Tíminn - 10.04.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.04.1957, Blaðsíða 3
T f M I N N, raiðvikudaginn 10. apríl 1957. 3 EF ÉG væri um það spurður, við hverja ég teldi að Siglfirðingar stæðu í mestri þakkarskuld, myndi ég hiklaust segja: Brautryðjend- urna, gömlu Siglfirðinganna, sem margir hverjir eru nú gengnir á feðranna fund eða eru að setjast í helgan stein til að njóta næðis frá ys og þys dagsins. Þ. e. menn- ina, sem markvisst unnu að því að byggja upp stjálfstæðan Siglu- fjörð, en neituðu að sætta sig við það, að hann yrði aðeins veiðistöð íslenzkra og erlendra spákaup- manna. Þrátt fyrir fámenni í Siglufirði um og eftir sl. aldamót var þessi hópur nokkuð stór og hann óx með árunum. Enginn einn maður bieytti Siglufirði úr malarkambi í menningarbæ. Það var margra manna verk. Attræður: Hannes Jónasson fyrrv. bæjarfulltrúi og ritstjóri Einn af brautryðjendunum sem Siglfirðingum ber að þakka fyrir unnin störf í þágu fjarðarins, er áttræður í dag. Það er Hannes Jónasson, bóksali, fyrrverandi bæj arfulltrúi og ritstjóri í Siglufirði. HANNES JÓNASSON fæddist 10. apríl 1877 að Ytri-Baklca við Eyjafjörð. Faðir hans, Jónas Jónas son bóndi og sjómaður, var ætt- aður úr Möðruvallaplássi í Hörg- árdal og þaðan var einnig móðir hans María Sigfúsdóttir. Ættir Hannesar Jónassonar kann ég eigi að rekja að lang feðgatali, en það veit ég hins veg- ar að hann er kominn af eyfirzku | dugnaðar og gáfufólki og hefir hann skilað með góðum vöxtum arfinum sem hann hlaut frá for- eldrum sínum og forfeðrum. Hannes Jónasson var ungur að árum, er hann missti föður sinn. Eftir lát hans stóð móðir hans eítir ein og efnalítil með tvö ung börn. Til að létta á heimilinu varð Hannes að yfirgefa móður sína og leggja af stað „út í heiminn“ þá tíu ára gamall. Föðurmissirinn og fráskilnaðurinn við ástríka móður og systur hefir án efa mótað barns- sálina meira en orð fá lýst. Fyrsta sumarið eftir fráfall föður hans var Hannes smali hjá Guttormi Einarssyni að Ósi í Hörgárdal, sumarið þar á eftir gegndi hann líkum störfum hjá Guðmundi Guð- mundssyni, bónda að Sörlatungu í Barkardal, er síðar bjó að Þúfna- völlum. Þegar Hannes var 12 ára réðist hann að Hallgilsstöðum í Hörgárdal, þar var hann samfellt í 4 ár smali og vinnumaður. Kaup greiðsla var engin önnur en bráð- nauðsynlegasti fatnaður, auk hús- næðis og fæðis. 16 ára að aldri réðist Hannes til móðurbróður síns Hallgríms bónda Sigfússonar að Syðri-Reistará í Möðruvalla- sókn. Þar fékk -hann kaup í fyrsta sinn á ævinni, 50 krónur yfir ár- ið. Þannig líkur æsku- og bernsku- árunum. Eg hefi- verið hér all lang- orður um þess ár í lífi Hannesar Jónassonar, sökum þess, að það er skoðun mín, að hollt sé að rifja upp við og við kjör íslenzkra ung- linga fyrir síðastliðin aldamót og bera þau saman við kjör íslenzkrar æsku í dag. ÁN EFA hefir unglingurinn frá Ytri-Bakka þráð fátt meira, um og eftir fermingu, en að fá að læra, en lengst af var útlitið ekki gott hvað fjárhaginn snerti. . Hannes Jónasson einsetti sér þó að hann skyldi komast í Möðruvallaskóla, sem þá var eini skólinn .á Norður- landi og honum tókst það. Veturna 1896 til 1898 stundaði liann þar nám og útskrifaðist það- an með prýðilegum vitnisburði. Voru þó flestar námsbækurnar á norsku, sænsku eða dönsku, en undirbúningskennslu hafði Hannes litla fengið fyrir skólavist-. Mér er kunnugt um, að 'Hamles telur veru sína á Möðruvöllum mikið happ fyrir sig, enda var þar fjölbreytta fræðslu að fá, 'undir handleiðslu hinna annáluðu skóla- og fræðimanna Jóns Hjaltalíns, Stefáns Stefánssonar og Ólafs Davíðssonar. Hannes Jónasson mun hafa hald ið fyrstu ræðu sína á málfundi í Möðruvallaskóla, en þeir voru haldnir hvert laugardagskvöld. Þar nam hann mælskulist, og kom hón- um það vel síðar, með því að hann tók virkan þátt í félagsmálum um áeatugi. Enda þótt fæði yfir veturinn í Möðruvallaskóla kostaði ekki nema 30 krónur, þá þurfti unglingur í þá daga sem enga áttu að, að hafa sig alla við til að duga en drep- asl ei. 17 ára gamall réði Hannes sig að Spónsgerði í Hörgárdal og vann þar jafnframt náminu meðan á skólagöngunni stóð. Vann hann að túnasléttum, skurðgreftri, garða hleðslu og þess háttar vinnu, þegar aðstæður leyfðu. Það var þessi dugnaður og þrautseigja sem opn- uðu dyr Möðruvallaskóla fyrir Ilannesi. EFTIR að námi og prófi var lok ið í Möðruvallaskóla stóð Hannes Jónasson, þá 21 árs gamall, á vega- mótum. Hann skyldi betur en flest ir jafnaldrar hans gildi vinnunnar. Næstu 10 ár leggur liinn ungi Möðruvellingur gjörva hönd á margt á Akureyri og í Eyjafirði m. a. sjómennsku, daglaunavinnu, verkstjórn, skriftir og verzlunar- störf. Á GAMLAÁRSDAG 1907 bregð- ur Hannes sér til Siglufjarðar og var erindið að aðstoða Pál Hall- dórsson við að taka á móti Gránu- félagsverzluninni í Siglufirði, sem hann var þá ráðinn verzlunarstjóri fyrir. Ætlun Hannesar var að vera alkominn til Akureyrar síðara hluta janúar 1908, en menn eru misjafnlega fljótir í ferðum. Hannesi leizt strax vel á sig í Siglufirði, og sótti fljótt fjölskyldu sína^ til Akureyrar og settist hér að. í stað þess að kveðja Siglufjörð eins og áformað var kvaddi hann Akureyri og sinn kæra Eyjafjörð og þá sér í lagi Hörgárdalinn í þeirri trú að „Þormóðs ramma, fagra firði“ ætti framtíðin örugga Hannes Jónasson hentí oft svo réttilega á, að Framsóknarflokkur- inn hefir flokka bezt beitt sér ein- maklega dóma og stafar það fyrst og fremst af ókunnugleika. Þessu hvoru tveggja verður að-breyta og „Fram“ á að aðstoða í þeim efn- um. Framtak Hannesar Jónassonar með stofnun þessa blaðs sýnir vel að hann vildi vinna hinum nýju heimkynnum sínum gagn og verða samborgurunum að sem mestu liði. Það er ekki nokkur vafi á því, að blaðagreinar Hannesar bættu á margan hátt aðstöðu Siglufjarðar. Hannes Jónasson fékkst meira og minna við blaðamennsku í Siglu firði um fjölda ára. Hann var um hríð ritstjóri Einherja og skrifaði auk þess margar blaðagreinar í siglfirzk blöð síðar, þó hann væri eigi ritstjóri. Meðan hann var rit- stjóri var honum ekkert óviðkom- andi. Hann deildi oft hart á það sem honum fannst miður fara í bæjarfélaginu og þjóðfélaginu, en lofaði það sem lofsvert var Hannes Jónasson ræddi oft um æskuna og benti henni á hvort tveggja hála ísa sem bæri að var- ast og „sólskinsbletti í heiði“ sem dregið fyrir því að atvinnutækjun-ieita þyrfti uppi um, sem stofnað er til með opin- p;itt sinn ávarpaði Hannes sigl- berum stuðningi, beinum eða ó-fir7ka a»«ku á hessa leifí beinum væri dreift um landið og )jÞeim sem eldri eru, hlýtur að ekki nóg með það heldur hafi flokkijiýna um hjartaræturnar í hvert urinn beitt sér mjög fyrir því að komið væri upp menntastofnunum víðsvegar um landið og að slíkar stofnanir væru ekki settar á einn eða fáa staði. Nú þegar ég rifja upp fyrri fundi með þessum gáfumanni minnist ég þess hve röggsamlega hann túlkaði stefnu og þýðingar- mikið löggjafarstarf Framsóknar- flokksins fyrir sjávarútveginn og fólk það sem byggir lífsafkomu sína á þeim atvinnuvegi. . v Ótal minningar sækja á húgann v~on.“Hannesr. JónassynT varð“það þegarTég ri«a ^PP afskipti Hann- esar Jonassonar af stjornmalum. fljótt Ijóst að hér biðu mörg og stór óunnin verk, að vísu umfangs- mikil og erfið en hann trúði því að sterk og góð handtök fylgdu eftir djörfum hugsjónum þá yrði skammt að bíða sólskinsdaga í Síglufirði. FYRSTU 20 árin í Siglufirði gegndi Hannes Jónasson margs konar störfum. Lengst af þetta tímabil var Hannes verkstjóri og umsjónamaður helzta atvinnurek- andans Sör.ens Goos. Árið 1927 stofnsetti Hannes Jón- asson, bókaverzlun hér í bæ og rak hana til 1953, er dóttir hans Krist- ín tók við rekstrinum. HANNES JÓNASSON hefir tek- ið mikinn þátt í félagslífi í Siglu- firði í tæp 50 ár og þá ekki sízt samtökum bindindismanna. Hann gerðist einn fyrsti talsmað ur Framsóknarflokksins hér í bæ og var einn af stofnendum Fram- sóknarfélags Siglufjarðar. Þegar Hannes var sextugur, rit- aði einn af nánustu samstarfsmönn um hans um hann í Einherja á þessa leið. Árið 1937 fórum við báðir á 5. flokksþing Framsóknarmanna, sem þá var haldið 12. febrúar. Það mun hafa verið síðasta flokksþing, sem Hannes sat, þá tæplega sextugur, en fyrsta flokksþingið sem ég sat. Báðir sóttum við flokksþingsfundi af áhuga og þegar heim kom orti Hannes langt kvæði um flokks- þingið, þar sem m. a. segir svo: þeir komu á þingið úr öllum áttum, frá yztu ströndum og fremstu dijlum menn vanir úthafsins öllum háttum, aðrir vaxnir í fjallasölum, íslenzkir menn af íslenzku kyni allir greinar af sama hlyni. þar mátti sjá bæði aldna og unga, einn var þó og hinn sami hugur, vanir að bera vinnunnar þunga, vinnan er nauðsyn svo eflist dugur, fylking þeir skipuðu fríða og djarfa, fúsir til baráttu alþjóð til þarfa. Hannes Jónasson hefir setið í bæjarstjórn Siglufjarðar bæði sem aðalmaður og varamaður og var jafnan mikið tillit tekið til þess sem hann hafði til málanna að leggja því hvort tveggja var að loks getað fengið samþykki hans til þess að gefa út ljóð hans og mun sýnishorn af kveðskap hans koma út í Siglufirði á áttræðisafmæli hans. Hannes orti um allt milli him- ins og jarðar, ást og hatur, sól og sumar, vor og haust, sorg og gleði, sjóinn og sveitina. Hann var einn- ig oft beðinn um að yrkjg kvæði, erfiljóð, minni, söngvísur o. fl. og varð jafnan við þeim tilmælum. Mörg af ljóðum hans eru mjög falleg eins og t. d. þetta sem hann kallar Haust: Vindur við gluggann gnauðar ! genginn í norðurátt. í garðinum rósir rauðar roða sinn missa brátt. ! Heimreið sína nú heldur haustið og hvessir brýn vorfagur árdagseldur er mér sem gömul sýn. Aðeins á efstu tindum eyglóar bjarmi skin lagið hjá dökkum iindum lækkar og síðast dvín. 1 Veit ég, að veturinn kaldur veiklar minn kraft og þor. skyldi mér endast aldur aftur að sjá þig vor. ÁRIÐ 1900 kvæntist Hannea Kristínu Þorsteinsdóttur, ættaðri frá Stóru-Hámundarstöðum við Eyjafjörð. Frú Kristín var mikil- hæf ágætiskona. Hún stóð við hlið manns síns í blíðu og stríðu í rúm 30 ár, en hún andaðist á bezta aldri 1932 og var öllum harmdauði er hana þekktu. Þau hjón eignuð- ust þrjár dætur og þrjá sonu. 1911 misstu þau dóttur sína Jónidu Mar- íu 6 ára gamla. Önnur dóttir Hall- fríður andaðist 1946, var hún gift Steinþóri P. Árdal frá Akureyri. Af börnum þeirra hjóna eru nú tvö búsett í Siglufirði, Kristín, eig- andi Bókaverzlunar Hannesar Jón- assonar og Steindór yfirbakara- meistari hjá Kaupfélagi Siglfirð- inga, kvæntur Sigríði Jónsdóttur frá Akureyri. Tveir synir búa fjarri föður sínum, þeir Þorsteinn óperu- söngvari í Reykjavík, kvæntur skipti sem æskulýðurinn stígur spor til framfara og menningar. Það er hans hlutverk að taka þar við er þeir eldri hætta og ekki að- eins að halda við arfinum, heldur auka hann og margfalda með því að leggja nýjar brautir og finna ný starfssvið fyrir líkama og sál. Lögmál náttúrunnar er framþró- un og hún er byggð á því að hver sá fær sigur sem bezt er útbúinn, bezt beitir þeim kröftum sem hann hann hefir yfir að ráða. Þess vegna er það skylda allra að auka þroska sinn á allan hátt, eftir því sem- ástæður leyfa, beinlínis leita i Kristírm Pálsdóttur frá Hnífsdal eftir duldum kröfum hjá sjálfum 0g jóhann Hannesson bókavörður I Framsóknarfélagi Siglufjarð- hann var gáíaður í bezta lagi og ar hefir Hannes Jónasson jafnan verið einn af mestu áhrifamönnum og formaður félagsins síðustu ár- in þangað til í vetur að hann baðst undan endurkosningu og afsakaði sig með sínum „háa“ aldri. Höfum við félagar hans, hann þó grunað- an um, að það hafi meira verið gert til að knýja fram yngri starfs- krafta, en af því hann væri sjálfur íarinn að lýjast svo mjög eða letj- ast. Er það ekki áhonum að sjá, enda mun ekkert fjær hans skapi, en það að draga sig í hlé við vinnu ■' að áhugamálum Framsóknarflokks | ins og styðja og efla Framsóknar- ; félag Siglufjarðar.“ I Síðan þetta var ritað eru liðnir | tveir áratugir, en ennþá ræðir i Hannes Jónasson stjórnmál af á- ! huga og festu og hvetur þá sem iyngri eru til starfa og dáða. Hannes Jónasson ræddi oft ] stjórnmál við þann, sem þessar lín ur ritar, og átti þátt í því að vekja athygli hans á ágæti Framsóknar- flokksins, stefnu hans og störfum. vel máli farinn. Framsóknarmenn í Siglufirði minnast Hannesar Jónassonar í dag og þakka honum störf hans í þágu Framsóknarflokksins og al- þjóðar og síðast en ekki sízt störf hans innan og utan bæjarstjórnar, störf hans fyrir Siglufjörð. Árið 1916 hóf Hannes Jónasson í félagi við Friðbjörn Níelsson blaðaútgáfu í Siglufirði. Blað þeirra hét „Fram“. í fyrsta tölu- blaði þess er gerð grein fyrir til- gangi þeirra með stofnun blaðs- ins. Efnislega var greinargerð þeirra á þessa leið. Siglufjörður hefir nú um nokk- urt árabil verið aðalstöð hins mesta peningastraums er að land- inu hefir borizt. Fjölmargir hafa haft af þessu gagn og þá ekki sízt ríkissjóður. Þrátt fyrir þetta hefir Siglufjörður verið hornreka ríkis- valdsins við úthlutun ríkisfram- laga til framkvæmda og menning- armála og Siglufjörður og Sigl- firðingar hljóta nú (þ. e. 1916) ó- sér og beina þeim í rétta átt fram til sigurs.“ Hannes hefir líka margoft ávarp að æskuna í ljóðum sínum. Eitt sinn segir hann við hana á þessa leið: Æska, þú ert ættlands framtíð, æska gerðu þína samtxð að þeim loga er ávallt brenni aldir þó að margar renni. Hreinn og skær við himinboga hreinn og skær við strönd og voga lýsi hann, svo lýður finni ijós á allri göngu sinni, enginn svo í ólán rati eða sínu bezta glati áður en þroskann öðlast hefir er honum kjark og festu gefur. Vér eru öll á vegferð langri, vandasamri, þungri, strangri, upp og fram þó á að sækja, aldrei gleyma skyldu að rækja. Vörumst allt er veikir, spiliir, vörumst það er tælir, villir. Af því sárin síðar blæða, seint og illa er tekst að græða. KUNNASTUR mun Hannes vera hér í bæ og víðar fyrir Ijóð sín, enda er hann prýðilega hagorður. Hann hefir þó lítið viljað flíka ljóð um sínum, en vinir hans hafa þó við íslenzkudeild Fiskebókasafns- ins í íþöku, kvæntur amerískri konu Winston Hill. Hannes Jónasson er nú „aldinn að árum“ en nýtur óvenjulega góðr ar umönnunar barna sinna og tengdabarna og uppsker því eins og hann sáði. í dag eru liðin 80 ár frá því að einkasonur hjónanna á Ytri-Bakka i Hörgárdal sá fyrst dagsins ljós. Á þessu ári hefir Hannes Jónasson verið búsettur í Siglufirði hálfa öld og rekið hér myndarlegt verzl- unarfyrirtæki í 3 áratugi sem nýt- ur trausts allra er til þekkja. Það er því margs að minnast á þessu ári fyrir Hannes og fjölskyldu hans. í næsta nágrenni við Hann- es hefi ég alist upp og starfað og nú nota ég tækifærið og sendi hon um þakkir fyrir mörg holl ráð og góðar bendingar, og fyrir hug- þekka samfylgd á liðnum árum. Sú er afmælisósk mín og fjöl- skyldu minnar til Hannesar Jónas- sonar að ævikvöld hans megi verða milt og fagurt, líkt og ó- gleymanlegu vorkvöldin við Eyjafjörð,' þar sem vagga han3 stóð. Siglufirði í apríl 1957. Jón Kjartansson. Glæsileg árshátíð Framsóknarfélag- anna í Siglufirði síðastl. laugardag Framsóknarfélag Siglufjarðar hélt nýlega tvo umrætfufundi, annan um bæjarmál, hinn um st j órnmálavitShorf i ($ Frá fréttaritara Tímans í Siglufirði. Framsóknarfélögin 1 Siglufirði héldu mjög fjölmenna og glæsilega árshátíð að Hótel Hvanneyri s. 1. laugardagskvöld, og var hátíðin að þessu sinni helguð 40 ára afmæli Framsókn- arflokksins. Bjarni M. Þorsteinsson formaður skemmtinefndar setti samkomuna. Ragnar Jóhannesson, bæjarfulltrúi, flutti ræðu fyrir minni Framsókn- arflokksins, og Björn Stefánsson kaupfélagsstjóri, flutti ávarp. Guð- brandur Magnússon, skólastjóri, flutti minni fósturjarðarinnar, Bjarni Jóhannsson flutti minni (Framhald á 8. siðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.