Tíminn - 22.02.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.02.1957, Blaðsíða 1
Fylgist mcð tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 81300. TÍMINN flytur mest og fjölbreyttast almennt lesefni. í biaðinu í dag: Efni blaðsins í dag: íþróttir, bls. 4. Skákþáttur Friðriks, bls. 5. Walter Lippmann ritar um al- þjóðamál á bls. 6. Vilhjálmur Einarsson segir frá íþróttamönnum og máleínum á bls. 7. 41. árgangur Reykjavík, föstudaginn 22. febrúar 1957. 44. blað. ísraelsstjórn neitar enn að flytja brott herlið sitt frá Gaza og Akaba Ben Gurion sendir Eisenhower nýjar tillög- ur. Bandaríkjastjórn í slæmri klípu. Afvar- legur ágreiningur milli forseta og tingsins Jerúsalem og New York, 21. febr. — David Ben-Gurion forsætisráðherra ísraels hélt ræðu á þingi í dag og var henni útvarpað. Lýsti hann yfir, að stjórn sín myndi gera enn eina tilraun til að ná samkomulagi við Bandaríkin varðandi brott- ’ flutning ísraelshers frá Akaba og Gaza. Hann kvartaði yfir því, að Bandaríkjastjórn og S. Þ. hefðu tvenns konar mæli- kvarða, þegar um það væri að ræða að meta gerðir einræðis- herrans í Egyptalandi og lýðræðisstjórnar ísraels hins vegar. Var um aukafund að ræða hjá þingi ísraels og var hann ákveð- inn af stjórninni á fundi hennar í dag. Ben Gurion hefir setið á fund um með ríkisstjórninni og helztu ráðgjöfum_ sínum frá því kl. 8 í morgun. Á fundinum í dag var viðstaddur Ebban sendiherra ísra- els í Bandaríkjunum og flutti hann stjórninni skýrslu um málið og sérstakan boðskap Eisenhowers forseta. ísrael lætur ekki undan. Það er bert af ræðu Ben Gurions að ísraelsstjórn hyggst halda fast við meginstefnu sína í máli þessu, þótt hún segist fús til málamiðlun- ar. Var tilkynnt í Jerúsalem í kvöld, að Ebban væri í þann veg- inn að leggja af stað vestur og myndi hann flytja Eisenhower til- lögur Ben Gurions. Fréttaritarar segja, að almenningur í ísrael spyrji, hvaða ástæða sé til þess að treysta nú fremur en áður loforð- lim S. Þ. um að vernda ríkið fyrir árásum Arabaríkjanna. Eisenhower á í vök að verjast. A8 tillögu Bandaríkjanna og fleiri ríkja hefir umræðu á þingi S. Þ. um brottflutning herliðs frá Akaba og Gaza verið frestað til mánudags. Bandaríkjastjórn er komin í hina verstu klípu í máli þessu. Forsetinn og ríkisstjórnin virðast eindregið hallast að því að refsiaðgerðum verði beitt við BEN GURION forsætisráðherra ísrael fsrael, ef þeir fallast ekki á brott flutning og kom það fram óbeint í ræðu Eisenliowers í gær. For- ingjar beggja þingflokka hafa lýst yfir eindreginni andstöðu við refsiaðgerðir og gagnrýnt ræðu forsetans. Yfirgnæfandi meirihluti þing- manna er þeim mótfallinn og það má því telja víst, að forsetinn verði að beygja sig og styðja aðeins þær tillögur á þingi S. Þ., er endur- nýja áskoranir um brottflutning. Knowland hefir í hótunum. Það vekur ekki sízt athygli, að mótstaðan gegn forsetanum í þessu máli er jafnvel enn meiri af hendi hans eigin flokksmanna en demo- krata. Fréttaritarar hafa fyrir satt, að Knowland, foringi republikana á þingi, hafi sagzt myndi segja af sér fulltrúastarfi hjá S. Þ., ef rík- isstjórnin styður tillögur um refsi- aðgerðir, að minnsta kosti hefir j Knowland ekki borið slíkar fregn- j ir til baka. Bretar og Frakkar styðja ísrael. Neðri málstofan brezka ræddi mál þetta í dag. Kom fram gagn- rýni á stefnu Bandaríkjanna, enda hefði forsetinn flutt stefnuyfirlýs- ingu sína án samráðs við brezku stjórnina. Talsmaður brezku stjórn arinnar kvað stjórn sína andvíga hvers konar refsiaðgerðum, þótt hún styddi kröfuna um brottflutn- ing ísraelshers. Kunnugt er, að franska stjórnin er algerlega á bandi ísraelsmanna í deilu þess- ari. Danir hafa og lýst sig andvíga refsiaðgerðum og telja ísraels- menn eiga heimtingu á haldgóðri tryggingu fyrir öryggi sínu í fram- tíðinni. TiIIagan um slit Faxa sf. er í athugun hjá stjórn félagsins Á bæjarstjórnarfundi í gær upplýsti borgarstjórl, vegna fyr- irspurnar frá Þórði Björnssyni, að tillaga hans um slit Faxa s. f. og að krefja Kveldúlf um tólf milljón króna tryggingarfé, væri nú komin til stjórnar Faxa. Spurðist Þórður þá fyrir um það hverjunv liefði verið send tillagan og upplýsti borgarstjóri þá, að hún hefði verið send for- manni félagsstjórnarinnar, sem er enginn annar en Richard Thors . Búlganín og Krusjef Reykjavíkurbær gefst upp við starfrækslu sandnáms Eitt af kosningaloforðum bæjarstjórnar- meirihlutans var aðauka og efla sand- nám bæjarins Þórður Björnsson, bæjarfulltrúi, leiddi í gær inn í umræS- ur á bæjarstjórnarfundi mikilvægt mál í sambandi við bygg- ingariðnaðinn 1 bænum. En það er sandnám bæjarins. Vakti hann athygli á því, að fyrir seinustu bæjarstjórnarkosn- ingar hefði Sjálfstæðisflokkurinn lofað því í hinni svokölluðu bláu bók sinni að auka afköst sandnáms ins og bæta gæði vörunnar. Ffndir þessa loforðs væru á annan veg. Á þessum þremur ár- um sem liðin eru af kjörtímabil- inu lvefðu ráðamenn bæjarins ekki eingöngu vanrækt að auka afköst fyrirtækisins og bæta gæði vörunnar, heldur væri nú svo komið, að búið væri að leggja fyrirtækið niður. Á fundi bæjarráðs hinn 12. þ. m. lagði bæjarverkfræðingur til að sandnámið væri lagt niður sakir efnisskorts og féllst bæjarráð á þá tillögu. Á bæjarstjórnarfundinum í gær reis upp deila um það, hvort það væri nauðsynlegt að bæjarstjórn gerði formlega samþykkt um niður lagningu sandnámsins. Töldu sum- ir það vera óþarfa, þar sem starf- rækslu sandnámsins væri þegar hætt. Vissi meirihlutinn ekki lengi vel, hvað hann átti að gera, en að (Framhald á 2. «(Sul vilja heimsækja Norðurlönd Kaupmannaliöfn í gær. — Frétt aritari Berlingske Aftenavis á fundi Norðurlandaráðs í Helsing fors skýrir frá því í dag, að Fag erholm forsætisráðherra Finn- lands hafi flutt þau skilaboð til forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar frá rúss- nesku ríkisleiðtogunum Bulgan in og Krustjeff, að þeir v'ildu gjarnan í sambandi við heimsókn sína til Finnlands í sumar, koma í opinbera heimsókn til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Aðils r Næstu Olympíuleik- ar verða í Rómaborg Rómaborg, 21. febrúar. — Alþjóð lega ólympíunefndin hefir ákveðið, að næstu Ólympíuleikar, sem fara eiga fram 1960, skuli háðir í Róma- borg. Fara þeir fram dagana 27. ág- til 11. september, en ekki hefir enn verið ákveðið hvaða dagar verði vaidir til hvíldar inn á milli, en þeir eru venjulega tveir. ViS simdin blá Eftir langan stormakafla kom lognið í fyrradag mönnum í sólskinsskap og það voru óvenjulega margir á gangi niður við höfn, enda þótt þar sé nú fátt millilandaskipa. En fiskibátar voru á ferðinni og það var svipaS annríki við Verbúðabryggjurnar og alltaf er á þessum tíma árs. Sv. Sæm. Frá umrætíum á Alþingi í gær: SjálfstæSismenn vilja koma í veg fyr- ir lagasetningu, sem tryggir réttláta lausn á deilum um varafungsæti Líklegt að „Iagavísindi“ þeirra um málið reynist álíka haldgóð og „vísindi“ þeirra um þingrofið fræga í gær var til umræðu á fundi neðri deildar Alþingis stjórn- arfrumvarpið um kosningar til Alþingis, þar sem gert er ráð fyrir því að í framtíðinni verði því slegið föstu að varamenn af listum flokka til Alþingiskosningar, geti tekið sæti, þegar aðalmenn eða varamenn forfallast. Áður hefir verið skýrt ýtarlega frá efni frumvarpsins hér í blað inu og tilefni þess að það er fram komið er öllum ljóst. Það er til ákvörðunar þeim lögskýringaratr- iðum varðandi varamenn sem Al- þingi hefir haft til meðferðar að undanförnu í sambandi við þing- sæti Alþýðuflokksins. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra gerði grein fyrir frum varpinu í stuttri ræðu. Sagði liaun að ekki væri þörf á því að lialda langar ræður um málið, því Alþingi hefði fjallað ýtar- Iega um hliðstætt efni, kjörbréf varaþingmanns. Sjálfstæðismenn vitna í göm- ul „vísindi“. Jóhann Hafstein tók því næst til máls og var ekki á sama máli og forsætisráðherra. Er bersýni- legt að Sjálfstæðismenn ætla í lengstu lög að reyna að koma í veg fyrir réttláta og eðlilega skip an þessara mála. Las Jóhann upp úr sömu lögfræðibókum og Bjarni Ben. og Gunnar Thoroddsen höfðu báðir gert á dögunum og studd ust aðallega við skoðanir manns, sem Sjálstæðismenn höfðu að vís- indalegu haldreipi, er þeir héldu fram að þingrofið 1931 væri ólög- legt. Nú þurfa Sjálfstæðisprófess orar við lagadeild Háskólans að kenna nemendum sínum að þing rofið hafi í fyllsta máta verið lög- legt. Er ekki ólíklegt að svipuð niðurstaða verði þegar frá líður af þessum „vísindum" Sjálfstæðis manna um varaþingsætið. Öll atriði málsins þegar rædd á þingi. Vildu Sjálfstæðismenn að for- seti vísaði frumvarpinu frá. Forsætisráðherra sagði nokk- ur orð að lokinni ræðu Jóhanns og benti á að ræða Jóhanns hefði sannað hversu gjörsamlega væru dæmdar umræður uin málið á A1 þingi, þar sem ekkert nýtt hefði komið fram í ræðu þingmanns- ins. Forsætisráðherra lagði síðan áherzlu á að sú lögskýring, sem slá ætti fastri með lögunum stangaðist á engan hátt við gild andi lög, eða stjórnarskrá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.