Tíminn - 30.06.1957, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.06.1957, Blaðsíða 12
Hitinn kl. 18: Reykjavík 14, Akureyri 15, París 31, Khöfn 27, Stokkhólmur 13, London 24. I Gjöf, sem gladdi drottninguna Þegar konungshjónin sænsku komu í ráðherrabústaðinn í gær var þar fyrir ofurlítil sending til drottningarinnar og bréf með, sem hljóðar á þessa leið: „Yðar hátign! Sem lítinn þakk lætisvott fyrir alla þá vinsemd, sem sonur minn hefur átt að mæta í Svíþjóð við háskólanám sitt þar, bið ég yðar hátign að þiggja þetta sjal, sem ég hefi sjálf gert úr íslenzkri ull. Með mikilli virðingu, íslenzk móðir.“ Drottningin tók hrærð og glöð við þessari gjöf. Hugulsemi hinnar íslenzku móður ' snart liana djúpt. .& Sunnudagur 30. júní 1957. til móts vi Jóhannes Jósefsson sæmdur fálkaorð Veatið í dag: SÍrðaustan og sunnan Smáskúrir. gola — Gengið Forsetahjónin ganga ásamt forsetaritara, til móts við flugvél sænsku konungshjónanna. Til hægri er ríkisstjórnin, talið frá vinstri: Hermann Jón- asson forsætisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra, Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra, Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra og Lúðvík Jósefsson sjávarútvegsmáláráðherra. Næstur honum stendur Emil Jónsson forseti Sameinaðs Alþingis. (Myndina tók Guðni Þórðarson). unm Forseti íslands hefir í dag, að tiliögu orðunefndar, sæmt Jó’ hannes Jósefsson, hóteleiganda, fyrsta formann Ungmennafélags íslands, riddarakrossi fálkaorð- unnar, segir í fréttatilkynningu frá orðuritara, dags. í gær. Dagskrá konimgskeimsóknar- innar í dag og á morgnn KL. 9,55 koma konungshjónin og fylgdarlið þeirra, forsetahjón in og menntamálaráðherra að Iláskóla íslands. Rektor og deilda- forsetar taka á móti þeim og fylgja til hátíðasals. Þar ávarpar rektor, dr. Þórkell Jóhannesson hina tignu gesti, en síðan flytur IlaHdór Kiljan Laxness skáld ræðu. Dómkirkjukórinn syngur sænsk og íslenzk lög, undir stjórn dr, Páls ísólfssonar. KL. UM 10,40 koma gestirnir í Þjóðminjasafn og tekur Krist- ján Eldjárn þjóðminjavörður á móti þeim og sýnir þeim safnið. Síðan heimsækja gestirnir Listasafn ríkisins og fylgja mennnta- málaráðsmenn og umsjónamennn safnsins um safnið, en kl.12,10 aka konungshjónin til Bessastaða þar sem þau lilýða messu í vBessastaðakirkju kl. 19 30. Síðan snæða þau hádegisverð í boði forsetahjánanna. KL. 1C hefst móttaka Reykjavíkurbæjar í Melaskólanum, þar mun horgarstjórinn ávarpa hina tignu gesti. KL. 18,40 aka konungshjónin frá Ráðherrabústaðnum að veit- ingahúsinu Nausti, þar sem kvöldverður er snæddur, en kl. 19,50 aka þau til Þjóðleikhússins þar sem hátíðasýning á Gullna hliðinu liefst kl. 20. Lýkur þar með dagskrá í dag. Á MORGUN hefst dagskrá konungshjónanna kl. 9,50, er þau aka að Fiskiðjuveri ríkisins, í fylgd forsetahjóna, íslenzks fylgd- arliðs og ýmissa embættismanna. Dr. Jakob Sigurðsson sýnir fiskiðjuverið, Kl. 10,20 verður ekið til fiskverkunarstöðvar bæjarútgerðarinnar og þar sýna forstjórarnir Jón Axel Péturs- son og Ilafsteinn Bergþórsson framkvæmdirnar. Kl. il,20 hefst Þingvallaför. Verður staðnæmzt í Almannagjá kl. 12,15 og próf. Einar ÓL Sveinsson skýrir sögu staðarins. Kl. 12,45 hefst há- degisverður ríkisstjórnarinnar í Valhöll. Kl. 14,30 verður ekið til Reykjavíkur, uin Ljósafoss, Ölfus, Ilellisheiði, Suðurlands- braut, Miklubraut og Hringbraut og komið að ráðherrabústaðn- um um kl. 16,30. KL. 16,50 liefst móttaka fyrir sænska boðsgesti í ráðherrabú- staðnuin og kl. 20 er kvöldverður Svíakonungs í Þjóðleikhús- kjallaranum. Lýkur honum um kl. 23,05. BROTTFÖR koiiungshjónaiina er frá Reykjavíkurflugvelli kl. 10 á þriðjudagsmorgun. Konungshjónin aka frá ráðherrabú- staðnum kl. 9.40. Landsmót UMFI hófst á Þingvöllum í gær í hlýju veðri og mildu Mótieo verður fialdið áfram i dag, og fer þá fram afeíælisfiátið félagsins Tíunda landsmót Ungmennafélags íslands, sem jafnframt er fimmtÍLi-'ára afmælishátíð félagsins hófst á Þingvöllum í gærmórguh. Klukkan 9 höfðu þáttakendur í íþróttakeppni dagsins og fimleikamenn fvlkt liði, og var gengið í skrúð- göngu inn á vellina undir Þingbrekku. Fyrir fylkingunni var borinn þjöðfáninn og Hvítbláinn, merki UMFÍ. Forseti ísiánds, herra Ásgeir Ás- geirsson, var. fyrir á völlunum á- samt forsetáfrúnni, og gekk fylk- ingin fyrir þáú og heilsaði. Síðan sctti forsetmrU'tnótið með ræðu. Afhenti hatin "Ungmennafélaginu að gjöf fagfan.;.pg vandaðan bikar sem keppt skal Um á mótinu. Bik- arinn er farandbíkar og vinnur það héraðssambánd hann sem flest stig hlýtur í samaniogðum íþróttagrein- um mótsins, A,ð ræðu forseta lok- inni hofst íbró’fiakeppni, og var ( keppt í kúluvarpi, hástökki, og und anrás 100 met,rá hlaupsins var háð. fþróttir og.máííundir. Eftir hádegl-fór fram í Hvera- gerði sundkeppni landsmótsins. Þátttakendur íékeppninni voru 60 talsins. Á Þingvöllum var haldið áfram íþróttakeppni, og var keppt í kringlukasti, þrístökki, 80 m hl. kvenna, 1500 m hl. og 1000 m boðhl. Um kvöldið var haldinn málfundur, og voru ræðumenn þar þeir Vilhjálmur Einarsson, Hall- dór Kristjánsson, Sigurður Greips- son og Guðjón Ingimundarson. Áð lokum var stiginn dans. Veður var hlýtt og milt á Þing- völlum í gær en þykkt loft og lá við rigningu með köflum. Um kvöldið birti þó nokkuð til og voru horfur á batnandi veðri í dag. Mik- ill mannfjöldi safnaðist til Þing- valla á hátíðina, og var risin þar mikil tjaldborg er leið á daginn. Ifátíðin fór hið bezta fram í alla staði, og ekkert það gerðist er spillt gæti gleði manna. Landsmótinu verður haldið á- j fram í dag. íþróttakeppni fer fram j fyrri hluta dags, um hádegið er j guðsþjónusta, og prédikar sr. Ei- j ríkur Eiríksson form. UMFÍ. Síð- i degis fer fram afmælishátíð, og j verða þar fjölbreytt ræðuhöld og skemmtiatriði. Hátíðinni lýkur um kl. 20 í kvöld. Dómurinn yfir Thor- stein Petersen var Erlendar fréttir í fánm orðum Eisenhower Bandarikjaforseti hefir lýst Lousiana-fylki í neyðarástand eft ir hinar miklu náttúruhamfarir sem gengu þar yfir í gær og ullu ægilegu tjóni. Óttast er að mörg hundruð' manns hafi farizt. Kadar-stjórnin skýrði frá því í gær, að „hetjan frá Budapest" hershöfð inginn Paul Maleter yrði senn dreg inn fyrir dómstóla stjórnarinnar. f fyrradag voru 5 leiðtogar frelsissveit anna skotnir. Stormur á miðenum í gær og engiíi síld Er blaðið átti tal við Síldarleit- ina á Siglufirði í gærkveldi var enn stormur á miðunum og hvergi vinnuviður. Ekki hafði frétzt til þess, að nokkrir bátar hefðu reynt að kasta, þó að marg ir þeirra hefðu legið við úti. í dag bárust þær fréttir frá norskum skipum, að síld hefði sézt norður af Langanesi. Stefndi nokkur hluti flotans þá þegar austur á bóginn, en sneri við vegna veðurs. mildaður Kaupmannahöfn í gær: Hæsta- réttardómur yfir Thorstein Pet ersen, fyrrum bankastjóra Sjó- vinnubankans í Þórshöfn féll i dag og var mjög mildaður frá undirréttardómi. Hann var nú dæmdur í 40 daga fangelsi fyrir að hafa brotið bankalöggjöfina og fyrir ónákvæmt bókhald, en hann var sýknaður af ákæru um sviksemi og hann færa að halda réttindum sínum sem lögfræðing ur. — Aðils. Westergaard- Nielsen ver doktors- ritgerð Kaupmannahöfn 29. júní. í gær varði Christian Westergard-Nil- sen prófessor doktorsritgerð sína um biblíuþýðingar á íslenzku í Ilafnarháskóla. Westergárd-Nii- sen hóf mál sitt á því að hylla ísland, landið sem gaf honuin efn ið í doktorsritgerðina. Fyrsti op- inber andmæli var Jón Helgason prófessor, andmælandi ex audi torio var Peter Skautrup préfess or frá Árósum og síðari opinber andmælandi var Louis Hamraer- icli prófessor. Allir andmælendur hrósuðu Westergárd-Nilsen mjög fyrir þýðingarmikið vísindastarf lians, og hann varð doktor með liinum mesta sóma. — Aðils 10 italskir fjallgöngumenn fórust í gær í svissnesku Ölpunum. Snjó- hengja brast og hrapaði hópurinn niður þverhnípt hengiflug. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.