Tíminn - 30.08.1957, Blaðsíða 7
T f MIN N, föstudaginn 30. ágúst 1957,
7
Mimikg: Hannes Jónsson,
Stóru-Reykjum
Uppbygging þessa strjálbýla
lands undanfarinn aldarhelm-
ing, er vinna þúsund handa, bæði
til sjávar og sveita. Með fráfalli
Hannesar á Stóru-Reykjum, hafa
tvær slíkar lokið starfi. Hann var
einn hinna hljóðu og trúu þegna
í landinu, sem aldrei er oflaunað.
Hann var fæddur að Stóru-Reykj-
um í Flóa. Þar ólst hann upp við
almenn sveitastörf, en einnig
tómstundaiðju þeirra tíma; lestur
þjóðlegra bóka, sagna og rímna.
Ungur sækir hann sjóinn, svo sem
títt var þá í hans heimabyggð um
marga bændasyni. Ekki kaus Hann
es sjómennsku að æfistarfi. „Jörð-|
in dregur“. Þar þarf líka vinnu-
fúsar hendur. Hann sezt um kyrrt
að fæðingarsetri sínu, og þar er
hans æfistarf unnið þaðan í frá.
Þar breytir hann, ásamt bróður
sínum, „bókadraumnum í vöku og
starf“. Hann sér sveit sina og hér-
að blómgvast við aukna ræktu,n,
bættar samgöngur og vaxandi sám
vinnu bændanna um Ihagsmuna-
mál sín. Ég þykist vita, að Hannes
' hefur fundið, að það var gaman
að vera íslendingur á hinu mikla
framfaratímabili síðustu ára. En
Hannes lét ekki nýjungarnar
blinda sig. „Að fortíð skal hyggja,
frumlegt skai byggja, án fræðslu
þess liðna, sést ei, hvað er nýtt“
(E.B.). Hann las ungur fornbók-
menntir vorar, og drakk í sig efni
þeirra og málblæ. Við rímurnar
tók hann og .miklu ástfóstri, enda
rímnaskáld sjálfur. Þar var hans
hugðarefni, „langra kvelda jóla-
eldur“. Öllum virtist Hannes vel
er honum kynntust, en þeim þó
bezt, er næstir honum stóðu. Enda
mun þeim hann títt í huga koma,
er þeir „heyra góðs manns get-
ið“. Sérstaklega var Hannes börn-
um og unglingum vinur og fræðari
enda unni honum hvert barn, er
með honum dvaldizt á Stóru Reykj
um. Hann var þeim bæði sagna-
þulur og kvæðasjór. í þeim efn-
um þótti mörgum, eldri sem yngri,
gott til að fanga að leita á hans
fund. Þannig varð hann öllum,
sem honum kynntust að ráði, leið
beinandi um þjóðleg fræði, forn
og ný, vegna mikillar þekkingar
í þeim efnum. Hannes var í dag-
fari öllu hið mesta prúðmenni.
Eff hans allt var óður til æt't-
jarðarinnar. Hann minnti á Njál,
hinn nýta búanda og fjölvitra
speiking, sem sá og skildi mann-
lífið um leið og hann lagði hönd
á plóginn á mesta framfaraskeiði
þjóðarinnar. Þessvegna var hann
gæfumaður. Hann nam hljóðfallið
í elfu tímans, sem áfram streymir,
eins og hin miklu fljót, er.ættar-
byggð hans varða. Hannes var í
ætt við þau. Þar sá enginn í botn
við fyrstu lcynni.
S. M.
Rifsker - blindboðar í
mynni Reyðarf jarðar
Reynsla sýnir aft naiíðsynlegt er aí merkja
staðinn hi5 brá'ðasta.
Árni Jónasson frá Svínaskála skrifar blaðinu eftir-
farandi nú fyrir nokkrum dögum:
Snemma í þessum mánuði
strandaði ms. Oddur fu!lt af
vörum á Rifskerjum á leið
frá Reyðarfirði norður eftir
í björtu blíðskaparveðri. Á
Rifskerjum er fjöldi skipa
búinn að stranda, þó að flest
hafi þar náðst út aftur, sum
með eernum kostnaði og fyr-
irliöfn- eins og t. d. Oddur.
Öll eiga þessi strönd það sam-
eiginlegt, að þau hafa átt sér stað
í björtu veðri, sjéttum sjó og á
flóði, því að sé nokkur bára, þó
ékki sé nema lítil vindkvika, má
sjá á sjónum, þó að flóð sé, að
þarna eru grynnsli undir. Þau eru
því lang hættulegust, þegar sjór
ér alveg sléttur, jafnvel fyrir róðr-
arbáta, séu þeir hlaðnir.
Rifskerin eru lágt klettabelti,
sem liggur fram í fjörðinn þvert
á siglingaleið utan við Karlskája,
um 600 faðma á lengd fram í fjörð
inn. Á þessum klettum eru smá
bungur, sem mótar fyrir á fjöru.
Yzt á enda þessa grynnslis er
„Hlassið", sem kemur vel upp úr
sjó á stórstraumsfjöru. Aðdýpi að
skerjunum er töluvert að utan, en
mikið grennsli að innan. Hættan
er langmest fyrir þau skip, sem
lcoma að norðan milli Seteyjar og
lands og ætla á Reyðarfjörð eða
fara norður þessa sömu leið.
Ókunnugir vara sig ekki á því að
svona langt undan landi framm
undan sæbrattri fja|lshlíð sé svona
þröskuldur á leiðinni í jafndjúpum
firði og Reyðarfjörður er. Ef sér
til miða, er annars örugg skipaleið
að Flesjartangi fyrir innan Karls-.
skála og Grímstangi innar í firð-
inum sunnanmegin nái ekki sam-
an, því að nóg er dýpið og plássið,
þegar skerjunum sleppir. Hættan
af Rifskerjum er því aðallega þeg
ar hátt er í sjó í björtu veðri og
ládeyðu.
Eins og áður getur, eru mörg
skip búin að stranda á Rifskerj
um. Sérstaklega er mér minnis-
stætl ao nokkru fyrir aldamótin
síðustu strandaði þar gufuskip,
sem Otto Wathne hafði hér í för-
um og við að reyna að ná því út
aftur strandaði annað skip. Þarna
fórust því tvö skip í einu.
Það ætti að vera auðvelt að fyr-
irbyggja slys þarna eftirleiðis með
þeim tækjum, sem nú eru fyrir
hendi, því að ekki þarf annað en
festa í „Hlassinu“ merki, sem
stendur upp úr sjó á flóði, því að
í myrkri og þoku fara a|lir langt
frá þessum skerjum.
í ágúst 1957.
Árni Jónasson
frá Svínaskála.
Albert til
Sauðárkróks
Frá fréttaritara Tímans
á Sauðárkróki.
Síðastliðið sunnudagskvöld kom
björgunarskipið Albert hingað til
Sauðárkróks. Skipinu var vel fagn
að hér og margt manna viðstatt er
það lagðist að landi. Pétur Hann-
esson, forseti bæjarstjórnar, á-
varpaði skipstjóra og skipshöfn,
en skipstjóri þakkaði. GÓ.
Föstudagurinn 30. ágúst.
Felix og Adauctus. 241. dag
ur ársins. Tungl í suðri kl.
18,01. Árdegisflæði kl. 9,40.
Síðdegisflæði kl. 22,07
SLYSAVARÐSTOFA REYKJAVÍKUR
í HeilsuverndarstðSiiinl, er opin
allan sólarhringinn. Næturlæknir
Læknafél. Reykjavíkur er á sama
atað ki. 18—8. — Siminn er 150 30
433
Lárétt: 1. harðneskjulega. 6. hrygg
ur. 10. ekki. 11. fangamark. 12. tæp-
ur. 15. bæjarnafn. — Lóðrétt: 2.
vinnufóLk. 3. fari á veiðar. 4. sak-
lausa. 5. veiðitæki. 7. málmur. 8.
bæjarnafn. 9. tala. 13. rölt. 14. riss.
Lausn á krossgátu nr. 432:
Lárétt: 1. ostra. 6. snakkur. 10.
ná. 11. ró. 12. aðstoða. 15. flóar. —
Lóðrétt: 2. sóa. 3. rok. 4. asnar. 5.
króar. 7. náð. 8. kát. 9. urð. 13. sæl.
14. ota.
John Hammond prófessor.
Lífeðiisfræðingurinn prófessor
John Hammond, C.B.E., M.A., D. Sc.,
F.R.S. frá Cambridge flytur efirtalda
fyrirlestra í 1. kennslustofu Háskól-
ans, á vegum Búnaðarfélags íslands:
Laugardaginn 31. ágúst, kl. 2 e. h.:
Frjósemi nautgripa og sauðfjár. —
Suhnudaginn 1. september, kl. 2 e. h.
Lífeðlisfræði mjólkurmyndunar. —
Öllum er heimill aögangur að fyr-
irlestrunum.
— Svona húfu hefi ég ekki séð síðan ég var iítilll
Skipadeild S. í. S.:
Hvassafell er í Oulu. Arnarfell er
í Reykjavík. Jökulfell lestar á Aust-
fjarðahöfnum. Dísarfell losar kol og
koks á Húnaflóahöfnum. Litlafell er
í olíuflutningum í Faxaflóa. Helga-
fell er á Akureyri. Fer þaðan til
Svalbarðseyrar, Sauðárkróks, Húsa-
víkur, Kópaskers og Austfjarða-
hafna. Hamrafell fór um Gíbraltar
27. þ. m.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fer frá Reykjavík kl. 18 á
morgun til Norðurlands. Esja fer frá
Reylcjavík í dag vestur um land í
hringferð. Herðubreið er á Aust-
fjörðum á norðurleið. Skjaldbreið
er á Húnaflóa á leið til Alcureyrar.
Þyrill var væntanlegur til Reykja-
víkur í nótt frá Austfjörðum.
H.f. Eimskipafélag íslands:
Dettifoss fór frá Vestmannaeyjum.
í gær til Helsingborg og Ventspils.
Fjallfoss er í Reykjavik. Goðafoss
fór væntanl. frá N. Y. í gær til R-
víkur. Gullfoss er í Kaupm.höfn.
Lagarfoss er í Leningrad. Reykjafoss
fór frá Hamborg í gær til Rvíkur.
Tröllafoss fór frá N. Y. 21.8. til R-
víkur. Tungufoss fór frá Hamborg
í gær til Reyðarfjarðar og Reykja-
víkur. ____
SYNDIÐ 200 METRANA.
Apótek Austurbæjar simi 19270. —
Garðs Apótek, Hólmg. 34, sfml 34008.
Holts Apótek Langholtsv. síml 33233
Iðunnar Apótek Laugav. simi 11911.
Ingólfs Apótek Aðalstr. sími 1Í330.
Laugavegs Apótek sími 24045
Reykjavíkur Apótek síml 11760.
Vesturbæjar Apótek sími 22290.
Kópavogs Apótek simi 23100.
Hafnarfjarðar Apótek sími 50080 —
í þessari viku hefir japanski málarinn Junzo Kawamura sýnt japanska nú-
fimaiist í Sýningarsalnum við Hverfisgötu. Á þessari mynd sést Junzo
standa hjá myndum sínum. Sýningin hefir verið vel sótt. En nú er hver
síðastur til að sjá sýninguna, því henni lýkur í kvöld. (Ljósm.: Tíminn).
Flugfélag íslands:
Gullfaxi fer til Glasg. og Kaup-
mannahafnar kl. 8.00 í dag. Væntan
legur aftur til Rvíkur kl. 22.50 1
kvöld. Flugvélin fer tU Glasg. og K-
hafnar kl. 8.00 í fyrramáUð. — Hrím
faxi er væntanlegur til Rvfkur kl.
20.55 í kvöld frá London. Flugvélia
fer til Khafnar og Hamborgar kL
9.00 í fyrramálið.
Innanlandsflug: f dag er áætlað
að fljúga til Akureyrar, Egilsstaða,
Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Hólma-
víkur, Hornafjarðar, ísafjarðar,
Kirkjubæjarklausturs, Vestmanna-
eyja og Þingeyrar.
Loftleiðir h. f.:
Saga er væntanleg kl. 8,15 árdeg-
is frá N. Y. Flugvélin heldur áfram
kl. 9.45 áleiðis til Osló og Stafang-
urs. — Hekla er væntanleg kl. 19.00
í kvöld frá Hamborg, Khöfn og
Gautaborg. Flugvélin heldur áfram
kl. 20.30 áleiðis til N. Y. — Edda er
væntanleg kl. 8.15 árdegis á morg-
un frá N. Y. Flugvélin heldur á-
fram kl. 9.45 áleiðis til Glasg. og
Luxemborgar.
m -.**«sjfw-í^risasrw’ -nsrý’sj
0TVARPIO
Útvarpið i dag:
8.00 Morgunútvarp.
10.10 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu vika.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Létt lög.
19.40 Auglýsingar.
20.00 Fréttir.
20.30 „Um víða veröld".
20.55 íslenzk tónlist: Lög eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson.
21.20 Upplestur: Andrés Björnsson
les kvæði eftir Jón Þorstelns-
son frá Arnarvatni.
21.35 Tónleikar: Pianósónata nr. 2 í
b-moll op. 35 eftir Chopin.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „ívar hlújárn“; XXXI.
22.30 Harmonikulög.
23.00 Dagskrárlok.