Tíminn - 28.05.1957, Side 8

Tíminn - 28.05.1957, Side 8
8 -yr^mia T í MIN N, þriðjudaginn 28. maí 1957. Ræða Hermanns Jónassonar (Framhald af 7. síðu). með framleiðslu, en fengið í styrkj um og gjöfum frá öðrum. Þegar þetta þraut ,hofum við ekki öðru að skipta en því, sem framleiðslan í landinu gefur af sér. Einkanlega verður þetta tilfinnanlegt fyrir þjóðina, þegar stórfelldur afla- brestur verður á aðalvertíðinni, eins og var síðastliðinn vetur. Eng- inn heilskyggn maður getur látið sér til hugar koma, að það verði ekki tilfinnanlegt á mörgum svið- um. Þegar svona stendur á, er hætt við verðbólgu, því að mönnum vill verða það á, þegar að þrer.gir, að heimta, að meira sé skipt en aflað er. Fyrri afstaSa Sjálfstæíis- flokksins til kaup- gjaldsmála Sjálfstæðisflokkurinn hefir sam kvæmt eðli sínu verið andvígur öllum kauphækkuum og það þótt framleiðslan hafi skilað miklum gróða, en kjör verkalýðsins verið hin lélegustu. Um þetta vitnar saga flokksins. En Sjálfstæðis- flokkurinn hefir einnig, þegar hann er í stjórn, bent á það með sterkum orðum og réttilega, eins og aðrir flokkar, að verkföll til þess að knýja fram kauphækkanir umfram það, sem atvinnuvegirnir og þjóðartekjurnar leyfa, geti •aldrei leitt til kjarabóta vegna þess — sem rétt er — að það leiði yfir þjóðina nýjar álögur og með þeim séu teknar aftur kjarabæturn ar og oftast meira en það, vegna þess að atvinna verði oft óstöðug. Þetta eru auðvitað sannindi, sem hafa verið margsögð hér og annars staðar og verða ekki hrakin. Sam- kvæmt þessu eru verkföll til þess að knýja fram kjarabætur, sem þjóðartekjurnar ekki leyfa, hlið- stæð því, að skorið sé á slagæð atvinnulífsins og því látið blæða. Leiðréttingar á ósamræmi geta auðvitað verið eðlilegar. En þrátt fyrir þessi óvéfengjanlegu sann- indi og einmitt vegna þeirra hefir Sjálfstæðisflokkurinn nú gripið til nýrra ráða gegn ríkisstjórninni. Sjálfstæðisflokknum hafði mistek- izt að spilla áliti ríkisstjórnarinn- ar með rógskeytunum. Stjórnin fékk bráðabirgðalán til að greiða mest aðkallandi vanskilaskuldirn- ar, Sogslán einnig. Sjálfstæðis- flokknum hafði og mistekizt að spilla samkomulagi um stöðvun s. 1. haust og fyrir áramót og verðlag var að verða stöðugt. Honum mis- tókst að spilla samkomulagi í öðr- um málum. ’,Þaí verftur aí fínna önnur ráÖ“ Nú varð að grípa til nýrra skemmdar- og fólskuverka — ger- ast bandamaður aflabrestsins. Sú setning, sem lengi verður í minnum höfð í íslenzkri stjórn- málasögu og að endemum, er setn ing sú, sem 1. þm. Rangæinga, Ingólfur Jónsson, eitt sinn í vet- ur lét sér um munn fara í þing- ræðu, en hún er þannig orðrétt: „Það verður að finna önnur ráð til þess að koma hæstv. ríkisstjórn frá völdum en það eitt, að lmn fái hvergi lán“. Hér er flett ofan af áætlun, svo þokkaleg sem liún er. Það, sem bruggað v.ar á klíku- fundum, í skúmaskotum og hvíslað manna á meðal, er hér sagt af vangá opinberlega. Og nú er kom- ið í ljós, svo greinilega sem verða má, hver þau eru þessi „önnur ráð“. Nú hefst verkalýðs- og verk fallabarátta Sjálfstæðisflokksins fyrir alvöru. Nú var ekki lengur prédikað um lífsnauðsyn þess að halda kaupgjaldinu stöðugu. En nú var algerlega snúið við blað- inu, eins og ég mun rekja. Mið- stjórn Alþýðusambands íslands og efnahagsmálanefnd sambandsins kallaði saman fund og lét hag- fræðinga og fulltrúa sína rannsaka þróun verðlags- og kaupgjalds- mála, jafnframt viðhorfi í atvinnu málum. Eftir að hafa framkvæmt þessa rannsókn, komust þessir að- ilar að þessari niðurstöðu, orð- rétt: „Af framansögðu er það á lit miðstjórnar og efnahagsmála- nefndarinnar, að ekki sé tímabært að leggja til almennar samninga uppsagnir að svo stöddu. Hins vegar vilja þessir aðilar undir- strika það meginsjónarmið, sem fram hefir komið í viðræðum þeirra við ríkisstjórnina, að aðal- áherzluna beri að leggja á að halda uppi fullri atvinnu í landinu, stemma stigu við verðbólgunni og tryggja og auka kaupmátt launa.“ IÖnrekendur bjóÖa kauphækkun Sjálfstæðisflokkurinn hefir að vísu alltaf síðan síðastliðið haust haft sín „önnur ráð“ í huga og unnið að framkvæmd þeirra. En eftir að þessi álitsgerð birtist, voru góð ráð dýr. Nú áleit Sjálfstæðisflokk urinn voða fyrir dyrum, ef ekki væri hægt að koma í veg fyrir að verðlag yrði stöðugt og vinnufrið- ur héldist í landinu. Fyrsta á- hlaupið var gert í Iðju í Reykja- vík. Iðnrekendur höfðu undanfar- ið borið fram sífelldar umkvartan- ir við verðlagseftirlitið út af því, að þeim væri ákveðin svo lítil á- lagning á iðnaðarvörur sínar, að þeir gætu undir engum kringum- stæðum haldið starfseminni áfram. Þessir sömu menn buðu fram kaup hækkanir tii starfsfólks síns án uppsagnar. Og síðan er þessi kaup hækkun blásin út á forsíðu Morg- unblaðsins og þar auglýst, rétt áð- ur en Dagsbrúnarmenn ákváðu, hvort þeir skyldu segja upp samn- ingum eða ekki, að nú séu verka- menn í Iðju með hærra kaup en verkamenn í Dagsbrún. Og eftir þessa hækkun hjá Iðju senda sjálf stæðismenn fulltrúa í öll þau fé- lög, þar sem þeir hafa mest ítök, og róa að uppsögnum og verkföll- um. Ðagsbrúnarfundurinn og fyrirsagnir Mbl. Af mörgu er að taka, en hér skal aðeins rakið áhlaupið, sem Sjálfstæðismenn gerðu í verka- mannafélaginu Dagsbrún, til þess að koma þar á uppsögnum og verkföllum. Heimildina ætti ekki að þurfa að véfengja, því að hún er úr Morgunblaðinu sjálfu. Fyrir sögnin á greininni um fundinn í Dagsbrún var þannig í Morgunblað inu: „Kommúnistar hindra mál- efnalegar umræður um kjaramál verkamanna á Dagsbrúnarfundi. Beita flokksvaldi til þess að kæfa raddir verkamanna.“ Síðan skýrir Morgunblaðið ýtar- lega frá ræðu fulltrúa síns á Dags brúnarfundinum. Hefir Morgun- blaðið augsýnilega haft greiðan að- gang að ræðunni, enda talið, að aðalritstjórinn hafi skrifað hana og lagt fulltrúanum í hendur. Eftir að hafa rakið ræðuna, kem ur næsta fyrirsögn blaðsins: „A. S. I. notað sem vopn í hendi at- vinnurekenda". Síðan er rakið, hvernig fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins vítti kommúnista fyrir slíkt at- hæfi. Þriðja fyrirsögn blaðsins er: „Nauðsyn að segja upp samning- um“, og síðan færð rök að því. — Fjórða fyrirsögnin: „Önnur verka- lýðsfélög fá kauphækkanir“, og er þar bent á fordæmi Iðju og fleira. Og síðan er klykkt út með því að segja, að atkvæðagreiðslan í Dagsbrún hati verið mjög ógreini Jeg; fundarstjóri kommúnista hefði lýst yfir, eins og þar segir, að at- kvæðin gegn uppsögninni væru 24, en svo segir orðrétt: „En ýms- ir fundarmenn töldu, að þau hefðu verið miklu fleiri.“ Hrein fjörráS viÖ framleiísluna Þessi frásögn í Morgunblaðinu af verkfallsbaráttu Sjálfstæðis- flokksins er svo skýlaus, að um hana þarf ekki að ræða. Til þess að undirbúa þessa herferð eru iðnrekendur látnir veita starfsfólki sínu óumbeðna kauphækkun. Sjálf stæðismenn eru látnir fá skrifað- ar áróðursræður til þess að lesa upp á fundum, og þegar sóknin mistekst á Dagsbrúnarfundinum, er útdráttur úr þessum ræðum birtur í Morgunblaðinu með mörg um áberandi fyrirsögnum til þess að reyna að hafa áhrif í öðrum fé- lögum, sem eru ístöðuminni en Dagsbrún, en um þetta leyti átti að taka ákvarðanir um það, hvort þau segðu upp eða ekki, en þar voru fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins látnir leika nákvæmlega sama leikinn. Það er fullvíst, að Sjálf- stæðismenn hafa það ekki sér til málsbóta, að þeir viti ekki, að við- leitni þeirra er hrein fjörráð við framleiðsluna. Það er örstutt síð- an orðið hefir að leggja nýjar á- lögur á þjóðina til þess að afstýra stöðvun útvegsins. Við fyrri erf- iðleika hans hefir bætzt mikill aflabrestur. Iðnaðurinn stendur mjög höllum fæti og hefir enn krafizt að hækka verð framleiðsiu sinnar. Það er öllum vitað mál, að {undir slíkum kringumstæðum leiða kauphækkanir ekki til kjarabóta, heldur til stöðvunar, atvinnuleys- is og nýrra álaga. Sjálfstæðismenn vita, að það eru ekki hagsmunir launþega, sem þeir eru að berjast fyrir. Það, sem verið er að vinna að, er að koma á stað nýrri verð- bólguöldu, létta af sér stóreigna- skattinum, torvelda störf ríkis- stjórnarinnar, sem þeir óttast að skerði sína hagsmuni, og þá er ekki hikað við að grípa til fólsku- verka, sem vel gætu riðið fram- leiðslu þjóðarinnar að fullu. Þeg- ar sömu dagana og þessu Alþingi lýkur og hagsmunabaráttu Sjálf- stæðisflokksins þar, er ætlazt til að þau hefjist hin víðtæku verk- föll, sem þeir hafa reynt að stofna til. En það.væri gott fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að minnast þess, að það er hægt að stofna til fólsku- verka, sem eru slíkrar tegundar, að hvort sem þau enda með ósigri þegar eða Pyrrhusarsigri í bráð, hljóta þau undir öllum kringum- stæðum að enda með ósigri þegar til lengdar lætur. HábjargræÖístímmn f Morgunblaðinu 24. maí 1954 stóð þessi setning: „Það væri hörmulegt, ef nú kæmi til langrar vinnustöðvunar um liábjargræðis- tímann“. — Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú ákveðið að stofna til styrj aldar í efnahagslífi landsins — að svo miklu leyti sem það er á hans færi. Það sýnir bezt eðli flokks- ins og eðli þessarar styrjaldar, að einu gildir, hvort hlutaðeigandi stéttir búa við miklu betri kjör en almennt gerist. Jafnframt er svo leynt og ljóst barizt fyrir hærri á- lagningu og hærra vöruverði. •— Nú er ekki hirt um hábjargræðis- tíma þjóðarinnar. Verkföllin eiga nú að verða hábjargræðistími Sjálfstæðisflokksins til þess að koma á fullkominni ringulreið í fjármálakerfinu, koma fram hefnd um og reyna að ná völdum til að skara eld að sinni köku. — En vill þjóðin borga herkostnað Sjálf stæðisflokksins með því að láta framleiðslu sinni blæða vegna verkfalla um hábjargræðistíma sinn til þess að gera hann að há- bjargræðistíma verðbólgu og valda braskaranna í Sjálfstæðisflokkn- um? Ég hygg, að ýmsir þeir, sem áð- ur hafa lagt Sjálfstæðisflokknum lið, muni nú hugsa sig um tvisvar, áður en þeir svara þessari spurn- ingu játandi. H. Borakowski skólastjóri og W. Gorzadek skipstjóri. Pólskt skólaskip í heimsókn í Reykjavík (Framhald af 5. síðu). þeir eiga 3 stórar hafnarborgir einkúm síld, en engu að síður og auk þess er margt minni bæja þurfa Pólverjar að flytja inn mikið við ströndina og þaðan eru gerð af þeirri vöru ,og hafa íslendingar út mörg minni skip, sem einkum selt þeim allmikið af síld undan véiða lax og ál. Togararnir veiða farin ár. Tízku- og handa- vinnublaúiÖ óviíjafnan- lega. Komið í allar bókabúÖir. . ,. < rafl dcirí FyJ .F; HlliUlllllIlil!!IIIIIIIillll!lIlillll!llllillt!i!l!iilllllllliIIIIIIIililillllllll!!ltmmiIitlI1lllllKIIIII!!IIIIIIIIIIIIillllfll|iUUS!l 1 GOTT SÚRHEY TRYGGIR MEIRI MJÓLK = 5 = = 1 amP€D Raflagnir — Viðgerðir Sími 8-15-56. SÚRHEYSSALT | \ eykur gæðin 1 = er auðvelt í notkun. § = = = Fæst hjá öllum kaupfélögum. | Hcildsölubirgðir hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. I ÍHiiiiniiiiimiiit'.'iMiniiumiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimiiiiiiniiisnsæauHnnngai UiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnnnimniminnTniíiimiiiiiiiiiiiiiim j Tiikynning j = frá Fyrirgreiðsluskrifstofunni AJls konar erindrekstur og umboðsmennska fyrir stofnanir og einstaklinga úti um land. | FYRIRGREIÐSLUSKRIFSTOFAN | Pósthólf 8Ó7, Reykjavík. i Sími 2469 eftir kl. 5 daglega. iijimmmmiiiiimmiimiiimiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmitMimimiiiiiiiimiiiiiiniiimmiimK! Fylgist með tímanum. Kaupið Tímann ■umimimiiumuuimmiinnmuuimiiimiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiumiiiimiiimmiiiuiimimMBB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.