Tíminn - 25.06.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.06.1957, Blaðsíða 8
Veðrið: Preytileg átt og hægviðri, létt- skýjað. Hiti kl. 18: Reykjavík 14 st., Akureyri 9 st.„ London 11 st., Kaupmannahöfn lð st., Berlín 15 st., New York 32 st. Barnaverndaríélögin vinna a3 lansn Frá landsméti lúðrasveitanna á Akureyri um s. I. heigi helztu vandamála æskunnar Vilja koma á íói uppeldisheimili handa ungiingsstulkum á glapstigum Landsfundur sambands íslenzkra bárnaverndarfélaga var haldinn á Akureyri 12. og 13. júní. Mættir voru fulltrúar frá 9 barnaverndarfélögum, sem starfa í stærstu kaupstöðum landsins. ! 1. Nokkur félög hafa komið upp Til dæmis um starfsemi félag- leikvöilum með tækjum og gæzlu, anna má nefna þetta: Fyrirlestur um veðurspár Eins og frá hefir verið sagt hér í blaðinu fyrir helgina er Geir- mundur Árnason veðurfræðingur nýkominn hingað til lands í stutta heimsókn. Geirmundur starfar á stórri veðurrannsóknarstofnun í Ameríku, en undanfarið hefir hann setið ráðstefnu í Stokkhólmi þar sem fjallað var um nýjustu fram- farir í vélreibnuðum veðurspám. Vélreiknaðar veðurspár eru sér- grein Geirmundar, og flutti hann fyrirlestur um slí'kar spár í háskól anum í gærkvöldi. Mikið byggt og rækt- að í Staðarsveit Staðarsveit. — Fimm íbúðarhús eru nú í smíðum hér í sveit. Á tveimur þeirra var að vísu byrjað á síðastliðnu sumri og verður emíði þeirra væntanlega lokið á þessu ári. Af hinum er eitt nýbýli, byggt úr landi Efra-Háls. Ennfrem ur eru í smíðum fjárhús fyrir um 700 fjár, auk annarra peningshúsa. en a þeim var víða mikil vöntun, þar sem börnum var ekki ætiað annað leiksvæði en gatan. 2. Þá hafa nokkur félög starf- rækt dagheimili handa börnum, ; þar sem móðirin vinnur úti eða | heimilisástæður eru að öðru leyti i erfiðar. Einnig hafa barnaverndar- I félög lagt fram fé til slíkrar starf- semi, þar sem önnur félög höfðu beitt sér fyrir henni. 3. Barnaverndarfélög hafa einn- ig stofnað og starfrækt leikskóla handa ungum börnum, þau vinna að því að koma á fót sumardvalar- heimili í sveit handa börnum eða útvega þeim holla sumardvöl á annan hátt. 4. Eitt barnaverndarfélaganna hefir lagt fram allmikið fé til þess að styrkja efnilegt fólk til náms erlendis í ýmsum sérgreinum upp- eldisins, sem nauðsynlegar eru í meðferð andlega vanþroska og setn þroska barna, taugaveiklaðra barna og þeirra, sem eru afbrigðileg á einhvern hátt eða í hættu stödd sift ferðilega. 5. Loks vinna öll barnaverndar- félögin að fræðslu um uppeldi og barnavernd meðal almennings. I þessu skyni hefir verið haldinn mikill fjöldi fræðslufunda. Lands- fundurinn lagði áherzlu á að efla þessa starfsemi verulega á næstu árum. Auk annarra uppeldislegra vandamála, sem rædd voru á fund inum, var vandamál unglings- stúlkna, sem leiðzt hafa út í laus- ung og óreglu. Landsfundurinn samþykkti áskorun til menntamála ráðherra að beita sér fyrir stofnun og starfrækslu uppeldisheimilis handa unglingsstúlkum á glapstig- um. Eitt opinbert erindi var flutt á fundinum. Dr. Matthías Jónasson talaði um afstöðuna milli kynslóð- anna og rakti í því sambandi eitt helzta vandamál r.iðgæðisuppeldis- ins á okkar tímum. í frarnkvæmda'stjórn landssam- bandsins voru kosin: Matthías Jón- asson form., Svava Þorleifsdóttir, Rvík. Stefán Júlíusson, Hafnar- firði. Valgarður Kristjánsson, Akra nesi, Rögnvaldur Sæmundsson, Keflavík. Meðstjórnendur eru Ei- ríkur Sigurðsson, Akureyri, Mar- grét Bjarnadóttir, ísafirði, séra Ingi Jónsson, Neskaupstað. Einar H. Eiríksson, Vestmannaeyjum. Varaformaður framkvæmdastjórn- ar er frú Lára Sigurbjörnsdóttir. Hersveitir Pekingstjórnarinnar búast til að hertaka eyna Quemoy við Kína Taipeh, Formósu, 24. júní. — Hersveitir kínversku komm- únistastjórnnrinnar héldu í dag uppi ofsalegri stórskotahríð á eyna Quemoy, sem liggur örskammt undan meginlands- strönd Kína, en er í höndum þjóðernissinnastjórnarinnar á Formósu. Er þetta langmesta stórskotahríð, sem nokkru sinni heí'ir verið gerð á eyna og telja sumir fréttaritarar þar eystra sennilegt, að þettr. sé upphaf innrásar á eyna frá meg- inlandinu. aðri skothríð á eyna, en þá minni en í dag. Þjóðernissinnastjórnin hefir talað um, að hún muni grípa til róttækra gagnráðstafana, ef þessum árásum heldur áfram, hverjar svo sem þær verða. Pek- jngstjórninni er mjög óþægilegt, að eyjan skuli vera á valdi óvina þeirra, því að hún er alveg upp í landsteinum og hefir löngum verið notuð til árása á skip, sem sigla til borgarinnar Amoy, sem er ,mikil hafnarborg gegnt eynni á strönd meginlandsins. Væri það þá I þriðja sinn, sem Pekingstjórnin gerir tilraun tii að taka Quemoy. Fyrsta tilraunin var gerð 1949 og hin önnur í septem- þer 1954, en báðar mistókust. 2000 sprengikúlur. Eyjan lék bókstaflega talað á reiðiskjáifi undan skothríðinni í dag, enda mun ekki hafa verið skotið frá meginlandinu færri en 2000 fallbyssuskotum. S. 1. laugar- dag var einnig haldið uppi magn- Landsmót Sambands íslenikra lúðrasveita var haldið á Akureyri 22. og 23. júní. — Myndirnar sýna lúðrasveitirn ar leika sameiginlega á iþróttavellinum. Efri myndin sýnir aian hópinn, á að gizka 150 manna sveit. Á hinnt neðri séit stjórnandinn, Jakob Tryggvason, stjórna stærstu lúðrasveit á íslandi. (Ljósm.: G. Einarsson). Hljóðfæri þetta heitir sussafónn og er hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Er það óskadraumur allra iúðrasveita að eignast slíkan grip. Lúðrasveit Vestmannaeyja á sussafóninn, og hér á myndinni séit Hreggviður Jónsson leika á hann. Þetta nýja hljóðfæri vakti mikla athygli á mótinu. Ungur piltur úr Reykjavík drukknaSi í Þjórsá á sunnudaginn I gærdag haflík hans enn ekki fnndizt Það hörmulega slys vildi til á sunnudaginn að ungur piltur drukknaði 1 Þjórsá. Pilturi.nn hét Einar Hannesson og var úr Reykjavík. Vetnissprengjur án geislaáhrifa Washington, 24. júní. — Nefnd bandarískra kjarnorkusérfræð- inga gékk í dag á fund Eisenho- wers forseta og skýrðu þeir for- setanum frá því, að nú gætu Bandaríkjamenn framleitt kjarn- orku- og vetni&vopn, sem væru „hrein“ "þ. e. a .s. sprengingu þeirra fylgja mjög lítil geislavirk áhrif. Sögðu þeir, að geislavirkn in væri nú mjög óveruleg. Vísindamemrþessir létu í ljós' undrun yfir því, hve fróður for- setinn var um þessi mál yfirleitt og einkum voru þeir hrifnir af hve þekking hans var mikil á tækniskum vandamálum ýmsum í sambandi við kjarnorkufram- leiðslu. Einar heitinn hafði farið í bif- reið austur að Þjórsártúni ásamt þremur félögum sínum. Þar var þá háð íþróttamót héraðssambands ins Skarphéðins. Um hádegisbil á sunnudaginn fóru þrír piltanna og ætluðu að taka sér bað. í ánni skammt fyrir ofan brúna. Er út í ána var komið, sáu piltarnir fljót- lega að straumþunginn var of mik ill, er áin dýpkaði og sneru við, og komust tveir þeirra óskaddaðir til sama lands. En Einar heitinn mun hafa hætt sér of langt og straum- urinn hrifið hann með sér. Þeir félagar urðu þess ekki varir, að hann var horfinn fyrr en þeir voru aftur komnir til lands. Þá bar þar að pilta, sem séð höfðu mann ber- ast niður ána, og þótti þá sýnt hver orðið hefðu örlög Einars. Lögreglu var þegar gert aðvart, hófst fljótlega leit, en hún bar engan árangur á sunnudaginn. Leit inni mun hafa verið haldið áfram í gærdag, en er blaðið hafði síðast spurnir af var lík Einars enn ekki fundið. Suudkeppni á þjóð- Verklýðssambandið og ungverska uppreisnin Brussel, 24. júní. — Stjórn hins frjálsa alþjóðasambands verka- manna hefir birt yfirlýsingu, þar sem sambandið segist styðja í einu og öllu þær niðurstöður, sem fram hafi komið í skýrslu nefndar þeirr- ar, er rannsakaði ungversku upp- reisnina. Segist sambandið muni beita öllum áhrifum til að berjast gegn kúgunarstjórninni í Ungverja landi. Skýrsla nefndarinnar sé í öllum atriðum í samræmi við þær ályktanir og afstöðu, sem stjórn sambandsins hafi dregið þegar í upphafi og mótað hafi afstöðu þess til málsins. hátíðardagi Ólafsfirði í gær. — Hátíðahöid voru hér 17. júní með svipuðu sniði og venjúlega. Veður var bjart og fagurt. Hátíðahöldin hóf- ust með skrúðgöngu um bæinn. — Aðalræðuna flutti Sigurður Guð- jónsson bæjarfógeti og Karlakór Ólafsfjarðar söng undir stjórn Guð mundar Kr. Jóhannssonar. Síðan var háð fjölbreytt sundkeppni. Herter bjartsýim um afvopnuíi Washington, 24. júní. — Christi- an Herter aðstoðarutanríkisróð- herra Bandaríkjanna sagði frétta- mönnum í dag, að hann væri bjart- sýnn um árangur af samningum undirnefndar S. þ. í afvopnunar- má'lum. Fundir hefjast enn að nýju hjá nefndarmönnum á morg- un. Herter var mjög vongóður um að takast mundi að ná samkomu- lagi um viðhlítandi eftirlitskerfi. Þær góðu horfur, sem nú væri í máli þessu, taldi Herter því að þakka, að Sovétríkin vildu raun- verulega semja um þessi mál, en undanfarin ár hefðu þeir eingöngu notað fundi þessa í áróðursskyni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.