Tíminn - 17.08.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.08.1957, Blaðsíða 2
Afturrúðan er staerri. Breytingar á Volks- wagen Um þessar mundir dvelur hér ■] þýzkur verkfræSingur frá Volks-1 II wagen verksmiðjunum í Þýzka- j fg landi, Helmut Hiller að nafni. Hann heldur námskeið fyrir bif- véíavirkja hjá umboðum bifreið- anna víða um lönd og gefur jafn framt ráðleggingar um meðferð og viðhald bílanna með tilliti til vegakerfis hvers lands. Meðan Hiller dvelur hér eru fyrstu Volkswagen-bílarnir að koma hing að eftir nokkra breytingu, sem hefur verið gerð á þeim. Þær eru einkum fólgnar í stærri gler- fleti en áður, þannig að afturrúða hefur stækkað að mun og fram- rúða nokkuð. Þá hefur benzín- stígi verið breytt og rýmra er orðið fyrir faetur ökumannsins en áður. Bílaverkstæði P. Stefánsson ar h.f. annast nú viðgerðir þess- arar bifreiðategundar, en umboð hefur heildverzlúhin Hekla h.f. Hverfisgötú 103. Skemmtiferð F.U.F. um Borgarfjörð Eins og áður hefur verið getið, efnir Félag ungra Framsóknar- manna til liópferðar um Borgar- fjörð í dag. Lagt verður af stað frá Þjóðleikhúsinu, Lindargötu- megin, klukkan fjögur og tjaldað að Bifröst annað kvöld. Á sunnu daginn verður ferðast um héraðið og sögufrægir staðir skoðaðir. Seinnihluta dags verður komið á héraðsmót Framsóknarinanna að Bifröst og dvalið þar frameftir kvöldi. Margt ungt fólk hefur nú látið skrá sig til ferðarinnar og aðeins örfá sæti eru laus. Aliar upplýsingar um ferðina eru gefuar á skrifstofu Fram- sóknarflokksins, sírfri 16066. Söngkennslunám- skeið haldið í byrj- un september Söngkennslunémskeið fyrir kenn ara verður haldið í Réykjavík á vegum Sörigkennarafélags íslandis og með stuðningi Fræðslumála- skrifstofunnar, frá 31. ágúst til 14. september n. k. Aðalkennarar verða þessir: Sigurður Birkis söng- málastjóri, kennir tónmyndun, en Jóhann Tryggvason tónlistarkenn- ari frá London, annast almerinar leiðbeiningar í skólasöngkennelu. Kennir einnig á blokkflautu þeim, sem ósba. Kennsla á námskeiðinu er ókeypis. Umsöknir sendist Fræðsluimálaskrifstofunni, sem veitir allar nánari upplýsingar. Helmut Hiller. Meistaramót Islands í frjálsíþróttum fer fram um helgina Keppendur eru 104 frá 16 félögum og hératSa- samböndum. 10 ára afmæli Frjálsíþróítasam- bands Islands (FRl) 50 innbrot . í.!2m TÍMINN, laugardaginn 17. ágúst 195T. Hinn nýi yfirmaður varnarliðsins tók við störfum í gær Hátiðleg athöfn á Keflavíkurflugvelli aí vi<S- stöddum ambassadorum NATO-ríkjanna og fleiri gestum. Nýr hershöfðingi hefir nú tekið við störfum sem yfirmað- ur bandaríska varnarliðsins á íslandi. Henry G. Thorne. hers- höfðingi tók formlega við embætti sínu um hádegi í gær, af John W. White, sem lætur af störfum. Embættaskiptin fóru fram við hátíðlega athöfn í flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Hershöfðingjarnir könnuðu her- mannaflokka úr landher, flugher og flota, en herliljómsveit lék þjóð söngva Bandaríkjanna og íslands. Viðstaddir voru utanríkisráðherra íslands, ásamt fulltrúum í utan- ríkis- og varriarmálaráðuneytinu, ambassadórar allra NATO-ríkj- anna, lögreglustjórinn á Keflavíkur flugvelli, yfirménn varnarliðsins, blaðamenn og ýmsir fleiri gestir. Bóðið í liádegisverð. Að athöfninni lokinni var efnt til hádegisverðarboðs. Þar fluttu hershöfðingjarnir tveir ræðpr. — White hershöfðingi kvaðst hverfa héðan af landi enn sannfærðari en fyrr um mikilvægi Atlants- hafsbandalagsins fyrir hinar frjálsu þjóðir. Hann yfirgæfi ís- land með ljúfar minningar um náttúrufegurð landsins og vináttu þjóðarinnar. Hinn nýi yfirmaður varnarliðs- ins kvaðst myndi leggja á það megináherzlu í starfi sínu, sem yfirmaður varnarliðsins, að stjórna þannig málum þess, að minnka sem mögulegt væri þær hyrðar er á íslendinga væru lagðar í sam- bandi við dvöl hersins hér á landi. Ef gagnkvæmur andi samvinnu og vináttu ríkti, myndi vel til takast. (Framhald af 8. síðu). inum 14—17 ára játað á sig ein tuttugu og fimm innbrot, sem þeir frömdu í sameiningu. Meðal ann- arra staða, þar sem þeir brutust inn, má nefna verzlun Hans Peter sens í Bankastræti. Þar stálu þeir einni haglabyssu, rifli, miklu af skotfærum og tveimur sjónaukum á byssur. Þeir brutust einnig tvisv ar inn í heildverzlunina Kristjáns son h.f. og stálu í fyrra skiptið þremur kventöskum og sjónauka og fimmtíu krónum í peningum og í síðara skiptið nokkru af skiptimynt. Þá brutust þeir inn í Herratízkuna á Laugavegi og stálu þaðan fimm þúsund krónum og lítilsháttar af vörum. Þeir brutust tvisvar inn í sendibílastöðina Þröst hjá Defensor og stálu meðal annars þremur peningakössum það an með samtals þrjú hundruð kr., og í verzlunina Brautarholt 20 fóru þeir og stálu töluverðu af vindlingum og sælgæti og hundr- að og fimmtíu krónum í peningum. Tveir á ferð. Tveir drengir, fimmtán og sext- án ára, hafa viðurkennt fimmtán þjófnaði, aðallega úr bílum, af- greiðslum og ólæstum íbúðum. — Þeir stáju meðal annars kven- tösku með fimm hundruð krónum, á öðrum stað náðu þeir kuldaúlpu, en mesti þjófnaður þeirra var stuld ur á verðmiklu trommusetti frá hljómsveitínni í Tjarnarkaffi. Það brutu þeir og hentu sumu af því í sjóinn. 31. Meistaramót íslands (aðal- liluti), Kvennameistaramótið og Drengjameisíaramótið fara fram hér á íþróttavellinum um helgina. Hefst keppnin kl. 4 e. h. á laug ardag og sunnudag, en kl. 7.30 e. h. á mánudag. Meðal keppenda eru allir beztu íþrótitamenn lands- ins þ. á m. Vilihjá'limur Einarsson, Hilmar Þorbj'örnsson, Valbjörn Þorláksson, Svavár Markússon og Gunnar Huseby.. Er þetta með fjölmennustu meistaramótum, sem hér hafa ver ið haldin, samtals 104 keppendur, þar af- 51 í meistaramóti karla, 37 drengir og 16 konur, sem er ó-1 venjuleg þátttaka sé tekið tillit til þess að frjiáilsíþrótta'mót kvenna hatfa legið niðri hér. í Reykjavík sl. 5 ár. 10 ára afrnæli Frjálsíþrótta- sambands íslands. Frjálsiþróttasamhand íslands (FRÍ) var stofnað 16. ágúst 1947 og á þVilO ára afmæli uim þessar mundir. Starf FRÍ hefir í.meginat riðum verið í því fólgið að hafa á hendi yfirstjórn rsl. frjádsíþrótta- mála, vinna að eflingu þeirra og koma fram erlendis fyrir hönd frjiáisíþrótta á ísiandi. Að sjálf- sögðu er hér eigi rúm til að rekja hin margþættu störf og verkefni, sem FRÍ hefur leyst af hendi sl. j 10 ár, en bó má geta þess að ísl. frjáhíþróttamenn hafa hiáð 8 sinn um landskeppni við nágrannaþjóð irnar og sigrað þær í 5 skipti. Við höfum eignast Norðurlandameist- ara, Norðurlanda'm'ethaía, Evrópu- meistara og síðast en ekki sízt 01 ympí um e th afa og silfurverð launamann á Qlyimpíitieikum. Þeir, sem gegnt hatfa formanns- störfum sl. 10 ár, eru:. Knráð Gísia son, Lárus Hajldórsson, Garðar S. Gíslason, Jóhann Bernhard, Bragi Kristjánsson og- nú sl. 3 ár Bx-ynjóil'ur Ingólisson. Dönsk bék um bandritamálfö (Framhald af 1. síBu.) dönsk blöð höfðu uppi. Greinina sendi hann blöðunum, en hún var aldrei birt vegna ritskoðunar her- námsins og hefir síðan fxilið í fyrnsku og er nú birt í fynsta sinn. Forsaga sjálfstæðis- baráttunnar. Næst er grein eftir Bjarna M. Gíslason, og netfnist hún „Bag- grunden for Islands Selvstændig- hedskamp. Rekur hann þar í stór- um dráttum samskipti Dana og ís- lendinga fyrr á öldum, ekki sízt áhrif einokunarverzlunarinnar og þróun vaxandi sjálfstæðisvitundar þjóðarlnnar, unz hún varð að sterkri sjálfstæðisbaráttu. Þá er bnáðsnjöll grein eftir séra Sigurð Einarsson er nefnist „Saga- traditionen i islandsk folkelig kul- tur“. Er þar á áhrifaríkan hátt sýnt fram á, hvern sess fornbók- menntir íslendinga skipa í vitund þjóðarinnar og handritin geyma það, sem þjóðinni er og hefir ver- ið lifsins brauð. Veigamiklar röksemdir. Næstf er alllöng grein eftir Ein- ar 01. Sveinsson, prófessor er nefnist „Haandskriftsagen set fra et islandsk synspunkt“. Þar eru fram settar veigamiklar röksemd- ir fyrir máistað okkar í handrita- málinu og hrakið ýmislegt, sem fram kom í danska nefndarálit- inu og lýst frá sjónarmiði vís- indamannsins, hve nauðsynlegt það er að hafa handritin hið næsta sér, og á íslandi eru langflestir þeir menn, sem að handritarann- sóknunum vinna. Þá skrifar Jörgen Bukdahl rit- höfundur greinina „Manuskript- sagen og Norden'í. Þar eru færð rök að því, að handritamálið verði að leysa á norrænum fé'lagsgrund- velli, og það verði ekki gert nema á einn veg. Loks er grein S. Haugstrup Jen sens, kunns dans-ks skólamanns, og nefnist hún Videnskab og Haand- skriftssag. Ræðir hann þar meðal annars um bók Bjarna M. Gísla- sonar og sýnir fram á, hvernig hann liefir hrakið hin veigamestu atriði í danska nefndarálitinu. Innbrot í Herra- tízkuna í fyrrinótt var brotizt inn í Herratízkuna, Laugavegi 27, og stolið þaðan einhverju af fötum. Brotin hafði verið þykk rúða í ihurðarglugga og notaður til þess steinhnullungur og lásinn síðan opnaður. Eitthvað af peningum var í verzluninni, en þeir voru ekki snertir. KR-liðið sigraði lið allra Norðurlanda KAUPMANNAHÖFN í gær. — í gær lauk nerræna unglinga- mótinu í knattspyrnu með sigri íslands, þar sem unglingaflokkur KR sigraði síðast lið Glostrup með 3 mörkum gegn 2. Þegar leiktíma var lokið stóðu leikar 2:2, og varð að framlengja leikinn. Þá segði hið ágæta úfchald fslending- anna tU sín og þeir bættu við þriðja markinu. — Aðils. Pólskar hjúkrunar- konur heimta hærra kaup NTB — VARSJÁ, 16. ágúst. — Samband hjúkrunarkvenna í Pól- landi hefir sett fram kröfur um launahækkanir. Halda fulltrúar hjúkrunarkvenna, lækna og starfs fólks í sjúkráhúsum fund um mál- ið á morgun. Laun hjúkrunar- kvenna eru ein þau lægstu í Pól- landi. Stjórnarvöldin hafa boðið lítilsháttar hækkun, sem mæta átti með hækkuðum skatti á vodka. Hjúkrunarkonum þykir hækkunin allt of lítil og krefjast meira. Málverkasýning Criados MÁLVERKASÝNING bandaríska málarans Valentins Criadós í Sýn ingarsalnum * á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis hefur nú staðið yfir síðan 9. ágúst. Aðsókn hefur verið góð og nokkrar myndir þeg- ar seldar. Sýningunni átti að Ijúka þ. 18. ágúst, en hefur nú verið fram- lengd til miðvikudagskvölds 21. ágúst. Stúlkurnar, sem i sumar hafa dvalið aS kven- skátaskólanum að Úlfljótsvatni, koma til bæjarins á mánudag. Þær koma að Skátaheimilinu kl. 4.30. Hús í smíðum* MHtl'MQrOtnan lösiðgnarun*' (reyúiavlkur. truiin «nr*Elum vlð meo filnum n#»« KvasmuBtu •Bllmiium. B'itai TOS9, Félagsmálaráðuneytið bíður eftir skýrslu borgarstj. í útsvarsmálinu Félagsmálaráðuneytið hefir að undanförnu haft til með- ferðar kæru fulltrúa minnihlutaflokkanna út af umframálagn- ingu bæiaryfirvaldanna í Reykjavík. þar sem lagðar voru á 7 milljónir umfram þá heimild, sem félagsmálaráðuneytið gaf. Fyrir bæjarráðsfundi fyrir nokkrum dögum lá svo bréf fé- lagsmálaráðherra, þar sem borgar stjóri er beðinn um nánari skýr- ingar á þessai umframálagningu og orsökum hennar. Lýsti borgarstjóri yfir á bæjar ráðsfundinum, að hann mundi senda félagsmálaráðuneytinu greinargerð þá, sem niðurjöfnunar nefnd hefir samið um málið, og þegar hefir birzt í blöðum, og einnig æskja ýtarlegri greinargerð ar niðurjöfnunarnefndar um mál- ið. Þá mundi hann einnig svara félagsmálaráðuneytinu með bréfi og skýra máliö frá sjónarmiði bæjaryflrvaLda Reykjavíkii'r. Beðið skýringa borgarstjóra. Eins og af þessu sést bíður nú félagsmálaráðuneytið eftir greinar gerð og skýringum borgarstjóra í máli þessu, en að þeim fengnum virðist augljóst, að, félagsmálaráðu neytið kveði upp' úrskurð sinn í málinu. I , i . i * f ¥■ -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.