Tíminn - 06.02.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.02.1957, Blaðsíða 6
6 T f MIN N, miðvikudaginn G. febrúar 1957, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur f Edduhúsi við Lindargötu. Blmar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h.f. Gagnlegar útvarpsumræður ÞESS MUNU tvímæla- laust ekki dæmi, að nokkur ■ ílokkur hafi farið eins háðu- lega út úr útvarpsumræð- um og Sjálfstæðisflokkurinn Ffyrrak'vöid, um þá tillögu þeirra Óláfs Thórs og Bjárna '.' ’éénediktssonáí,' ap bing yrði rofið o.g efnt til nýrra kosn- i inga. Það var ekki aðeins að málamyndarök þeirra fyrir tillögunni voru tætt í sundur og gerð að engu, heldur aug- lýstu umræðurnar það enn öetur en áður, að Sjálfstæðis flokkurinn hefur ekki neina stefnu eða úrræöi fram að færa í höfuðvandamálum þjóðarinnar. Þrátt fyrir það • þykist hann þess umkominn að heimta kosningar! Slík .mannalæti gerðu talsmenn iians í útvarpsumræðunum að athlægi frammi fyrir al- þjóð. TILLÖGU sina rökstuddu Ólafur og Bjarni með því, að stjórnarflokkarnir hefðu svikið kosningaloforð sín í efnahagsmálunum og varnar málunum. Þessu var hrundið fullkomlega með því að vitna til stefnuskrár bandalags umbótaflokkanna fyrir kosn- ingarnar og bera hana saman við verk stjórnarinnar. í . efnahagsmálunum var það meginloforð bandalagsins að ná samkomulagi við stétta- samtökin um höfuðstefnuna . í kaupgjalds- og verðlagsmál um. Þetta hefur tekist, og því kom ekki til neinnar ára- mótastöðvunar að þessu sinni, eins og tíðkast hefur undanfarið. í varnarmálun- um var því heitið að vinna að samningum um, að íslend Ingar tækju sjálfir við gæzlu varnarmannvirkja, svo að ekki yrði hér erlendur her á friðartímum. Þetta var að sjálfsögðu við það miðað, að varnarstöðvarnar stæðu liði ■ frá bandalagsþjóðunum opn- ar, ef aftur syrti í álinn. Sú hefur því miður orðið raun- in, a.m.k. í bili. Það var því í fullu samræmi við stefnuskrá bandalags umbótaflokkanna að samningar um brottför hersins yrði frestað um sinn. Forkólfar Sjálfstæðisflokks ins gátu ekki neitt haggað því, að fullkomlega hefði ver- ið staðið við stefnuskrá um- bótaflokkanna um framan- greind mál. Þar með voru aðalrök þeirra fyrir tillög- unni að engu orðin. ÓLAFUR og Bjarni hefðu samt sem áður getað haft . íromp á hendi, ef allt hefði verið með felldu. Þeir hefðu a.m.k. átt að reyna að f$era rök aö því, að þeir byðu upp á svo miklu betri stefnu í efnahagsmálunum og varnar , málunum, að það réttlætti ■nýjar kosningar,, sém gæfi þjóöinni kost á- aö velja á milli hénnar og stefnu stjórn arinnar. í raun og veru hefðu þetta verði einu rökin, er eitt hvað hefðu getað réttlætt til- lögu þeirra. Slíku var hins vegar ekki að heilsa. Ólafur og Bjarni forðuðust ekkert meira en að benda á nokkra stefnu eða úr ræði í þessum málum, þótt fast væri eftir því gengið. Þess munu áreiðanlega ekki dæmi, að nokkru sinni hafi nokkur flokkur staðið uppi stefnu- og varnarlausari en Sjálfstæðisflokkurinn í fyrra kvöld, undir leiðsögn þeirra Ólafs og Bjarna. Þess vegna fannst hlustend um það eins og naprasta háð um Ólaf og Bjarna sjálfa, þegar þeir voru að heimta nýjar kosningar! Það var allt of gagnsæ blæja til aö breiða yfir stefnuleysið! HLUTUR Sjálfstæðisfl. getur ekki verri verið, en hann er, eftir þessar útvarps umræður. Menn hefðu ein- mitt beðið þeirra með nokk- urri óþreyju til að vita, hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefði upp á nokkuð að bjóða til að réttlæta tillögu sína. Ekki sízt höfðu ýmsir óbreytt ir liðsmenn Sjálfstæðisflokks ins verið eftirvæntingarfull- ir. í gær voru þeir líka eins og niðurbrotnir menn og vildu ekkert tala um frammi- stöðu Ólafs og Bjarna. Það er vissulega óskemmti leg aðstaða fyrir flokk, sem hefur átt mestan þátt í að skapa erfiðleikana, að standa svo uppi ráðalaus og aðhaf- ast ekki annað en að níða þá, sem eru að vinna björgunar- starfið. Þetta er stefna Sjálf- stæðisfl. í dag. Raunar kem- ur hún ekki á óvart þeim, sem til þekkja. Þetta er eðli leg afstaða flokks, sem raun- verulega fylgir engri þjóð- málastefnu, heldur miðar stefnu sína við það eitt að þjóna fámennri braskara- klíku. Einmitt svona hlýtur framkoma hans að vera. Útvarpsumræðurnar í fyrrakvöld gerðu áreiðanlega mikið gagn. Þær hjálpuðu mjög til þess að afhjúpa Sjálf stæðisflokkinn og voru öflug hvatning til manna um að styðja ríkisstj órnina í því erf iða viðreisnarstarfi, sem hún þarf að vinna. Islenzka sendinefndin á þingi S.Þ. MORGUNBLAÐIÐ gerir :mikið veður út af því, að Finnbogi Rútur Valdimars- son hefur tekið sæti sem einn fulltrúi íslands á þingi S.þ. Hér hefir þó ekki gerzt annað en það, að fylgt er þeirri gömlu venju, að allir stjórnarflokkarnir eigi full- trúa á þingi S.þ., ef þeir óska þess. Munu hér eftir sitja fjórir fulltrúar í sendinefnd íslands á þingi S.þ. það sem eftir er af þingtímanum, eða þeir Thor Thors, Steingrímur Hermannsson, Finnbogi Rút- ur Valdimarsson og Haraldur Guömundsson. Nefndin hef- Walter Lippmann ritar um aiþjóðamál: Umræðurnar um efnahagslega og pólitíska sameiningu Vestur-Evrópu Sundurskipting Þýzkalands er mikil hindrun á þeirri braut, er Evrópujijóíirnar þurfa atí fara í kiölfar hrakfaranna við austanvert Miðjarðarhaf breið- ist sú skoðun út í Bretlandi og Frakklandi, að í sameiningu Evrópu sé fólgin bezta von þessara ríkja — og álfunnar vest- anverðrar — um viðhlítandi aðstöðu í framtíðinni. Bæði Macmillan forsætisráðherra og Thorneycroft fjármálaráð- herra eru fvlgjandi hluttöku Breta í áætlunum sem nú eru uppi um frjálsa verzlun innbyrðis með nokkrum takmörkun- um, á tilteknu svæði í Vestur-Evrópu. Líklegt er, að Brétland og Norð-. urlönd teljist bráít. til þessa svæð- is, en jafrihliða vefði :senn tilbún-| ir milliríkjasamningar um enn; nánari efnahagssamvinnu innan svæðisins og verða Frakkland, V.-j Þýzkaland,, Ítalía og Niðurlönd að-j ilar að þeim. Þessir sámningar mundu setja á stofn það sem nú er í daglegu tali nefnt „saméigin-. legur markaður", og ennfremur skilgreina náið samstarf þessara þjóða við friðsamlega hagnýtingu kjarnorkunnar (Euratom). Mollet, forsætisráðherra Frakka, hefir lengi verið talsmaður sameining- ar á víðtækara sviði en nú er ráð- gert, og hann hugsar sér, að jafn hliða verði gerðar fyrstu. tilraun- irnar í þá átt að koma á pólitískri sameiningu ríkjanna. Pólitísk- röksemd Súezmálsins Allar þessar áætlanir hafa verið lengi á döfinni. En það er fyrst nú, upp úr Súezdeilunni, sem þær hafa hlotið nokkurn verulegan pólitískan stuðning. Því hefir lengi verið haldið fram, að á með- an Vestur-Evrópa væri sundur slit- in í mörg ríki, sem hvert er sér- stök efnahagsheild, gæti ekkert af þessum ríkjum keppt við stórveld- in Bandaríkin og Rússland með nokkrum verulegum árangri. En innan þessara stórvelda skapar mikill mannfjöldi og stórt svigrúm stóran markað og tækifæri til fjöldaframleiðslu í stórum stíl. Þessi röksemdafærsla hefir þokað hugmyndinni áleiðis, enda þótt þjóðernisleg andstaða og viðhorf þeirra, sem eru í skjóli á bak við forréttindi landamæragirðinga, hafi verið hörð. rópa sjálf, né nokkurt ríki í Ev< rópu, talið til stórvelda? Nú er enginn efi í mínum huga um, að röksemdin um aukið sam- starf er fullgild, áætlanirnar um sameiginlegan markað eru gagn- legar og eins áætlanir um sameig- inlega hagnýtingu kjarnorkunnar. Ég efast ekkert um, að öll þessi mái beri að styðja af því að þau horfa til heilla. En það, sem méí þykir efasamt í þessum málum er, hv.oft, unnt sé að sameina Evróptl á m.eðan Þýzkalandi er sundur skipt. Véstur-Þýzkaland er einnt helzti aðilinn í Vesiur-Evrópu. Safnt verða Vestur-Þjóðverjar að hörfa til austurs, til þess tak- marks, að sameina Austur-Þýzka- land Vestur-Þýzkalandi, en það þýðir aftur, að Vestur-Þýzkaland hlýtur að stefna að samningum við Pólland og við Sovét-Rússland. Þýzka vandamáliS og brezk viðhorf heldur sem hún treystir á samn- inga eða vald. Mikill mannfjöldi En samt eru búandi í þessum heimshluta 250 millj. manna, eða fleira fólk en er í Bandaríkjunum eða í Rússlandi. í Vestur-Evrópu stendur menntun fólksins á hæsta stigi, sem þekkist í veröldinni. Ef þetta fólk hefði í höndum stórvirkt efnahagskerfi, mundi engin þjóð í víðri veröld standa því snúning í framleiðslu og vinnuafköstum. Það er augljóst, að efnahagskerfi þessara þjóða eru veikburða og pólitísk áhrif lítil vegna þess, að þær eru sundurleitar og ósamþykk ar innbyrðis. Hver önnur skýring er til á því, að þegar fjallað er um hin miklu alþjóðlegu vandamál, er varða líf eða dauða, er hvorki Ev- Það virðist ljóst, að Vestur-Ev- rópa verður ekki sterk pólitísb heild fyrr en þýzka vandamáliS hefir verið leyst. Qg ef Evrópa verður ekki sterk pólitísk heild, fær hún ekki áhrifavald .á vett- vangi hinna alþjóðlegu stjórnmála. Ef þessu er þannig farið, þá er sýnt, að Evrópuþjóðirnar þarfnast meira en sameiginlegs markaðar og annarra ólíkra áætlana, sem nú eru uppi. Þær þarfnast líka sam« eiginlegrar stefnu að því takmarki, að ná samkomulagi við Austur* Evrópu og Rússland. I Það gæti orðið meira en ímynd- un ein, að Bretum takist að neita sinni kunnu pólitísku hugkvæmní í Evrópu nú, þegar þeir eru a3 losna úr viðjum pólitískrar ábyrgð ar um víða veröld, og af því leiddi sameining Evrópu fyrir uppgjör og samninga við austurveldin. Ef þróunin yrði með þeim hætti, mundi sú endurskoðun á aðstöðu, sem nú fer fram í Bretlandi, leiðai til gagns og blessunar fyrir alltt mannkyn. — (Einkar. NY Heral<3 Tribune og Tíminn). j ‘BAÐSrOFAA/ En Súezmálin hafa nú fengið talsmönnum sameiningarinnar í hendur þróttmikla pólitíska rök- semd, sem talar í senn til stolts og þjóðerniskenndar Evrópuþjóð- anna. Því að það kom í ljós í Sú- ezdeilunni og við meðferð máls- ins á þingi Sameinuðu þjóðanna, að það eru ekki lengur nein stór- veldi í Evrópu. Þar var eitt sinn miðstöð heirm-stjórnmálanna, en heimsveldin eru bar ekki lengur. f gegnum miðja áiíuna gengur járntjaldið, en Vestur-Errópa er sundur skilin í lítil og fremur veik burða ríki, og hefir ekkert ein- stakt þeirra mátt til að vera stór- veldi. Það sýndi sig í haust, er hin ir miklu atburðir gengu yfir, að þessi sundurskipta álfa er þess alls ekki megnuð, að koma fram vilja sínum og gæta hagsmuna sinna úti á veraldars’úðinu, hvort ur vitanlega samráð um af- stöðu íslands í einstökum málum á þinginu, og verði hún ekki sammála, sker útan ríkisráðherra úr, enda er hann yfirmaður nefndarinn ar og markar stefnu hennar i öllum megindráttum. Öll hróp Mbl. um Moskvu- kommúnista, og aukin áhrif þeirra í þessu sambandi, eru út í hött. Finnbogi Rútur mætir fyrir Alþýðubandalag- ið og hefur aldrei verið í Sósíalistaflokknum. Vafalítið er hann færasti fulltrúinn, sem Alþýðubandalagið gat til nefnt. Kyrrlát morgunstund. í GÆRMORGUN datt á logn hér höfuðstaðarbúa. Eftir langvar- andi storma og illviðri, var morg uninn kyrr og bjartur. Vegfar- andi, sem rölti götur, undraðist, hve borgin var hljóðlát. Söngur umferðarinnar er á lægri nótun- um í snjónum, en var þetta öll skýringin? Á gönguferð úr út- hverfi í miðbæ fer maður að hugsa um það, að það vanti eitt- hvað í hinn daglega ys borgar- innar, það er eitthvað öðru vísi í dag en áður á kyrrum og björt- um morgni. Allt í einu rennur skýringin upp í huga manna. Það er enginn hvinur í flugv'élar- hreyfli, hvorki á flugvellinum né yfir borginni. Það var ástæðan. Reykjavíkurflugvöllur var auður. Hinn daglegi morgunsöngur flug- vélanna þagnaður. Þá mundi maður eftir því, að það var fyrsti dagur fiugmannaverkfallsins. Áminningarnar verða fleiri. EN ÞÆR VEROA fleiri áminn- ingarnar ef verkfallið stendur lengi. Við erum búin að koma okkur þannig fyrir í þessu landi, að flugvélin er ómissandi tæki. Við fljúgum þjóða mest, notum flugvélar til alls konar flutninga meira en flestir aðrir. Það er ekki af neinni fordild eða af flott heitum, heldur blátt áfram af nauðsyn, sem landið sjálft og lega þess skapar. Flugvélin liefir rofið einangrun fjarlægra byggða og er orðin liluti hins daglega lífs. Menn hugsa kannske ekkfl mikið um það þegar veður era góð og flugvélardrunurnar berg- mála i milli fjallanna á hverjum góðviðrismorgni. En þegar storm- ar og hríðar stöðva flugið marga daga samfleytt, þá taka menn eftir því. Og þó munu þeir minn- ast þess oftast á kyrrlátum og fögrum dögum þegar það er ó- samlyndi okkar sjálfra, sem varn ar því, að vélarnar komizt leiðar sinnar. ■vi Skýringa er þörf. ÞAÐ VAR SÁTTAFUNDUR með deiluaðilum í fyrradag. Hann stóð skamma stund. Blöð segjá, að lítið eða ekki hafi miðað. Fundi þessum lauk og annar var ekki boðaður. Hver rölti heim til sín. Og svo rann upp bjartur og fagur dagur, ágætur flugdag- ur, en enginn hreyfði sig. Áhorf- endur gætu freistast til að halda, að aðilar væru að undirbúa löng átök þar sem úrslitum réði, hvor þreyttist fyrr. En hér eru mikilvæg mál f húfi. Almenningur í landinu á heimtingu að fá skýringar. Verði framhald á því ófremdarástandi að menn haldi að sér höndum og fljúgi ekki þótt veður verði góð og margföld nauðsyn kalli, verð- ur að kryfja þetta verkfall til mergjar á opinberum vettvangi og leggja hið mesta kapp á að létta því af þjóðinni. Fólkið á kröfu á að heyra skýringar. — Finnur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.