Tíminn - 27.06.1957, Page 7
TÍMINN, fimmtudagmn 27. júní 1957.
7
Stimarleyfisferðir til Grænl.
(Framhald af 5. síðu).
frá miðöldum. Eftir það væri hald
ið áfram út íil Hvalvíkur (Juliane- j
háþ — Krarkortokr) sem er þar j
fyrir utan.
' Vitanlega væri ekki hægt með j
þessu ferðalagi að öðlast alhliða
kynni af Grænlandi, en þó væri
þarna skoðað allmerkt byggðarlag,,
sem gæfi mönnum nokkra innsýn !
í hverskonar land Grænland er,
þar sem það er líkast íslandi. j
Reyndar eru þó til enn fjölskrúð-
ugri gróðursvæði, svo. sem eins og
í Ketilsfirði (Tasermiut) sem er
miklu sunnar.
Ekki væri samt gjörlegt að skipu
leggja sumarleyfrsleiðangur þang-
að í sömu ferð og til þeirra staða
sem hér hefir verið bent á, því
þá þyrfti lengri tíma. En hægt
mundi fyrir flugvél, annað hvort
á heimleið eða um leið og farið
væri vestur, að leggja lykkju á
leið sína yfir firðina vestan við
Hvarf og þ. á m. Ketilsfjörð, ef |
veður væri gott, svo mönnum gæf-
is’t kostur á að líta á landsvæðin
þar líka.
ViðráSanlegt fyrirtæki
Leiðangur skipulagður á þann
hátt sem ég hef hér bent á ætti
að vera viðráðanlegur sem sumar-
leyfisferð til Grænlands, því hann
ætti ekki að þurfa að taka meira
en 10—12 daga samanlagt með
flugferðum báðar leiðir, og ef
traustar stofnanir eins og t. d. Or-
lof eða Ferðafélagið tæki að sér
að sjá um stjórn hans og fyrir-1
gfeiðslu, þá ætti það að vera
öruggt að hægt yrði að gera kostn-1
aðinn sem minnstan.
Langbezti tíminn til þess að j
imiR iuuias uæA gaoj e>[ijs ejbj I
júlí og ágústmánuður, því þá eru !
B. S í.
FERÐAFRÍTTIR
Laugardag 29. 6. kl.
2, tveggja daga ferð
í Húsafellsskóg og
SurtshelH.
Laugardag 29. 6. kl.
1:30, 2 daga ferð í
Þórsmörk og 2 daga
ferð í Landmanna-
laugar.
Sunnudag 30. 6. kl.
9, skemmtiferð um
Borgarf jörðinn. Ek-
ið um Hvalfjörð að
Bifröst. Um Hvítár-
síðu. Húsafellsskóg,
Uxahryggi til Þingv.
Fimmtudagur kl.
1:30, Krísuvíkur-
hringurinn. Föstu-
dag og sunnudag kl.
9 skemmtiferð að
Gullfossi og Geysl.
mestar líkur fyrir hagstæðu veðri,
en það er náttúrlega frumskilyrði
þess að ferðalagið lánaðist vel.
í hugum margra, sem mest hefir
dreymt um suðrænni lönd sem
dæmi um dýrð landslags og nátt-
úrufegurð, hefir nafn Grænlands
jafnan vakið kuldahroll og mynd
nakinna fjalla umkringra jökli,
og oftast falinn þoku og illviðrum
við ísþakið haf, fyllt hjarta þeirra.
— Slíka ömurleikans hugsýn gef-
ur þeim sem láta óraunsæi og
fyrirfram gerða fordóma móta við-
horf sín og fullvissun, sem á eng-
um rökum er reist.
Sannleikurinn er sá að þarna í
Eystribyggð gefur allt aðra mvnd
að líta og víðast hvar í Grænlandi;
er það hin fjölbreytilega litadýrð
sem umvefur gjörvallt landslag
þess og greypir í hugann óafmá-
anlega mynd hinnar mikilfengleg-
ustu fegurðar sem mannlegt auga
getur séð.
Ef þátttakendur í slíkum leið-
angri, sem ég hef hér lagt til,
væru úr hópi ljósmyndara, eða á-
hugamanna á því sviði, myndi ég
ráðleggja þeim að hafa með sér
myndavélar og filmur sem hægt
væri að taka með landslagsmyndir
í litum. Þess konar minjar
mundu gera þeim slíka för ógleym
anlega.
í sambandi við útbúnað sem
menn þyrftu að hafa í slíka för,
sem hér er lagt til, vil ég taka
fram, að fyrir utan tjöld, svefn-
poka og nesti, þá er bráðnauð-
synlegt að hafa með sér flugna-
net til að smeygja yfir höfuðið
og' einnig áburð til þess að verj-
ast mýbiti, því fólk sem er óvant
því þolir það illa fyrst í stað.
Ég hef hér bent á það hvernig
bezt hentaði að fara íyrstu hóp-
ferðina til Grænlands einmitt til
þess svæðis, sem bezt gæti rifj-
að upp hin gömlu sögulegu tengsli,
svo þátttakendum gæti orðið margt
Ijósara um sögu Grænlands en nú
virðist hér almennt. En að aulci
væru þarna möguleikar til að
kynnast atvinnuháttum nútíma
Grænlendinga í tveimur allstóruin
þorpum ásamt landbúnaðartilraun-
um þeirra í hinni gömlu bænda-
byggð. •— Þetta ætti að geta Iagt
grundvöll að nánari kynnum milli
íslendinga og Grænlendinga nú-
tímans sem síðan gætu svo orðið
báðum til ávinnings.
Og síðast en ekki sízt ætti
svona leiðangur til Grænlands að
gera sitt til að útrýma ýmsum
þeim þruglkenndu hugmyndum
sem, hér sem annars staðar, ríkja
um líf og háttsemi Grænlend-
inga.
Síðar mætti svo ræða um
skipulagningu ferða til annarra
héraða Grænlands.
í júní 1957.
Ragnar V. Sturluson
Fimmfudagur 27. júní
Sjö sofendur. 178. dagur árs-
ins. Tungl í suðri kl. 12,12.
Árdegisflæði kl. 4,46. Síðdeg-
isflæði kl. 17,09.
DENNI DÆMAEAUSI
VAJii r;;,,. ......
L...
• ji fl.JJiv
" ■ jV'-'íí ií •/; Jú
/)\. ..A.Ij 1.Vi
. ) Ai ' I • :‘a ;.11”■■'5 fj
I )\:lb/Sd
Lárétt: 1. eldfjall, 6. straumur, 8. teg-
und, 9. grjót, 10. dýr, þf., 11. sjó, 12.
hvoftur, 13. kvenmannsnafn (stytting
þf), 15. vafða.
Lóðrétt: 2. sérvitur, 3. samhljóðar, 4.
blaðmyndun, 5. Nes, 7. Ás, 14. sér-
hljóðar.
Lausn á krossgátu nr. 378.
Lárétt: 1. eddur, 6. Róm, 8. aga, 9.
vor, 10. USA, 11. gúm, 12. nón, 13.
und, 15. króar. — Lóðrétt: 2. draum-
ur, 3. dó, 4. umvanda, 5. Rangá, 7.
hrani, 14. NÓ.
Fríkirkjufólk.
Munði skemmtiferðina austur i
Landssveit, sunnudaginn 30. júní.
Farseðlar seldir ti lföstudagskvölds í
Verzl. Bristol, Bankastræti.
Stigamaðurinn.
Stjörnubíó mun í kvöld sýna hina
frægu brazilísku kvikmynd Stigamað-
urinn. Verður hún sýnd kl. 7 og 9
og eru það síðustu forvöð til að sjá
myndina.
Ferðafélag íslands
fer fjórar iy2 dags ferðir um næstu
helgi. Á Heklu, í Þórsmörk og í Land
mannalaugar. Vegna mikilar eftir-
spurnar verður farið að Hagavatni
og upp á Langjökul. Lagt verður af
stað í allar ferðirnar kl. 2 á laugar-
dag frá Austurvelli. Farmiðar eru
seldir í skrifstofu félagsins Túngötu.
SJÓN ER
SÖGU
RÍKARI
íJíróitRkeppní
A alþjóðamótum átzt er við
af íþróttagörpum stórum.
Knattspyrnu- skák- og skíða-lið,
ásamt skyttum og ökuþórum.
En svo er nú liðfátt land vort enn,
að ti lleiks fara kannske einn — tveir menn,
með fáeinum fararstjórum.
Alltaf heyrum við undur ný
af afrekum slikra ferða,
heimsmælikvarðinn hann er því
helzt til stuttur að verða
íslendingum, sem út á við
um anda og líkams keppnisvið
sífellt sóknina herða.
Þótt fornkappar íslands úf um heim
öðluðust sigra stóra,
og óvinir flýðu undan þeim
með auma og rifna bjóra,
og ýms þeirra miklu afreksverk
um aldirnar geymist, sögumerk,
— ei finnst neitt um fararstjóra.
Þá Egill vor Skallagríms ytra var,
einn af íslands röskvustu sonum,
og fulihugans afrek fóru þar
fra múr djörfustu vonum.
— þá skilst mér það, eftir hæfni hans,
að það hefði ekki veitt af tugum manns
í fararstjórn handa honum.
Andvari.
Eg veit ekki hvað tóbakið heitir, en það er vond lykt af því.
Útvarpið í dag.
8.00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir.
12.50 „Á frívaktinni“, sjóm.þáttur.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
19.30 Harmóníkulög (plötur).
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 Náttúra íslands, erindi: Gróður
farsbreytingar og innflutning-
ur jurta, Ing. Davíðsson.
20.55 Tónleikar: Lög úr óperettunni
Leðurblakan eftir Jóh. Strauss.
21.30 Útvarpssagan: „Synir trúboð-
anna“ eftir Pearl S. Buck.
Hjúskapur
Á hvítasunnudag voru gefin sam-
an í hjónaband í Pennsylvaníu í
Bandaríkjunum ungfrú Artie Giano-
puios og Sigurður Helgason (Skúla-
sonar augnlæknis).
Laugardag fyrir hvítasunnu gaf sr.
Benjamín Kristjánsson saman í hjóna
band ungfrú Eddu Eiríksdóttur stúd
ent Kristnesi og Rafn Holgason bif-
vélavirkja Akureyri. Heimili ungu
hjónanna verður í Kristnesi.
Dagskrá Ríkisúfvarpsint
fsest f Söluturninum við Arnarhól
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Upplestur: Kristján Röðuls les
úr nýrri ljóðabók sinni „Fugl í
stormi.“
22.25 Sinfónískir tónleikar.
23.05 Dagskrárlok.
Sjö Islendingar fengu
kross 17. júní.
Hinn 17. júní 1957 sæmdi forseti
íslands, að tillögu orðunefndar, þessa
íslendinga heiðursmerkjum hinnar
íslenzku fálkaorðu:
Árna Thorsteinsson tónskáld, stór-
riddarakrossi, fyrir tónsmíðar og
störf að tónlistarmálum. Hann var
sæmdur riddarakrossi 1. janúar 1947.
Brynjólf Jóhannesson, leikara, stór
riddarakrossi fyrir störf í þágu leik-
listar. Hann var sæmdur riddara-
krossi 11. janúar 1947.
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir ridd
arakrossi fyrir störf að félags- og
mannúðarmálum.
Björn Pálsson flugmann, riddara-
krossi fyrir sjúkraflug.
Friðrik Jónsson oddvita, bónda að
Þorvaldsstöðum, Skriðdal. Suður
múlasýslu, riddarakrossi fyrir störf
að búnaðar- og félagsmálum.
Gunnlaug Blöndal, listmálara, ridd-
arakrossi fyrir störf sem listmálari.
Jón Steffensen, prófessor í læknis-
fræði riddarakrossi fyrir kennslu- og
vísindastörf.
Sýning Ásgeirs Bjarnþórssonar
Áesgir Bjarnþórsson listmálari hefir málvcrkasýningu i bogasal Þjóðminja
safnsins þessa viku. Opið kl. 2.—10 daglega. Myndin hér að ofan heiti
laxveiðimenn og er á sýningunni. Hún sýnir þrjá kunna Reykvíkinga búú
sig af stað til veiða.