Tíminn - 21.06.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.06.1957, Blaðsíða 4
4 T í MIN N, föstudaginn 21. júní 1957. LPtgefandl: FramtólCMrflsklnirlMa Ritstjórar: Haukur SnorrtMK, Þórarinn Þórarinswa (ák). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargðts Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. cg bUCtaann). Auglýsingar 82523, afgreiOsln- S2& Prentsmiðjan Edda hf. AðvörunarorS Jóns forseta í HINNI ágætu ræðu, sem forsætisráöherra flutti á þjóðhátíðardaginn, lagði hann út af hinum kunnu orðum Jóns Sigurðssonar for seta, sem hljóða á þessa leið: „Látið hvergi eggjast til að fara lengra eða skemmra en skynsamlegt er og sæmir gætnum og þó einörðum mönnum.... með lögum skal land byggja en með ólögum eyða. Leitizt við sem mest hver í sinn stað, að útbreiða og festa meðal yðar þjóðlegt samheldi, þjóðlega skynsemd og þjóðlega reglu“. í framhaldi af því, sem for sætisráðherra sagði um þessi orð merkasta sjálfstæðisleið toga íslendinga fyrr og síð- ar, vék hann nokkrum orð- um að því viðhorfi, sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Forsæt- isráðherra fórust m. a. orð á þessa leið: „MARGIR tala um sparn- að hjá ríkinu og öðrum, og hans er brýn þörf. En fáir heyrast tala um sparnað hjá sjálfum sér. Það eru yfirleitt einhverjir aðrir, sem eiga að spara. Fyrir okkur sjálf og þá, sem okkur standa næst, getum við oft mikið á okkur lagt. Og einstaklingar í þessu landi hafa komið upp margs konar félagsskap á ýmsum sviðum. Þar tökum við oft hin fyllstu tillit. Þar leggja margir mikið á sig fyrir sitt félag. Þetta er þakkarvert. En þegar kemur að félaginu okkar allra, þjóðfélaginu, þá er eins og einhver eyða sé í félagshugsuninni, þá skorti tillitssemi og fórnarlund. Og þó erum við hér öll í sama báti; hagur okkar allra og barna okkar er meira undir því kominn en flestu öðru, að þjóðfélag okkar sé fjár- hagslega traust, og að því vegni sem bezt. Ég vil ekki þreyta ykkur á miklum hugleiðingum í þessa átt, en ég vil þó að lokum nefna það sem mörgum er ríkt í huga þessa dagana. Það var eitt sinn krafa, sem vinnandi fólk á íslandi og víðar setti sem markmið, að atvinnuvegirnir greiddu fyr ir vinnu og þjónustu eins hátt kaup og fjárhagur þeirra gæti frekast þolað. Þetta er eðlilegt. En allir vissu og vita enn, að ef farið er yfir þetta mark, skapast stöðvun, atvinnuleysi og fjár hagslegt öngþveiti í þjóðfé- laginu. Vegna mistaka hefir svo farið, að síðustu árin hef ir í vaxandi mæli orðið að flytja hundruð milljóna til framleiðslunnar sem álögur á þjóðina, til þess að fram- leiðslan gæti greitt vinnandi fólki viðunandi kaup. Og þó standa framleiðslugreinarn- ar tæpt. Nú hafa ýmsar stéttir, sem búa við sæmileg kjör, sett fram kröfur um mikla kauphækkun og hóta þjóðfélaginu verkföllum dagana rétt fyrir og eftir að við höldum þennan frels- isdag hátíðlegan. Atvinnuvegirnir geta ekki greitt þessar hækkanir. Það vita allir. Hvað skeður, ef orðið er við þessum kröfum? Það verður að jafna þeim niður með nýjum álögum, þar á meðal á ýmsa, sem eru verr settir en þeir, sem kröf urnar gera. Þetta skapar auð vitað ósamræmi, nýjan fjár- málaglundroða, sem er öllum til tjóns, einnig þeim, sem kröfurnar gera. VERKF ALLSRÉTTUR - INN er beitt og blikandi sverð, sem vinnandi fólk á rétt að eiga og beita. Við höf um heyrt getið um vopn, sem urðu fræg í sögum af því að þau bitu öðrum vopnum bet- ur, en voru jafnframt þeirrar náttúru, að ekki mátti mis- beita þeim. Ef það var gert, féllu á þau blettir, sem aldrei var hægt að má af og eyddu bitinu. Ef hinu helga sverði vinnandi fólks er beitt gegn þjóðfélaginu og þannig, að gerðar séu kröfur, sem ekki er hægt að verða við, nema með því móti að leggja vax- andi álögur á þá, sem verr eru settir, er hætt við að fara muni um þetta vopn eins og stundum átti sér stað í hinum fornu sögum. Og einhvern tíma hefir það verið sagt með réttu, að þótt verkfallsrétturinn sé helgur réttur, sé réttur þjóðfélags- ins til þess að lifa honurn helgari, ef um það er að tefla.“ RÆÐU SINNI lauk for- sætisráðherra á þessa leið: „Við höldum hátíð í dag; við höfum yfir mörgu og miklu að gleðjast, en við þurfum líka að áminna okk- ur sjálf, jafnvel ekki sízt á þessum degi. í dag hyllum við þjóðarleiðtogann Jón Sigurðsson, en við hyllum jafnframt frelsið, sem hann barðist fyrir, og þjóðfélagið, sem á að tryggja okkur frels ið. Þetta getum við aðeins gert á einn veg, svo að við- eigandi sé, og það er á þann hátt, að festa okkur í huga aðvaranir hans og óskeikul hollráð og heita því, hvert og eitt, að breyta eftir þeim, hver eftir sinni beztu getu. Ef við efnum þau heit, mun tilfínningin um öryggisleysi hverfa og þjóðin rata rétta leið.“ Undir þessi ummæli for- sætisráðherrans munu vissu lega allir þeir taka, sem ekki hafa villst af réttri leið vegna annarlegra sjónarmiða. Þau heilræði Jóns forseta, sem forsætisráðherra vitnaði til, eiga vissulega vel við, og ættu flestu fremur að geta stutt að lausn þeirra vandamála, sem nú ógna atvinnulífi og afkomu þjóðarinnar. Þingeyingarnir í bændaför hitfa kunningja og sveitunga í Reykjavík. Þingeyingar í bændaför róma mjög móttökur Sunnlendinga góö tíð í Skaði að ekki skuli endast betur tími til að efla kunningsskap og skoða búskap, segir fararstjóri að norðan Norður-Þingeyingar eru þessa dagana í bændaför um Suðurland og hefir þeim víða verið vel fagnað. í gær skoðuðu þeir hitaveituna í Reykjavík en í fyrradag skoðuðu þeir áburð- arverksmiðjuna í Gufunesi og hittu Þingeyinga í Reykjavík á samkomu, sem Þingeyingafélagið efndi til í Tjarnarkaffi. Strandasýslu Frá fréttaritara Tímans í Trékyllisvík. Um 20. maí hlýnaði veðráttan hér í sveit, og greri þá vel á fáum dögum. Sauðburðurinn gekk ágæt- lega enda hagstætt veður. Víða er margt af ám tvílembt, en þó nokk uð misjafnt á einstökum bæjum. Lambahöld hafa verið ágæt. Spretta á túnum er heldur rýr enn hefir þó lagazt nokkuð síðustu dag ana við hlýja vætu núna fyrir helgina. G.V. Blaðamaður frá Tímanum kom þar við og hafði tal af Guðna Ingi- mundarsyni, bónda að Hvoli í Núpasveit, sem er fyrirliði þeirra norðanmanna, en fararstjóri hér syðra er annars Kagnar Ásgeirsson ráðunautur. „Aðeins helmingur íslendinga skáld - hinir eru málarar...‘ Greinarflokkur um íslenzk málefni í dönsku Flugvélarnar breyttu áætlun vegna veðurs. Við erum rösklega 40 talsins í þessari ferð, sagði Guðni, bændur konur og búalið. Þetta er fyrsta bændaförin, sem farin er á veg- um Búnaðarsambands Norður- Þingeyinga. Ferð þessi var vand lega skipulögð og undirbúin. Ætl unin var að fljúga beint á fyrsta degi suður yfir fjöll og lenda á Kirkjubæjarklaustri. Flogið var frá Þórshöfn og Kópaskeri og ferðafólkið flutt í tveimur flug- vélum. Þegar suður 'kom á loftsins veg- um breyttist áætlunin, vegna þess að ekki var hægt að lenda ó Kirkju bæjarklauslri vegna veðurs. Þetta var á fimmludaginn fyrir réttri viku og komst hópurinn því ekki austur fyrr cn einum degi á eftir áætlun. llröðuðu ferð uin Suðurland. Þetta óhapp með veðrið varð til þess að hraða varð för um Suður- landsundirlendið, enda þótt ferða- fólkinu þætti þar margt skemmti- legt að sjá og samfundir til kunn- ingsskapar mættu vera lengri. Okk ur var ákaflega vel tekið álls stað- ar, sagði hinn þingeyski fararstjóri og það versta við svona ferðir það að geta ekki staldrað lengur við hjó góðu fólki. Við lögðum áherzlu á að skoða fagra staði á Suðurlandi en höfðum hins vegar lítinn tíma til að skoða landbúnaðinn á Suður- landi. Þátttakendur í bændaförinni eru úr öllum sveitum Norður- Þingeyjarsýslu, nema Hólsfjöll- um og Kelduhverfi. Elsti þátt- takandinn er 74 ára, og nokkrir eru í hópnum, sem ekki hafa áð- ur komið suður fyrir fjöll. Komið var á alla helztu ferða- mannastaði á Suðurlandi. Komið að GuIIfossi og Geysi og gist að Laugarvatni. Þaðan ekið um Þingvöll til Reykjavíkur. Síðan var haldið sem leið liggur norð- ur, en komið við á Hvanneyri og farið upp að Reykholti. Ætlunin er að gista á Blönduósi og fara þaðan heim með viðkomu á Hól- um og gistingu á Akureyri. FRANSKA ríkisstjórnin hefir af- létt skömmtun á benzíni, en jafnframt stórhækkað verðið mcð nýrri skattlagningu. dagblafti fjallar um margvísleg efni Að undanförnu hefir danska blaðið Kristilegt dagblað verið að birta greinaflokk frá íslandi eftir Bent A. Koch, sem hefir dvalið hér á landi að undanförnu. Hafa greinar hans fjallað um ýmisleg efni, náttúru landsins, fólkið í landinu, efnahags- mál og framkvæmdir, listir og bókmenntir, stjórnmál sam- tímans. Grein, sem birtist 15. júní, heit- ir „Aðeins helmingur íslendinga er skáld — hinir eru málarar“. Er þar rætt um bókaútgáfu og rit- mennsku á íslandi og um aðrar list ir, einkum málaralist og leiklist. Skömmu áður birti blaðið viðtal við Hannibal Valdimarsson og seg ir þar, að ráðherrann telji senni- legt að sósíalísku fiokkarnir á fs- landi muni að lokum mynda einn flokk. í annarri grein er viðtal við Bjarna Benediktsson fyrrv. ráð- herra og loks er langt og skemmti- legt viðtal við séra Friðrik Frið- riksson, um starf hans og um æsku lýðsstarf, kirkju og kristindóm á íslandi. Greinar þessar eru yfirleitt vel gerðar og læsilegar. Vaðstofan Gamla sagan. EKKI TÓKST okkur að varpa af okkur drunganum og ófram- færninni á þjóðhátíðardaginn. Sífellt var verið að skora á menn að taka undir, syngja þjóðsöng- inn og hin alkunnu ættjarðar- Ijóð með hljómsveitunum, en allt kom fyrir ekki. Örfáar sálir að- eins tóku undir þegar þjóðsöng- urinn var leikinn á Austurvelli, og þegar skorað var á börnin að syngja með á skemmtun þeirri er þeim var helguð, við Arnarhól, varð útkoman svipuð. Aumingja börnin höfðu ekki uppburði til að láta til sin heyra þegar þau sáu að fullorðna fólkið horfði vand- ræðalega í gaupnir sér í stað þess að taka hressilega undir. Þarna á hólnum sneru menn sér við og litu undrunaraugum á þær fáu sálir, sem hristu af sér hlekki uppburðarleysisins og tóku að syngja með hljómsveitinni. Og svona gengur þetta ár eftir ár. Alltaf sama sagan. Við horfum á aðra skemmta okkur, en viljum ekki taka þátt í því sjálf. Blær deyfðar og drunga leggst yfir hátíðahöld okkar. Þar ætti þó að ríkja andi gleði og frelsis. Erum við öðruvísi en annað fólk? HVERNIG stendur á þessu? Hvers vegna erum við öðru vísi en annað fólk að þessu leyti? Eg heyrði þá skýringu í gær, að svona væri þetta ætíð á norður- hjara heims, það fylgdi sólargang inum og loítslaginu. Á norður- svæðunum byrgðu menn tilfinn- ingar sínar inni, sunnar brytust þær út eíns og lækur á vordegi, af hverju litlu tilefni. Eitthvað kann að vera til í þessu, en ekki er það öll skýringin. Mér er nær að halda að þetta sé íslenzkt fyr- irbæri fremur en t. d. norrænt. Skýringin sé fremur í sögu okkar og eymdarlífi horfinna kynslóða eflir að sól freisis var gengin til viðar. En þegar hún er hátt á lofti á ný eigum við að fagna því og gefa tilfinningunum það lausan tauminn a. m. k. að við getum tekið undir, þegar sungin eru fögur ættjarðarljóð. Það er svo undarlegt með slíkan sameig- inlegan söng, að þegar menn sleppa fram af sér beizlinu og syngja af hjartans lyst, er það hrífandi og áhrifamikið og veit- ir aðgang að gleði og samkennd sem aldrei finnst ef menn ein- angra sig frá náunganum með þögn og drunga. Verkefni fyrri kórfélaga. HVERNIG á að bæta úr þessu? Hér er uppástunga. 17. júní hljóm aði karlakórssöngur í borginni og á útvarpsöidum. Það var gott og blessað. En kannske hefðu kórfélagar getað haft meiri og sterkari áhrif. Með því að dreifa sér hæfilega um mannfjöldann á Austurvelli eða Arnarhóli og leiða hinn sameiginiega söng, hrífa menn með, hrista af þeim slenið. Hver veit nema slík upp- örfun nægði til að brjóta stífl- una og töfra fram allsherjar þátt töku í söng ættjarðarljóðanna? Slíkt mundi gera 17. júní að eft- irminnilegri hátíðisdegi, sann- kölluðum þjóðhátíðardegi. —Flnnur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.