Tíminn - 04.09.1957, Side 6

Tíminn - 04.09.1957, Side 6
e T ÍMI N N, miðvikuðaginn 4. scptemb*r 1951 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og Maðamenn). Auglýsingasími 19523, afgreiðslusími 12323. Prentsmiðjan EDDA hf. AfleiSingar af labrestsins ÞAÐ MÁ heita að sumar síldveiðunum sé nú lokið og hafa þær valdið miklum von brigðum, eins og oft áður. Vonbrigðin eru þó eðlilega enn meiri nú en áður, þar sem þátttakan í síldveiðun- tun hefur aldrei verið eins mikil og að þessu sinni. Mik ið vantar þó á, að sama verð mæti fáist nú fyrir sumar- síidina og í fyrra. Fyrir útgerðina og þjóðina er þetta enn tilfinnanlegra en áður vegna þess, að mikill aflabrestur varð einnig á vetrarvertíðinni. Þrátt fyrir mikiu meiri þátttöku í báta útgerðinni í vetur en . nokkm sinni áður, varð heildaraflinn minni eftir vetrarvertíðina. Aflabrögð togaranna voru og sérstak- lega óhagstæð. Tap bátaútgerðarinnar á vetrarvertíðinni mun reyn- ast mun meira en tölur um aflaskýrslurnar nú og í fyrra benda til. Ástæðan er m. a. sú að úthaldstiminn varð nú lengri og róðrar mun fleiri. AFLEIÐIN GAR afla- brestsins á vetrarvertíðinni og síldveiðunum segja að sjálfsögðu til sín á margan hátt. Ein örlagarikasta afleið íngin er að sjálfsögðu sú, að gjaldeyrisafkoman verður mun lakari en ástæða var til a6 gera ráð fyrir í upp hafi ársins. Þetta dregur úr innflutningi og má því telja víst, að tekjur ríkissjóðs og útflutningssjóðs verði all- miklu minni en gert var ráð fyrir. Vel getur því farið svo, að nokkur halli verði hjá rík issjóði og verulegur halli á útfiutningssjóði. Hallinn á • útflutningssjóði mun verða meiri en ella vegna þess, að hann hefur oi'ðið að taka á sig verulegar greiðslur frá fyrra ári. Fyrrv. ríkisstjórn hafði stofnað til þeirra, en ’ ekki séð fyrir neinum tekj- ura til að standa undir þeim. ÞÆR afleiðingar afla- • brestsins, sem hér hefur ver ið drepið á, munu skapa ýms ný vandamál, er stjórn og þing þurfa að horfast i augu við á komandi hausti. Þá kemur ekki aðeins til at- hugunar, hvernig eigi að j afna þann halla, er kann að verða hjá ríkissjóði og út- flutningssjóði, heldur einn ig hvernig tryggja eigi þess- um aðilum hallalausan rekst ur í framtíðinni. Verði þetta ekki gert, bíður ný stöðvun framundan í atvinnu- og efnahagslífinu. Það er skylda ábyrgra aðila að horfast í augu við þessa nýju erfið- leika með festu og manndómi og leita að hinn heppileg- ustu lausn. Þessir erfiðleikar eru vissulega vel viðráðanleg ir, ef þeim er mætt með festu og framsýni. Markmið ið, sem þarf að hafa hugfast er að láta ekki framleiðsluna stöðvast og láta ekki skapast atvinnuleysi. Að þessu mun hinsvegar koma, ef nægilega róttækar ráðstafanir verða ekki gerðar í tíma. ÞAÐ sést þegar á blöðum stjórnarandstæðinga, að þeir eru farnir að fagna yf ir þeim erfiðleikum, sem afla bresturinn mun valda. Þeir halda, að hér sé tækifæri til að kenna stjórninni um, hvernig komið sé. Það mun þeim þó misheppnast a. m. k. hjá öllum þeim, sem eitt- hvað reyna að átta sig á málavöxtunum. Fyrir at- beina núv. ríkisstjómar hef- ur þátttakan í útgerðinni ver ið miklu meiri í ár, bæði á vetrarvertíðinni og síldar- vertíðinni, en nokkru sinni áður. Án þessarar miklu þátt töku, myndi gjaldeyrisskort- urinn vera miklu meiri og til finnanlegri nú en hann þó er. StjórnarandstaÖan mun á- reiðanlega ekki bæta hlut sinn með því, ef hún hefur það eitt til þessara vanda- mála að leggja, að kenna rík isstjóminni um aflabrest inn. Það mun sanna öllum sanngjömum mönnum, hve fjarstæður og óbilgjarn mál flutningur hennar er og hve lítiff raunhæft og gagnlegt hún hefur til málanna að að legg-ja. Einasta „spamaðartillagan“ BJARNI Benediktsson skrifar 1 seinasta sunnudags bla6 Mbl. langa forustugrein um spamað, en forðast að minnast þar einu orði á ein ustu spamaðartillöguna, sem hann hefur borið fram, svo að kunnugt er. Þetta er ekki heldur neitt undarlegt. Það hefur i fyrsta lagi komið í ljós við nánari athugun, að Bjarni hafði einn vald til þess í þrjú ár samfleytt að framkvæma þe?sa tillögu, án þess að bera það nokkuð undir aðra. í öðru lagi er það upplýst, að engln raunhæfur sparnað ur myndi hljótast af þessari tillögu, þótt hún kæmist í framkvæmd. MEÐAN þetta er einasta sparnaðartillagan, sem Bjarni hefur fram að færa, ætti hann að velja sér ann- að en sparnað til að skrifa um. Meðan svona er í pottinn búið, munu spamaðarskrifin ekki reynast honum vænleg ur vegur til uppsláttar. Hitt er svo annað mál, að sparnaður er jafnan þörf í opinberum rekstri. Sparnað- artillaga Bjarna er hinsveg ar ein af mörgum sönnunum þess að sparnaðar er ekki að vænta úr þeirri áct, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er. ERLENT YFIRLIT: Hvert er nú hlutverk Kuusinens? Hann hefir hafizt til mikilla valda eftir fall Malenkoffs og Molotoffs BREYTINGAR þær, sem urðu á framkvæmdaráði kommúnista- flokks Sovétríkjanna við brottvís- un þeirra Malenkoffs, Molotoffs og Kaganovitsj, leiddu fram á sjónarsviðið mann, sem varð heinís frægur um nokkra stund fyrir 18 árum síðan, en hefir síðan verið gleymdur flestum. Með all- miklum rétti má segja, að það hafi verið Kvisling hinn norski, sem hjálpaði til að nafn þessa manns gleymdist svo fljótt eftir atburð þann, sem gerði hann svo frægan fyrir 18 árum síðan. Maður sá, sem hér ræðir um, er Ottó V. Kuusinen. Skömmu eftir að Rússar réðust á Finnland 1939, settu þeir upp finnska lepp stjórn í Terijoki og gerðu Kuusin- en að formanni hennar. Það vakti þá fordæmingu um allan heim, að Kuusinen slcyldi láta hin er-' lenda innrásarher nota nafn sitt á þennan hátt. Nafn hans var líka á góðum vegi að verða einskonar nýtt samheiti fyrir þá, sem gerð- ust þjónustumenn erlends valds, en það hjálpaði honum, að Kvisl- ing hinn norski kom til sögunnar litlu síðar og gerðist enn ömur- legri fulltrúi þessara manna. OTTO V. KUUSINEN á orðið langa stjórnmálasögu að baki, enda verður hann 76 ára á þessu ári. Hann mun nú vera aldurs- forseti í miðstjórn rússneska kommúnistaílokksins og er einn hinna fáu, sem hafa sloppið í gegn um allar „hreinsanir“ hans. Það segir sitt um það, að hyggindi skortir hann ekki, en um græsku hefur hann oft verið grunaður og það ekki að ástæðulausu. Otto Kuusinen lauk ungur námi við háskólann í Helsingfors, en hann er fæddur og uppalinn í Laukaa í Finnlandi. Hann hóf strax afskipti af stjórnmálum á námsárum sínum og varð að námi loknu einn helsti leiðtogi sósíalista í Finnlandi. Hann vann aðallega fyrir sér sem blaðamaður og þótti með slyngustu áróðursmönnum í ræðu og riti. Hann var ekki síður mikill áróðursmaður í persónu- legri kynningu, því að hann var bæði skemmtilegur og víðfróður og framkoma hans aðlaðandi. Kuusinen var einn aðalleiðtogi byltingarinnar, sem sósíalistar gerðu í Finnlandi eftir fyrri styrj- öldina, en hún misheppnaðist eins og kunnugt er. Kuusinen komst undan á flótta og fór huldu höfði um skeið. Flokksbræður hans héldu, að hann hefði fallið og voru búnir að halda um hann minningarathöfn, þegar fréttir bár ust um það, að hann hefði kom- ist til Sovétríkjanna. Kuusinen átti ekki eftir þetta afturkvæmt til Finnlands, þar sem þungur refsidómur beið hans, og settist hann því að i Sovétríkjunum. — Hann fylgdist þó alltaf vel með finnskum stjórnmálum og var hinn raunverulegi stjórnandi kommún- istaflokksins í Finnlandi. Árið 1921 gerðist hann opinberlega rússneskur ríkisborgari og hefir verið það síðan. EFTIR að Kuusinen settist að í Sovétríkjunum, varð hann brátt einn af helztu forustumönnum alþjóðasambands kommúnista. — Hann gerði sér fljótt grein fyrir því, að Stalin myndi bera sigur af keppinautum sínum, og gerðist því mikill fylgismaður hans. Talið er að Stalin hafi metið Kuusinen mest allra erlendra kommúnista, er dvöldu í Moskvu á þessum tíma. Milli skrifstofa Stalins og Kuusinens var beint símasam- band um langt skeið og er talið að Stalin hafi oft leitað ráða til Kuusinens, þegar um erlend stjórn mál eða fræðilegan ágreining var að ræða. Ýmsir kunnugir menn telja, að Kuusinen hafi hjálpað Stalin við að móta ýmsar fræði- kenningar hans, en Kuusinen er sagður manna bezt heima í öllum sósíalistískum fræðum og manna KUUSINEN fljótastur að færa skoðanir í fræði legan búning. Það er því meira en líklegt að Stalin hafi notfært sér vel þessa hæfileika hans. — Kuusinen hélt líka stöðu sinni, þólt flestir forsprakkar erlendra kommúnista, sem dvöldu í Moskvu færust í „hreinsunum“ Stalins, þar á meðal tengdasonur Kuusin- ens búlgarskur að ætt. STALIN sýndi bezt það traust, sem hann hafði á Kuusinen, að hann gerði hann að forustumanni finnskrar leppstjórnar, er árásin var gerð á Finnland haustið 1939. Þegar friðarsamningurinn var gerður við Finna veturinn 1940, var þessi leppstjórn lögð niður, en Kuusinen var samt áfram í náöinni hjá Stalín. Stalín bjó þá til finnsk-kyrjálska lýðveldið og gerði Kuusinen að forseta þess. Þetta lýðveldi var lagt niður fyrir skömmu síðan og lauk með því forsetatign Kuusinens. Almennt var haldið, að það myndi tákna endalokin á pólitískri sögu hans, en svo reyndist ekki. Fyrst eftir að Kuusinen varð forseti finnsk-kyrjálska lýðveldis- ins heyrðist heldur lítið af hon- um. Skömmu fyrir andlát Stalíns, fór hinsvegar að bera á honum nokkuð aftur og benti margt til þess, að Stalin ætlaði að fá hann sér til ráðuneytis við ,,hreinsanir“ þær, er hann mun þá hafa haft í undirbúningi. Þótti það m.a. ills viti fjn-ir Malenkoff en hann var sagður hafa horn í síðu Kuusinens. Rétt fyrir andlát Stalins, var Kuusinen skiþaður í framkvæmdaráð kommúnistafl. en vék þaðan fljótt eftir dauða Stalins. Vegur hans hófst að nýju eftir að Malenkoff hrökklaðist frá völdum. Hann kom þó ekki að ráði fram á sjónarsviðið fyrr en eftir fall Malenkoffs og Molo- tovs. Hann hefur nú ekki aðeins lilotið sæti í framkvæmdaráðinu, heldur hefur jafnframt verið skip aður ritari miðstjórnarinnar. — Þetta bendir til, að Krustjoff hafi hann í miklum metum og ætli honum verulegt hlutverk. NOKKUÐ hefur verið um það j rætt, hvaða hlutverk Krustjoff muni helzt ætla Kuusinen. Sumir hafa gizkað á, að hann eigi eink- um að fjalla um málefni Norður- lan'da, en sé það rétt, mun hann varla látinn koma þar mikið fram opinberlega, því að nafn hans er ekki vinsælt á Norðurlöndum. — Aðrir telja, að hann eigi að fjalla sérstaklega um málefni leppríkj- anna og eigi m.a. að vinna að I bættri sambúð við Tító. Það þykir I styrkja þessa stöðu hans, að sam- búð er nú góð milli Finna og Rússa og eigi Kuusinen að benda á hana til fyrinmyndar. Þriðja skýringin og ef til vili hin líkleg- asta er sú, að hann eigi að fjalla sérstaklega um málefni nýlendu- þjóðanna. Hann hefur áður kynnt sér þau mál mjög ítarlega og er talin með fróðustu mönnum um þau. Þar sem Rússar toeina nú áróðri sínum í vaxandi mæli að nýlendunum er ekki ósennilegt, að Kuusinen hafi verið falið áð hafa þar hönd í bagga. j ÞÓTT Kuusinen sé mikill fræði maður á sviði sósíalistiskra kenn- inga, fer fjarri því að hann sé i í skoðunum sinum einstrengings- legur trúmaður eða þurragrúsk- ari.Honum hefir hvert á rnóti verið I legið á h’álsi fyrir það, að | hann sé tækifærissinni og a.m.k. sýnir sú leikni hans að hafa slopp ið gegnum allar „hreinsanir“ í Sovétríkjunum, að hann kunni að | haga seglum eftir vindi. Hann hef (Framhald á 10. síðu). Hér kemur stutt bréf frá Abc og er hann þar að leggja orð í belg „Skattþegns", sem kvaddi sér hljóðs hér í Baðstofunni. Bréfið hljóðar svo: „Skattþegn minntist á vinnubrögð í Baðstofunni í gær (þó ekki vinnu brögðin í baðstofunni, enda voru þau önnur og betri). Það er þörf og rétt hugvekja, en mér fannst að hann hefði mátt koma víðar við. Skattþegn ætti t. d. að líta inn á horni Laugavegar og Snorra brautar. Þar er stærsti afgreiðslu salur landsins og heíir Trygginga stofnun ríkisins hann til afnota. Allt er þar innréttað með dýrum viðartegundum, hátt tii lofts og vítt til veggja. Þrjá til fimm fyrstu dagana í mánuði hverjum er þar eitthvað að gera við af- greiðslu hóta- og ellilífeyris. Hina 25 daga mánaðarins verður vesa- lings afgreiðslufólkið að una að mestu við þá iðju eina að láta sér leiðast, dunda við handavinnu eða blaðalestur. Ég geri rá3 fyrlr því að blessuðu fólkinu þætti alveg eins gott að hafa eitthvað fyrir stafni í þágu stofnunarinnar, svo að þetta er ekki því að kenna. En það er ekkcrt hægt að finna handa því. En er það í raun og veru svo, að meiri hluta hvers mánaðar sé ekkert hægt aö gera við þessi miklu salarkynni og þá starfs- krafta, sem þar eru lokaðir inni? Ráöherra Alþýðuflokksins ræður yf- ir Tryggingastofnuninni, en ráð herra Alþýðublandalagsins ræð- ur yfir sjúkrasamlögum landsins. Gætu þessir tveir menn nú ekki tekið tal saman og sameinaö þess ar tvær stofnanir, eins og lög gefa þó heinúld til. Hér í Reykia vík væri auðvelt að flytja sjúki a samiagið i stóra salinn við Lauga veg, þótt fullkomin sameining eins og tryggingalögin gera upp haflega ráð fyrir, komi ekki til framkvæmda strax að öðru leyti. Þetta væri spor í áttina og eng inn vafi á því, að það sparaði bæði húsrými og mannafla. En svona er ástandlð víða I opin- berum rekstri bæjar og ríkis, eyðsla og sukk með opinbert fé. Bær og ríki verða að fara að gæta að sér. Mælirinn er fullur. Skattþegnarair fara að taka í taumana. Þeir ættu að mynda með sér samtöik og skipa eftir- litsráð, sem líta ætti eftir með- ferð á opjnbem fé, og ekki er ólíkiegt að nreð sterkri gagnrýni mætti skera útgjöldin niður um aiit að eimun þriðja. Eftir slíka aðgerð mundi ekki þurfa að ílytja inn Færeyinga, Þjóðverja og Dani til þcss að vinna fram- leiðslustöríin. —Abc. Þetta er nú bréf Abc og lcannske er það nökkuð hvatskeytlegt en þó er þar nýtilega gagnrýni að finna, og þessi tillag um stofnun samtaka skattgreiðenda til eftir lits með opinberu fé er alls ekki fráleit. í sumum löndum eru slík samtök töluvert áhrifarík. —Hárbarðijr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.