Tíminn - 07.12.1956, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.12.1956, Blaðsíða 9
TÍMINN, föstudaginn 7. desember 1956. 9 18 ! — Næstum? — Já, ég veit það. Ég heyri háðið í rödd þinni. Þú álítur, að við höfum eyðilagt líf þitt, og huggar þig við þá tilhugs- un. En ef þú ert heiðarleg við sjálfa þig, verður þú að viður- kenna, að hjónaband með ítala, sem vinnur í jazzhljóm- sveit hefði ekki staðið árið út. — Ef til vill — ef þú hefð- ír leyft mér að eiga þetta barn, ef þið hefðuð bara gef- ið mér eitt tækifæri, ef þið hefðuð gert aðeins að hálfu leyti jafn mikið til þess að hjálpa hjónabandi okkar, og þið gerðuð til að eyðileggja það. — Það var alveg útilokað með þetta barn, Ann. Barn í heiminn aðeins fimm mánuð um eftir að fólk er gift. Hvern ig heldur þú að barnið hefði sjálft litið á það er það komst til vits . og ára? Þegar það þurfti að útfylla opinber skjöl og geta giftingardags foreldr anna? Að ekki sé talað um vini þína og vini föðurins. Þú veizt annars mjög vel, að fólk úr því . . . mannfélags- þrepi . . . er nákvæmlega jafn afturhaldssamt að þessu leyti og betur efnað fólk, ef ekki í enn ríkari mæli. Ann stóð upp og gekk út að glugganum. — Síðast þegar við rædd. um þetta mál endaði það með skelfingu. — Rétt er það, þú fórst leið ar þinnar og skrifaðir mér ekki í tvo mánuði. — Ég hefi lítinn áhuga á að slíkt endurtaki sig, sagði Ann. — Það gerist vonandi ekki nauðsynlegt. — Þá skulum við hætta með an allt er rólegt. Það er ekki til eitt einasta atriði í þessu máli, sem ég hefi ekki hugs- að um minnst hundrað sinn- um. Og þú ert ekki sú eina, sem ég hefi rætt málið við. Strart hampaði því líka í tíma og ótíma. — Mér þykir það leitt, en sem liður í . . . Ann snéri sér snöggt og leit á móður sína. — Eigum við að hætta? — Já, vitanlega. Þáð var einmitt ætlun mín. — Nei, það var það ekki. Um leið og þú sagðir, að ég ætti en mikils góðs að vænta, vissi ég hvert þú varst að fara Ný átroðsla á fyrsta hjóna- band mitt. Edith Chapin sat þögul. Hún þagði lengi, en er hún tók til máls á ný, talaði hún dálítið hærra, eins og til að gefa til kynna, að samffelið hefði snú izt inn á aðra braut. — Kom annars símskeyti frá Frank Hofman frænda okk ar? — Ekki veit ég til þess, sagði Ann. — Hvar er hann annars niður kominn? — Hann er í Buenos Aires. Whit Hofman sendi houum skeyti — honum héfir alltaf haft svo mikið dálæti á pabba — og Whit áleit, að það bæri að gera honum við- í vart. — Hugsa sér, ég hafði al- veg strikað hann út. Hvað gerir hann annars? — Ég hefi gleymt því. Það hljóta að vera minnst fimmt- án ár síðan ég sá hann síð- ast. — Ég man ekki einu sinni hvernig hann lítur út, sagði Ann. — Hann er svo ólíkur hin- um í Hoffman-ættinni. Hann er lávaxinn, og síðast þegar ég sá hann, var hann þrekinn. Ég býst við, að þegar maður hefir tilhneigingu til að bæta við sig holdum, þykir mjög varið í mat og vín og dvelur í útlöndum svona mörg ár . . . Ég myndi geta mér þess til, að hann væri vel í holdum, en vitanlega er það aðeins get gáta. — Er hann kvæntur? — Ekki svo ég viti til, sagði Edith Chapin. — Er Whit ekki geðþekkur? — Jú, það er hann. — Og það er sjaldgæft að sjá vel efnaðan mann svona alþýðlegan. Hann er einn þeirra, sem ég vil gjarna bjóða hingað til miðdegisverðar þeg ar allt kemst í samt lag aft- ur. Einhvern tíma i haust. Þeg ar sumarið er liðið, ætla ég að bjóða fólki til miðdegisverð ar einu sinni i viku. En ekki meira en fjórum til fimm í einu. — Það gleður mig sannar- lega að heyra. — Ég neyðist náttúrulega stundum til að kaupa eitt og annað á svörtum markaði, en ég fæ ekki séð, að það sé verra en að bjóða vinum sínum í klúbbinn eða á gistihúsið. Hvað þetta snerti var faðir þinn ekki sammála mér, en hann var líka meira og minna bendlaður við stjórnmál, og það gerir talsverðan mun. — Það kaupa allir á svarta markaðinum, sagði Ann. — Og benzínskömmtunin er lika hjákátleg. Hvaðan kom til dæmis steikta kjötið, sem var á boðstólum í dag? Og allir bílarnir. — Nautakjötið var löglega fengiö. Klúbburinn sá fyrir því. — Nei, nú skal ég segja þér nokkuð, mamma, sagði Ann. — Þetta er heilagur sann leikur, það veizt þú. Svo langt sem ég man hefir Ottó alltaf komið frá klúbbnum þegar eitthvaö hefir verið um að vera hjá okkur. Hann spurði mig hvað ætti að bera fram, og ég kvaðst fela honum að sjá um það. Og hvað bílana snert ir, þá munu flestir þeirra hafa verið á vegum jarðarfararstjór ans. — Ekki þeir sem komu hing að. — Hugsa sér, ég hélt það, sagði Edith Chapin. — Vitan lega er ég sammála þér, en hv^rs anpars er hægt að vænta af fólkl frá Washington? Þessi eyðslusemi. Faðir þinn A matbcrðiði ^úiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiDiiiunumiu^mp Munið jólahangikjötií hjá okkur. sá fyrir, hvernig þetta myndi fara. Og það mun halda áfram meðan þessi Roosevelt er við völd. — Sem þýðir, að það verð ur um tima og eilifð. — Ja, að minnsta kosti þar til stríðinu lýkur. — Fimm ár í viðbót, sagði Ann. — Minnst það. í hreinskilni sagt: aðmírállinn álítur ,að tiu ár geti liðið þar til við vinnum fullnaðarsigur á Kyrrahafi. — Ég vona að hann hafi rangt fyrir sér, sagði Ann. — Mín skoðun er fimm ár, og jafnvel það er of mikið. Samtalið hafði ekki tekizt reglulega vel, og það var þeim báðum óþægilega ljóst. Þeim hafði tekizt að verða sam- mála um, að Whit Hofman væri aðlaðandi. Val Frank Hof mans sem samræðuefnis hafði í fyrstu virzt vel til fallið, en þó voru vissir agnúar á, sem hefðu getað orsakað örðug- leika. Samræðuirnar um svarta markaðinn og stríðið gáfu skapsmunum þeirra út- rás á ópersónulegu efni, en aftur kom til örðugleika, er þær töluðu um hve striðið myndi standa lengi. Meðan á stríði stendur eru karlemnn irnir á burt og það minnkar möguleikana á hjónabandi um óákveðinn tíma. — Allt of mikið, sagði Ed- ith. — En líklega ætti ég að jleggja mig í nokkrar mín- útur. Ég er að vísu ekki sér- lega þreytt, en ég óttast, að þreytan muni segja til sín seinna. hingað í kvöld? sagði Ann. — Ottó frænda og Rose Mc Henry frænku, lika Cartie frænda, þér og Joby. Þá er upp talið. Ég held ég leggi mig í nokkrar mínútur. Ég sofna ef til vill ekki, en ég get þó I.Ívílst ofurlítiö. Snorrabr. 56. — Sími 2853, 80253 g Útibú, Melhaga 2 — sími 82936. I iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimiuiuiui | I Til lielgariimar: I s ö = = • = | Rjúpur, svi(5, hangikjöt, kálíakjöt, folaldakjöt, | | svínakótilettur, hamhorgarhryggur. | Appelsínur, epli, hnetukjarnar, gráfíkjur, ávaxta 1 1 súkkat, jarftarberjasaft. 1 — Vilt þú ekki fara úr kjóln um? — Jú, en ég held að ég fari niður í svefnherbergið mitt. — Ég skal laga rúmið tií, sagði Ann. — Þakka þér fyrir; vilt þú biðja Mary að koma upp um leið? Hvers vegna færð þú þér ekki líka svolítinn blund? — Það getur vel verið að ég geri það, sagði Ann. — Þá þarft þú ekki að ó- maka þig niður. Segðu Mary bara að koma. — Ágætt, mamma, sagði Ann. Hún blístraði í íEallsím' ann, og þegar Mary svaraði, sagði hún: — Mary, vilt þú vera svo væn að fara uþp í svefnherbergi mömmu? — Sjálfsagt, sagði Mary. Ann fylgdi móður sinni að stiganum en gekk síðan inn í herbergi Jobys. Hann lá á legubekknum steinsofandi, og dró andann djúpt. Hún brelddi yfir hann ábreiðu, en hann rumskaði ,e)íki. ,(í^ — Hverjum hefir þú boðið AUSIURSTRÆTI tiiiiiiiituiiimiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiimmiiiniiiuiiiiiiiim<Tnmmimmiiiiiiiiiuuuum>aiMimi> miiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiKHiiiiiHMHioK GERMANÍA I p Kvikmyndasýning verður í Nýja bíói á morgun kl. í 2 e. h. Sýndar verða þýzkar frétta- og fræðslu- 1 myndir. s Aðgangur ókeypis. U Félagsstjórnin | lIllllltflllllllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllllllllllllllllllinillllillllllllllllllllllllllllllHIHIIIIIIIIIIIIHIimttiHHMIHIlj Bezt að auglýsa í TÍMANUM _ i Auglýsingasími fímans.......................................er 82523

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.