Tíminn - 22.01.1957, Síða 6

Tíminn - 22.01.1957, Síða 6
6 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. -----------------^------———1 Skipting þjóðarteknanna í ÁRAMÓTARÆÐU Her- manns Jónassonar, forsætis- ráðherra, var hreyft merki- legri hugmynd, sem Alþingi ber að taka til meöferðar, annaðhvort nú þegar eða síð- ar á þessu ári, ef tími reyn- ist ekki nægur til undirbún- ings ab þessu sinni. í ræðu sinni ræddi forsæt- isráðherra, hvernig ríkis- stjórnin hefði gert hinar nýju efnahagsráðstafanir í sam- ráði við samtök helztu stétta iandsins. í framhaldi á því, benti hann á, að ekki væri um að ræða álögur á þjóðina i heild, heldur tilflutning tekna. Honum fórust svo orð: „ÞEGAR menn tala um hinar miklu álögur, hefðu menn gott af að hugsa um það í ró og næði, að hér er ekki um að ræða álögur á þjóðina í heild, heldur til- flutning tekna. Ef bátasjó- menn ættu að hafa þær tekj- ur, sem verð erlendis á ís- lenzkum fiski gefur í aðra hönd, mundi auðvitað enginn bátur verða gerður út. Sama máli gegnir um togara, fisk- vinnslustöðvar og að nokkru leyti um landbúnaðinn. En ef þetta allt stöðvaðist, hvar stæði þjóðin þá? Því er ekki vandsvarað. En af því skilst hverjum manni, að þessi flutningur tekna er nauðsyn legur fyrir þjóðina alla, eins og málum hennar var komið. Til þess að gera þessa til- færslu teknanna sem rétt- látasta gagnvart þeim tekju- 'iægstu, hefir ríkisstjórnin jafnframt ákveðið að beita sér fyrir löggjöf um skatt á stóreignamyndun og aðrar ráðstafanir, sem miða að rétt iátari skiptingu þjóðartekn- anna og fjármagns í landinu. Var um þetta birt sérstök yfirlýsing af hálfu ríkisstjórn arinnar um leið og frum- varpið var lagt fyrir Alþingi. t>að hefir kostaö mikla vinnu og mikla útreikninga að finna þá lausn, sem stétt- irnar gátu sætt sig við að lokum. Þar hafa ýmsir em- bættismenn ríkisins unnið störf, sem varla verða full- þökkuð, og fulltrúar stétt- anna hafa líka sýnt lofsverð an skilning á nauðsyn alþjóð ar í þessum efnum. Ég tel, að finna verði þess- um vinnubrögðum nýtt form. Það er áreiðanlega rétt, sem einn af núverandi ráðherr- um hefir bent á, að koma þurfi á þjóðhagsmálastofn- un eða hagdeild, þar sem hver stétt þjóðfélagsins get- ur fengið óvéfengjanlegar, hlutlægar skýrslur um öflun þjóðarteknanna og skiptingu þeirra. Hagdeildin yrði eng- inn dómstóll í launamálum, en siðferðislegur styrkur og vörn þjóöfélagsins gegn ó- sanngjörnum kröfum. En gegn þeim einum þarfnast þjóðfélag okkar varnar, gegn þeim einum ber því að rísa. Menn tala mikið um blinda efnishyggju og sérhyggju nú- tímans og fylgjur hennar, óteljandi kröfugerðir. En ráð þjóðfélagsins er ekki það aö loka eyrunum fyrir öllum kröfum, heldur að eiga rétt- læti og skilning til þess að greina, hvers eðlis krafan er. Það er þetta, sem nú hefir verið reynt að gera, og það eru þessi vinnubrögð, sem við og aðrir, sem á eftir koma, verða að finna fullkomnara form“. ÞAÐ ER vissulega mikið nauðsynjamál, að til séu hverju sinni, glöggar og rétt- ar upplýsingar um hag þjóð- féíagsins og skipting þjóð- arteknanna. Slíkt ætti að geta greitt mjög fyrir við lausn kaupgjalds- og verð- lagsmála. Því þarf að vinda bráðan bug að því að koma upp þeirri stofnun, er for- sætisráðherra ræðir um, annaðhvort í tengslum við Hagstofu íslands eða sem sjálfstæðum aðila. Æskilegt væri ef hægt væri að koma því fram strax á þessu þingi. Ólíkt nábýli ÞAÐ FER ekki hjá því, að sú yfirlýsing Gómúlka hins pólska, veki mikla at- hygli, að Pólland ætti á hættu að verða máð út af landabréfi Evrópu, ef komm- únistaflokkurinn biði ósig- ur í þingkosningunum, er fóru fram á sunnudaginn. Yfirlýsingu þessa birti Gómúlka daginn fyrir kosn- ingarnar. Allir munu renna grun í, kvað Gómúlka átti við með þessari yfirlýsingu sinni. Það er líka vel kuhnugt, að þessi yfirlýsing var ekki ástæðu- laus. Slík hafa verið viðskipti hins volduga nábúa Póllands, Sovétríkjanna, við annað ná grannaríki sitt, Ungverja- land, að undanförnu. Fyrir íslendinga er vissu lega ástæða til þess, að festa sér þessi ummæli Gómúllca í minni. ísland á einnig vold- ugt stórveldi fyrir nábúa. Stjórnmálaleg þróun hér hefur vafalaust stundum ekki verið því að skapi. Aldrei hefur það þó hótað með íhlut un um íslenzk mál. Og eng- um dettur í hug, að það myndi má ísland út af landa bréfinu, þótt íslendingar breyttu gegn vilja þess. Vissulega er sjálfsagt og nauðsynlegt aö halda traust lega á málum íslands í skipt- unum við hið volduga ná- grannaríki eins og önnur ríki. En það má hinsvegar ekki varpa gleymsku á það, hve miklu betri er hlutur ís- lands en þeirra Evrópuríkja, sem eru í nábýli við stórveldi. ERLENT YFIRLIT: TÍMINN, þriSjudaginn 22. janúar 1957« kosninganna Kjósendur höfftu mun betri aftsíöðu en áÖur til lýsa anduð á stjórninni SEINUSTU DAGANA hefir at-1 hygli manna um víða veröld beinzt mjög að þingkosningunum í Pól- landi. Ástæðan er sú, að þar var á ferðinni tilraun til að draga úr því einræðisskipulagi, sem komið hafði verið á undir forustu Moslcvu-kommúnista, og veita al- menningi þannig aukna hlutdeild í stjórn landsins. Því fór hins vegar fjarri, að hór væri um fullkomlega frjálsar þing kosningar að ræða. Ef gengið hefði verið svo langt, er nokkurn veginn víst, að Rússar hefðu grip- ið í taumana og beitt Pólverja svipuðu ofríki og Ungverja. Go- mulka hefir vafalaust ekki mátt ganga öllu lengra í þessum efnum en hann gerði. EF GERÐUR er samanburður á þingkosningunum í Póllandi nú og venjulegum sýndarkosningum í kommúnistaríkjunum, verður mun urinn einkum þessi: í sýndarkosningum kommúnista er allajafnan um lögþvingaða þátttöku að ræða til að koma í veg fyrir, að menn geti lýst andslöðu sinni með því að setja heima. Slík kvöð hvíldi hins vegar ekki á kjós- endum í Póllandi í sambandi við þingkosningarnar nú. í sýndarkosningum kommúnista er allajafnan búið svo um hnút- ana, að kosningaathöfnin er ekki leynileg, nema að nafni til. Þess var hins vegar yfirleitt vel gætt í Póllandi nú. í sýndarkosningum kommúnista hafa menn allajafnan ekki völ á öðru en að kjósa hinn eina lista, sem er í kjöri, eða að hafna hon- um alveg. í pólsku kosningunum nú, var að vísu einn listi í kjöri eins og áður, en að þessu sinni voru á honum nöfn fleiri manna en kjósa átti, og gátu menn valið á milli þeirra. Á þennan hátt gafst kjósendum tækifæri til að sniðganga frambjóðendur komm- únista. KOSNINGAR FARA þannig fram í Póllandi, að landinu er skipt í kjördæmi, er hafa 3 til 6 þing- menn hvert. Kosningu hljóta þeir frambjóðendur, er fá flest per- sónuleg atkvæði. Til þess að ná kosningu, þarf frambjóðandi 50% greiddra atkvæða. Annars verður að kjósa upp aftur. Eins og áður segir, var aðeins einn listi í kjöri í hverju kjör- dæmi, og stóðu að honum þrír stjórnmálaflokkar, þ. e. kommún istaflokkurinn, bændaflokkurinn og Iýðveldisflokkurinn. Tveir síð- arnefndu flokkarnir eru raunveru- lega ekki annað en leppar komm- únistaflokksins. Stefna þeirra er í öllum atriðum hin sama og stefna kommúnistaflokksins og eftir krókaleiðum ræður hann stjórn þeirra. í raun og veru var það því kommúnistaflokkurinn, sem réði því, hvernig listarnir voru skipað- ir. Það fyrirkomulag var hins veg- ar haft á, að tekið var fram á list- anum hverjir voru frambjóðend- ur kommúnista og hverjir fram- bjóðendur hinna flokkanna eða utanflokka. Frambjóðendur komm únista voru efstir á öllum listan- um. Með því að ganga framhjá þeim og kjósa hina frambjóðend- urna, gátu kjósendur sýnt andúð sína á kommúnistaflokknum. Frambjóðendur voru alls 721, en þingsætin eru 459. Af fram- bjóðendum tilheyrðu um 50% kommúnistaflokknum, 25% bænda flokknum, 10% lýðveldisflokknum og 15% töldust óháðir, en margir þeirra voru í tengslum við ka- tólsku kirkjuna. FYRIR kosningarnar voru haldnir kosningafundir, þar sem frambjóð endur gerðu grein fyrir stefnu sinni. Þeir frambjóðendur, sem í málflutningi sínum viku eitthvað verulega frá hinni yfirlýstu stefnu listabandalagsins, áttu á hættu að nöfn þeirra yrðu felld niður. Nokkrir þeirra syndguðu þannig og er a. m. k. kunnugt um einn, sem var strikaður úr af lista af þessum ástæðum. Það var Oso- I Wyszinski kardínáli Morawski, sem var forsætisráð- herra Póllands 1944—45. Hann var áður sósíaldemókrati og bar fram þá kröfu nú, að flokkur sósíaldemókrata yrði endurreistur. Einnig deildi hann á framferði Rússa í Ungverjalandi. Á kosningafundum fengu o- breyttir kjósendur að taka til máls og var það látið afskiptalaust þóít allmikil gagnrýni kæmi þar fram. TVENNT var einkum talið hættu Margt bendir til bess, að hefði Mindzenty kardínáli veitt Nagy =vipaðan stuðning í Ungverja- landi, myndi þróunin þar hafa orð- ið talsvert á aðra leið. Mindzenty virðist hins vegar hafa látið sig dreyma um, að hann gæti bæði hlotið hin kirkju- legu og veraldlegu völd. ENN ER EKKI kunnugt um, hvern íg einstöku frambjóðendum hefir reitt af í kosningunum. Fyrir kosn ingarnar var t.alið, að næðu um 250 af frambjóðendum kommún- istaflokksins kosningu, mætti telja það viðunanleg úrslit fyrir Go- mulka. Færi hins vegar svo, að kommúnistaflokkurinn yrði í m.innihluta á þingi, myndi það talinn ósigur fyrir Gomulka og væru Rússar líklegir til að not- færa sér það. Talið var fyrir kosningarnar, að ýmsir af helztu leiðtogum kommúnista ættu það á hættu að falla, m. a. Cyrankiewicz forsætis- ráðherra og Ochap, fyrrv. aðalrit- ari kommúnistaflokksins. Talið var, að Stalínistar myndu mjög beita sér gegn þeim, þar sem þeir teldu þá svikara. Aðrir höfðu hins- vegar horn í síðu þeirra vegna þess, að_þeir væru gamlir Stalín- istar. Fyrir Gomulka væri það viss ósigur, ef þessir menn féllu, því að þeir studdu mjög að valda- legt fvrir Gomulka í sambandi við j töku hans. kosningarnar. Annað var það, að| Það gefur nokkra hugmynd umt þátttaka yrði lítil og þjóðin lýsti andstöðu sinni við stjórnina á þann hátt. Hitt var það, að fram bjóðendur kommúnista fengu slærna útreið. Hvort tveggja var talið líklegt til þess, að Rússar ykju íhlutun sína á nýjan leik. Þegar þetta er ritað, er það orð- ið kunnugt., að kosningaþátttakan hefir orðið mikil og þeirri hætt- unni, er vofði yfir Gomulka vegna oflítillar kjörsóknar, hefir því ver- ið afstýrt. Tvennt mun einkum hafa valdið hinni góðu kjörsókn. Annað er það, að Gomulka nýtur persónu- lega mikilla vinsælda og menn telja hann líklegastan til að tryggja þjóðinni aukið frelsi. Hitt er það, að katólska kirkjan undir forustu Wyszinski kardínála hvatti menn eindregið til að neita kosn- ingaréttarins. Wyszinski kardínáli nýtur mikilla vinsælda í Póllandi. Síðan Gomulka leysti hann úr haldi á síðastl. hausti, hefir hann stutt Gomulka á margan hátt. þá lireinsun, sem Gomulka hefir gert í kommúnistaflokknum, að ekki voru nema 83 af fráfarandi þingmönnum hans í kjöri. KVÖLDIÐ fyrir kosningarnar hélt Gomulka mjög alvöruþrungna út- varpsræðu. Hann komst m. a. svo að orði, að ósigur kommúnista ! kosningunum gæti haft það í för með sér, að Pólland yrði ekki leng ur til á Evrópukortinu. Ummæll þessi verða vart skilin öðru vísl en að Rússar myndu nota sér ó- sigur kommúrjista til að herða tök- in aftur. Af þessu má vel ráða, hva djarft Gomulka hefir teflt me3 því að efna til kosninga, þar semi kjósendum er veittur nokkuð meiri réttur en áður til að láta I Ijós afstöðu sína til stjórnarvald- anna. Það er vert að hafa í huga, þegar athugað er, hve mikið vant- ar á, að raunverulega frjálsat kosningar hafa farið fram í Pól- landi. — Þ. Þ. ÐsromA/ Snjórinn hylur sárin. ÞAÐ ER FALLEGT í Reykjavík þegar maður horfir burt úr bæn- um til náttúrunnar umhverfis, og það er líka fallegt að sjá til borgarinnar úr fjarlægð, en borg in sjálf er ekki falleg þegar mað- ur skoðar hana nær sér. Þá ber hún þess öll merki að hún hefir vaxið ört mörgu hefir verið hrófl að upp i flýti og þó aldrei full- gert. Alls konar brak liggur lang- tímum saman á almannafæri, unz menn hætta að taka eftir því. Það er orðið hluti hinnar daglegu myndar, sem blasir við augum. Opnir skurðir gína við augum vegfarenda mánuðum saman. Það er dútlað við að fylla þá endrum og eins, en haugur- inn í skurðbakkamim minnkar lítið. Víða standa húsgrunnar og járnspírur upp úr jörðinni og minna á, að hér á landi byrja menn að byggja án tillits tii þess, hvort þeir hafa nokkur efni á því eða ekki. Allt. þetta og margt fleira blasir við augum á venju- legum rigningardegi, og bleyta og drungalegur himinn gera myndina dimma og dapurlega. En svo vaknar maður á mánu- dagsmorgni og sér að snjóbreiða hylur landið og öll sárin. Borgin er hvít og hrein og með björtum svip. Þvílíkur munur! Það snjó- ar enn um hádegið, en skyldi ekki vera komin rigning í kvöld? Hér og þar. SNJÓRINN í Reykjavík er enrt ekki nema smámunir. Hann veld- ur borgurunum dálitlum óþæg- indum. Þeir þurfa að moka tröppurnar sínar, setja keðjur á bílinn. En þeir fá það í staðinn, að börnin una sór betur en áður og hafa eitthvað við að vera. Snjórinn fer þá fyrst að valdá verulegum erfiðleikum, þegar hann truflar samgöngur á þjóð- vegum, þegar mjólkurbílarnir tefjast og fjallvegir lokast. Og það er nú orðið sjaldan á þess- um landshluta. Víða annars stað- ar á okkar landi breytir snjórinn daglegu lífi manna í ríkara mæll. Útiverkin verða erfiðari eða fallá niður, byggðarlög einangrast. Menn komast ekki í milli byggð- arlaga mánuðum saman nema á skíðum. Þá verður hver að búa að sínu. Ef ekki væru flugvélarn ar mundi samband við umheim- inn næsta lítið. Skipaferðir eru strjálar, en flugvélarnar koma og flytja póst og farþega og tengja byggðirnar við höfuðstaðinn og umheiminn. Ef mönnum finnst til um að ryðja snjó af útidyra- tröppunum sínum, ættu þeir að minnast erfiðleikanna, sem snjór inn veldur annars staðar. Hér er hann til prýði og gamans, og enn eru óþægindin smámunir. — Flnnuilg

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.