Tíminn - 30.08.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.08.1957, Blaðsíða 4
4 T í MIN N, föstiidagmn 30, ágúst 1957, Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasimi 19523, afgreiðslusími 12323. Prentsmiðjan EDDA hf. „Kauphækkunarskýrsla“ Mbl. ÞEIR, sem lásu forsíðu Morgunblaðsins í fyrradag, munu hafa átt erfitt með að gera sér þess grein, að þeir væru með í höndunum mál- gagn heildsala og stórat- vinnurekenda. Aðalgrein for síðujinar var nefnilega eins konar fagnaðaróður yfir því, að „á 14. þúsund launþegar hefð'u fengið kauphækkanir og kjarahót“ á undangengn- um 12 mánuðum. Enginn, sem las fyrirsögn greinarinn ar, gat komist hjá því að á lykta að hér hlyti hann að vera með öflugt verkalýðs- málgagn í höndunum, ef hann vissi ekki eftir öðrum leiðum, hvernig allt væri í pottinn búinn. ALÞÝÐUblaðið ræðir nokkuð í gær um þá skýrslu gerð Mbl., sem þarna var á ferðinni. Það segir m. a.: „Þeim mönnum, er kunn- ugir eru þessum málum mun þykja útreikningur Mbl. nokkuö skrýtlegur. Mbl. tel ur upp öll þau verkalýðsfé- lög, er sagt hafa upp samn- ingum á fyrrnefndu tímabill enda þött aðeins hafl verið um smávægilegar lagfæring- ar á mðrgum samningum að ræða, og síðan gerir blaðið sér lítið fyrir og leggur með limatölu félaga þessara sam an og segir, að útkoman sýni fjölda þeirra, er fengið hafi „kauphækkanir“ á árinu! Enn hafa verkalýðsfélögin þó ekki tekið upp þann sið, að meta hverja smá lagfær- ingu á samningi sem beina kauphækkun, enda mundu atvinnurekendur þá liklega fljótlega ganga á það lagið, að bjóða „lagfæringu“ í stað kauphækkunar.“ ÞESSU næst nefnir Al- þýðublaðið nokkur dæmi um þær blekkingar, er Mbl. beit ir við skýrslugerð sína. Al- þýðublaðið segir: „Mbl. segir, að allar deild- ir“ Sjómannafél. Reykjavík- ur hafi fengið kjarabætur — „frá 7% og allt upp í 35.7%“. Síðan segir blaðið, að allir aðrir sjómenn hafi fengið „samskonar kjarabætur“ eða „4500—4700 sjómenn“. Al- þýðublaðið fékk nokkuð aðr- ar upplýsingar hjá skrifstofu SR eða þessar: „Sjómenn hafa engar grunnkaups- hækkanir fengið á fyrr- nefndu tímabili. Farmenn fengu ýmsar veigamiklar kjarabætur, en hvergi nærri 35.7% eins og Mbl. segir. Sjálft sagði Mbl. eftir verk- fallið, að kjarabæturnar væru 7—3%. Fiskverðið hækkaði um sl. áramót og hlutu bæði bátasjómenn og togarasjómenn góðar kjara- bætur við það, líklega. 6—7%. Þjóðviljinn mat að vísu þær kjarabætur á 15% og reikn- aðli þá skatthjlunnindi o.fl. með. En grunnkaupshækk- anir hafa þessir sjómenn ekki fengiö, enda ekki gerðir nýir kjarasamningar í tíö nú- verandi stjórnar“. Þetta er sannleikurinn um „kauphækkanir sjómanna“. Um önnur félög er svipaða sögu að segja. Mbl. talar um tilfærslu milli taxta hjá Framsókn sem kauphækkun, breyting á vinnutíma hjá verkfræðingum o. fl. er einn ig talin kauphækkun og þannig mætti lengi telja.“ AÐ lokum segir Alþýðu- blaðið: „Staðreyndin er sú, að að- eins 5 félög ASÍ með 1607 meðlimi hafa fengið grunn- kaupshækkun: Iðjameð 1370 Félag matreiðslumanna með 45, Félag flugfreyja með 42, Verkamannafélagið Þór meö 100 og Félag atvinnuflug- manna með 50. Eða alls ger ir þetta 1607. Auk þess hafa tveir aðilar utan ASÍ fengið grunnkaupshækkun: Yfir- menn á kaupskipum og Verzl unarmannafélag Reykjavík- ur, er telja um 2300 meðlimi samanlagt. Hið rétta er því, að aöeins 1607 meölimir ASÍ hafa fengið grunnkaups- hækkun og eftir stendur ó- haggaö það, er Alþbl. skýrði frá um daginn, að aðeins 5— 600 meðlimir ASÍ hefðu gert verkfall frá því að ríkis- stjórnin tók við völdum. Hitt hefur ríkisstjórnin aldrei farið fram á, að samningum væri ekki sagt upp eða breytt. Ríkisstjórnin hefur að eins lagzt gegn almennum grunnkaupshækkunum.“ ÞESSAR tölur sýna vitan- lega allt annað en Mbl. vill vera láta. Og við þetta má lika bæta því, að þau félög, sem hafa fengið kauphækk anir, telja þær hafa verið gerðar til samræmingar og því ekki réttlæta almenna grunnkaupshækkun. Það tal ar líka sínu máli, að þau fé- lög, sem hafa fengið mest- ar grunnkaupshækkanir, eru að miklu eða mestu leyti und ir forustu Sjálfstæðismanna, t. d. Verzlunarmanriafélagið, félög yfirmanna á kaupskip- um og Iðja. Þaö sýnir vel hvaðan áróðurinn fyrir kaup hækkunarsóknin hefur kom ið. Fyrfr launþega ætti það svo að tala sínu máli, að hvergi kemur fram í skrifum Mbl., að fögnuður þess sé sprottinn af þvi, að launþeg ar hafi bætt kjör sín með umræddum kjarabótum og hækkunum. Á það minnist Mbl. hvergi. En það talar um að þessar hækkanir munu auka erfiðleika atvinnuveg- anna og gera torveldara að stjórna landjinu. Þar fá menn hina réttu skýringu á því vegna hvers Mbh hefur gerst skeleggt ,verkalýðsblað‘ og Sjálfstæðisflokkurinn „verkalýðsflokkur" síðan hann lenti í stjórnarand- stöðu. György Marosan - hann er nú þæg- asta handbendi Rússa í Ungverjalandi Vbld hans fara nú sívaxandi og margt bendir til aí hann eigi enn aukinn frama fyrir höndum. Síðustu vikurnar hafa mikl ar fangelsanir farið fram f Ungverjalandi. Stjórnin reyn ir greinilega að berja niður alla andstöðu, sem enn finnst gegn henni. Driffjöðr- in í þessum aðgerðum hefir verið György nokkur Maro- san og bendir margt til þess að hann sé nú orðinn þæg- asta handbendi Rússa í Ung- verjalandi. í greininni hér á eftir rek- ur ungverskur blaðamaður, sem nú er landflótta, sögu þessa manns. Fyrir 7 árum síðan hélt ung- verski kommúnistaflokkurinn mik- inn fjöldafund í íþróttahöllinni í Budapest. Ræðumaður var ungur að aldri, sviphreinn og með sveip í dökku hárinu. Hann talaði um hina glæsilegu framtíð Ungverja- lands og gleymdi ekki að leggja áherzlu á einingu ungversks verka lýðs — enda var maðurinn for- ustumaður sósíaldemokrata. Rödd hans var þrungin hlýju og hrifn- ingu. Klukkutíma síðar var ræðumað- urinn, György Marosan, handtek- inn af öryggislögreglunni. Næstum 6 árum síðar var hon- um sleppt úr haldi í hinu ill-t ræmda fangelsi AVO. Hann var| enn jafn sviphreinn og forðum, | aðeins fölari og hár hans grá- mengað. — Hefurðu nú ekki fengið nóg! af kommúnistum? spurði einn af fornkunningjum hans. En Marosan hló háðslega. — Þér skjátlast, sagði hann. Hægindastóllinn er sýnu þægi- legri en ofninn. AAetorðjagjarnt smámenni Þetta svar lýsir glögglega stjórn- málastefnu Marosans. Nú er hann fimmtugur að aldri og á sæti í stjórn Kadars, og hann fylgir enn sömu stefnu og hann gerði ungur að aldri, er hann hóf stjórnmála- afskipti í flokki sósíaldemokrata. Sterkur svíri og liðugur hrygg- ur eru öruggustu vopn smámenn- anna. Og þetta eru einmitt vopn Marosans. Það hljómar eins og fjarstæða, en hin vaxandi áhrif Marosans stafa einmitt af því Htilfjörlegur hann er. Á UBga aldri var liann metorðagjarn e„ uaxia fáfróður. Engu að síður tókst honum að vinna sér frama meðal sósíaldemokrata. Það var sakir þess að hann sneri sér til aumasta öreigalýðsins með hinum auðskildustu og ómerkilegustu slagorðum. Framkoma hans og götumálið er hann talaði, vann honum vissa hylli. Fundirnir, þar sem Marosan steig í stólinn í rauðu skyrtunni sinni voru ævin- lega fjöfsóttir — en gamalreyndir verkamenn voru fáir meðal áheyr- cnda. Metorð og hrap Að styrjöldinni lokinni hóf Marosan aftur afskipti af stjórn- málurn árin þrjú sem liðu frá því að sósíaldemokrataflokkurinn var endurreistur og þar til hann leið aftur undir lok. Árin 1946 og 1947 varð það Ijóst, að kommúnista- flokkurinn undir forustu Matyas Rakosi slefndi að því að ná ein- ræðisvaldi. Fyrsta skrefið að því marki hlaut að verða samsteypa þeirra og sósíaldemokrata. Og Marosan tók að sér ásamt nokkr- um öðrum að verða eins konar fimmta herdeild innan flokksins og berjast gegn Önnu Kethly, Kar- oiy Peyer og öðrum þeim foringj- um flokksins, scm ákafast beittu sér gcgn samsteypu við kommún- ista. Rakosi launaði Marosan ríflega starf hans. Flokkarnir sameinuðust árið ’43 og árið eftir varð Marosan leiðtogi flokkslelagsins í Budapest. Nokkrum mánuðum síðar sat hann í hægindastólnum, sama stólnum og flokksfélagi hans Antal Ban, hafði verið hrakinn úr fyrir óhlýðni, hann var orðinn ráðherra léttaiðnaðar. Þegar ógnarstjórnin hófst árið 1950, var ekki lengur þörf fyrir toppfígúrui'. Fyrst voru ýmsir „óhlýðnir“ sósialdemokratar hand- teknir og síðan kom röðin að hin- um hlýðna Dlarosan. Eftir leyni leg réttarhöld var hann dæmdur í 20 ára fangelsi. í járnnámunum í Recsk í norðanverðu Ungverja- landriiittust foringjar allra flokks- brota sósíaldemokrata — sem fangar. Endurreisn. Eftir 20. flokksþingið í Moskva hófst timi endurreisnanna. Og Marosan losnaði úr fangelsinu og var reiðubúinn til að freista gæf- unnar á nýjan leik. Og hún lét ekki standa á sér. Nótt eina í júlí árið sem leið steypti Mikojan Rakosi af stóli eftir hávaðasaman fund i Moskva, og þá fékk Marosan sæti í hinu nýstofnaða stjórnmála- ráði. Hálfum mánuði síðar var hann hækkaður i tign og gerður varaforsætisráðherra. Aftur sat hann í hægindastóln- um, sem hlýtur að hafa verið hon- um hálfu mýkri en fyrr eítir harð- an fangelsisbálkinn. Og í þessu sæti sat hann þremur mánuðum síðar er hann varð fyrir þyngsta áfall ævi sinnar: uppreisn- in rauzt út. Hann hvarf úr stjórn- inni að sinni, en Ihlutun Rússa veitti honum uppreisn á ný. Að því er virðist var Janos Kad- ar ekki bara handbendi Rússa er hann myndaði stjórn sína 4. nóv. síðastl. Hann virðist einnig hafa gert sér einhverjar gyllivonir um þjóðlegan kommúnisma, og sumir af samstarfsmönnum hans hafa ef til vill verið haldnir samskonar óskhyggju. En Maroson lét ekki slíkar grillur glepja sig: Hann stefndi að sama marki og áður: hægindastólnum. Og hann komst í sætið. í þella skipti varð hann ráðh. án stjórnar- deildar. í febrúar varð hann einn af riturum flokks Kadars, og í apríllok leiðtogi flokksins í Búda- pest. Frami í vændum. Margt bendir til þess, að Rússar telji Marosan einn af áreiðanleg- ustu mönnum sínum. Fréttir frá Búdapest benda til að Miinnich varaforsætisráðherra eigi þverr- andi gengi að fagna, og Kadar kemur ef til vill ekki sem bezt saman við Krúsjeff. Hin langa og dularfuila heimsókn hans í Moskva getur bent til þess. En völd Marosans innan stjórn- arinnar og flokksins fara sívax- andi. Undir stjórn hans hefur ung verskt menningarlíf verið brotið undir járnaga. Marosan heldur enn margar ræður, og hann er ólíkur öðrum kommúnistaforingjum að því leyti að hann talar gjarnan blaðalaust. En ekki er unnt að birta nema stutta útdrætti úr ræðum hans opinberlega sakir þess hversu gróft málfarið er. Undir járnhnefa Rakosis komst Marosan ekki upp með neinar hundakitnstir. Atferli hans nú bendir til að sterkir aðilar standi að baki honum, og hann þurfi ekk ert að óttast. Máski á hann nýjan frama í vændum. Undir merki ástargyðjunnar ftölsk mynd. Aðalhlutverk: Sophia Loren, Franca Valeri, Vittorio De Sica, Raf Wallone, Alberto Sordi. Sýningarstaður: Laugarásbíó. Þrátt fyrir nafnið vanlar feita borg arstjóra, hálfnaktar konur, og fagurhærða unga pilta. Hins vegar er þetta mynd af albýðu- fólki, bílþjóf og skáldi. Að sjálfsögðu er skáldið hofmann- legt í framkomu, en er stöðugt í kröggum og hefur tæpast aðr- ar tilfinningar til kvenna en matarást. Vittorio De Sica leik ur skáldið með töluverðum til burðum sem í senn gefa persón unni blæ virðuleiks og athlæg is. Persónusköpun De Sica er einkennandi fyrir alla mynd- ina, en þar haldast í hendur ítrasta alvara og mikil gainan- semi. BÍLÞJÓFURINN reynir stöðugt að pranga stolinni bifreið inn á miðaldra ljósmyndasmið og hef ur í frammi slíkt handapat, að engu cr líkast en hann vilji skrúfa kaupmálann í síðu manns ins. Leikur þessa manns er fyndinn með ágætum, en undir- ritaður hefur ekki séð hann í myndum fyrr. Maðurinn heit.ir Alberto Sordi, og séu allir ítalskir bílþjófar eitthvað líkir í töktum og þessi maður; ætti ríkið að launa þá til að skemmta fólki. ÞA ER GAMLA íólkið í mynd- inni, sem reynir að hafa liem- il á stúlkunum, hjartahreint og hávaðasamt að sama skapi. Einn ig þar er að finna mörg gam- ansöm atriði. Stúlkurnar sjálf- ar l’eggja ekki ýkja mikið til verksins sem gamanmyndar og Raf Wallone hefur ekki öðru hlutverki að gegna en giftast Loren áður en myndinni lýkur. Um leik Valeri verður það þó að segjast, að hann er lúmskt góður, þótt hann sé ekki áber- andi. Myndatakan er brellulaus og mikið notast við nærmynd- un. Leikstjórn hefur farist vel úr hendi og staðsetning . á- ferðagóð. Sem sagt vel gerð og vel leikin gamanmynd um fólk, sem getur lifað og hrærzt hvar sem vera skal, án þess aS það vekji athygli nema góður frá- sagnarhæfileiki komi til. I.G.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.