Tíminn - 27.06.1957, Blaðsíða 8
Veðrið í dag:
Norðaustan gola, skýjað í dag.
Hitinn kl. 18:
Reykjavík 13 st., Akureyri 12 st.,
Kaupmannahöfn 14 st., London 11
st., París 22 st.
Fimmtudagur 27. júní 1957.
í mmningu Einars Helgasonar garðyrkjuírömuðar
Gamla gróðrastöðin við Laufósveg hefir verið skírð Einarsgarður í minningu Einars Helgasonar garðyrkjufröm
uðar, sem stofnaði stöðina á sinni tíð og var þjóðkunnur forvígismaður garðyrkju á íslandi. Um þessar mundir
eru 90 ár frá fæðingu hans. Af því tilefni hefir garðurinn verið fegraður og bæjarstjórn ákvað að kalla hann
framvegis Einarsgarð. í garðinum er nafn Einars og ártöl letruð með fögrum blómum í grasbrekku. (Ljósm. J.
Danska samvinnuhreyfingin og lýð-
háskólinn vöktu athygli Nehrus
Indverjar geta iært miki'S al dönsku samvinnu-
hreyfingunni, sagUi forsætisráíherrann, er hann
kvaddi Dani
Koma Jawaharlal Nehru til Danmerkur vakti mikla athygli
þar í lardi og er svo að sjá af blaðaskrifum og umsögnum
fréttamanna, að ferðin hafi orðið báðum til ánægju, dönsku
þjóðinni og hinum heimsfræga stjórnmálamanni.
Þegar Nehru kv'addi Dani og
hélt áfram ferð sinni á ráðstefnu
forsætisráðherra brezku samveldis
landanna — með viðkomu í Osló
— hafi hann ýmislegt að segja um
Dani og búskap þeirra, og var það
allt lofsamlegt. „Danmörk er land,
sem hefir náð miklum þroska og
framförum á braut lýðræðisins,
land, sem hefir róandi áhrif á hug-
ina, land, sem ekki býr við
árekstra né miklar þjóðfélagslegar
hræringar, land með notalegt and
rúmsloft, í stuttu máli, gott land
og hamingjuríkt. .. .“Þessari rós
stakk Nehru í hnappagat Dana, er
hann kvaddi.
Samvinnuhreyfing og lýðháskóli.
Það vakti athygli, að Nehru tal-
aði mikið um hve Indverjar gætu
lært mikið af samvinnuhreyfingu
Norðurlanda og um dönsku kaup-
félögin sagði hann m. a. þetta:
„..... Samvinnuhreyfingin
danska er kunn víða um heim.
Heima á Indlandi reynum við' nú
af fremsta megni að efla sam-
vinnuhreyfinguna hjá okkur. Eg
tel þó ekki, að unnt sé að flytja
reynslu eins lands til annars í
bókstaflegum skilningi, heldur
verði að laga hlutina eftir aðstæð j
um á hverjum stað. Hins vegar j
hafa Indverjar lært mikið af
þróunarsögu dönsku samvinnu-
hreyfingarinnar. . .
„Ég hefi einnig hrifizt mjög af
danska lýðháskólanum“, sagði |
Nehru. „Ég segi þó ekki, að hann
henti Indverjum, eins og hann er.
Vandamál okkar er að mennta
ungu kynslóðina og í okkar landi
er hún óskaplega fjölmenn, svo
fjölmenn, að verkefnið er risavax-
ið. En margt hjá danska.lýðháskól
anum er hollt fordæmi, sem við
höfum tekið eftir og lært af....“
Sláttur hafinn viða
í Borgarfirði
Sláttur er hafinn víða í Borgar-
firði og er spretta sæmileg, þrátt
fyrir þurrkana. Bændur þurrka nú
hey jafnharðan og það er losað.
Jörð er mjög þurr og akvegir svo
útleiknir, að rykmekki lcggur lang
ar leiðir undan farartækjum. AHar
ár eru vatnslitlar orðnar, og sum-
ar minni nú en oftast áður svo
snemma sumars.
40 manns fyrir rétti
á Formósu
Formósu, 26. júní: — í dag hóf-
ust í Teipeh réttarhöld í málum
40 manna, sem sakaðir eru um að
hafa átt sök á óeirðunum miklu
fyrir nokkrum vikum, er æstur
múgur gereyðilagði bandaríska
sendiráðið á eynni og grýtti ser.di-
ráðsstarfsmenn.
Erlendar fréttir
í fánm ©rðiim
RAÐSTEFNA brezku samveldisland-
anna hófst í Lundúnum í gær.
Fyrst verður rætt um heimsmál-
in yfirleitt, m. a. Mið-Austurlönd
og Ungverjaland.
DANSKA stjórnin hefil’ lýst yfir, að
hún geti fallizt á að leyfa hern-
aðareftirlit úr lofti yfir Græn-
landi norðan 63. breiddarbaugs.
NORSKA stjórnin kveðst ekki vera
mótfallin slíku liernaðareftirliti
yfir Norður-Noregi.
BREZKA stjórnin kveðst geta faliizt
á að hætta tilraunum með kjarn-
orkuvopn, ef samkomulag næðist
um að hætta framleiðslu slíkra
vopna. —
AlþjóðahafrannsóknarráðiS ákvað
þátttöku Rússa í síldarrannsóknum
Rússar geríust aíilar acl ráíiinu á s. I. ári
Þátttaka Rússa í síldarrannsóknunum á Norður-Atlantshafi
er gerð samkvæmt ákvörðun Alþjóðahafrannsóknarráðsins.
Frá þessu er skýrt í fróltatilkynningu frá sjávarútvegsmála-
ráðuneytinu, sem blaðinu barst í gær, og er birt vegna blaða-
skrifa um íund fiskifræðinga 4 þjóða á Seyðisfirði. í tilkynn-
ingunni segir á þessa leið:
Undanfarin fimm ár hafa vís-
indamenn frá Danmörku, íslandi
og Noregi haft með sér samvinnu
um rannsóknir á hafinu milli ís-
lands og Noregs og norður af ís-
landi. Er samvinna þessi einn lið
ur í margþættri starfsemi Alþjóða
hafrannsóknaráðsins.
Á s. 1. ári gerðust Sovétríkin
meðlimur Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins og sendu fulltrúa á árs-
þing stofnunarinnar, sem haldið
var í sept. s. 1.
Sovétríkin hafa stundað síldveið
ar í stórum stíl í Norður-Atlants-
hafi undanfarin ár og haldið uppi
margþættum rannsóknum á svæð-
inu.
Innan Alþjóðahafrannsóknaráðs
ins starfa allar þjóðir, sen» liggja
að sjó í Norður- og Vestur-Evrópu.
Er reynt að samræma rannsókn-
arstarfsemi þessara þjóða og skipt
ast vísindamenn á upplýsingum í
því sambandi, svo að sem mest
gagn megi verða af rannsóknun-
um. Þegar Sovétríkin hófu þátt-
töku í starfsemi ráðsins á s. 1.
hausti, lögðu fulltrúar þeirra fram
margs konar skýrslur og upplýsing
ar um rannsóknir sínar á Norður-
Atlantshafi, m. a. að því er snerti
síldina á þessu svæði.
Það lá því í hlutarins eðli, að
fiskifræðingar frá Sovétríkjunum
Hagstæðari sjávarhiti -
meiri síld
Vísindamenn á rannsóknarskipum 4 þjó'Sa
birta skýrslu um síldarrannsóknir
Vísindamenn rannsóknarskipanna Dana, G. 0. Sars, pró-
fessor Mesjatsev og Ægis hafa haldið fundi á Seyðisfirði 24.
til 26. júní og borið saman gögn sín, segir í fréttatilkynningu.
yrðu með í samvinnunni um síld-
arrannsóknir á Norður-Atlantshafi
og var út frá því gengið á árs-
fundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins
á s. 1. hausti, að svo yrði. Þátttaka
fiskifræðinga frá Sovétríkjunum í
fundinum á Seyðisfirði er því í
beinu framhaldi af því, sem ákveð
ið hafði verið innan Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins.
Aukaferðir í mið-
næfursólarflug
Mikil eftirspurn hefir verið eft-
ir miðnætursólarflugi með Flug-
félagi íslands og er nú uppselt í
allar ferðir sem upprunalega var
ákveðið að fara. Vegna þessa mikla
áhuga hefir verið ákveðið að fara
þrjár ferðir til viðbótar og verða
þær farnar 27. júní, 1. júlí og 2.
júlí. Flogið er í hinum nýju Vis-
count flugvélum Flugfélagsins, og
farið af stað héðan kl. 23. Til baka
er komið eftir um það bil tveggja
stunda flug. Fólk ætti ekki að
draga lengi að tryggja sér miða í
aukaferðirnar enda má búast við
að þær fyllist fljótlega.
Gerð voru kort yfir lárétta hita-
dreifingu á 20, 50 og 100 metra
dýpi. Einnig var gert kort, er sýn-
ir útbreiðslu síldarinnar á hafsvæð
inu austan íslands og norðan Fær-
eyja allt norður fyrir Jan Mayen.
Einungis lágu fyrir átukort frá
Ægi og Professor Mesjatsev.
Niðurstöður.
Á grundvelli þessara gagna var
komizt að eftirfarandi niðurstöðu:
Á svæðinu vestur og norður af
Islandi var hærra hitastig en á
síðasta ári í efstu 20 metrunum,
sérstaklega á norðursvæðinu. Það
er hærra en 1954 metra dýpi var
hitinn norðan íslands um 1 gráðu
hærri en eðlilegt er í júní og tölu-
vert hærri en á síðasta ári. Lega
íssins norðvestan íslands var svip-
uð og á siðasta ári. Við Horn var
ísinn í 25 til 30 mílna fjarlægð frá
ströndinni, en út af Húnaflóa gekk
ísröndin beint í norður svipað og
í fyrra. Núna eins og í fyrra lá ís-
inn nær norðurströndinni en verið
hefir síðustu árin. Norðan og vest
an Jan Mayen lá ísröndin mun
vestar en undanfarið. Milli 71 og
72 gráðu Nbr. lá ísröndin 165 míl-
um vestar en 1956 og 180 mílum
vestar en árin 1955 og 1954. Á
þessu svæði var breidd íssins frá
Grænlandsströnd aðeins 80 mílur.
Hærri sjávarhiti.
í samræmi við litla víðáttu rek-
íssins reyndist sjávarhitinn norðan
og norðvestan Jan Mayen 1 til 2
stigum hærri en á undanförnum
árum. Hitastig efstu 50 metranna
í köldu tungunni sunnan Jan May-
en og austan íslands reyndist
hærra en undanfarin ár. Mót At-
lantssjávarins og köldu tungunnar
norðaustan Færeyja lágu nú um
50 til 60 mílum austar en í fyrra.
I efstu 50 metrum Atlantshafssjáv-
arins undan Noregsströndum er
kaldara en 1956. Á 100 metra dýpi
er hitadreifingin svipuð og í fyrra.
Samanburður á hitastigi í 20 metra
dýpi og síldarmagni leiddi í ljós,
að mjög mikið síldarmagn var á
mótum Atlantshafssjávarins norð-
austan Færeyja.
Mikil síld.
Mjög mikið síldarmagn fannst á
svæðinu milli 66. gráðu og 68.
gráðu Nbr. og 6. til 10. gráðu VI.
Mikið síldarmagn fannst á 64.
gráðu Nbr. milli 6. og 10. gráðu
VI. og einnig milli 65. gráðu og 67.
gráðu Nbr. og 10. og 12. gráðu VI.
Annars staðar fannst allmikið síld-
armagn á takmörkuðum svæðum
og er það sýnt á kortunum, sem
útbýtt verður. Lega síldarsvæðisins
norðaustan Færeyja var áþekkt
því, sem var 1955, en þó er síldar-
svæðið öllu stærra nú. Á hafsvæð-
inu austan íslands 65. gráðu til 68.
gráðu Nbr. og 6. gráðu til 12. gr.
VI. fannst meira síldarmagn í vor
en á undanförnum árum. Á þessu
ári eins og í fyrra fannst meira
síldarmagn í vor en á undanförn-
um árum. Á þessu ári eins og í
fyrra fannst mikið síldarmagn um
68. gráðu Nbr. og 14 gráðu VL,
norðaustur af Langanesi.
Átan.
Hvað átumagn í júní viðvíkur
sýna gögn rannsóknarskipanna
Professor Mesjatsevs og Ægis, að
átumagnið reyndist meira nú en
í fyrra í mið- og austurhluta Nor-
egshafs og undan vestur- og norð-
vesturströnd íslands.
Zorin:
TiII. Breta og Banda-
ríkjanna mjög athygl
isverðar
London, 26. júní. — Enn var
fundur haldinn í dag í afvopnunar
nefnd S. þ. Stassen, aðalfulltrúi
Bandarílkjanna lagði fram og
skýrði tillögur Breta og Banda-
ríkjamanna. Zorin, fulltrúi Rússa,
kvað þær mjög athyglisverðar og
fevaðst taka þær til nákvæmrar at-
hugunar.
Svalbakur landar
á Ólafsfirði
Ólafsfirði í gær: — Togarinn
Svalbakur frá Akureyri er hér að
landa 270—280 lesta farmi. Lönd-
uninni Iýkur vart fyrr en á morg-
un. í gær lagði héðan af stað hóp
ur manna til Raufarhafnar til að
vinna þar við síldarsötlun í sumar.
Hér bíða menn óþreyjufullir á
plönunum eftir leyfi til að fá að
salta. BS.
Konunglegt skilnaðarmál
Egypzkt blað hefir skýrt frá því, a'5 Hussein Jórdaníukonungur hafi i sl.
viku fengið skilnað frá drottningu sinni, Dinu, sem er egypzkrar ættar.
Hjónabandið hefi rverið í upplausn um nokkra hríð. Dína drottning hefir
dvalist hjá ættfólki sínu í Cairo siðan í september 1956, en Hussein situr
sem kunnugt er í Amman, höfuðborg Jórdaniu. Konungshjónin eiga eina
dóttur barna, Alíu prinsessu. Það urðu mikil vonbrigði í Jórdaníu, er drottn
ingin fæddi dóttur. Dína drottning er 29 ára, en Hussein konungur 22 ára.