Tíminn - 11.05.1957, Page 1

Tíminn - 11.05.1957, Page 1
íylgist með tímanum og lesið TÍMANN. Áskriftarsímar: 2323 og 81300. Tíminn flytur mest og fjöibreyttast almennt lesefni. 41. árgangur Innl í blaðinu i dag: Mjólkurmál, bls. 5 Erlent yfirlit, bls. 6. Um bækur — viðtal, bls. 7. m Reykjavík, laugardaginn 11. mai 1957. 104. blað. Lán fengið í Bandaríkjunum til virkjunar Efra- Sogs, framkvæmdir hefjast af fullum krafti í vor Yfirfullt á fyrirlestri Helen KeOer í hátíðasal Háskólans í gærkvöldi Mátti vel greina orí hennar aftast í salnum Helen Keller hélt stuttan fyrirlestur fyrir almenning í gærkvöldi í hátíðasal Háskólans. Salurinn var troðfullur og stóð margt fólk frammi á gangi. Þorkell Jóhannesson há-, skólarektor bauð hinn fræga gest velkominn. Hóf Keller síðan ávarp sitt. Er málfar hennar furðuskýrt, jafnvel á erfiðum orðum, svo að greina mátti aftast í salnum. Vin- kona hennar, Thompson, endurtók orð hennar, en síðan þýddi Heigi Tryggvason á íslenzku. Er ávarpinu var lokið var frjálst að bera fram spurningar. Var Keller spurð hvernig hún skynj- aði salinn. Hún kvaðst finna að hann væri stór, hlýr og vingjarn- legur, troðfullur af fólki. Hún skýrði frá því, hvernig hún lærði að tala með því að halda fingrunum á hálsi, munni og nefi kennarans. Hún skýrði frá háskóla námi sínu, sem hefði verið sér mik ii en skemmtileg raun. Þá lék einn af áheyrendum á píanó og var furðulegt að sjá, hvernig Helen Keller fylgdist með tónlistinni. Hún beinlínis þreifaði á liljóðbylgj unum með höndunum og nýtur hljómlistar ágætlega. Loks þakkaði Brandur Jónsson Helen Keller komuna og þá aðstoð, sem hún hefði veitt málstað blindra og heyrnarlausra á ís- landi. Helen Keller þakkaði loks móttökur hér og mikla gestrisni. Erindi hennar fer hér á eftir: Kæru vinir. Engin orð fá lýst þeirri náægju, sem ég hef af því að vera með ykk ur hér í kvöld. Mér fellur bezt að halda, að þið séuð hingað komin, vegna þess að þið viljið tendra von arneista í auðn hinna daufdumbu. Mér er það ánægjuefni, að ríkis stjórn ykkar hefir stofnað skóla fyr ir daufdumba, og að unnið er af alúð að því að sjá hinum fáu blindu börnum á íslandi fyrir kennslu. Eg ber hlýhug til Blindra vinafélagsins, vegna þess að það hefir séð níu blindum einstakling um fyrir vinnu og vinnustað, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. En mér skilst, að ekki hafi enn náðst sá árangur, að allir dauf- dumbir njóti kennslu, né allir blindir geti séð fyrir sér sjálfir. Daufdumbir og blindir eru álíka illa á vegi staddir. Hinir heyrnar- lausu eru umluktir þögn, sem ekk- ert umhyggju- eða uppörvunarorð i fær komizt í gegnum. Engin Ijós- geisli'þekkingar eða tilgangs lífs-j i ins nær að skína inn í myrkur jhugar þeirra. Þeir eiga enga vini, | sem geta hjálpað þeim að sigrast á erfiðleikunum við að samlagast öðru fólki eða fá vinnu, sem er j virðingu þeirra samboðin. Hinir blindu berast áfram gegn um nótt ónýttra starfskrafta og óuppfylltra vona, ef þeir njóta ekki róttrar aðstoðar. En þó vitum við, að þeir búa yfir hæfileikum og kunnáttu, sem hægt er að þroska. Ef skjótt er brugðizt við, þegar þeir veikjast, geta þeir náð fullkomnu jafnvægi í lífinu, aukið þekkingu sína og getu og gegnt virðingarverðri stöðu í þjónustu þjóðfélagsins. Eg beini orðum mínum til ykkar og bið ykkur að uppfylla þá skyldu ykkar að hafa trú á getu þeirra, sem standa höllum fæti í lífsbarátt unni. Kæru vinir, ég bið ykkur að veita aðstoð öllum daufdumbum og öllum blindum, sem hægt er að kenna, þannig að þeir geti verið að minsta kosti að nokkru leyti sjálfstæðir. Vilhjálmur Þór, bankastjóri, annaðist lán- tökuna í samráði við f jármálaráðherra Eysteinn Jónsson, fjármálaráíherra, gertíi grein fyrir þessum málum í útvarpi í gærkvöldi í fréttatiikynningu, sem blaðinu barst í gær frá fjármála- ráðuneytinu, segir, að Vilhjálmur Þór, þjóðbankastjóri, hafi í gær undirritað samning um 5 milljón dollara lán hjá Export- Import bankanum til hinnar nýju virkjunar Sogsins, og á lán þetta að fara til greiðslu á eflendum kostnaði við virkjun Efra-Sogs og lagningu háspennulínu suður á Reykjanes. Virkj- un þessi, sem beðið hefir verið um skeið, getur nú hafizt af fullum krafti. Greinargerð sú, sem Eysteinn Jónsson, f jármála- ráðherra, flutti um málið í útvarpið í gærkvöldi, fer hér á eftir: AMutningsgjöldin fara til þess að styrkja framleiðsluna Untræður á Alþingi um yfirborðstiiiögur Sjálf- stæðismanna um að felía niður toiia af véium tii sjávarútvegs og iandbúnaðar Á fundi Neðri deildar Alþingis í fyrradag urðu nokkrar umræður um aðflutningsgjöld af vélum til landbúnaðar og sjávarútvegs. Höfðu Sjálfstæðismenn borið fram yfirborðs- tillögur um að fella alveg niður gjöld af þessum vöruteg- undum. gjalda, miðað við aðrar vörur. Er þetta gert til þess að þyngja ekki um of rekstur atvinnuveganna. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra benti á það við þessar um- ræður, að aðflutningsgjöldin færu einmitt til þess að styrkja þær Vilhjálmur Þór, bankastjóri „Undanfarin tvö ár hefir það hvílt talsvert þungt á mönnum, að knýjandi nauðsyn ber til að koma upp stórri viðbótarvirkjun við Sogið. Augljóst hefir verið, að bygging slíkrar stöðvar hlýt- ur að taka verulegan tíma, en fyrirsjáanlegt að stórfelldur raf- magnsskortur muni verða á öllu raforkusvæði Sogsstöðvarinnar, ef ekki tekst að koma upp hinni nýju stöð, í síðasta lagi fyrir árslok '1959. En til þess, að slíkt megi takast munu allra síðustu forvöð að hefjast handa með fullum hraða á þessu vori. Síðustu tvö árin hefir átt sér stað leit að erlendu lánsfé til Sogs virkjunarinnar, sumpart á vegum rikisstjórnarinnar, en sumpart af hendi stjórnar Sogsvirkjunarinn- ar. Samningar um lán Snemma í vetur fór fjármála- Komið í veg fyrir vaxtahækkun á eldri lánum úr Söfminarsjóði Islands Samþykki á Alþingi í gær tiilaga um þaö frá Páii Zóphóníassyni Nokkrar umræður urðu um Söfnunarsjóð Islands á fundi efri deildar Alþingis í gær. Snerust þær aðallega um það, hvort leyfa ætti sjóðnum að hækka vexti á eldri lánum, í sambandi við vaxtahækkun, sem leyfð er með nýju frum- varpi um sióðinn, sem efri deild afgreiddi til neðri deildar í gær, að lokinni þriðju umræðu. I fyrradag var þetta mál líka á dagskrá og bar Páll Zóphónías- son fram breytingartillögu, þar Björn Olafsson mælti fyrir breyt ingartillögu Sjálfstæðismanna og taldi ekki eðlilegt að taka aðflutn ingsgjöld af tækjum til atvinnu- greina, sem nytu verðbóta og að- stoðar af hálfu hins opinbera. Eink U-a áh.er,ZíU ? .f.ð. fella ! greinar framleiðslunnar, sem ekki af fl0kunar hefðu getað borið sig við ríkjandi aðstæður. Fjármálaráðherra benti vélum til frystihúsanna, sem eru mjög dýr tæki. Sannleikurinn er sá, að allar helztu vélar og áhöld til sjávar- útvegs og landbúnaðar eru í mjög lágum tollaflokkum og mega í ýms um tilfellum heita án aðflutnings- efnis. einnig á að Sjálfstæðismenn hafa jafnan verið á móti þvx að fella niður þessi aðflutningsgjöld, þeg- ar þeir hafa verið í stjórn, þó að þeir beri nú fram tillögur þess Friðsamlegt valda rán hersins í Kolumbíu Bogota—NTB, 10. maí. — Til- kynnt var í Bogota, höfuðhorg Kólumbíu í dag, að Pinilla for- seti hefði dregiS sig til baka og sagt af sér embætti, en herfor- ingjaráð hefði tekið við völdum í landinu. Forsetinn mun vera farinn til Panama ásamt fjöl- skyldu sinni. Hér er sýnilega um friðsain- legt valdarán hersins að ræða, þar sem allri ríkisstjórn landsins hefir einnig verið vikið frá völd- um, sem girt er fyrir þann möguleika að sjóðsstjórnin geti hækkað vexti á eldri lánum. Gunnar Thoroddsen mælti hins vegar fyrir þeirri hugmynd meiri hluta sjóðstjórnar, að fá leyfi til að hækka einnig vexti á eldri lán- um. Las hann úr bréfi frá stjórn Söfnunarsjóðs, máli sínu til stuðn ings um réttmæti vaxtahækkana. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra upplýsti því að stjórn sjóðs ins stæði síður en svo óskipt að þessaiú skoðun og benti ráðherra á, að í raun og veru hefðu vextir sjóðsins verið mun hærri, en hinir raunverulegu árlegu vextir, sakir þess að sjóðurinn hefði tekið af- föll af lánum við veitingu þeirra, en það kæmi vitanlega fram, sem raunveruleg vaxtahækkun. Þannig hefði sjóðurinn raunverulega tek- ið miklu hærri vexti af lánum en sem nemur hinum skráðu vöxt um. (Framhald á 2. síðu). ráðuneytið þess á leit við Vil- hjálm Þór, bankastjóra, að hann tæki að sér fyrir hönd ráðuneytis- ins að leita eftir láni til Sogsvirkj- unarinnar í Bandaríkjunum. Hefir bankastjórinn unnið að þessum málum síðan í samráði við ráðu- neytið og hefir nú tekizt að ná samningum um lán í Bandaríkjun- um, sem gera kleift að hefjast handa um þessa þýðingarmiklu framkvæmd. Er lánsfé veitt til byggingar raf orkustöðvar við Sogið og til þess að byggja nýja raforkulínu á Reykjanes suður og koma Kefla- víkurflugvelli í samband við raf- orkukerfi landsins. rl Raforkulína á Reykjanes Keflavíkurflugvöllur er ekki í sambandi við Sogsvirkjunina og fær ekki rafmagn sitt frá henni. Á hinn bóginn er það mikið hagf- munamál Sogsvirkjunarinnar og Rafmagnsveitna ríkisins, að Kefia víkurflugvöllur komist í samband við raforkukerfið nú, þegar raf- orka eykst við hina nýju virkjun. Gildir þetta, hvort sem varnarlið er á flugvellinum eða ekki. Hér kemur og til, að hvað sem líður tengingu við fiugvöllinn, þá komast Rafmagnsveitur ríkisins ekki hjá því að leggja nýja raf- órkulínu suður um Reykjanes á næstu misserum, þar sem sú lína, sem fyrir er, getur ekki flutt nægi lega orku, jafnvel þótt flugvöll- urinn sé ekki í kerfinu. Af þessum ástæðum hefir verið lögð áherzla á að tengja þessa' línubyggingu lausninni á Sogsmál- inu og tókst það. Tvö lán Úrlausnin í lántökumálinu er þannig, að lánin eru tvö. Annars vegar er lán veitt rf Export-Import bankanum í Wa 1» ington, fyrir hönd Efnahagssain- vinnustofnunar Bandaríkjanna. Þetta lán er að fjárhæð allt að 5 milljónum dollara og á að not- ast, til þess að greiða erlenda i kostnað við virkjun Sogsins og línu suður um Reykjanes til Keflavíkur. Endanleg lánsfjár- hæð fer þó eftir því, hver hinn erlendi kostnaður verður, en f járhæðin er miðuð við, að hún hrökkvi fyrir lionum, að undan- skildum vöxtum á byggingartíma- bilinu. Lánið veitist að nokkrum hluta í dollurum, en nokkrum hluta £ Evrópu-gjaldeyri, eftir því hvaðan vörurnar eru keyptar til fram- kvæmdanna. Lánið er til frjálsrar ráðstöfunar, ekki bundið við inn- kaup, og þannig hægt að sæta (Framhald á 2. s£9u).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.