Tíminn - 08.12.1956, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.12.1956, Blaðsíða 7
TÍMINN, laugardaginn 8. desember 195C. 7 LjóðasafeiS Kertaljó Kvæðin bera með sér hreinleika og fegurðarþrá KERTALJÓS heitir Ijóðasafn, sem í þessum svifum er að koma á bókamarkaðinn, eftir Jakobínu Johnson. Útgefandi er Leiftur hf., í Reykjavík. Þetta er falleg bók að öllum frágangi. í bókinni eru á annað hundrað kvæði. Nokkur „Formálsorð" skrifar „Þingeysk kona“ og flytur skáldkonunni ljóð- kveðju. Langan formála og ýtar- legan ritar Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík. Hann er skáld konunni persónulega vel kunnug- ur. Ritgerð hans „Um höfundinn" er bæði fróðleg og skemmtileg og eykur á sinn hátt gildi bókarinnar stórlega. Jakobína Johnson er nú komin á áttræðisaldur. Hún á heima í Seattle-borg í Washington-fylki á norðvesturströnd Bandaríkjanna. Hún er þingeyingur að ætt, fædd að Hólmavaði í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu. Fluttist, þegar hún var á sjötta ári, til Vesturheims með foreldrum sínum: Maríu Jóns- dóttur og Sigurbirni Jóhannssyni, skáldi frá Fótaskinni í Aðaldal. Síðan hefir hún dvalist í Vestur- heimi, en komið tvisvar í heim- boðum til ættjarðar sinnar, árin 1935 og 1948. JAKOBÍNA Johnson gekk skóla veg í æsku og er vel menntuð kona. Rúmlega tvítug giftist hún, varð margra barna móðir og hús- freyja- á gestmörgu heimili. En þrátt fyrir tímafreka heimilsfor- stöðu og barnauppeldi, sem hún rækti af mikilli alúð, hélt hún á- fram að auðga anda sinn og sinna bókmenntum. Varð hún afkasta- mikill fræðari um ísland og íslend inga. Um fi-æðslustarfið segir séra Friðrik A. Friðriksson í formálan- um m. a.: „f stórborgum mikilla þjóða eru áhugamálin mörg og félagslífið fjöl þætt. Lengi hafa íbúar Washington- fylkis og nágrennis vitað, að væn- legt var að snúa sér til frú Jakob- ínu þegar fróðleiks var óskað um íslenzk efni. Nú í tvo áratugi hefir verið til hennar leitað ekki sjaldn- ar en 20 til 30 sinnum árlega um erindaflutning meðal enskumæl- andi fólks. í þessu starfi hefir hún — og ísland — farið marga sigur- för. Slík starfsemi er líka af mörg um þar um slóðir vel þökkuð, sem veigamikill þáttur aukins skilnings og góðvildar þjóða í milli.“ LJÓDAGERÐ sína hóf frú Jakobína með því, „að ríma — á íslenzku — þulur og bragi“ fyrir börn sín og var komin um þrítugt áður en hún birti ljóð eftir sig á prenti. Vöktu þau strax athygli, sem hrópaði á framhald. Árið 1938 komu út eftir Jakob- ínu 40 frumort kvæði á vegum ísafoldarprentsmiðju. Bar sú bók heitið: ICertaljós, eins og ljóða- safnið nú. Árið 1942 gaf Þórhall- ur Bjarnarson út eftir hana barna bók, 20 frumort ljó'ð, Sá ég svani fljúga. í íslenkum tímaritum og blöðum austan hafs og vestan hafa einnig nokkur kvæði birzt. Allmikið hefir Jakobína Johnson gert að því að þýða á enska tungu ljóð eftir íslenzk skáld, þar á með- al kvæði eftir Stephan G. Stephans son, Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Matthías Jochumsson, Stefán frá Hvítadal og Dagvíð Stefánsson. Fyrst mun hún hafa þýtt, til þsss að birta, kvæði St. G. SU „Við verkalok“, — og hlaut þakkir lians fyrir þýðingu kvæðis- ins. Einnig hefir hún snúið á ensku íslenzkum smásögum og leikritum, t. d. Galdra-Lofti Jó- hanns Sigurjónssonar, Lénharði fó geta eftir Einar H. Kvaran og Ný- ársnóttinni eftir Indriða Einars- Einarsson. Þýðingar iiennar hafa hlotið lof bókmenntamanna. íslenzk úrvals- ljóð hafa þannig fyrir atbeina henn ar komist í fjöllesin amerísk tíma rit, skólalesbækur og sýnisbækur heimsbókmennta. ■ Hér er þvi mikilhæf höfðings- kona bókmennta á ferð. Útvörður r A aooað huodrað kvæði i heildarútgáfu Hin skínandi fornsaga skapar í skilning þinn heilsteyptan mann. Og það nálgast þjóðin að lokum, er þrotlaust hún tignar og ann. Eitt kvæðið í bókinni heitir: Islenzk örnefni. í því einstæða kvæði, sem er tólf erindi, svalar skáldkonan ættjarðar- og móður- ; málsást sinni á munngát örnefna- Vilja draga úr hóflausri álagningu óáfengra drykkja Um fimmtíu fulltrúar frá 10 sambaudsfélögum sátu þing Sambands bindindisfélaga í skólum Tuttugasta og fimmta þing Sambands bindindisfélaga í skólum er nýlega lokið í Reykjavík. Sóttu þingið um 50 full- trúar frá 10 sambandsfélögum. orðlistar. svo: Fyrsta erindið hljóðar Jakobína Johnson íslenzkrar vestri. mennmgar og soma 1 HIN NYUTKOMNA bók Jakob- ína Johnson, Kertaljós, fær að sjálfsögðu góðar viðtökur á ættjörð hennar. Höfundurinn á inni fyrir þeim og bókin sjálf verðskuldar þær. Ljóðin tala til alls hins bezta í mönnum eins og kertaljós á jól- um. Þau bera með sér hreinleika, fegurðarþrá og hæversku, sem fer sérstaklega vel hinni víðförlu sann menntuðu konu. Þú mikla vald, þú vængja- breiða þrá, ó, veit mér far um úthöf djúp og blá! Ég heyrði snemma þinna vængjaþyt, sem þægan gleðisöng við dagsins slit. Mér var ei gefin stælt né stór- virk mund. nó ströng og valdbjóðandi hetjulund, er brýtur veg um björgin dimm og hrjúf. — Ég ber í hendi grannan kertisstúf. Við barnið sitt syngur hún þetta yndislega og viturlega: Vögguljóð: Ég held um smáa hendi, því gatan hér er grýtt, þá get ég líka fundið hvort þér er nógu hlýtt. Ég veit mér skylt að ráða og rata fyrir þig, — en raunar ert það þú, sem leiðir mig. Æ, snertir þú við þyrni? — Hann fól hin fríða rós, Líti ég á landabréfið ljóð er mér í hug. Hreimfögur hrynjandi hefur mig á flug. — Gullfoss og Dettifoss og Dynjandi. Síðasta erindið er þannig: Lokinhamrar, Lómagnúpur, Lón og Dimmufjöll, Svanshóll og Sæból, seiða þau mig öll. — Unaðsdalur, Varmahlíð og Skáldstaðir. ÉG HEYRÐI Jakobínu á sam- komu 1935 flytja þetta kvæði með sinni yfirlætislausu, björtu og fögru rödd og hljómhreinu áherzl- um, og mun seint gleyma því, hve örnefnin létu vel í eyrum og sögðu mikið. Mér dylst ekki, að öll eru kvæði Jakobínu ort við framsagnar hljóm þessarar raddar. Og víst mun svo vera að hver höf. yrkir — og semur — bæði í bundnu máli og óbundnu, undir sínu framsagn- arlagi, og fer á mis við fyllsta skiln ing þess lesanda, sem ekki „finn- ur það lag“. Efl hvað, sem þessu líður, og hvort sem menn, er ekki hafa heyrt Jakobínu flytja kvæði, skynja eða skynja ekki hið fágæt- lega fagra framsagnarlag, sem hún yrkir undir, þá hljóta kvæði henn- ar að snerta næma strengi í brjóst um allra okkar, af því að þar kem- ur fram djúpstæð órofatryggð Vestur-íslendings „við land og fólk Formaður samtakanna, Valgeir Gestsson, setti þingið, en þingfor- setar voru kjörnir Hörður Gunn- arsson, Verzlunarskólanum og Messiana Tómasdóttir, Kvennaskól- anum í Reykjavík. Þingritarar Kristfríður Björnsdóttir, héraðs- skólanum ,Laugarvatni og Kristján Guðmundsson, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Reykjavík. Skólablað og fræðslurit. Lögð var fram og rædd skýrsla um starf sambandsstjórnar s. 1. ár. Gefinn var út og dreift í skóla bæklingur um tóbak, eftir Níels Dungal, prófessor. Gefið var út hefti af blaði samtakanna. Á út- breiðsludegi S.B.S. 1. febrúar voru víða í skólum landsins flutt erindi um bindindismál. Hlaut samband- ið 12 þús. kr. styrk til starfsins frá áfengisvarnarráði. Þingi samtakanna var slitið með síðdegisdrykkju í Silfurtunglinu og fór þar fram stjórnarkjör. For- maður var kjörinn Hörður Gunn- arsson, Verzlunarskólanum. Vara- formaður: Einar Már Jónsson Gagnfræðaskóla Austurbæjar gjaldkeri: Jón Gunnlaugsson, Kennaraskólanum, ritari: Messíana Tómasdóttir, Kvennaskólanum, meðstjórnandi Birna Björnsdóttir, Kvennaskólanum. Á fundinum voru samþykktar margar tillögur og verður hér get- ið nokkurra: Engar „sjoppur“ við skólana. 25. þing S.B.S. skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að beita sér fyrir því, að allar „sjoppur" verði fjarlægðar úr nágrenni skóla Reykjavík, eða sjái til þess á ann- an hátt, að nemendur geti ekki sótt þær í skólatíma. Um byggingu félagsheimila. 25. þing. S.B.S. skorar á bæjar- stjórn Reykjavíkur að sjá til þess, að komið verði upp hið bráðasta félags- og tómstundaheimilum nokkrum stöðum í bænum. og feðratungu“, — auk marg- víslegra töfra góðs skáldskapar og stofoun landssambands heiðríks hugarfars. VERI BÓK ÞESSI velkomin. Hafi Jakobína Johnson þjóðarþökk fyrir bókmenntastörf sín og land- kynningu. Karl Kristjánsson. gegn tóbaksnautn. 25. þmg S.B.S. felur sambands- stjórninni að rannsaka, hvort grundvöllur sé fyrir myndun lands sambands gegn tóbaksnautn, og — ef svo reynist — að beita sér þá fyrir stofnun slíks sambands, svo fljótt sem auðið verður. Ungir bændur á ferðalagi síðu) (Framhald af 6. og fögur tárin myrkva þitt kennir söng. Við sungum svo mik- skæra hvarmaljós. | ið hjá þeim, að það reyndi veru- Mér rennur það til hjarta og lega á raddböndin. reyni að gleðja þig, ) — en raunar ert það þú, sem huggar mig. Þú spyrð um svarta skýið, sem skyggir fyrir sól, og skrælnuð mösurblöðin, er fjúka um laut cg hól. Ég leitast við að ráða þær rún- ir fyrir þig, — en raunar ert það þú, sem fræðir mig. Nú þreytast smáir fætur, svo faðminn þér ég býð. Ég fel þig ljúft að hjarta, og stundin sú er blíð. Þú andar hægt og rótt og þín rósemd hvílir þig, — svo raunar ert það þú, sem hvílir mig. Jakobína er vel að sér í íslenzk- um fornsögum. Þangað sækir hún oft yrkisefni, af því að þar á þjóðin að hennar áliti fyrirmyndir: Farið yfir Klettafjöil Ferðin frá Nebraska til Kali- forníu var mjög skemmtileg. Far- ið var yfir Klettafjöll — við ferð- umst alltaf með járnbrautarlest — en þau eru í senn mjög fögur og hrikaleg. Vorum við rúma tvo sól- arhringa á leiðinni til Los Angeles og vorum þar um nótt. Margt var þar fagurt að sjá, garðar með há- um pálmatrjám og margs konar fögrum blómum, því að þótt nú sé langt liðið á nóvember er veðr- áttan hér eins og hún er heitust heima á sumrin. Daginn eftir fór- um við svo hingað til San Luis. Þessi bær hefir um 20 þús. íbúa, er snotur og prýddur ýmis konar suðrænum gróðri. Reyndar er land- ið ekki gróðurlegt þegar út í sveit er komið, því að hér vantar regn. Það er yfir að líta svipað og heima nú ó þessum árstíma, jörðin er eins og móarnir og mýrin heima. Það er bara ekki kuldinn, sem veldur því, heldur of mikill þurrk- ur, of mikið sólskin. Nú er von á regni þá og þegar og þá verður jörðin græn á fáum klukkutímum, segir fólkið hér. Okkur finnst það nú dálítið skrít- ið, að hér skuli vera til fólk, jafn- vel töluvert við aldur, sem aldrei hefir séð snjó, aðeins hélu í ísskáp heima hjá sér. Hjá amerískri fjöiskyldu Á fimmtudaginn fórum við í matarboð, en þá var hátíðisdagur allra Bandaríkjamanna — thanks- giving day — nokkurs konar upp- skeruhátíð. Við fórum tveir saman til cinnar fjölskyldu og var tekið mjög vel á móti okkur, eins og raunar alls staðar, þar sem við komum. Fengum við þar ýmsar kræsingar. Þar var tekin mynd af okkur við matborðið og birtist hún í blaði hér í borginni. Synt í Kyrrahafi í gær stóð til að við færum á Um afnám vínveitinga opinberum veizlum. 25. þing S.B.S. skorar á ríkis- stjórn og bæjaryfirvöld að sýna æskunni fordæmi í bindindismál- með því að veita eigi áfenga drykki í opinberum veizlum. Um skólamál. 25. þing S.B.S. skorar á ráða- menn fræðslumála að skipa, svo fljótt sem auðið verði, sérstakan námsstjóra fyrir bindindisfræðslu í skólum. Danskennsla í skólum. 25. þing S.B.S. telur að lítill vafi leiki á því, að margir ungling- ar byrji að neyta áfengis á dans- leikjum til að ráða bug á feimni sinni, sem oftast stafar af van- kunnáttu í dansi. Fyrir því heitir þingið á fræðslumálastjórn að gang ast fyrir því að hafin verði almenn danskennsla í skólum landsins, án þess þó að tími til þeirrar kennslu sé tekinn af þeim fáu stundum, sem leikfimikennslu eru ætlaðar. Hóflaus álagning á óáfenga drykki. Það er kunnugt, að veitingahús þau, er vínveitingaleyfi hafa feng- ið, hafa ekki á nokkurn hátt dreg- ið úr þeirri hóflausu álagningu á óáfengum drykkjum, sem tekin var upp, þegar vínveitingar voru óheimilar. 25. þing S.B.S. lýsir ánægju sinni yfir frumvarpi því um breyt- ingar á umferðalögunum, er nú liggur fyrir Alþingi (flutningsm. Skúli Guðmundsson), ekki sízt þeim atriðum, er varða refsingu fyrir ölvun við akstur. Skorar þingið á háttvirta alþingismenn að veita frumvarpinu brautargengi. 25. þing Sambands bindindisfé- laga í skólum ályktar að skora á ráðamenn dómsmála að hefjast þegar handa í fangelsismálum þannig: 1) Að séð sé fyrir nægilegri að- greiningu fanga, svo að ungir menn, sem af einhverjum á- stæðum sæta refsivist, bíði ekki slíkt tjón á sálu sinni af nánu samneyti við mestu misindis- og ógæfumenn, sem þjóðin elur, að þeir bíði þess seint eða ekki bætur. 2) Að föngum sé séð fyrir næg- um verkefnum, bæði í vinnu- tíma þeirra og tómstundum, svo að athafnalöngun þeirra sé til frambúðar beint inn á gagnleg- ar brautir, þeim og þjóðinni til nytsemdar. 3) Að rangar geti afplánað sína refsingu þegar að uppkveðnum dómi, en þurfi ekki að bíða þess langtímum saman. við áttum að fara frá, var enginn bátur til staðar. Varð því ekkert úr ferðinni. En í staðinn fórura við á baðströnd og böðuðum okkur og syntum í sjónum. Hitinn er hér venjulega í milli 30 og 40 gráður á C. Það var ævintýralegt að vera á baðströndinni og var þetta í fyrsta sinn, sem ég hefi synt í sjó. En nú er uppi von um að komast á túnfiskaveiðar seinna! Austur á leið Hér í San Luis verðum við til 14. desember, en förum þá í viku ferðalag um Kaliforníuríki. Úr því fer að styttast dvölin hér í Ameríku. Förum næst til Wash- ington og verðum þar um jólin. Hér í Kaliforníu er þegar kominn jólasvipur á borgirnar, farið að skreyta götur og verzlanir. Um túnfiskaveiðar út á Kyrrahaf, en nýjár förum við til New York og þegar við komum á þann stað, sem ‘ síðan heim. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.