Tíminn - 10.02.1957, Síða 8

Tíminn - 10.02.1957, Síða 8
8 TÍMINN, sunnudaginn 10. febrúar 1957, Opið bréf til þingmanna Suðurlands f MARGA áratugi var Kolviðar- hóll við Hellishftwþ,' "ekki aðeins fjölsóttur og vellatinn greiðasölu- staður við fjölfarinn þjóðveg, held ur einnig lífsnauðsynlegur gisti- staður við erfiðan og snjóþungan fjallveg, sem tvímælalaust er fjöl- farnasti fjallvegur landsins fyrr og síðar. Það sem mestum ljóma varpaði á greiða- og gististaðinn Kolviðar- hól í tíð hjónanna Valgerðar Þórð- ardóttur og Sigurðar Daníelssonar, var hinn stórbrotni höfðingsskap- ur í veitingum og fyrirgreiðslu allri, sem þau hjón veittu hverjum sem að garði bar — stundum án endurgjalds —• og gerðu sér í þeim efnum engann mannamun. Sigurður Daníelsson er látinn fyrir mörgum árum, og hvílir í heimagrafreit í túninu á Kolviðar hóli. NOKKRUM ÁRUM fyrir dauða sinn byggði Sigurður hið stóra og myndarlega gistihús á Kolviðar hóli, og lagði þar fram mikla fjár muni frá sjálfum sér. Eftir frá- fall manns síns rak Valgerður gisti húsið á IColviðarhóli með sömu rausn og áður. En hinn kostbæri kjarnamatur, sem Valgerður á Kol viðarhóli veitti svöngum ferða- mönnum fyrir hóflegt gjald, var ekki gróðafyrirtæki. Breytt sam- göngutæki og staðsetning • skíða- skálans í Hveradölum, sem var nær þjóðveginum og naut jarðhit- ans, dróg úr viðskiptunum við Kolviðarhól. Valgerður seldi Kol- viðarhól og hvarf þaðan með litla fjármuni, eftir langa og frábæra þjónustu við gesti og gangandi. En þungbærasta raunin fyrir hana var að sjá verk þeirra hjóna verða eyðileggingunni að bráð. Fjöldi manna á miðjum aldri og eldri, muna viðtökurnar á Kol- viðarhóli. Minnistæðastar verða þær þeim, sem nutu gestrisni þeirra hjóna, er komið var úr illvigri og ófærð, er menn og hest ar voru þreyttir og hraktir, en matur, hey og hús, voru veitt af rausn og höfðingsskap. FRÚ VALGERÐUR Þórðardótt- ir, sem nú er í hárri elli, liggur í sjúkrahúsi í Reykjavík, en heim ili hennar er hjá dóttir hennar og tengdasyni í Hveragerði. Þessari merku konu hefur eng- inn sómi verið sýndur af hálfu þess opinbera. Þingmenn suðurlandsundirlend- isins, sem nú sitja á Alþingi munu allir af eigin raun hafa kynnst störfum húsfreyjunnar á Kolviðar hó^. SKAL MEÐ greinarkorni þessu skorað á þá, að hlutast til um að Alþingi það, sem nú situr, sýni frú Valgerði Þórðardóttir frá Kol- viðarhóli þann sóma, að veita henni nokkra upphæð nú þegar, í viðurkenningarskyni fyrir góð og óeigingjörn störf í almennings þágu. 31. jan. 1956. Teitur Eyjólfsson. Samanlagður fiskafli heimsins hefir aukist um 40% síðustu 7 árin Æskiilýðsráð Reykjavíkur elnir til tómstundaiðju fyrir unglinga t Séra Bragi Friðriksson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs- ins, hefir skýrt blöðunum frá því í gær, að nú væri að hefjast á vegum ráðsins tómstundaiðja fyrir æskufólk á nokkrum stöðum í bænum. Tómstundaiðja þessi verður fyrir unglinga 14 ára og eldri og mun fara fram einu sinni í viku og standa yfir að þessu sinni í tvo mánuði. Þátttöku- gjald fyrir hvern einstakling yerður 10,00 kr. fyrir allan tímann, en auk þess greiði þátttakendur efniskostnað. Næstkomandi mánudag, 11. fe- brúar, mun starfsemi þessi hefjast á eftirtöldum stöðum: Fyrir stúlkur: í Félagsheimili Ungmennafélags Reykjavíkur við Holtaveg, kl. 8—10 e.h. Kennari verður Ingibjörg Hannesdóttir. — í samkomusal Laugarneskirkju, kl. 8—10 e. h. Kennari verður Heiður Gestsdóttir. Væntanlega verður fljótlega efnt til tómstundaiðju víðar fyr- ir stúlkur, er aðstæður leyfa. Fyrir pilta: f smíðastofu Lang- holtsskóla, kl. 8—10 e.h. Kennari verður Ingimundur Ólafsson. — í Miðbæjarskólanum kl. 8—10 e.h. (gengið inn frá portinu). Kenn- arar: Jón E. Guðmundsson og Gauti Hannesson. — f smíöastofu Melaskólans kl. 8—10 e. h. Kenn- arar verða Guðjón Þorgilsson og Benedikt Guðjónsson. Strax og húsnæði fæst mun einnig verða efnt til leiðbeininga um framköllun mynda og geta þá unglingar komið með myndir sín- ar eða filmur og unnið að þeim. Á mánudaginn eru væntanlegir þátttakendur beðnir að koma til innritunar og greiði þá jafnframt þátttökugjald. Munu þá kennarar ræða við æskufólkið um þessi mál og skýra frá hver viðfangsefni koma helzt til greina og einnig kynnast óskum þátttakenda um verkefni þeirra. Hér er um fyrstu tilraun Æsku- lýðsráðsins að ræða og er vonandi að vel takist, svo að framvegis geti tómstundaiðjan orðið mikil og ánægjulegur þáttur í æskulýðs- starfin^. Aðalfundur Framfarafélags Breiðholts- Japan í broddíi fylkingar sem fiskveicSaþjóð kvaí fiskmagn snertir. Danmörk hefir fjór- faldalS fiskveitSar sínar síftan 1938 og vel jiaft Heildarfiskafli heimsins hefir aukizt rúm 40% síðan 1948, segir í „Yearbook of Fishery Statistics“, sem FAO — mat- væla- og landbúnaðarstofnun S. Þ. gefur út. Samkvæmt ár- bókinn? var aflinn 27,7 milljónir smál. 1955 á móti 19,4 millj. sm.l 1948. skýrslum Sovétríkjanna verða þau 3 .landið í röðinni með 2,5 millj. smálesta. í þessari síðustu útgáfu árbókar- innar eru 72 hagfræðilegar töflur frá yfir 150 löndum og svæðum. Sunduriiðuð yfirlit eru frá 73 lönd um. Lönd þessi veiða, samanlagt 75% af öllum fiskafla heimsins Japan er augljóslega í broddi fylkingar sem fiskveiðaþjóð. Á ár- inu 1948 landaði japanski fiski- ílotinn um 2,43 millj. smál. 1955 hafði tala þessi hækkað upp í 4,72 millj. smál. — eða 2 millj. meira en Bandaríkin, næststærsta fiskveiðaland heimsins, sem veiddi 2,68 millj. smál. fiskjar 1955 (í þessari tölu er innifalinn afli Al- aska). Samkvæmt opinberum hag- FISKVEIÐAR NORÐUR- LANDA. í árbókinni er vitnað í kínversk- ar hagfræðiiegar upplýsingar, sem bera með sér, að á árinu 1955 var landað 2 millj. smál. af fiski á ströndum Kína. Kína er því 4. landið í röð hinna mestu fiskveiði- þjóða. Meðal landa með yfir 1 millj. smál. afla 1955 getur í ár- bókinni um Noreg (1.867.700) og Stóra-Bretland (1.099.700). Um Norðurlöndin eru í árbók- inni eftirfarandi tölur í smál.: 1938 1948 1955 Danmörk (án Grænlands) 97.100 225.900 425.300 Færeyjar 63.000 92.300 105.600 ísland 274.300 478.100 480.300 Noregur 1.152.500 1.504.000 1.867.700 Svíþjóð 129.200 193.900 200.000 Nokkrar aðrar tölur frá Evrópu: Það eru ekki miklar breytingar á fiskveiðamagni Frakklands og Stóra-Bretlands á árinu 1955 í sam anburði við 1938. Afli Frakklands 1955 var 522.700 smál. (1938: 530. 300) og Stóra-Bretlands 1955 1. 099.700 (1938: 1.197.800). í báðum löndum er því um að ræða nokk- urra afturför frá því fyrir stríð. Öðru vísi er um Vestur-Þýzkaland. 1938 veiddu þýzkir fiskimenn (hér er meðtalið Austur-Þýzkaland og aðrir hlutar landsins, eins og það var fyrir stríð) 776.500 smál. Þetta samsvarar hér um bil nákvæmlega því, sem vestur-þýzkir fiskimenn einir öfluðu 1955: 776.900 smál. Samanburður á aflatölum hverr ar heimsálfu fyrir sig (Sovétríkin þó talin sérstaklega) ber með sér eftirfarandi: 1938 1955 Afríka 440.000 1.620.000 Norður-Ameríka 3.150.000 3.800.000 Mið- og Suður-Ámeríka 230.000 760.000 Asía 9.350.000 11.280.000 Evrópa 5.540.000 7.650.000 Kyrrahafssvæðið 80.000 110.000 Sovétríkin 1.520.000 2.500.000 millj. olíutunnar sendar frá Bandaríkjunum til Vestur-Evrópu Skrifað og skrafað (Framhald af 7. síðu.) ur hans aukast vegna áframhald- andi tapreksturs verksmiðjunnar (vegna viðhalds o.fl.) og sú hætta eykst, að hann vérði að taka að sér skuidahluta Kyeldúlfs, sem er nú um 12 millj. kr. TiIIaga Þóríar Björnssonar Á undanförnum árum, hafa far- ið fram miklar athuganir á því, livort hægt væri að láta Faxaverk- smiðjuna annast aðra starfrækslu en síldarvinnslu og hafa þær eng- an árangur borið. Seinustu athug- anir hafa og leitt í ljós, að meira en vafasamt sé, hvort hægt væri að nota hana til slíkrar starf- rækslu, þótt hráefni væri fyrir hendi. Af þessum ástæðum öllum, er það óverjandi af bænum að halda þessu fyrirtæki starfandi og kosta til þess milljónum króna úr sjóð- um bæjarins. Jafn óverjandi er svo það, að bærinn skuli ekki ganga eftir því, að Kveldúlfur setji tryggingu fyrir skuldbinding um sínum í sambandi við Faxa, svo að þær iendi ekki á bænum. Hér er um fjárhæð að ræða, sem alltaf nemur 12 milljónum króna. Þórður Björnsson bar þá tillögu fram á seinasta bæjarstjórnar- fundi, að bærinn sliti sambandinu við Kveldúlf um þetta fyrirtæki, byði til sölu sinn hluta í fyrirtæk- inú og krefði Kveldúlf um trygg ingar fyrir skuldahluta sínum. Ekki fékkst bæjarstjórnarmeiri- hlutinn til að greiða atkvæði með þessari eðiilegu tillögu, heldur vís- aði málinu til umsagnar stjórnar Faxaverksmiðjunnar, þar sem tveir eigendur Kveldúlfs eiga sæti. Ætlunin með því er bersýni lega sú að stinga málinu undir stól, en það mun þó ekki takast. Málinu verður haldið vakandi, svo að forráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins verði að gera það fyrir opn- um tjöldum, ef þeir ætla að láta hæinn taka á sig 12 milljón króna skuldasúpu Kveldúlfs vegna Faxa- verksmiðjunnar. Það er fullkomin ástæða til þess að taka Faxaverksmiðjuna svipuð um tökum og glerverksmiðjuna. Það má ekki hafa nein áhrif á þetta, þótt valdameiri menn standi að Faxa en þeir, sem stóðu að gler, verksmiðjunni. Því meiri ástæða er einmitt til að taka Faxaverk- smiðjuna þessum tökum, þar sem hún er margfalt meira tapfyrir- tæki en glerverksmiðjan þó var. WASIIINGTON, 8. febr. — Upp- lýst var í Washington, að frá því að Bandaríkin hófu að senda | olíu til V-Evrópu eftir lokun Súez-skurðar, hefðu 40 millj. olíu tunnur verið fluttar ausíur um haf. í hluta af janúarmánuði fóru um það bil hálf milljón oiíutunnur á dag til V-Evrópu frá Bandaríkj- unum. 6 stór olíufélög í Bandaríkjun- um hafa tilkynnt, að þau hafi á- kveðið að verða við þeirri beiðni Bandaríkjastjórnar um að auka af- köst sín til að geta sent næga olíu íil V-Evrópu. hverfis vítir drátt á lóðarréttindum Framfarafélag Breiðholtshverfis hélt aðalfund sinn þann 3. febrúar 1957. í skýrslu fráfarandi stjórnar segir, að félags- mönnum hafi fjölgað verulega á árinu og að fjárhagur félags- ins sé mjög góður. Nokkuð hefir áunnizt í áhugamálum félags- ins og hefir framfaramálum byggðarlagsins þokað nokkuð á leið, en mikið er enn ógert. Félagið hyggst beita sér fyrir veru legum umbótum í þessu úthverfi Reykjavíkurbæjar. í stjórn voru kosnir: Formaður: Adolf Petersen, verkstjóri, varafor maður: Jóhannes Jónsson, og með- stjórnendur: Ingimundur Bjarna- son, Kristján Hjaltason og Sigurð- ur Jóhannesson. Mikill áhugi ríkti meðal fundar- manna um málefni félagsins og var svohljóðandi ályktun samþykkt með öllum atkvæðum: „Aðalfundur Framfarafélags Breiðholtshverfis haldinn 3. fcbr. 1957 vítir harðlega þær daufu undirtektir, er lóðamál hverfis- ins hafa fengið lijá forráðamönn- um Reykjavíkurbæjar og leggur áherzlu á að þau mál verði leyst hið bráðasta og að hverfið verði allt skipulagt að fullu og svo að öllum húsum þar verði veitt full lóðaréttindi. Ennfremur að göt- um verði gefið heiti samkvæint venju í bænum, jafnframt verði í skipulaginu séð fyrir stað til barnaleikvallar, verzlunarhúss og félagslieimilis fyrir liverfisbúa. Að gerð verði sú breyting á ferð- um strætisvagna sem ganga um byggðina, að þeir verði látnir fara um A-götu og niður Breið- holtsveg. Að reist verði biðskýli á helztu viðnámsstöðum, og að ferðum vagna verði fjölgað í fjór ar á klukkustund“. Félagið hyggst vinna að því að þessi mál nái fram að ganga á þessu ári. Rússar leggja til að efnt verði til afvopnunarráðstefnu í marz NEW YORK — NTB 7. febr.: Að- alfulltrúi Rússa á þingi S. þ., Kuznetsov, sendi Allan Noble, aðstoðarutanríkisráðlierra og að- alfulltrúa Breta hjá S. þ. bréf, þar sem lagt er til, að stórveld- in lialdi með sér ráðstefnu um afvopnunarmál í marzmánuði. Kuznetsov leggur ennfremur til, að með utanríkisráðherrum stórveldanna verði einnig sér- fræðingar í hermálum, f jármálum og efnahagsmálum. Lagt er til, að ráðstefnan verði hahlin í Lond on. Bretar veita Giillströedmni algjört sjálfstæSi innan brezka samveldisins Fær eigiíf þing og stjórn og hlýtur nafnið Ghana LONDON—NTB 8. febr.: í hvítri bók, sem gefin var út í London í dag er birt nákvæmt uppkasl að stjórnarskrá fyrir Gullströnd ina, sem hlýtur sjálfstæði í næsta mánuði og nefnist þá Ghana. Verður Ghana þá sjálf- stætt ríki innan brezka samvcld isins og nýtur sömu réttinda og önnur samveldislönd við hlið Bretlands. Landið fær sitt eigið þing og stjórn og njóta allir kosningarétt ar í landinu án tillits til trúar- bragða, þjóðernis eða kynferðis. FAGNAÐ í BREZKA ÞINGINU. Lennox-(Boyd nýlendumálaráð- herra lýsti því yfir í brezka þing- inu í dag, að nú væri ekkert því til fyrirstöðu, að Gullströndin hlyti sjáifstæði í næsta mánuði og tæki sér sæti á bekk með samveldis- þjóðunum. Væri þetta gert með fullu samþykkti leiðtoga þjóðar- innar. Talsmaður stjórnarandstöðunn- ar. Griffiths, fagnaði þessari á- kvörðun og kvaðst vilja bjóða Ghana velkomið í brezka samveld ið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.