Tíminn - 22.01.1957, Síða 8
8
T f M I N N, þriðjudaginn 22. jam'iar 1957,
r'
Skipstjóri, stýrimenn og bátsmaður á stjórnpaíli Gerpis Taldir frá hœgri: Birgir Sigurðsson I. stýrimaöur.
Magnús Gíslason skipstjóri, Guðmundur Jánsson ii. síýrimaSur og Hsrbert Benjamínsson bátsmaður. —
Gerpir, - stærsia og (ullkomnasta íiskiskipið -
(Framhald af 4. síðu)
Aftur á skipinu er fullkomið
bátaþilfar og tveir björgunarbát-
ar úr aluminíum á þilfarinu. Vél-
arhús er í fullri hæð fram að
stjórnpalli. Framan við það ev í-
búð vélstjóra, en fyrir aftan eld-
hús, borðsalur, sem er mjög vist-
legur og íbúðir skipverja.
Ný.iurg, sen skapar
mikic öryggi
MéTfram yfirbygg'ngu á
an er yfirbyggður gangur og
baegt að komast milii borðsals,
íbúðar skipverja, vélarhúss og
stjórnpalls, án þess að fara út.
Er þessi nýjung mjög mikilvæg,
þar sem hún skapar skipverjuni!
stóvkostlegt öryggi í vondum
veðrum. Á öðrum toguruvn þarf
að fara út í ganginn, en þar er
hætta á sjógangi og viðsjálveðri
ágjöf ailtaf, þegar eitthvað er að
: veðri. Kemur það þá oft fyrir,
að gangurinn fyllist af sjógangi,
þegar skipið fær ágjöf í sjó á
siglingu, eða við veiðar. Er þá
mikil hætta á ferðum fyrir menn,
sem verða að skjótast á milli ó-
laga til þess að komast í borðsal
eða þaðan fram í brú, eða aítur
í íbúðir skipverja.
Aflvél skipsins er díselvél af M.
A. N.-gerð. Orka hennar er 1470
hestöfl með 275 snúninga á mín-
útu. Raímagn skipsins er fram-
leitt með þremur þýzkum díselvél-
um, tvær eru 126 hestöfi, en ein
60 hestöfl. Rafalar eru 80 og 60
kílóyött. Togvinda er rafknúin af
275 hestafla mótor, sem knúinn
er 220 kílóvatta rafli, sem tengdur
er aðalvél.
Á stjórnpalli eru fullkomin sigl-
ingartæki. Þar er fullkomin ensk
: ratsjá, fisksjá, miðunarstöð og
vso gyro-áttaviti og sjáfstýring,
sem ekki mun vera til í öðrum ís-
lenzkum fiskiskipum. Símakerfi
er um allt skipið.
"rost c g kæling í Isstum
| Fiskilest skipsins er 19 þúsund
| rúmfet að stærð. Fremst er 40
1 rúmmetra geymsla fyrir góðfisk.
Er sú lest útbúin þannig í sam-
bandi við frystitæki, að :í henni
má hafa 24 stiga frost. En í öll-
um hinum lestunum er einnig
kæliútbúnaður undir þilfarinu.
Geymist fiskurinn mun betur í
kældum lestum en ókældum, eink-
um að sumarlagi, þegar sigla þarf
langar leiðir með afla. Frystiút-
| búnaður þessi er einfaldur í með-
[ förum og hafa vélstjórar skipsins
umsjón með tækjunum. Lestirnar
eru inriréttaðar svipað og algengt
er í togurum. Skilrúm eru úr
venjulegum lestarborðum en lest-
irnar sjálfar að nokkru klæddar
alúmíni, svo au'ðveldara sé að
hirða þær og halda hreinum.
Þilfarið er slétt stafna á milli,
en ekki brotið, eins og algengast
er á eldri togurum okkar, smíðuð-
um í Englandi. Hafa skipin frek-
ast viljað brotna um samskeytin
og er þetta byggingarlag íalið
sterkara. Þilfarinu hallar !íka
minna en á mörgum hinna eldri
togara og skapar það þægilegri
aðstöðu íil vinnu á þilfari.
Mannhæðarhá skjólborð eru frá
hvalbak aftur á móts við iog-
^ í loftskeytaklefanum á Gerpi. Ragnar Sigurðsson loftskeytamaður.
•J 'ÍJ f-'t t'í yti'í'S Vti ■’S'tJ X'4'.i 1 . í:.íu
vindu og hlífir það skipverjum
fyrir ágjöf, þegar verið er við
vinnu á þilfari. Meðfram gangi er
slá til að geyma á hin stóru og
þungu vörpuflotholt, sem eru úr
járni. Sitja þau þar kyrr, þótt
veltingur sé á siglingu og brjóta
þá ekki upp steypu við öldustokk
í ganginum, eins og oft vill verða
þegar flotholtin, eða „bobbing-
arnir“, eins og það heitir um borð
í togara, berjast laus í ganginum.
1
A Gerpi starfar vaskleg skips-
höfn og vekur það sérstaka at-
hygli, að skipstjóri og stýrimenn
hans eru allir kornungir
menn, innan við þrítugt. Magn-
ús Gíslason skipstjóri er 29 ára,
bróðir Bjarna skipstjóra á Aust
firðing. Eru þeir bræður Vest-
firðingar, úr Önundarfirði. Fyrsti
stýrimaður er Birgir Sigurðsson,
annar stýrimaður Guðmundur
Jónsson og bátsmaður Herbert
Benjamínsson. Fyrsti vélstjóri
er Hjörtur Kristjánsson og ann-
ar vélstjóri Magnús Hermanns-
son. Loftskeytamaður Ragnar
Sigurðsson.
Þegar skipshöfn Gerpis og bæj-
arstjórn í Neskaupstað- bauð ráð-
j herrum og þingmönnum kjördæm-
| isins um borð í skipið á föstudag-
j inn var verið að búa skipið á veið-
i ar. Þilfarið var þá þakið nýjum
veiðarfærum, sem verið var að
setja saman. Voru þar fimar hend
ur að verki, sem auðséð var að
kunnu að búa traustlega um
hnúta.
j Meðan setið var í borðsal skips-
ins kom vel í ljós skoðun manna
á mikilvægi þess að búa fiskiskip-
| in sem bezt úr garði. Heimamenn
1 þökkuðu ríkisstjórn og þingmönn-
um góðan stuðning við togara-
kaupin. Þeir Lúðvík Jósefsson ráð
herra og forseti bæjarstjórnar og
Bjarni Þórðarson bæjarstjóri
þökkuðu sérstaklega Eysteini Jóns
syni ráðherra drengilega aðstoð.
Bjarni Þórðarson bæjarstjóri
í sagði, að Norðfirðingar myndu
i seint gleyma því, hversu skjótt
hefði verið undinn að því bráð-
ur bugur að ganga frá kaupum á
nýju skipi, þegar Egill rauði hefði
farizt við Vestfirði. Hefði þar
notið við drengilegrar aðstoðar
þings og stjórnar og ekki sízt Ey-
steins Jónssonar fjármálaráðherra.
Eysteinn Jónsson ráðherra
sagði nokkur orð við þetta tæki-
færi og Iagði áherzlu á það að
koma þessa skips væjri mikill
vi’öburður í atvinnulífi Norðfirð-
inga. Hann sagði að koma hvers
nýs fiskiskips væri sigur í bar-
áttu þjóðarinnar fyrir bættum
lífskjörum og öruggari afkomu
og fylgdi fögnuður komu hverr-
ar nýrrar fleytu. Hann sagði
það vera skoðun sína, að íslend
ingar þyrftu að eiga stóran og
góðan flota fiskiskipa, af öllum
stærðum, til þess að geta notað
til fulls alla þá möguleika sem
fiskimiðin við strendur landsins
búa yfir.
Einar Haugen ritar um ísl. Ieiklist i
The American-Scandinavian Review
Þar er auk þess saga eftir ísíenzkan höfund,
Þorstein Stefánsson
í nýju hefti af hinu góðkunna tímariti The American-
Scandinavian Review er meðal annars efnis grein um leik-
listarmál í Reykjavík eftir Einar Haugen prófessor. Eins og
menn muna dvaldi prófessor Haugen hér í fyrravetur og hefir
hann síðan ritað um íslenzk leiklistarmál meðal annars í blöð
í Noregi. i
í grein sinni segir hann frá starf
semi leikhúsanna í Reykjavík þann
tíma, sem hann dvaldi hérlendis
og segir jafnframt nokkuð frá
sögu leiklistar á íslandi, Leildélagi
Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu,
upphafi þess og starfi. Grein
Haugens er prýdd mörgum mynd-
um, hin fróðlegasta og skemmtileg
aflestrar eins og fyrri greinar hans
um þessi mál.
í heftinu eru að auki ýmsar
greinar um skandinavisk málefni,
fréttayfirlit frá Norðurlöndum fyr
ir síðasta ársfjórðung 1956 og bóka
fregnir. Einnig er þar smásaga eft
ir íslenzkan höfund, Þorstein Stef-
ánsson, Bónorðið nefnist hún. Að
vanda er ritið hið bezta úr garði
gert.
ísraelsmenn sklla
herföngum
Raffa, Sínaí-skaga, 21. jan. —
Herstjórn ísraels afhenti í dag
fyrstu egypzku stríðsfangana. Fór
sú afhending fram við bæinn
Raffa ekki lagt frá landamærum
Israels. Júgóslavneskir foringjar
úr gæzluliði S. þ. tóku á móti föng
unum 499 að tölu. Áttu þeir að
vera 500, en einn veiktist snögg-
lega. Munu verða athentir 500
fangar á dag, unz skilað hefir ver-
ið 5800 föngum, sem ísraelsmenn
tóku í herferðinni í nóvember.
44 ár.
44 árgangar hafa nú komið út af
The American-Scandinavian
Review en útgefandi þess er The
American-Scandinavian Foundat-
ion. Tilgangur þess félags er að
efla menningartengsl milli Banda-
ríkjanna og Danmerkur, íslands,
Noregs og Svíþjóðar og samheldni
Bandaríkjamanna af norrænum
uppruna. Félagið starfar nú í tíu
félagsdeildum í Bandaríkjunum og
hefir að auki tengsl við félög á
Norðurlöndum. Hér á landi hefir
það samband við Íslenzk-ameríska
félagið.
För til Iodlands
(Framhald af 7. síðu.)
farir, en þér getið víst gert yður
ljóst. Já, athugið hverju við höfum
áorkað þessi níu ár og komið aftur
eftir tíu ár Þá skuluð þið sjá að
kjör indverskra kvenna hafa
breytzt.
Ég glúpnaði fyrir eldmóði þess
arar skörulegu konu og viður-
kenndi, að mér hafði verið saman-
burðurinn vi3| Evrópulöndin o£
rikur í huga.
i!
Hin íyrstu skref ' '
Kínverskt spakmæli segir: Jafn
vel fimm þúsund mílna för- hefst
á einu skrefi
Indvérjar hafa stigið fyrst skref-
in á sinni löngu göngu, sem ljúka
á með manns.æmandi lífskjörum
miljónanna, er byggja þetta víð-
áttumikla og auðuga land. „
Nasser og hermaðurkn
Nasser kom nýlega í heimsókn í hermannaspitalann í Kaíró og fékk ekkl
dónalegar viðtökur hjá hermönnunum, sem þar eru, og særðust í stríðinu
viS ísraelsmenn, Breta og Frakka. Einn þeirra hljóp upp um hálsinn á
forsetanum, eins og myndin sýnir.
^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiH
I Lokað I
| eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. i
Geir Sfefánsson og Go. h.f.
| Varðarhúsinu. I
urUIilIIIIIIIIIIIIllllllIiIIlllllUIIIIlllllllIIIIIIIIIIIIIIllllIIIIIIIllIIIIIIIUIIIIIIiIUIilltlillUUIilIUUIUIUtiIIUIIUUUItUllliM