Tíminn - 01.06.1957, Qupperneq 9

Tíminn - 01.06.1957, Qupperneq 9
I í M I N N, laugardaginn 1. júní 1957. 9 MARTHA OSTENSO l | RÍKIR SUMAR í RAUÐÁRDAL 19 íva*s og hitt til Magdali. Bréfið til Ivars var frá Jul ian Fordyce. Julian hafði ver ið á ferðalagi langt norður í landi, en þegar hann kom aft ur til Fort Garry, hafði hann hitt ungfrú Shaleen á dans- leik hjá landstjóranum, en þessi ungfrú Shaleen hafði einmitt verið svo heppin að ferðast með frú Vinge sumar ið áður, er þær voru á leið norðvestur yfir sléttuna. Þessi fundur hans við ungfrúna hafði orðið til þess að hann á kvað að skrifa Ivari, óska honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og velgengni á nýja árinu. Um sína eigin hagi var Julian fáorður. Til þess að geta betur sinnt um son sinn kvaðst hann hafa tek ið við skrifstofustarfi hjá Fé laginu og snúið bakinu við því ánægjulega lífi sem hann hafði lifað undanfarin ár. Hann kvaðst vona að hann hitti Ivar fljótlega og þá ef til vill fá tækifæri til þess að kynnast fjölskyldu hans nán ar. Annars hlyti ráð hans í framtíðinni að verða mjög á reiki. Meira stóð ekki í því bréfi. Bréfið til Magdali var frá Kate Shaleen og skriftin var mjög smágerð og fínleg. Kæra frú Vinge, skrifaði hún. Oft hefi ég hugsað til yðar og verið að því komin að skrifa yður, síðan ég kom hingað norður. Þegar ég af tilviljun hitti hr. Julian For dyce frá Hudson Bay félaginu nú fyrir skömmu, rifjuðust upp fyrir mér okkar gömlu kynni og ég ákvað að skrifa yður þegar í stað. Unga konan hefir fengið mig til að fallast á að dvelja hjá sér til vors, þótt ég upp- haflega ætlaði að fara suður á bóginn löngu fyrr. Það er ætlun mín, að -koma til baka brátt eftir að leiðir opnast að nýju í vor og ætla ég þá að sækja um kennara stöðu, ef nokkra er að fá. Það væri gaman til þess að hugsa ef skóli yrði settur á stofn í Rauðárdalnum, þar eö syst ir mín og bróðir hafa látið í ljós ósk um að flytjast þang Téstur og setjast þar að. Ef fcrsjónin skyldi láta leið mína liggja einhvers staðar nálægt heimili þínu á næsta ári, þá myndi verða mitt fyrsta verk að leita yður uppi. Ég mun aldrei gleyma fum lausu hugrekki yðar frú Vinge í póstvagninum. Ég vona að barnið, sem þar fæddist dafni vel og verði foreldrum sínum, sem eiga yður ómetanlega skuld að gjalda, til gleði og sóma. Þér muniö, um það er ég viss, verða ein af hinum mikilhæfustu brautryðjendia konum. í Rauðarárdalnum. — Ég óska yður og fjöl- skyldu yðar gleðilegra jóla og hagsældar á komandi ári. Með beztu kveðjum o. s. frv. Kate Shaleen. — Hugsið ykkur, sagði Mag dali og augu hennar skinu af ánægju. Er þetta ekki fall- ega gert af henni. Aðeins ef við hefðum skóla tilbúinn handa henni, þegar hún kem ur. Hún myndi verða reglu lega góður kennari, held ég. Hún hefir hið rétta viðhorf — þú hlýtur að finna það, Ivar. — Jú-ú, bara að hún sé ekki of ung til að verða kenn ari í frumbýlingsskóla eins og hér, svaraði Ivar og virtist ekki hafa mikinn áhuga fyr ir bréfinu frá Kate Shaleen. Magdali sperrti brýrnar. —- Vitleysa, Ivar, sagði hún. Ég ■var orðin móðir á hennar aldri, það er ég viss um, þótt ég viti annars ekki hvað hún er gömul. Það var glettni í augum hennar þegar hún leit á Ivar og bætti við: — En þú talaðir við hana þennan dag — niður við ána. Um hvað töluðuö þið? Ef til vill veiztu hve gömul hún er? — Fjandinn hafi þaö, ég veit ekkert um það. Hann roðnaði í framan af reiði um leið og hann talaði og snéri sér undan til þess að losna við þá gremju, sem hann fann til, vegna þess að hann skyldi láta Magdali tak ast að stríða sér. Annars var meira sem kom til en það, honum varð það ljóst seinna, þegar hann hugsaði um þetta í næði. Eitthvert hugboð sagði honum, eða Kate Shaleen myndi minnast þess dags, er hún tæki að sér að kenna börnum Magdalis, með iðrun og gremju. Hann var ekki að ásaka Magdali. Hún var að- eins kröfuhörð, eins og móð ur ber skylda til að vera, eink um þegar hennar eigin af- kvæmi eiga í hlut. Það myndi ábyggilega ekki vera nein kennslustund ætluð sam- kvæmt stundaskrá Magdalis til ævintýraflugs, slíks sem þess er stúlkan Kate Shaleen hafði brugðið fyrir sig, þeg ar hún stóð á árbakkanum og lét sig dreyma framtíðar- drauma. Kate Shaleen mundi verða hamingjusamari, ef hún yrði kennari við annan skóla en þann, sem senn yrði stofnað ur í Rauðarárdal. Maigdali taldá dagana til jóla — fyrstu jólanna sem þau lifðu í Rauðarárdalnum — á mánaðardagaspjaldi, sem hékk í eldhúsinu. Það var þegar búið að búa til leikföng in handa börnunum og fela þau niðri í stóru dragkist- unni.Magdis fékk tuskubrúðu með svört augu úr gömlum skósóla, gult hár úr garni og munn úr rauðum spotta. Og brúðan var í agnarlitlu brúðu rúmi, sem í var koddi og á- breiða. Og Karsten fékk sleða, er Ivar hafði smíðað með sér stakri vandvirkni. Svo fengu hafði einnig búið til mynda- hvort, sem í var piparmintu brjóstsykur og fleira góðgæti frá Roald frænda. Magdali hafði einnig búi ðtil mynda- bók úr gömlu hefti af Harp , ers Weekly er legið hafði á ' botninum í ferðakistunni. Á síður þess hafði hún límt ' myndir úr Kristilegu barna- blaði, sem mágkona hennar hafði gefið henni, þegar þau fluttu brott frá Wisconsin. | Ein myndin fannst Ivari 1 lítt við barnahæfi. Á henni j sást hvítglóandi kross, sem reistur hafði verið upp á barmi gínandi hengiflugs, en óhrjálegar verur með geisla baug um höfuðið og klæddar hvitum skikkjum strekktu i átt til krossins með miklum erfiðismunum, rétt eins og þær ættu að sækja gegn ofur efli. — Virðist fremur kuldaleg mynd þetta, ekki sízt fyrir börn til að lesa í náttfötun um, þegar þau eru komin í rúmið, sagði Ivar hlæjandi. Magdali svaraði með nokkr um þjósti: — Ef til vill getur þú gert betur og fundið heppi j legri leið til að leiða litlu angana á rétta braut hér á j þessum stað þar sem við höf um enga kirkju. — O, við fáum bráðum kirkju, Magdi að minnsta kosti urn það leyti þegar þau fara að geta lesið kverið sitt. Við munum búa hér öll eins og höfðingjar að einu eða tveim ur árum liðnum. Án þess að hafa hugmynd um það hafðl Ivar drepið hér á mál, sem hafði verið efst í huga Magdalis um margra vikna skeið. ' — Þú hefir alveg rétt fyrir þér, Ivar, svaraði hún. Og við verðum líka að fara að undir búa að svo geti orðið. Við verð um að gefa þeim, er vilja | vinna að þessum breytingum, tækifæri til að koma saman. Mér hefir dottið í hug, að gam an væri að bjóða Sondstroms fjölskyldunni hingað á jóla- dag. — Það eru nú aðrir, sem þyrftu þess frekar með, svar aði Ivar. Smáar og hvítar tennur Magdali skildu eftir djúp för á neðri vör hennar og síðan sagði hún hraðmælt: — Það er synd, að frú Endicott skuli ekki vera nægilega frísk til þess að koma. En ég hefi snið ið pils handa telpunum úr gamla rauða ullarpilsinu mínu og einhvers staðar eig um við yfirsæng, sem við get um án verið. Ég ætla að biðja Roald að skreppa niður eftir til þeirra á morgun með kök ur og dálítið af osti. Ivar svaraði ekki strax. í þetta sinn skyldi hann að minnsta kosti hvaö fyrir Mag dali vakti, hvernig hún nú þegar var tekin að skilja hafr ana frá auðnum í þessu nýja og fámenna byggðarlagi, þar sem hann hafði sjálfur i barnaskap sínum gert sér í hugarlund og glaðst yfir, að enginn yrði öðrum æðri. — Jæja, þú skalt þá bjóða Sond(strqms-íf j ölskyldiunni, sagöi hann að lokum og faldi bros með þv að bera hönd- ina fyrir munninn. En bæöi m Auglýsingar sem eiga að birtast í sunnudagsblöðum í sumar þurfa að hafa borizt blaðinu fyrir kl. 5 e. h. á föstudögum. miiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiímiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiinji | Fasteignabók I ( I er komin út. í bókinni er skrá um skattmat allra fast- I | eigna í öllum sýslum landsins. j§ I Bókin er til sölu á skrifstofu Fasteignamatsins að 1 I Gimli við Lækjargötu, og kostar kr. 150.00. Út á land er fí § hægt að fá bókina senda með póstkröfu. | 1 Fjármálaráðuneytið. §j miiiniiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiijmiHk iiiiiiiiiililiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilllliiiiiiiiiiiiiiiliiillllllllillililllllillillliiiiiiiiiiiiiiiliililllllliimiiiiiliiiiiiiiiiiiiliiiyt | Vörubifreiö yfirbyggö ( | Tilboð óskast í yfirbyggða vörubifreið „Dodge 1947“ § | burðarmagn 3 tonn. Bifreiðinni fylgja sæti fyrir 12 § | farþega. i | Bifreiðin er til sýnis eftir kl. 5 næstu daga á Klepps- | | spítalanum. Upplýsingar á staðnum veitir Ásbjörn Guð- §j | mundsr.on bifreiðarstjóri. 1 § Skrifstofa ríkisspítalanna = 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 VAV.V.V.W.V.W.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.WVAV í i ■. Hjartanlega þakka ég öllum vinum og vandamönnum j. ;! fjær og nær, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu ;! ;! með nærveru sinni, gjöfum og skeytum. £ Sigríður í Krossavík. i í V.V.V.V.V.V-’.'.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’. v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v. í 1 ;■ Innilega þakka ég vinum og vandamönnum margs ;! konar vináttuvott mér sýndan á 70 ára afmæli mínu ;■ --' lArrt ■" 26. maí 1957. Guð blessi ykkur öll. í ;■ Vilhelmína Vilhjálmsdóttir, ;■ !■ Ránargötu 6A, Reykjavík. *■ v.v.v.v.v.’-v.v.v.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.’-v.v.v.v.v Konan mín, GuSrún Guðmunda Þorláksdóttir, andaSist að heimili okkar, Laxárdal í Þistilfiröi 28. maí. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 5. júní. Fyrir mína hönd og ættingja. Ólafur Þórarinsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Helga Guðmundssonar, bakarameistara frá safirði. Björg Pálsdóttír og dætur, Guðrún og Elin Guðmundsdætur. Bergsveinn Guðmúndsson og aðrir vandamenn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar, Sigríðar Sigurðardóttir frá Hvammi í Skaftártungu. Fyrir hönd aðstandenda. Sigurður Gestsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.