Tíminn - 28.05.1957, Síða 5

Tíminn - 28.05.1957, Síða 5
T f M I N N, þriðjudaginn 28. maí 1957., 5 Orðið er frjálst Sigurður Jörundsson - Enn um eitur og refi - Guðmundur Einarsson frá Mið- dal skrifar grein í Tímann 7. þ. m. Ræðir þar um eitur o. fl.. Blandar hann í það mál fjárkláða, garna- veiki og mæðiveiki. Ég skil ekki vel samhengið í þessu hjá honum. En ef litið er á þær fórnir, sem færðar hafa verið til þess að út- rýma þessum pestum öllum, og þéss minnst, að tugir þúsunda sak- lausra dýra hafa verið leiddir til slátrunar, og á fyrri öldum (eftir 1761 og eftir 1856), þegar niður- skurðir vegna fjárkláðans fóru fram, var þjóðin svo fátæk, að fjöldi fólks þoldi ekki þessa bús- Skerðingu en urðu að framfærast af sveitunum, eða förumenn á flakki um landið, og varla þarf að efa, að margir hafa beðið heilsu- og líftjón af þessum sökum. Því spyr ég: Hvers virði eru innan við 20 ránfuglar, samanborið við þetta — ránfuglar, sem hafa það helzt til gildis að vera stóvir og fljúga hátt í lofti? Þá talar G. E. um það, að við megum ekki raska hlutföll- unum í náttúrunni, að við berum ábyrgð á þessu öllu gagnvart for- feðrunum. Eftir þessari kenningu að dæma, ætti að alfriða refi. Þótt þeir svo gerðu sauðfjáreign í land- inu óhugsandi, en forfeðurnir fluttu þó sauðfóð til landsins, og sagan um Skarphéðinn, þar sem hann vill ekki láta svæla sig inni sem melrakka í greni, sýnir, að eitthvað reyndu forfeðurnir að eyða refum, og hafa því ekki vilj- að láta náttúruna sjálfráða. G. E. talar um eituraðdáendur. Hverjir eru það? Ég veit það ekki. Eitrun er ill nauðsyn til að reyna að halda í horfinu. Ef skot er einhlýtt, því hefir það þá ekki sýnt sig, t. d. á þeim árum, þegar atvinnuleysi var í landi hér? Ilvað myndi þá nú, þegar allir eru önnum kafnir og út- lendingar eru fengnir til að vinna í sveitum og við sjó? Þá talar G. E. um langvarandi eituráhrif. Ekki get ég skilið að hann geti fært rök fyrir því að slíkt sé til, refir eru mjög við- j kvæmir fyrir því, sem þeir eta. I Maður, sem ól refi á refaræktarár- j unum, sagði mér til dæmis, að varla væri hægt að afvatna salt- kjöt svo vel, að refir dræpust ekki af því. Eru líkur til, að refir séu mótstöðumeiri gegn stryknin en t. d. ljón, sem eru talin falla fyrir því á fáum sekúndum? Það eru þó mikið stærri dýr. Þá skrifar Guðmundur Þorsteins son frá Lundi í Tímann þann 18. þ. m. og er úrillur mjög. Er svo að sjá, að þetta með ,,fínu“ mennina í grein Sæmundar Ólafssonar hafi farið í taugarnar á honum, en ekki verður veruiega séð, hvort G. Þ. telur sig „fínan“ eða langar til að vera það. G. Þ. ræðst að Sæmundi með persónulegum skætingi, en eftir niðurlagi prstilsins um Sæ- mund, virðist G. Þ. þó gera sér það ljóst, að allur vaðallinn sé vind- högg, sem missa rnarks, því hann líkir sjálfum sér við vindmyllu -— sem er sniöug samlíking, miðað við vindbelginginn í skrifum hans. í lok greinar sinnar nefnir hann mig lítillega. Segir, að mín ritsmíð sé fyrir neðan það að vera svara- verð, að ég noti ummæli Jóns heit ins í Ljárskógum og Theódórs á Bjarmalandi með þeim árangri að komast að þveröfugri niðurstöðu við þá, og sé það fróðlegt að bera þetta saman, ef menn vilji líta á sýnishorn af fölsun heimilda. Nú vil ég vísa þessu með heimilda- fölsun heim til föðurhúsanna til G. Þ. sjálfs. Það, sem ég vitnaði til, stendur óhaggað og ómótmælt, var þetta: „Fyrstu eitrunarárin dráp- ust dýrin unnvörpum, svo að þau gjöreyddust í sumum héruðum landsins". ÞLÍ.ta er það, sem hefir skeð, að fjölda manna vitnisburði. Hitt, sem G. Þ. vitnar til, eru ekki staðreyndir, heldur fullyrðingar með öllu ósannaðar, meðal annars þær sömu, sem deilt hefir verið um undanfarið, og sýnir þetta að- eins rökþrot G. Þ. og lítilsvirðingu fyrir dómgreind þeirra manna, sem ætlað er að lesa slíkt, að hann skuli reyna að blanda slíkum full- yrðingum í þetta. Hann heldur má- ske, að allt, sem stendur í bókinni Á refaslóðum, 'séu óhrekjandi rök, en ég er á annarri skoðun. Ég mun ekki erfa það við G. Þ. þótt hon- um þyki grein mín lítt svara verð. Ég geri mér ljóst, að hann. hefir sjálfsagt mikla afsökun. Hann veit líklega ekki um ætt mína og útlit, atvinnu mína eða klæðaburð. í upphafi greinar sinnar finnur G. Þ. að því við þá Sigurð Snorra- son og Þorstein Böðvarsson, að þeir vilji enga aðstöðu taka til þess hvort réttmætt sé að skipta refa- stofninum í hrædýr og bíta. Þetta sé kjarni málsins. — Út af þessu skora ég á G. Þ. og þá skoðana- bræður hans, að þeir reyni að sanna eitthvað af því, sem þeir hafa verið að staðhæfa; t. d„ að þeir nú á þessu vori, taki nokkra refayrðlinga, þeirrar tegundar, er þeir kalla hræætur (þeir segjast þekkja þá), láti þá í einhverja eyju, þar sem þeir væru einangr- aðir, láti þá hafa nóg æti, svo þeir nái eðlilegum þroska, láti síðan nökkur lömb til þeirra, t. d. um fráfærur að vori, eða bara um vet- urnætur í haust. Sjái um bólusetn ingu lambanna og tryggi að öðru leyti vellíðan þeirra, hætti þá að gefa dýrunum og fjarlægi allt æti — sjá svo hvað setur. Ef nú ref- irnir láta lömbin í friði — en ætla sjáanlega að drepast úr sulti — þá hafa G. Þ. og skoðanabræður hans, sannað það, að saklausir ref- ir eru til, svo saklausir, að þeir vilja heldur deyja en bjarga lífi sínu með því að drepa sér til matar. 23. maí 1957, Sigurður Jörundsson. Orðið er frjálst Jón Kristgeirsson: - Einungis eitrun giidir - Kolbeinn Guðmundsson frá Úlf- ljótsvatni, er var hreppstjóri, odd- viti og sýslunefndarmaöur 1 Grafn ingi svo áratugum skipti um og eftir síðustu aldamót, hefir leyft mér að haía eftir sér eftirfarandi: „Refurinn hafði um langan ald- ur verið mjög aðsópsmikill í sauða hjörð. Gekk hann oft alveg heim að bæjum og jafnvel inn í hús í harðindum. Reynt var að halda honum í skefjum með grenja- vinnslu og skotum. En það sá lítt högg á vatni, jafnvel þótt góðir veiðimenn væru að verki. Grímur Þorleifsson, bóndi að Nesjavöllum í Grafningi, fæddur 1800, dáinn 1867 (langafi undirritaðs) var einn hinn mesti veiðimaður og skytta, sem sögur fara af. Vann hann hvert greni, er fannst og skaut refi allan ársins hring. Fór hann vart svo af bæ, að ekki hefði hann byssu með, jafnvel ekki til kirkju, enda skaut hann eitt sinn tófu á hvítasunnudag skammt frá prests- setrinu. Þegar Gríms naut ekki lengur við, tóku tveir synir hans við. Voru þeir einnig afburða grenlægjur og skotfimir svo að af bar. Sagt var um þá feðga, að þeir létu sig dreyma um felustað refa, og svo gjörla þekktu þeir háttu lágfótu, að svo virtist stundum sem þeir vissu upp á hár, hvar dýrin héldu sig, þegar þá bar að greni og gátu þeir þá gengið að þeim umsvifalaust að heita mátti. En þrátt fyrir hin stóru högg og afhroð, er refurinn hlaut á þessu timabili, hélt hann áfram að vera plága og gekk um sem grár kött- ur meðal sauðfjárins og veitti mikla áverka. En svo er farið að eitra með nýja eitrinu, strikníni. Gerðist það 1890. Þá er sem við manninn mælt. Dýrum stórfækkar fram eftir þeim áratug. Og árið 1898 finnst síðasta grenið. Eftir það verður ekki vart við tófu í full 20 ár í Grafnings- og Ölveshreppum og á svæðinu vestan Almannagjár og allt út í Selvog. Þarna var alveg reflaust. Skýringin á þes«u fyrirbæri er að- eins ein. eitrið. Að vísu var jafn- hliða leitað grenja. Þeir Grafnings menn vissu alltaf af tófu austan við Þingvallavatn. Og þegar vatn- ið lagði á vetrum, kom fyrir, að ein og ein hljóp vestur yfir. Vitað er, að tófa beit. eitt sinn í slíkri för. Eitrun er kunnáttu- og trúnaðar starf. Ekki dugar að fá hinum og öðrum eitur í hendur. Oddviti ann aðist um framkvæmd þess verks fyrir hreppsnefndina. Þegar nú reynslan sýndi, að refurinn var horfinn, urðu umræður um refa- eyðingu daufar á hreppsfundum. Menn vildu spara kostnaðinn. Og þannig fór íZ lokum, að eitrunin varð aðeins nafnið eitt viða, mála- myndarkák. En innan skamms vöknuðu menn við vondan draum. Fyrsta grenið fannst og fyrr en varði flæddi tófan yfir. Ástæður fyrir fjölguninni voru vafalaust einkum tvær. Það var hætt að eitra nokk uð að ráði og refir sluppu úr girð ingum. Það var hætt að eitra nokkuð að ráði og refir sluppu úr girðingum. Sennilegt er, að til séu fullorðnir refir, sem forðast eitur, en ungviðið virtist hrynja niður af því.“ Þannig féllu Kolbeini orð, og eru þau vafalaust sönn mynd af ástandinu í þessum efnum á svæð- um, þar sem eitrað var rækilega urh skeið. Þótti rétt, að láta þetta koma fram, því að í umræðunum um rnálið hafa margir sneitt hjá að minnast á, hver árangur náð- ist með nákvæmri eitrun á með- an hún tíðkaðist. Fyrir því hafa menn deilt um, hvort hún komi að gagni eða ekki. Skýrsla Kol- beins tekur af allan vafa. í lágfótubókmenntum hinum nýju hefir margt borið á góma. Sumt ágætt, annað harla skrýtið, svo sem eins og þegar rætt hefir verið um ,,mannúð“ í sambandi við refi eða refaveiðar. Slíkt hug- tak getur aldrei átt samleið með tófugreyinu. Hvar sem hún fer, er braut hennar blóði drifin og henni fylgja hvarvetna morð og hörmungar. Varla er grenjavinnsla „mannúðlegri“ en eitrun. Það er t. d. óhugnanleg sjón að sjá blóð móður og afkvæmis blandast móð- urmjólkinni af völdum skotsins. Refurinn sýnir ekki miskunn og honum mun ekki miskunnað verða meðan þarf að glíma við hann. Eina ráðið er að losa sig við hann, en til þess þekkist ekkert ráð nema eitrun, þótt óskemmtilegt sé að þurfa að leggja sig niður við slíkan verknað. Ymprað hefir verið á, að vægja refnum, en veita bændum styrk úr ríkissjóði fyrir tjón af völd- um hans. Margt getur ríkiss.ióður bætt! í tilefni þessa sagði ungur bóndi nýlega: „Það er ekki af- urðatjónið, sem okkur svíður sár- ast, þótt það sé oft tilfinnanlegt af völdum dýrsins. Heldur eru það þjáningar sauðkindarinnar og ör- yggisleysi í haganum á meðan ref urinn gengur þar um ljósum log- um. Og við kærum okkur ekkert um neina Júdasar peninga.“ En hvað um önnur dýr og fugla, ef horfið verður að eitrun? Það fer mikið eftir hvernig verkið er framkvæmt. Kolbeinn segir, að fálkinn taki ekki hræ og að krummi gæti sín. Þá er það örn- íslands- og Reykjavíkurmeistarar íslands- og Reykjavíkurmeistararnir í bridge, sveit HarSar ÞórSarsonar. Á myndinni eru taiiS frá vinstri. Fremri röS: Krist.nn Eergþórsson; Höi'Soi' ÞórSarson; Einar Þorfinnsson. Aftari röð: Gunnar Guðmundsson; Stefán Stefánsson; Lárus Karisson. Það skal tekið fram, að fyrirliðinn, HcrðuP Þórðarson, gat ekki tekið þátt í íslandsmótinu, sem háð var á Aku.eyrl um páskana. Sveit Árna M. Jónssonar spilar á Evrópumeistaramótinu í Vín í sumar Á föstudagskvöld lauk einvígi milli sveita Árna M. Jónssonar og Einars Þorfinnssonar um réttinn til að spila fyrir íslands hönd á Evrópumeistaramótinu, sem háð verður í Vín í Austurríki í lok á- gúst í sumar. Spiluð voru 120 spil ý einvíginu, sem lauk: með sigri Árna. Hafði hann 26 EBL-punkta yfir eftir þessi 120 spil, sem spil- uð voru í þremur umferðum. Þess má geta, að 15 punkta munur á annan hvorn veginn hefði talizí jafntefli. Ekki skal fjölyrt hér um þetta einvígi, en þess aðeins getið, að það var heldur illa spilað af báf- um sveitum, og það svo, að flestir ef ekki allir spilararnir, spiluðu undir venjulegum styrklcika. Ef til vill hefir mikilvægi leiksins átt mesta sök á því, og tauga- spenna því orðið sumum spilurun- um fjötur um fót. Munurinn á sveitunum er ekki mikill — 26 punktar í þetta mörgum spilum — og til dæmis liggur hann aðeins í því, meðal annars, að sveit Árna náði fleiri slemmum en sveit Einars. Þó var ekki rníkið urn slemmur í einvíginu, kom þetta fvrir einu sinni eða tvisvar í umferð. Umsetning var hins veg ar mikil í hverri umferð, eins og oftast er, þegar heldur linlega er spilað. f sveit Árna M. Jóhssonar spil- uðu auk hans Guðjón Tómasson, Gunnar Pálsson, Sigurhjörtur Pét- ursson, Vilhjálmur Sigurðsscn og Þorsteinn Þorsteinsson, en hann átti mestan þátt í sigri sveitarinn- ar. Ástæða er til að óska þesstpn mönnum góðrar farar á EvróþU- meistaramótið, og vonandi gera þeir hlut íslands ekki síðri i Vín en verið hefir undanfarið á þ- spu móti, þar sem sveit íslands lrefir oftast staðið sig með miklum á- gætum. , í sveit Einars Þorfinnssoi^ar ,sem valin var af Bridgesambai|di íslands, spiluðu auk hans, Gunitar Guðmundsson, Hallur Símonarsort, Lárus Karlsson, Stefán Stefánsspn og Stefán Guðjohnsen. Pólskur togari og skólaskip í heimsókn í Reykjavík Undanfarna daga hefir pólska skólaskipið Jan Turleiskí verið í heimsókn hér í Reykjavík. Fréttamönnum var boðið að skoða skipið á laugardaginn, en skipið hélt héðan í gær áleiðis til Póllands, Skólaskipið er 7 ára gamalt og rúmar 600 smál. að stærð, og var það upprunalega byggt sem togari. Á því fer nú fram kennsla í öllu sem lýtur að fiskveiðum og eru 25 nemendur í senn með skipinu, en áhöfn þess er alls 54 manns. Skipið á heimahöfn í hafnarborg- inni Gdynia og er eitt af þremur skólaskipum Pólverja sem þaðan eru gerð út. í Gdynia er sjómanna skóli sem telur 360 nemendur nú sem stendur, og var skólastjórinn, H. Borakowski með skipinu. — Skipstjóri á Jan Turlejski er Wiktor Gorzadek, en hann mún yera ýmsum kftnnur hér á landi, inn. Sennilegt er, að honum væri hætt. En eru það rétt. kaup, að rækta Örninn, sem þó er vafasamt að takist, gegn ævarandi harm- kvælum sauðkindarinnar? síðan á stríðsárunum, en þá sigldi hann um nokkurra ára skeið milli Englands og íslands á flutninga- skipinu Gorab II. Jan Turlejski kom hingað frá Aberdeen og hafði viðkomu í Vest mannaeyjum. Skipstjóri kvaðst fyrst og fremst hafa komið hingað í þetta skipti, til að kynna nem- endum sínum raunverulega fiski- menn, til að þeir kynntust lífinu hjá fiskveiðaþjóð eins og íslend- ingum. Hér í Reykjavík hafa þeir m.a. heimsótt Sjómannaskólann. Hann ráðgerir að koma oftar í heimsókn með skip sitt á næstu árum. Á sunnudaginn fóru nem- endur og áhöfn til Þingvalla og viðar. Pólverjar gera nú út 40 stóra togara, en í stríðslok átlu þeir aðeins 6, gamla og lélega. Strand lengja þeirra er- alls 526 km.,( en (Framhald á 8. síðuj

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.