Tíminn - 17.08.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.08.1957, Blaðsíða 4
4 T í MI N N, laugardaginn 17. ágúst 1957, Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. KlUtjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinwo* (áb) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og Maðamenn). Auglýsingasímn 19523, afgreiðsiuaími 12323 Prentsmiðjan EDÐA hf. Áróðurinn gegn samvinnufélögunum í SKÝRSLUM sam- vinnusamtakanna er frá því greint, að á árabilinu 1946 -—1954 hafi kaupfélögin end- urgreitt félagsmönnum sln- um 39 milljónir króna. Hver er endurgreiðsla einkafyrir- tækjanna? Á nýliðnum frí- degi verzlunarmanna var fullyrt, að kaupfélögin í land inu hafi ekki annast vöru- dreifingu með hagkvæmari hætti en einkaverzlun. í ræðu formanns Verzlun- arráðs íslands, sem birt er í Mbl. 10. þ.m. er m.a. svo að orði komizt: „Einkaverzlunin og sam- vinnufélögih hafa frá önd- verðu starfað hlið við hlið hér á Iandi á samkeppnis- grundvelli. Virðist þar gefa auga leið, að i slíkri sam- keppni má ekkert fyrirtæki vera öðru dýrseldara að jafn aði, ef það á ekki að heltast úr lestinni. Sé það nú staðreynd, að um óeðlilegan verzlunarhagn að hafi verið að ræða hjá þessum aðilum, ætti það að hafa komið mjög greinilega í ljós hjá samvínnufélögun- um, en hverjum félagsmanni þeirra er greiður aðgangur að reikningum þeirra. Svo virðist þó ekki vera, og er að sjá, sem samvinnufélögin hafi ekki talíð sér fœrt að annast vörudreifingu með lægri álagningu en einka- verzlunin. Verður því ekki komizt hjá því að álykta, að ásakanirnar um óhóflegan verzlunarhagnað séu gripn- ar algjörlega úr lausu Iofti“. (Leturbr. Tímans). Þarna er um beinar falsan ír staðreynda að ræða. End- urgreiðsla kaupfélaganna, 39 millj. á nokkrum árum, er sá beini mismunur, sem er á raunverulegri álagningu kaupfélaga og einkafyrir- tækja á því tímabili. For- kólfar Sjálfstæðisflokksins vilja þó ganga harðar fram en neita þessum staðreynd- um. Þeir vilja láta skatt- leggja kaupfélögin eins og þessl endurgreiðsla væri gróði þeirra. Það er þetta, sem átt er við, þegar menn eins og form. Verzlunarráðs íslands eru að tala um, að samvinnufélög njóti „sér- stakra ívilnana“ í greiðslu opinberra gjalda. Þeir eru að krefjast þess, að ekkert til- lit sé tekið til eðlismunar samvinnuverzlunar og einka verzlunar. ÞETTA HEFUR komið berlega I ljós í ræðum og skrifum þessara áróðurs- manna á undanförnum ár- um. -Kráfa þeirra er, að hér verði sett lög, sem mundu gera aðstöðu samvinnufél. ósambærilega við það, sem er í öðrum lýðræðislöndum, þar sem hvarvetna eru viður kennd réttindí manna til að taka höndum saman um verzlun og njóta ávaxta samvinnuskipulagsins. Verzlunarráð fslands gefur út tímarit, sem nefnist „Frjáls verzlun". Þar birtist fyrir nokkrum árum rit- stjórnargrein, sem lýsir viö- horfinu umbúðalaust. í rit- inu segir svo: „ . . . Að það sé ekki sanngjarnt og eðli- legt, að kaupfélög greiði skatt af þeim arði, sem þau endurgreiða félags- mönnum sínum, er álíka og ef hlutafélag greiðir hluthöf um arð, en þarf enga skatta að greiða af þeirri upphæð, sem til arðsútborgunar kem- ur . . . “ Þetta er sem sagt kenning Verzlunarráðs ís- lands, því að þessi ummæli eru birt í riti þess og hafa aldrei verið borin til baka af stjórnendum ráðsins. Til samanburðar skuli hér til- færð ummæli danska stjórn- málamannsins Bertels Dahl- gaard, úr nefndaráliti, sem hann stóð að, er rætt var um skattamál samvinnufélaga í Danmörku fyrir nokkrum árum: „ ... Það er ekki hægt að halda því fram, að tekju- afgangur, sem skipt er í milli neytenda, sem í félagsskap starfrækja verzlunarbúð, sé sama eðlis og tekjuafgangur, sem skipt er í milli hlutafjár eigenda, er starfrækja fyrir tæki sem hluthafar". Rökin eru ljós og auðskilj- anleg. Viðskipti félagsmanns við kaupfélag auka ekki tekj ur hans, heldur spara hon- um útgjöld. Hann notar tekjur sínar til viðskiptanna og hefir greitt skatt af þeim. Hann fær nokkurn hluta framlagðra peninga yfir búð arborð endurgreiddan, að loknu ársuppgjöri. Hluthafi, sem á hlutabréf, fær bein- an arð af hlutafé sínu, tekj ur hans aukast sem því nem ur, og vitaskuld er slík tekjuaukning skattskyld. EF AFNUMIÐ væri úr lögum að taka tillit til þess- ara óliku heima viðskipta- lífsins, væri það um leið hin herfilegasta skerðing á lýð- ræði og félagsfrelsi í land- inu. Samvinnumenn um land allt munu berjast ein- arðlega gegn slíkri frelsis- skerðingu. Einn liður þeirrar baráttú er að mótmæla á- róðri og ósönnum fullyrðing um, sem bornar eru fram í skjóli við almenna verzlun- arhátíð. Mikill hluti verzl- unarstéttarinnar er sam- vinnufólk. Það er tímabært að mótmæla því harðlega, að áróðursmenn stjórnmála- flokks leiki lausum hala í út- varpi undir því yfirskini, að þeir séu að tala máli verzl- unarstéttarinnar í heild. í raun réttri mæla þeir aðeins fyrir munn fámenns hóps kaupsýslumanna í höf uðstaðnum. Þegar útvarpið er þannig misnotað, er tíma bært að krefjast þess, að annað tveggja verði tekið fyrir að útvarpa ræðum af þessu tagi, eða veita sam- vinnumönnum jafnan tíma til að flytja sitt mál. SRLENT YFIRLIT: Sigurhorfur Adenauers batna Berlínarför Krustjoffs viríist hafa styrkt aðstöðu Adenauers í kosningahríÖinni ÞANN 15. september næstkom- andi fara fram þingkosningar í Vestur-Þýzkalandi. Kosningabarátt- an þar er nú í algleymingi. Úrslit- in hafa verið talin nokkuð tvísýn, en svo virðist þó í seinni tíð, að ki'istilegir demókratar undir for- ustu Adenauers sóu í sókn og því líklegir til að halda velli. Aðalbaráttan í kosningahríðinni stendur á milli kristilegra demo- krata og jafnaðarmanna. Sam- kvæmt skoðanakönnunum að und- anförnu hefir fylgi þessara flokka verið nokkuð svipað. Oftast liafa þó kristilegir demokratar haft for- ustuna. Samkvæmt skoðanakönn- un, sem fór fram seint í júní, áttu kristilegir demokratar að fá 34% af atkvæðamagninu, en sosialdemo- kratar 33%. Bandalagsflokkur kristilegra demokrata, sem er sam- steypa úr þýzka þjóðflokknum og broti úr frjálslynda flokknum, átti samkvæmt sömu skoðanakönnun að fá 20%. Ef þessir tveir flokkar £á rösklega 40% af atkvæðamagn inu, getur það vel tryggt þcim sig- ur. Einkum væri það þó líklegt, ef smáu flokkarnir féllu ógildir. AUK áðurnefndra aðalflokka keppa þrír flokkar aðrir um hylk kjósenda. Tveir þeirra, frjálsir demókratar (FDP) og flóttamanna flokkurinn (GB). Báðir þessir flokkurinn (GB) keppa að því að ifá oddastöðu í, þinginu, en báðir eigaj það hinsvegar á hættu að falla ó-j gildir. Til þess að flokkur fái þing sæti, þarf hann annaðhvort að fá þrjá þingmenn í einmenningskjör- dæmunum eða 5% greiddra at- kvæða. í skoðanakönnunum að undanförnu hefur hvor flokkurinn um sig ekki fengið, nema 4% af atkvæðamagninu, og virðast þeir því vera í verulegri hættu. Þriðjii flokkurinn, sem er samsteypa bæj- arska flokksins og miðflokksins, er hins vegar viss um að halda velli, þvi að hann er í óbeinu bandalagi við jafnaðarmenn, sem munu tryggja honum þrjá kjördæma- kosna þingmenn. Kosningafyrirkomulagið í Vest- ur-þýzkalandi er þannig, að helm- ingur þingmanna er kosinn i ein- menningskjördæmum, en helm- ingur þingmanna skiptist milli þingflokka eftir atkvæðatölu flokk- anna. Sérhver kjósandi kýs í tvennu lagi, þ. e. hann kýs sér- staklega þingmann fyrir viðkom- andi kjördæmi og sérstaklega þann flokk, sem hann vill styðja við landskjörið. Talsverðir örðugleikar geta skap ast við það, ef frjálsir demóki'at- ar eða flóttamannaflokkurinn fá oddaaðstöðu í þinginu. Frjálslynd ir demokratar standa nálægt jafn! aðarmönnum í utanríkismálum, en hafa hinsvegar svipaða stefnu og kristilegir demokratar í innan- landsmálum. Líklegast þykir, að þeir myndu heldur kjósa samstarf við kristilega flokkinn en jafnaðar menn, en þó því aðeins að-Aden- auer verði ekki forsætisráðherra áfram, því að þeir halda uppi mjög hörðum áróðx'i gegn honum. AÐALBARÁTTANN stendur mOli kristilegra demokrata og jafnaðai-manna, sem eru lang- stærstu flokkarnir. Kristilegir demókratar haía nú_ einir örugg- an þingmeirihluta. í innanlands- málum ber ekki mikið á milii flokk anna, því að jafnaðarmenn hafa lagt þjóðnýtingai'stefnu sína til hliðar. Mesti ágreiningurinn er í sambandi við utanríkismálin og er hann þó ekki eins mikili og virð- ast mætti fljótt á litið. Kristilegir demókratar leggja áherzlu á ó- breytta utanríkisstefnu, en jafnað- armenn telja nauðsynlegt að breyta henni, ef sameining Þýzka lands eigi að komast fram. Þeir vilja þess vegna bjóða það fram.að Þýzkaland gangi úr Atlantshafs- bandalaginu, ef samkomulag hefur áður náðst um sameiningu Þýzka- lands á grundveUi frjálsra kosn- inga og ef samkomulag hefir einn- ADENAUER ig náðst. um myndun nýs öryggis- bandalags, er rtái til allrar Evrópu. Þá eru þeir andvígir hergkyldu, heldur vilja þeir takmarlcaðan at- vinnuher, og einnig eru þeir and- vígir því, að þýzki herinn búist kjarnoi'kuvopnum. f ÁRÓÐRI sínum beittu jafn- aðarmenn sér í fyrstu mjög sterk- lega gegn Adenauer persónulega, því að hann væri orðinn of gamall og alltof ráðríkur. Þessi áróður virðist hafa misheppnast, því að nú leggja þeir meiri áherzlu á, að Adenauer geti forfallast hvenær, sem er, og hafi kristilegir demo- ki'atar þá engan til að taka við af honum. Bondir þetta til, að Aden- auei' sé persónulega vinsæll, enda hefur Vestur-Þýzkaland risið ótrú lega fljótt úr rústum undir stjórn hans. Adenauer hefur tekið mikinn þátt í kosningabaráttunni og verið mjög óvæginn. Hann hefur mjög reynt að stimpla jafnaðarmenn sem kommúnista og talið valið standa milli 'kristindómsins og kommúnismans. Það hefur stutt nokkuð þennan áróður hans. að kommúnistaflokkurinn, sem er bannaður í Vestur-Þý-zkalandi, hef- ur óumbeðið skorað á fylgismenn úna að kjósa jafnaðarmenn. Mai'g ir kunnugir menn telja þennan stuðning tvíeggjaðann fyrir jafn- aðarmenn. Þeir álíta hinsvegar, að Adenauer hafi gengið oflangt í því að stimpla jafnaðarinenn sem kommúnista, enda hefur hann dregið úr þeim áróðri í seinni tíð. í SEINNI tíð virðist sem svo, að kristilegir demokratar hafi heldur unnið á. Margt er talið stuðla að þvi. Flokkur þeirra hefir lítt tak- mörkuð fjárráð, því að þýzku auð- hringarnir styrkja hann óspai't. Katólska kirkjan styður hann líka mjög eindregið, en hins vegar get- ur það fælt ýmsa mótmælendur frá honum. Sigurvonir jafnaðarmanna hafa byggzt á því, að fólki þætti stefna þeiri'a vænlegri til að stuðla að sameiningu Þýzkalands og halda Þýzkalandi utan við styrjöld, ef til hennar kæmi. Yfirlýsingar austui'- þýzku stjórnarinnar og Krustjoffs, er hann var í Berlín á dögunum, hafa hins vegar veikt þessar vonir jafnaðarmanna, þvi að þessir aðilar höfnuðu eindregið þeim tillögum, að sameining Þýzkalands færi fram á grundvelii frjálsra kosn- inga, en jafnaðarmenn hafa gert það að engu minna skilyrði en kristilegir demokratar. Austui'- þýzka stjórnin og Krustjoff settu það ennfremur fram sem ófrávíkj- anlega kröfu, að stjórn Austm'- Þýzkalands yrði viðurkennd sem samningsaðili, en því hafa jafnað- armenn neitað eins ákveðið og kristilegir demokratar. MARGIR erlendir fréttamenn draga þá ályktun af þessu, að kommúnistar kjósi öllu heldur sig- ur kristilegra demokrata en jafn- aðannanna. Kommúnistar vilji nefnilega ekki sameiningu Þýzka- lands og telji jafnaðarmenn geta sett þá í örðugri taflstöðu í því máli en kristilegir demokratar séu líklegir til að gera. Sömu menn benda á, að árásir Krustjoff á Adenauer muni frek- ar styrkja en veikja Adenauer. Það hljóti jafn slunginn stjórn- málamaður og Krustjioff líka að hafa gert sér Ijóst. Dómar kunnugra blaðamanna eru líka yfirleitt þeir, að sigur- horfur Adenauers hafi batnað eft- ir Berlínarför Krustjoffs. Eins og horfurnar séu í dag, bendi því fleiri líkur til, að hann muni halda velli. Þ. Þ. 'srorAN Bitlingaskraf ið. AJls staðar sjá menn pólitík. Ef einhver maður tekur að sér opin- bert starf, eða eitthvert starf, sem snertir einhvern fjölda, er það umsvifalaust skírt bitlingur. Þetta er hvorki til gagns né sæmdar. Oftast eru þetta störf, sem nauðsynleg eru, og sem bet- ur fer líka oftast unnin vel og samvizkusamlega. Það er órétt- mætt að draga þarna ala í sama dilk. Notkun orðsins bitlingur er komin út í öfgar. Gott dæmi um það er greinarkorn í Þjóðviljan- um í gær. Þar er reynt að gera lítið úr því að hafið skuli gæða- mat á osti hér á landi. Ostur er útflutningsvara í vaxandi mæli, og liggur í hlutarins eðli, að vöruvöndun og samræming gæða, er veigamikið atriði. Grein- ai'höfundur í Þjóðviljanum kallar það umsvifalust „bitling", að sér- fræðingur skuli meta osta hjá mjólkurbúunum. Og síðan hreyt ir hann skætingi í þá menn, sem sem með Iöhgu starfi hafa reynt að hefja íslenzkan mjólkuriðnað til vegs og aukins gagns fyrir þjóðarbúið í heild. Þetta eru nið urrifsskrif af versta tagi, og al- gei'lega tilefnislaus. Til skammar. Það er til dæmis um þessa teg und skapvonzku, sem stundum sést í blöðunum, að greinarhöf- undur getur þess um Jónas Krist jánsson mjólkursamlagsstjóra á Akureyri, að hann sé einn af for ustumönnum Framsóloxarflokks- ins þar nyrðra. Það þykir hon- um nóg til að haUmæla Jónasi. Aðalatriðinu í máli því, sem til umræðu er, er sleppt, sem sé því, að Jónas er einn ágætasti braut- ryðjandi og fcunnáttumaður í mjolkuriðnaði hér á landi. Fá- ir munu hafa lagt fram meiri skerf til að byggja þennan iðn- að upp en einmitt hann. Þegar svo það skref er stigið, að koma á gæðamati á osti, m. a. fyrir á- eggjan Jónasar, þykir tilhiýðiiegt að hreyta í hann pólitískum skætingi, alveg að tilefnislausu. Þetta er siðleysi og höfundi og blaði til skammar. Það er heild anitkoman. Hvert gott starf, sem hafið er, mun halda áfram, þótt skain’ondir nölduraeggir reyni að vekja úlfúð og • tortryggni. —- Finnur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.