Tíminn - 10.04.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.04.1957, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, miðvikudaginn 10. apríl 1957. Fyrsta leikfélag á íslandi (Framhald af 7. síðu). um, ef sæluvikan stendur yfir í marz og þarf ekki að fresta henni sökum ófærðar. Fyrsta leikritið á leikárinu er venjulega sýnt í kring- um jólin, þá kemur sæluviku leik- ritið og sé hún á venjulegum tíma gefst möguleiki til að sýna þriðja leikritið að vorinu. Má af þessu sjá, að það er ekki um svo lítið leiklistarlíf að ræða á ekki stærri stað. Að sjálfsögðu veltur mikið á því, að vegir séu sæmilega færir innan héraðsins, begar leiksýning- ar standa yfir. Bregðist það getur oft orðið um stórfellt tap að ræða. Þegar vel gengur er safnað í sjóð til að mæta töpunum, en auk þess nýtur leikfélagið styrks frá ríki og bæ.Allt þetta hrykki samt skammt, ef leikararnir tækju laun fyrir störf sín. Það hafa þeir aldrei gert á Sauðárkróki. Tvö leikrit í vetur í vetur verða ekki sýnd nema tvö leikrit, Allt fyrir Maríu, sem sýnt var um jólin, og Gasljós, sem sýnt var nú um sæluvikuna. Ekk- ert vorleikrit verður tekið til með- ferðar að þessu sinni, vegna þess að sæluvikan var á seinni skipun- um. Eyþór hafði á hendi leikstjórn í báðum leikritunum. Hefir hann stjórnað öllum leikritum, sem sýnd hafa verið á Sauðárkróki frá því leikfélagið var stofnað 1941. Þá hefir hann alltaf farið með veigamikil hlutverk. Aðspurður segir hann að honum hafi þótt mest til koma að leika Lénharð fógeta í samnefndu leikriti og Ó- vininn í Gullna hliðinu. Leikur Eyþórs í Gasljósi ber vitni mikl- um leikara og öruggum, enda hef- ir hann og víðtæka reynslu að baki. Mundi áreiðanlega fáum tak- ast að skapa jafngóða sýningu með til þess að gera óvönu fólki og Eyþóri tókst hvað Gasljós snertir. Sýningin var í heild þróttmikil og brá víða fyrir prýðilegum leik. Snæbjörg Snæbjörnsdóttir lék af miklum þrótti og má mikils af henni vænta í framtíðinni ef ieik- félagið fær að njóta krafta henn- ar. Hún á að sjálfsögðu eftir að slípast, en það er merkilegt, hvað hún heldur vel á þessu vanda- sama hlutverki. Kári Jónsson, verzl unarmaður, leikur mann hennar, skúrk, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Leikur hans hefði mátt vera lausari við of- stopa, en hann var þó hvergi til lýta harðhentur. Þjónustustúlkur léku þær Valdís Helgadóttir og Ragnhildur Óskarsdóttir snurðu- laust og án sýnilegrar áreynslu. Eyþór lék lögreglumanninn. Hann var heilsteyptasta og bezt gerða persónan og setti sinn svip á sýn- inguna umfram aðra. Eyþór sagði að lokum, að það væri meiningin að sýna eitthvert verulega gott verk á sjötíu ára af- mælinu að ári. Þegar maður spyr hann, hvað valdi því að hægt sé að halda uppi öflugu leiklistar- lífi með tómri sjálfboðaliðsvinnu, svarar hann: Menn vinna að þess- um málum á svona stöðum vegna áhugans, annars gerðu menn það ekki. I.G.Þ. Erlent vfirlit (Framhald af 6. síðu). sens. Um skeið virtist ekki óeðli- legt, að slík stjórn tæki við aftur, «f kosningarnar gengu gegn Al- þýðuflokknum, en ella héldi stjórn hans áfram. Sitthvað bendir hins vegar til þess í seinni tíð, að Danir séu að þreytast á minnihlutastjórn- um. Radikalir hafa látið uppi þá skoðun, að þeir kysu helzt stjórn á breiðum grundvelli. Af hálfu Hansens forsætisráðherra hefir því verið lýst yfir, að hann teldi stjórn Alþýðuflokksins og Vinstri flokks- ins eðlilega, þar sem hún tryggði samstarf bænda og verkamanna. Vinstri flokkurinn hefir enn ekki tekið afstöðu til þessarar tillögu, sem myndi þýða það, að hann yrði að slíta því sambandi við íhalds- flokkinn, er hefir verið milli þess- ara flokka um skeið. Þ. Þ. Einar Þórðarson frá Skeljabrekku, áttræður hinn 16. marz 1957 Bóndinn Einar frá Brekku-skelja, bautasteina sér marga hlóð, ei sem reyni ég upp að telja í ýmsum greinum hann brautir tróð. Brattagengur í Borgarfirði, byggði drengurinn ættargarð, má ei rengjast að mikils virði manndómsfengur það honum varð. Hleypt var fákum á grónum grundum glímustrákanna reynt á þrek. Gömlu Brákar hjá Sævar sundum sigur skákir hann margar lék. Fífu-lænur með geirum grænum á gresjum vænum hann stóð og sló, i morgunblænum frá svala sænum, er svall á bænum, sem reyknum spjó. Hljóp við kindur að hæstu tindum háloftsvindunum svelgdist á. Sveitar yndis frá undra lindum, óska-myndirnar þutu hjá. Gengi lóan um græna móa gleði-frjóasta svalg hann veig, af hyljum glóandi Faxaflóa við fellið snjóa, þá sólin hneig. Svo barst ’ann hingað í höfuðstaðinn með handa slyngasta rausnar frú. Kvennadyngjan varð djásnum hlaðin sem dreifð í kringum hann eru nú. Kjala gylling á skýrum skjölum skálda spillis í brag og sögn. Bókahillunnar helguð fjölum húsið fyllir með dular-mögn. Öllum þeim, sem að kváðu kvæði kærleiksheimilis bar ’ann skál ansi gleyminn á atómfræði ofur geyminn á stuðlað mál. Oft var glaumur við arin bálin ekki naumur þar bjórinn flaut. Ljstasaumum var lagður skálinn ljúfra drauma því karlinn naut. Brim þar sveljar við sandinn auða sást hann dveljast með Ijós í hönd. Brotnar skeljar og bauga rauða bar með elju frá þeirri strönd. •' •'ac-d.vWS-- ' Menntagróður hann margan nærði málum góðum til bjargar varð. Gladdi þjóðir, og gígju hrærði gilda sjóði því fékk í arf. í kvöld er háttaða kempan velur, kosið náttból við drauma-þras. Tugi átta í árum telur ævi þáttar hans stundaglas. Óskir beztu hér kátar kliða kvæðalestursins goluþyt böndum festar til beggja hliða bögu-hestsins í mennskum lit. Einar leiðir sér léttar gerði, Iék við reiðanna siglu tjöld. Þökk og heiður í hæsta verði honum greiðist í sóknar-göld. Með vinarkveðju. Valdimar Benónýsson. WJ,AV.V.,.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V^A,.V.V.,.V.,.V///J í Af alhug sendi ég mínar hjartans þakkir öllum £ ;■ ættingjum og vinum nær og fjær, svo og nemendum ;! ;I mínum eldri og yngri og málleysingjaskólanum, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á áttræðisafmæli mínu hinn 27. marz 1957. Sérstaklega þakka ég öllum þeim, sem minntust dags ins með því að leggja fé í styrktarsjóð bágstaddra mál- leysingja. Ennfremur vil ég og sérstaklega þakka Thorvald- sensfélaginu fyrir höfðinglega gjöf. Margrét Th. Rasmus ;I ’wAWV.V.WAVJ'J'AVA'A'.^VW.V.V.’.W.V^/AWWb Álit milliþinganefndar (Framhald af 5. síðu). nokkra gemlinga fyrir aðeins ein- um bónda! Ef einhver skyldi halda að þessi saga tilheyri svo löngu liðnum tíma, að hún geti ekki endurtekið sig, ræð ég hon- um til þess að spyrja þá Miðdals- bræður ofurlítið um það, hvernig umhorfs var á einu greni í Svína- hrauni s. I. vor. Einnig þeir bítir, sem þar hlóðu lömbum í tugatali, áttu kost á eitruðum krásum ekki mjög fjarri sér, hefðu þeir verið eins sólgnir í þær eins og fó.lkið í vín og tóbak, en reynslan virðist sýna að þeir vildu heldur annast matreiðslu sína sjálfir. Má svo bæta því við, að aldrei vinnast all- ar tófur á þeim grenjum, sem finn- ast, en að sjálfsögðu falla báðir þessir síðastnefndu liðir niður, við- víkjandi vetrarveiddum tófum. EYRISSPARNAÐUR — KRÓNUMISSIR. Að þessum liðum öllum athug- uðum, vildi ég aðeins mega spyrja hinar sauðfrómu aurasparnaðarsál- ir: Er það ekki að spara aura en spilla krónum að halda vetrarveiði svo illa launaðri, að sem allra fæst ir vilji líta við henni, en flest dýr verði að veiða á grenjum, með svip uðum tilkostnaði og ég hefi drep- ið hér á (meðan einhver fæst þá til þess)? Skyldi þetta vera hag- ræn umhyggja fyrir þeim opinberu sjóðum, sem þeir bera innilegast fyrir brjósti? Fullljóst er mér að vetrarveiði má ekki launa svo hátt, að það freisti manna til þess að vanrækja grenjavinnslu, en ég þyk ist hafa hér fært skiljanleg rök fyr ir því, að tillaga mín er töluvert neðan við það mark. Mér virðast skynsamlegar tillög- ur nefndarinnar um skiptingu refa- eyðingarkostnaðar, og virðingar- verð viðleitni hennar að líta eftir nothæfum nýjungum. En lagasetn- ingu hlýtur að vera nægur tími að reisa á þeim þegar sannast hefir á- gæti þeirra í raun. M. a. fer skot- vopnasmíði fram; má nefna þar til riffla með sjónaukum, sem eru með nýjustu endurbótum að verða líklegir til þess að valda nokkrum breytingum í aðferðum við hinar styggustu tófur, og auknum mögu- leikum að sigra þær fyrirhafnar- minna en áður var. — Að lokum vil ég geta þess, að oddviti Mosfellssveitar hefir tjáð mér að í grein minni í Tímanum, frá 17.1. s. 1. sé gjört ofmikið úr því tjóni, sem tófur hafi valdið þar á s. 1. vori, því þar hafi aðeins fund ist tvö greni og ekki verið aðburð- ur nema á öðru þeirra. Ég þakka honum leiðréttinguna, því skylt er að hafa það, sem sannast er vitað. Ég hafði þetta eftir opinberri blaðafrétt. En eftir ítarlegt samtal við skyttuna, sem vann bæði þau greni og fleiri, þykist ég hafa kom ist að því, að mesta skelckja blaða- fregnarinnar var sú, að eigna Mos- fellssveit í viðbót grenið, þar sem aðal-skaðvaldurinn átti heima, en tilheyrði annarri sveit. En fyrst ég minnist á þennan oddvita, mætti geta annars, honum til maklegs heiðurs, en það er að hann fór fyr- ir nokkrum árum bæði í grenjaleit og grenjavinnslu með skyttunum, til þess að afla sér raunhæfrar þekkingar á þeim störfum. Trúi ég því ákveðið, að ef allir, sem eitt- hvað fást við refaveiðimál okkar, hefðu sýnt af sér slíka rögg og raunsæi, væri þeim betur komið en nú er. M. a. er vafasamt að þá hefði þessi eitrunar-uppvakningur nokkurn tíma komist inn í Alþingi Hann verður þar heldur aldrei til mikils sóma feðrum sínum — ekki betur en hann er karaður! jafnvel þó það ólán ætti eftir að ske, að hann komi þaðan út aftur, uppskaf inn og rófureistur, vopnaður brandi laganna til þess að berja á hverjum búaliða, sem ekki hefir tekið hina einu sönnu eiturtrú. En færi svo slysalega, mætti segja að þingmenn okkar hefðu lítið lært af fyrri sjálfskaparvítum. Vera má, að einhverjum þyki ég strítt hafa talað; við því hefi ég ekkert að segja annað en það, að vilji einhver hnekkja með rokum því, sem ég hefi sagt, þykist ég ekkl upp úr því vaxinn að svara. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. Bílfært til Keldu- hverfis kring Tjörnes HÚSAVÍK í fyrradag. — Snjór- inn minnkar óðum. Bílfært er um iallar sveitir sýslunnar, einnig til Mývatnssveitar. Jeppar og léttir 'Wlá'f~fara yfir Vaðlaheiði, en þó að nokkru ofan á snjó, því að heiðin hefir ekki verið rudd enn. Ilingað kom í gær bíll norðan úr Kelduhverfi og.hafði farið, nýja veginn kringum Tjörnes. Er hann nú að verða snjólaus og setur Keldhverfinga í vegasamband , tveim til þrem mánuðum fyrr að vorinu, heldur en þegar Reykja- heiðarvegurinn er einn til afnota. ÞF. Kviknar í síidarverk- smiðjunni í Húsavík HÚSAVÍK í fyrradag. — S. 1. föstu dagskvöld kom upp eldur í síldar verksmiðjunni hér í Húsavík. Var þetta á níunda tímanum. Slökkvi liðið kom fljótt á vettvang og tókst að slökkva, en nokkrar skemmdir urðu, einkum á þurrk- aranum, en út frá honum kvikn- aði. Flesta daga er nú unnið í verksmiðjunni, aðallega fiskúr- gangur frá frystihúsinu. Afli er nú góður og berst tölu- vert á land af fiski. Hrognkelsa- afli er einnig nokkur og töluvert stundaður þær veiðar. ÞF. Sumarhiti í Dan- mörku fyrir helgina KAUPMANNAHÖFN í gær. - Fyr- ir helgina mátti heita, að sumar- hiti væri í Danmörku, og náði 21 stigi á föstudaginn. Var það heit- asti dagur þessa árs. Fólk var létt- klætt á götunum, og veitingahúsin settu fram gangstéttarborð sín og gestirnir nutu veitinga úti, en sal- irnir tæmdust. Kvenfólkið gekk um götur í léttum, ljósum og marg litum sumarkjólum, sem venjulega eru ekki teknir fram fyrr en í maí. — Aðils. Freuchen endurtekur fyrirlestur sinn Svo mikil aðsókn var að fyrir- lestri Peter Freuchen í Gamla bíói s. 1. sunnudag, að fjöldi manns varð frá að hverfa. Þegar Freuchen varð þess var, bauð hann Stúdentafélaginu að Iialda fyrirlesturinn og sýna kvikmynd- iroar aftur, og var það boð þegið með þökkum til þess að þeir mörgu, sem frá urðu að hverfa, ættu þess kost að hlýða á Freuch- en. Freuehen var fagnað mjög í Gamla bíói, enda er hann mjög skemmtilegur fyrirlesari. Glæsileg árshátíð (Framhald af 3. síðu). Siglufjarðar og Jón Kjartansson, bæjarstjóri, minni kvenna. Milli ræðna var fjöldasöngur við undir- leik Guðlaugs Jörundssonar skóla- stjóra Tónlistarskólans. Einnig voru fíutt skemmtiatriði á segul- bandi, en Framsóknarfélögin í Siglufirði hafa nýlega keypt vand- að segulbandstæki. Loks var dans stiginn lengi nætur. Var samkom- an öll hin ánægjulfcgasta og fjör- ugasta. Tveir umræðufundir. f síðustu viku héldu Framsóknar félögin í Siglufirði fund, þar sem rætt var um bæjarmálefni. Um miðjan marz hafði Framsóknarfé- lag Siglufjarðar haldið fund um stjórnmálaviðhorfið. Sést á þessu, að félagsstarf Framsóknarmanna í Siglufirði er með blóma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.