Alþýðublaðið - 07.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.04.1920, Blaðsíða 1
1920 Miövikudaginn 7. apríl 76. tölubl. Danska þingið. Khöfn 5. apríl kl. 11. Þingið verður kvatt saman á morgun (þriðjudag). Lettland semur við bolsivíka. Priðarsamningar milli Lettlands og Rússlands (bolsivíka) áttu að byrja 5. þ. m. sagði símskeyti, er kom fyrir helgina. Ijéssaíisleysil. " l Einhver Þ. skrifaði fyrir skömmu í Vísi um húsnæðisieysið í Rvík. Lýsir greinarhöfundur þar ástand- inu eins og það er víða hér í bænum, sýnir frara á afleiðingu af því og minnist að iokum á um- bætur. Þ. gerir alls ekki of mikið úr því vandræðaástandi sem hér er nú á húsnæði bæjarmanna. Býst eg við að lýsingin yrði ekki feg- urri ef t. d. læknar bæjarins skýrðu frá, en fáir munu því kunnugri. Þess mætti vænta að aliir hugs- andi menn sæu nokkurnveginn hvaða afleiðingar þetta hefir. Og þH roá jafnframt gera ráð íyrir að i þessum bæ finnist margir nýtir menn sem bæði viija Og geta iéð lið sitt þessu til stuðnings. Svo mikið er víst að margir eru hér sem geta ef þeir vilja. En viljann má elcki vanta. Auð- vitað eru hér örðugleikar á — annars væri vandinn enginn — en því fremur þurfa dugnaðarmenn- irnir að láta tii sín taka. Atvinnu- vegirnir — þjóðarbúskapurinn — getur því aðeins þrifist að starfs- fólki þjóðarinnar geti iiðið þolan- lega svo ekki sé hætta búin heiisu þess og kröftum. Petta purfa þeir menn vel að athuga sem hafa í höndum sin- um stjórnartauma bœjarfélaga og þjóðfélagsins í heild sinni. Við höfum ekki efni á því ís- Iendingar að ofurselja mikinn hluta Iandsmanna böli því sem leiðir af óþoiandi hýbýlum. Við megum aldrei láta Reykjavík brennimerkja okkur sama svívirðingar stimplin- um sem margar aðrar þjóðir láta stórborgir sínar setja á sig. Gæti nokkur íslendingur vitað annað eins ástand í Reykjavík og á sér stað í stórborgum erlendis? Ekki held eg það. En ekki er ráð nema i tima sé tekið. Við fljótum sofandi í sama feigð- arósinn ef við tökum ekki í taum ana nú þegar. Þ. heitir á bæjarstjórn og Bygg- ingarfélag Reykjavíkur að leggjast á eitt til umbóta í þessu máli. Já, því ekki það. Það er svo sem sjálfsagður hlut- ur að þær stofnanir eiga að gera í þessu ait sem unt er. Það er skylda bæjarstjórnar að vaka yfir veiferð bæjarmanna — allra — þeirra fátækustu jafnt og þeirra auðugustu, og það er skylda Byggingarfélagsins að minsta kosti að sjá meðlimum sínum fyrir hús- næði En Byggingarfélagið er ungt og því er illa vaxinn fiskur um hrygg; það er lítt þekt út á við og kraft- ar þess litlir enn. Þess er því að vænta að bæjár- stjórnin af áhuga fyrir viðgengni bæjarfélagsins styrki Byggingarfé- lagið með ráðum og dáð, því fé- lag það sýnir góða viðleitni á því að bæta úr húsnæðisvandræðun- um. En það er ekki einhlýtt að hrópa á bæjarstjórn og Bygging- arfélagið. Allir góðir borgarar eiga að taka þessari viðleitni vel, og ljá lið sitt því sem stefnir að umbót- um á hvers konar sviði sem er. ÖUu sem stefnir að því að draga úr böli og lina þjáningar. Állir góðir íslendingar eiga að er ódýrasta, íjölbreyttasta og hezta dagblað landsins. Eanpið það og lesið, getið þið' aldrei án þess verið. vera á verði og taka höndum sam- an þegar voði steðjar að þjóðfé- Iaginu. Ait slíkt er viðráðanlegt á byrj- unarstigi, ef ekki er sofið þangað til alt er komið í eindaga og orð- ið óviðráðanlegt. Við þurfum að fara að venja okkur á það íslendingar, að byrgja brunninn áðnr en barnið dettur ofaní. K. ^lvmnurekcBÍur 0§ verkameun. Þeir, sem fylgjast með í því, sem gerist í umheiminum, munu hafa tekið eftir þeirri baráttu, sem nú er að rísa milli verkamanna og atvinnurekenda. Útlitið er ískyggi- legt, og það er ekki að vita hvar lendir eða hvorir bera muni sigur úr býtum. Orustan getur orðið bæði mikil og hörð. Úr öllum áttum kveður hið sama við: Verkföll af hálfu verka- manna og útilokun (nlockout“) af hálfu atvinnurekenda. Af þessum ástæðum (útilokun) standa nú í Svíþjóð 92,000 verkamenn auðum höndum, bjargarlausir fyrir sig og sína. í Noregi og Danmörku standa yfir og fyrir dyrum verkföll og vinnu-útilokun, náist ekki sam- komulag með samningum, sem nú er mjög óliklegt. Og lítum lengra! í Englandi, Þýzkalandi og í Ameríku eru horfurnar ískyggi- legar. í þessum löndum hefir ból- að allmjög á óeirðum, og þær að-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.