyrir konur: 80 m. hlaup og 5x80 m. boðhlaup. Kvennasund: 50 m. frjáls aðferð, 100 m. bringu- sund, 500 m. frjáls aðferð, 4x50 m. boðsund. Karlasund: 200 m. bringusund, 1000 m. frjáls aðferð, 100 m. frjáls aðferð, 4x50 m. boðsund. Ennfremur fer fram keppni í Dagskrá mótsins. Ekki hefur verið gengið endan- lega frá dagskrá mótsins enn þá, en í stórum dráttum verður hún á þessa leið: Laugardagur 29. júní: Kl. 9,30: Mótið hefst með skrúðgöngu í- þróttafólks frá tjaldbúðum til leik vallar, þar fer fram mótsetning og fánahylling; kl. 10—12: íþrótta- keppni; kl. 12—14 Matarhlé; kl. 14—18 íþróttakeppni; kl. 18—20 Hlé; kl. 20—21 Útifundur: Fram- söguerindi — umræður; kl. 21 Dans á palli. Sunnudaginn 30. júní: Kl. 9,30 Skrúðganga til leikvallar; kl. 10— 12 íþróttakeppni; 12—12,30 Matar hlé; kl. 13,30 Hátíðadagskrá: Guðs þjónusta — hljóðfæraleikur — á- vörp — ræða — fimleikasýning — bændaglíma; kl. 17-—19 Kvöldsam koma: Söngur — þjóðdansar — á- vörp — tilkynnt úrslit í íþrótta- keppni og afhent verðlaun — loka- orð; kl. 20,30—24 Dans á palli. Það er vert að vekja sérstaklega athygli á hópsýningum, sem þarna eru ráðagerðar svo sem fimleika og þjóðdansasýningum. Ungmenna félögunum verður sendur ákveð- inn tímaseðill í leikfimi og er ætl- ast til þess að öll ungmennafélög handknattleik kvenna og í knatt-|æfi hann í vetur og geti svo sent spyrnu karla, en það er ný keppnis fjölmarga þátttakendur í fimleika grein á landsmótum UMFÍ. Ekki j sýninguna. Eins verður það með getur sú keppni þó farið að öllu þjóðdansana, Ungmennafél. fá á- leyti fram á sjálfu mótinu, heldur kveðna dansa, sem þau æfa í vet- verður að fara fram undankeppni ur og allir geta svo tekið þátt í, í hverjum landsfjórðungi, en þetta 1 er til Þingvalla kemur að vori. — er útsláttarkeppni, þannig að tapi f Endanlega er ekki ákveðin tilhög- lið leik er það fallið út úr keppn- un glímunnar. Sérstök merki verða gerð í til- efni afmælisins og verða þau send Sundkeppni í Hveragerði. til félaganna í vetur Vegna þess að ekki eru skilyrði ¥T ,, , til sundkeppni á Þingvöllum fer , keppnin fram í Hveragerði föstu- daginn 28. júní og hefst hún kl. 4 síðdegis. Aðalfundur F. U. F. — Eélags ungra Framsóknarmanna í Reykja vík — var haldinn 8. þ. m. í Þjóð- leikhúsk j allaranum. Bjarni V. Magnússon, fráfarandi formaður, setti fund og nefndi Jón Skaftason til fundarstjóra og Ingvar Gíslason til íundarritara. Fráfarandi formaður lýsti starf- semi félagsins á liðnu starfsári, óg kom í ljós, að félagið hefir eflzt að mun að félagatölu, og fjárhag- ur þess liefir aldrei verið blóm- lsgri. 39 nýir félagar gengu inn á aðal- fundinum og fráfarandi formaður lét þess sérstaklega getið, hve ung ir menn hefðu unnið vel og ötul- lega að undirbúningi kosninganna s. 1. vor. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við núverandi ríkisstjórn og ítrekaði samúð félagsins með þeim, er hörmungar verða að þola í Ungverjalandi og Egyptalandi með því að lýsa yfir sérstökum stuðningi við yfirlýsingu samtaka ungra Framsóknarmanna varð- andi þau mál. Jón Arnþórsson var kjörinn for- maður félagsins að þessu sinni, en aðrir í stjórn Ingvar Gíslason, Ein ar Birnir, Hörður Helgason og Elísabet Hauksdóttir. Hátíðasvæðið á Þingvöllum. Aðal hátíðahöldin og íþrótta- keppnin fara fram á íþróttaleik- vanginum, sem er á völlunum neð- an Fangbrekku. íþróttavöllurinn er orðinn allgóður leikvangur og Fangbrekka er hinn ákjósanlegasti staður áhorfenda, þaðan geta þeir fylgst með leikunum, er fram fara á sjálfum leikvanginum og notið fegurðar Þingvalla. Tjaldbúðum verður komið fyrir á völlunum austan við, sunnan veg arins. Gera má ráð fyrir mikilli tjaldborg, því að vænta má þús- unda manna þessa daga til Þing- valla. Rétt er að minna fólk á það í tíma, að það verður að búa að sínu sem forfeður vorir, er þing sóttu á Þingvöll. Þó verður reynt að sjá til þess, að einhver lífs- næring verði þar, fyrir svanga maga. Mótsnefndin vill beina þeim til- mælum til allra Ungmennafél. í landinu, að búa sig vel undir mót- ið með reglubundnum æfingum í allan vetur. Leitið enn fremur upp lýsinga viðkomandi mótinu hjá skrifstofu UMFÍ og biðjið um leið beiningar, ef þið þarfnist þeirra. Fundur (Framhald af 12. síðu). lagsstjóri, setti fundinn og stjórn- aði honum. Aðalræðurnar á fundinum flutti Halldór E. Sigurðsson, al- þingismaður, og Sveinbjörn Dag- finnsson, lögfræðingur, og ræddu þeir um stjórnmálaviðhorfið. Síðan hófust almennar umræður og tóku til máls Jóhannes Kristjánsson, út- gerðarmaður, Björn Jónsson, bóndi Sólbakka, Guðmundur Guðjónsson bóndi í Saurum, Kristján Hallsson, kaupfélagsstjóri, Karl Stefánsson, framkvæmdastjóri í Grafarnesi. Umræður voru fjörugar og var ríkj andi mikill áhugi á fundinum. Myndir Kjarvals sýndar í Bankastr. Þeir, sem leið eiga um Banka- stræti, ættu að láta sér verða litið í sýningarglugga Málarans. Kjar- Stjóramálanámskeið Framsóknar- manna sett í Tjaraarkaffi kl. 2 í dag Hi3 árlega stjórnmálanámslceið á vegum Framsóknar- manna verður haldið í Reykjavík dagana 11.—24. þ. m. Stjórnmálanámskeið þetta verður með líku sniði og undanfarin ár, þannig að námskeiðsmönnum verða veittar leiðbeiningar í fundastjórn og fundareglum. Mál fundaæfingar á hverju kvöldi í Edduhúsinu frá kl. 8,30 síðd. Ennfremur verða haldnir nokkrir fyrirlestrar þjóð- málalegs efnis. Aða! leiðbeinandi námskeiðsins verður að þessu sinni HaSldór Sigurðsson, alþingismaður. Námskeiðið verður sett í Tjarnarkaffi uppi kl. 2 e.h. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiðinu, en ekki hafa tilkynnt þátttöku sína enn, geta gert það við setningu námskeiðsins í dag. Öllum er heimill áð- gangur. val sýnir þar þrjár athyglisverðar myndir. — Fyrst er að geta vatns- litamyndir af Lómagnúpi gjörða fáum dráttum, mynd, sem nyti sín enn betur ef hún risi lóðrétt gegn áhorfanda. Síðan er djörf, áhrifa- mikil mynd — útburðurinn, þarna sögð af bersögli, en orkar allt um það eins og áhrifamikil siðferðis- prédikun, sem minnir á aðra mikla slíka prédikun Kjarvals — Draum vetrarrjúpunnar. Þriðja myndin er gaman og alvara. Hún er mynd af Kjarval sjálfum, gjörð á námsárum hans á Listaháskólan- um, þar sem listamaðurinn er flot- inn út á lífsins ólgu sjó á staffelí- inu, með neyðarflaggið í hálfa stöng. Að sjálfsögðu hefir á þess- um árum stundum verið hart á dalnum hjá námsmanni með konu og tvö börn. En áskapaðir snilli- hæfileikar hlutu að gjöra vinnu- brögðin að kaupeyri þótt sá kaup- eyrir sé ekki fyrr en á síðari ár- um orðin gullsígildi. M. hefíi af HeSgafelIi. f októberhefti tímaritsins Helga fell, sem er nýkomið út, er margt góðra greina, sagna og ljóða. Þar er sérstætt kvæði eftir Jóhann S. Hannesson, sem nefnist BöLverkur. Þá ritar Tómas Guðmundsson um Nordal sjötugan. Hermann Páls- son ritar um móðurmálskennslu og Kristján Albertsson greinina Akademía. Kristján Karlsson ritar um bókmenntir, Árni Kristjánsson og Ragnar Jónsson um tónlist og Þorsteinn Hannesson um leiklist. J Ó N B J AR NI Smásaga er eftir Thor Vilhjálms- son og Þrjú ljóð eftir Helga Hálf- dánarson. Þá eru nokkrar stökur eftir Kristján Ólason. Myndir eru í heftinu af listaverkum eftir Gunn laug Scheving og Þorvald Skúla- son. — Helgafell er vandað rit að frágangi og efni, fjölbreytt og læsi legt. Helgafell hefur gefið Gerplu Kiljaus út í siuáhókarhroti, kostar 20 krórnir. Bókaútgáfan Helgafell hefir gefið út Gerplu eftir Hall- dór Kiljan Laxness í smábókarbroti í bókaflokki þeim, sem útgáfan hefir hafið og velur í ýmis ágætisrit. Kostar bók þessi aðeins 20 krónur eins og ljóð Jónasar Hallgrímssonar, sem gefin voru út 1 sumar. ___________________________ Þetta er allstór bók, enda er letrið stórt. Káputeikningu góða hefir Þorvaldur Skúiason gert og sýnir víkingaskip. Aftast í bókinni eru orðaskýringar, og er það til hægðarauka fyrir þá, sem ekki eru handgengnir fornyrðum. Bók- in er nær 500 blaðsíður að stærð. Það er mikið þakkarvert af Helgafelli að gefa öndvegisrit ísl. út með þessum hætti samhliða vand aðri og sterklegri útgáfum og selja við vægu verði, svo að allir geti eignast. Sýndi útgáfan af ljóð um Jónasar það vel að menn kunna að meta slíkt, því að nær fimm þúsund eintök seldust af þeirri bók á nokkrum vikum. Má húast við, að Gerpla verði hér eft- ir í margra eigu. Drengjajakkaföt 6—14 ára Matrósföt frá 3—8 ára. Matrósakjólar 3—7 ára Fiðurhelt léreft — Dúnhelt iéreft Æðardúnssængur. ; Sendum í póstkröfu. | Vesturgötu 12 ^ Sími 3570. = 7iiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiUni(i»i|l'll,llllllll,lllli,IIIM Myggjítwa béndi tryggísc dráttarvél ssna >• /<? \/ jtaem , 6X>£rr/seöro . r aBSutiE** 'íhlCHLOSHREINSUN (bUR9HR5IMSU'l > SDLVALLAGOTU 74 • SIMI 3237 BARMAHLÍfl G

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.