Tíminn - 07.12.1956, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.12.1956, Blaðsíða 5
T I M I N N, föstudaginn 7. desember 1956. ' *■' \ - r . .m ............. S'J* Skákárið 1957 - Alekhinemótið - SkákdæmiRITSTJÓRh FRIÐRIK ÓLAFSSON í sambandi við nýlega afstaðið Ólympíumót í Moskvu, var haldið' þing Alþjóðaskáksambandsins (F. I.D.E.) og var þar gengið frá þeim málum, sem snerta næsta skákár, j árið 1957. Á þingi þessu voru sam- þykktar ýmsar ályktanir og breyt- ingatillögur varðandi þær keppn- ( ir, sem leiða til áskorunarréttar á heimsmeistarann. Fyrsta skrefið á þeirri leið, er sem kunnugt, hin-! ar svokölluðu svæðiskeppnir; (zone-keppnir), en þær eru nú alls níu talsins í hinum ýmsu heimshlutum, fjórar í Evrópu, j fjórar í Ameríku og ein í Asíu.! Athygli okkar beinist auðvitað að Evrópu, því að þar á ísland full- j trúa. Evrópu hefur nú verið skiptj í fjögur svæði í stað þriggja áður! og stafar það aðallega af hinu ó-; hentuga fyrirkomulagi, sem áður j var og fjölgun þátttökuríkja. Þessi fjögur svæði í Evrópu nefnast 1) Rússland. 2) Vestur-Evrópa. 3) Austur-Evrópa. 4) Mið-Evrópa. ís-j land var áður í A-Evrópu, sem mestmegnis er skipað austantjalds j löndum, en hefur nú verið flutt | í Mið-Evrópu, sem skoða má sem : einskonar brot af Vestur-Evrópu. í Mun marga fýsa að heyra, hver ^ séu hin aðildarríki þessa svæðis og ætla ég nú að telja þau fram ásamt þátttakendafjölda hvers um sig. Löndin eru átta talsins, en þátttakendur alls sextán. 1) V- Þýzkaland, sem hefur rétt til að senda fjóra keppendur. Gizka ég þar á þá Unzicker, Darga, Schmidt og Pfeiffer, sem líklegasta. 2) A- Þýzkaland með tvo keppendur, sennilegast þá Uhlmann og Fuchs. 3) Austurríki einnig með tvo, en þar ber nú hæst þá Robatsch og Diickstein. 4) Finnland tvo. Hér er erfiðara að draga út viss nöfn, en þó má nokkuð örugglega gera ráð fyrir Ojanen. Um hitt sætið er erfitt að segja. Nefna mætti þá Salo, Kaila, Rantanen og Fred. Kaila er vafalaust sterkastur þeirra fjórmenninganna, en hann hef- ur á hinn bóginn lítið teflt undan- farið. 5) Svíþjóð tvo, vafalaust með Stahlberg í broddi fylkingar. Um hitt sætið er ómögulegt að segja. 6) Danmörk hefur rétt á einum og geta víst flestir gizkað á þann rétta. (Larsen). 7) Noregur með einn, líklega Vestöl. Við íslending ar höfum rétt á tveimur og er það nýnæmi, því að hingað til höfum við aðeins átt rétt á einum. Ástæð- una fyrir þessari breytingu veit ég ekki, en hún sýnir, að tekið er talsvert tillit til okkar. Ég læt svo lesendur um að gizka á kepp- endur af okkar hálfu. Millisvæða- keppnin (Inter-zonal) verður svo haldin í Júgóslafíu 1958, og kom- ast í hana þrír keppendur úr okk- ar sræði (þrír þeir efstu), en alls munu keppa þar um tuttugu mann«. Efstu menn úr þessu móti komast síðan í hið svonefnda Kandidatamót, en sá sem þar sigr- ar ldýtur áskorunarréttinn á lieimameistarann. Úrtökukeppni þessari mætti líkja við geysi erf- iða fjallgöngu. Þátttakendur allir hefja hana við rætur fjallsins, en ei- ofar dregur, týnast þeir úr jafnt og þétt, upp á toppinn kemst aðeins einn maður. Þar sit- nr hins vegar heimsmeistarinn og hreiðrar um sig á veldisstóli sín- *tm. Nú er einungis að sjá, hvort hann heldur velli eða má niður fjallsshliðina. Þessar svæðiskeppnir verða, eins og ég áður hefi sagt. haldn- ar á árinu 1957, og virðist það ár ætla að verða eitt hið mesta anna- ár fyrir íslenzka skákmenn. Keppn- ir þær, sem þegar ey vitað um, að þeir taki þátt í, eru þessar: Jólaskákmótið í Ilastings, en þangað hefur þegar verið boðið einum íslendingi (Friðriki Ólafs- syni). Aðrir keppendur þar verða væntanlega Stahlberg, O’Kelly, dr. Filip, einhverjir tveir Rússar og fjórir Englendingar, þeir C.H. S* «> <8 « « -4 S>- © <a 4 V O’D Alexander, Penrose, Clarke og Horsemann. Ekki er nafnaskrá þessi örugg, nema hvað Englend- ingana snertir. Næsta mót er þá væntanlega áðurnefnd svæðis- keppni og verður hún haldin í júní, sennilega í V-Þýzkalandi. Þá kemur Alþjóðaskákmót stúdenta, haldið hér á íslandi í júlí. Verður það vafalaust mesta skákmót sem hér hefur verið haldið. Síðast en ekki sízt er svo Norðurlandaskák- mótið, sem að þessu sinni verður haldið í Finnlandi í ágúst. Hér i virðist því næg barátta framund-, an, en við lítum að sjálfsögðu framtíðina bjartsýnisaugum og von um allt hið bezta. Nú þykist ég hafa gert nægilega grein fyrir væntanlegu starfsári ís- lenzkra skákmanna og sný mér því að skákinni í sinni eiginlegu mynd. Eins og við munum, þá var tefldur fjöldinn allur af skemmti legum skákum í Alekhineminning armótinu í haust. Hér birtist ein stutt og snjöll, tefld af hinum ærlsafenga Najdorf og hinum kyrr láta Sliwa: Hv: M. Najdorf, Argentínu. Sv: Sliwa, Póllandi. DrottningarbragS 1. c4—Rf6. 2. Rc3—e6. 3. Rf3 —d5. 4. d4—c5. 5. cxd—Rxd5. 6. e3—Rc6. 7. Bc4 (Hér er einnig oft leikið 7. Bd3 og mætti í því sambandi nefna skákina Botvinn- ik — Alekhine A.V.R.O. ’38.) 7. —cxd. 8. exd—Be7. 9. 0—0; 0—0. 10. Hel—Rxc3 (Ekki 10,— b6 eins og skeði í áðurnefndri skák. Áframhaldið varð 11. Rxd5 —exd5. 12. Bb5!—Bd7. 13. Da4 og hvítur stendur mun betur.) 11. bx c3—b6. 12. Bd3—Bb7. 13. Dc2 (Þessi leikur er leikinn í því augnamiði, að svartur verði að veikja kóngsstöðu sína.) 13.—g6. (Slæmt væri 13.—h6 vegna svars- ins 14. De2. Hvítur hótar þá De4 við tækifæri, og svartur á mjög erfitt um vik. T. d„ 14.—Ra5. 15. Re5! og næst Dg4.) 14. Bh6! (í Gautaborg ’55 lék Bronstein gegn Pachmann 14. Dd2, en sá leikur er ekki jafn góður og hann lítur út fyrir að vera. Hin beina hótun hans er að vísu Dh6 ásamt Rg5, en svartur getur varizt með 14.—Ra5. 15. Re5—Hc8. Þess vegna virðist 14. Bh6 öllu skárri leikur.) 14,—He8. 15. Dd2—Hc8. 16. Hacl—Dc7? (Óskiljanlegur og tilgangslaus leikur. Bezt var 16.— Bf6! t. d. 17. Df4—Bg7 (Ekki 17. —Ra5? 18. Re5—Rc6. 19. Rg4— Bh4. 20. g3—Be7. 21. Bc4—Hc7. 22. Dxf7 -f og mát í næsta leik. Bolbochan—Pachmann Ólympíu- mótinu ’56.) 18. Bg5—Dc7. 19. Dh4—Re7.) Hg8. 28. Dxe5—Dxe5. 29. Hxe5— Ba3. 30. Rxg8—Bxd. 31. Bxd8. Skákdæmi eru alltaf skemmti- leg dægradvöl, þegar ekki er ann að við hendina, og hér kemur eitt. Staðan er tekin úr tefldri skák milli Keres og Wade í keppninni Rússland—Bretland ’56. Hvítur á leikinn og vinnur. Hvernig? Felior brezka stjórnin á egypzka innrásarævintýrinu? !haldsflokkurinn klofinn. HarSar umræ'ður í brezka þinginu um stefnu stjórnarinnar London, 5. desember. — Tveggja daga umræður um ut- anríkismál hófust 1 neðri málstofunni brezku í dag. Flutti Selwyn Lloyd utanríkisráðherra framsögu af hálfu stjórnar- innar og varði aðgerðir hennar í sambandi við innrásina í Egyptaland. Neitaði hann ásökunum um, að Bretar hefðu staðið beint eða óbeint að árás ísraelsmanna á Egypta. Kvað þó stjórnina hafa vitað að til tíðinda kynni að draga. Bevan mælti fyrir vantrauststillögu stjórnarandstæðinga og kvatð það undarlegt, að Lloyd færði nú allt aðrar röksemdir fyrir innrásinni en forsætisráðherrann hefði gert í upphafi. Lausn í næsta þætti. Fr.Ol. Selwyn Lloyd flutti mjög sömu rök í málinu og áður hafa heyrzt af hálfu brezku stjórnarinnar. Kvað innrás Breta og Frakka hafa komið í veg fyrir meiriháttar styrj öld þar eystra. Væri fullsannað, að Rússar hefðu verið búnir að byrgja Egypta upp með ógrynni nýtízku vopna og allt verið undir i það búið, að þeir gætu háð styrj- öld af fullum krafti. Þessi áform hefðu verið ónýtt. Ennfremur benti hann á þann mikilvæga á- vinning, sem leitt hefði af hern- aðaraðgerðunum, þar sem væri Fréitabréf úr Austur-Landeyjum: 56 minkar lagðir aS velli á einum bæ síðan nm páska í vor Félagsheimilið Gunnarshólmi hefir gerbreytt aðstöðu til samkomu- og skemmtanalífs í sveitinni A-Landeyjum 2. des. 1956. — I Tímanum 1. þ. m. er grein sem heitir: „Snoddas er minnkaveiðir mikill“, en þar segir frá liundi, sem búinn er að sjá fyrir 2 mink- um á mánuði. Fyrr í haust minnir mig að ég hafi heyrt, útvarpið geta um mann og hafi sá sálgað 15 minnkum, ef ég man rétt. Þetta finnst okkur A-Landey- ingum ekki mikið, vegna þess að hér í sveit er maður, hef hefir kálað með aðstoð hunds síns 56 minnkum síðan um páska í vor. Maður þessi er Oddur Þórðar- son bóndi í Vatnshól. Oddur hefir i dvalið mikinn hluta ævi sinnar hér í Austur-Landeyjum og lengst af 'í Vatnshól. Oddur er hægur og ilætur ekki mikið yfir sér, en er | hygginn og duglegur þegar á reyn- ! ir. Oddur átti 60 ára afmæli á síð | asta ári. Ilund þann sem áður er um getið, fékk Oddur í Hafnar- firði fyrir 3 eða 4 árum, og var til þess ætlazt að þetta yrði fjárhund- ur en ekki minnkabani þótt sú hafi orðið reyndin. Þess má geta að á síðasta-ári drápu þeir félagar milli 30 og 40 minnka. Aðrar fréttir. Það, sem af er þessu hausti má segja að tíð hafi verið risjug, mikl ir umhleypingar og vætusamt og nú síðustu daga snjógangur öðru hvoru þótt ekki hafi fest snjó enn sem komið er. í sumar var tíðin framúrskarandi góð, svo elstu men muna ekki ann- að sumar betra. Spretta á túnum var yfirleitt mjög góð og nýting heyja sem bezt varð á kosið. Mikil ræktun. Hér er mikill ræktunarhugur í mönnum og hafa nú á fáum árum breytzt svo aðstæður við heyöflun að nú er heyfengur að mestu tek- inn á ræktuðu landi í stað þess að áður var að mestu treyst á út- heyskap. í sumar störfuðu tvær skurðgröf ur á vegum ræktunarsambands stofnun gæzluliðs S. Þ„ en af því myndi aldrei hafa orðið, ef ekki hefði verið gripið til innrás- arinnar. Stjórnin tvísaga. Bevan mælti fyrir vantrauststil- lögu stjórnarandstæðinga. Hann kvað það næsta undarlegt, að Lloyd réttlætti nú innrásina með allt öðrum rökum, en sir Anthony Eden hefði gert um það bil er hún hófst. Milli þeirra virðist ekk ert rökrétt samband. Sannleikur- inn væri sá, að stjórnin gripi til hvers konar yfirklórs til að leyna að nokkru óförum þeim, sem hlot- izt hefðu af Egyptalandsævintýr- inu. Stjórnin völt í sessi. Allstór hópur íhaldsþingmanna er stjórninni andvígur í þessu máli. Vilja þeir að brezk-franski herinn verði kyrr við Súez og að í engu sé slakað til. Óvíst er, hvort þessi óánægja er svo mögn- uð, að þessir þingmenn sitji hjá við atkvæðagreiðslu og kýnni það jafnvel að leiða til þess að stjórn- in félli. Hefir helzti foringi þeirra, Amery, tilkynnt að hann muni ekki greiða atkvæði. Fylgi margir fordæmi hans er óvíst hver verða örlög stjórnarinnar við atkvæðagreiðslu annað kvöld. Myndarlegt félagsheimili. f vor var vígt félagsheimilið leikinn Kinnarhvolssystur, það var Gunnarshólmi, svo sem Tíminn hef-! fyrsta leiksýningin í húsinu og má ir áður um getið, síðan hefir liver 'segja að þar hafi verið vel af stað stórviðburðurinn rekið annan í farið því að sýningin var þeim er skemmtanalífi okkar Austur-Land- eyinga. T. d. var haldin þar fjölmenn- Byggingar eru nokkuð miklar. Eru það aðallega fénaðarhús t. d. fjós 34 kúa, og 3 fjárhús 200 kinda. að henni stóðu til sóma, en okkur áhorfendum ógleymanleg ánægju- stund. Þá hélt Kirkjukórasamband asta veizla sem haldin liefir verið Rangárvallaprófastsdæmis söngmót í sveit á íslandi, að því er fróðirjþann 18. nóv. Auk þess hafa félög menn telja, er Rangæingar héldu! sveitarinnar UMF og KF haldið Helga Jónssyni fyrrverandi hér- j margar skemmtanir við mjög góða aðslækni og alþm. og konu hans! aðsókn. kveðjusamsæti í sumar. Einnigj ! var forseta íslands haldið sam- Kvöldvaka bænda. sæti þar er hann var á ferð í sum ar. Fyrir viku hélt Búnaðarfélag A- Landeyinga kvöldvöku fyrir hrepps Þá hélt FUF í Rangárþingi hér- búa og var hún mjög fjölsótt og al aðsmót sitt í Gunnarshólma. Kvenfélag Selfoss sýndi hér sjón menn ánægja er heim var haldið. Austur-Landeyingur. íci liátíÁ 17. h4!—Bf6. 18. h5- e5. (Allar tilraunir svarts til mót- sóknar fara út um þúfur, en hvað átti hann að gera?) 19. d5—Re7 (Eða 19. —Ra5. 20. c4—e4. 21. Bxe4—Rxc4. 22. Dd3! og fórnin á g6 vofir yfir) 20. c4—Hcd8. 21. j Landeyja, sín í hvorri sveit, sam- Rg5—Rf5. 22. Re4 Óðum líður að j bandið á nú 2 jarðýtur með til- banastund) 22. —Be7. 23. Bg5—I heyrandi verkfærum. Sauðfé var Kg7. 24. h6+! (Einfalt en sterkt!) • vænt í haust og var meðalfallþungi 24. —Kh8. 25. Rf6-f-Hf8. 26.'Bx | dilka hjá mörgum 16 til 17 kg. f5—gxf5. 27. Dc3 og svartur gafst j Almennt mun vera hugur í bænd- upp. Framlialdið gæti orðið 27. — um að fjölga fé sínu eitthvað. N0RRÆNA FÉLAGSINS verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum sunnudaginn 9. des. og hefst kl. 21 stundvíslega. DAGSKRÁ: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, formaður Norræna félagsins, flytur ávarp. Thorgeir Andersson-Ryst, ambassador, flytur stutt erindi. Guðmunda Elíasdóttir, óperusöngkona, syngur einsöng. Dr. Páll ísólfsson annast undirleik. „ANDESPIL" DANS Aðgangur er ókeypis fyrir félaga Norræna félagsins. Hver fé- lagsmaður má taka með sér einn gest. Nýir félagar geta láíið skrá sig við innganginn. STJÓRNIN *►* « 4. » 4 ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.