Tíminn - 04.09.1957, Page 7
t ÍM'ivN N, miðvikudagiim 4. september 1957.
Nokkur kveSjuorS til Jóns KonráSssonar hreppstj.
Bóndinn á Bæ á Höfðaströnd
Mínn 6. júní s. I. lézt ágæt-
ur Skagfirðingur í sjúkrahús
inu á Sauðárkróki, Jón Kon-
ráðsson fyrrv. hreppstjóri og
bóndi í Bæ á Höfðaströnd.
Með því að þessa gagnmerka
og mæta manns hefir ekki
verið minnzt nú að ieiðar-
lokum, bið ég Tímann fyrir
nokkur kveðjuorð.
Hann var fæddur 3.11 1876 að
Miðhúsum í Óslandshlíð. Var Kon-
ráð faðir hans sonarsonur Eggerts
gamla Eiríkssonar prests í Glaum-
bæ, sem var víðkunnur maður á
sínum téna. Var Eggert prestur
3. maður frá Jóni Eggertssyni á
Ökrum og konu hans Sigríði stór-
ráðu, en 6. maður frá Magnúsi
prúða Jónssyni. Er sú ætt nefnd
Svalharðsælt. Jón Konráðsson var
því 10. maður í beinan karllegg
frá Jóni Magnússyni sýslumanni
á Svalbarði. Voru þeir Svalbarðs-
menn margir (og Eggert prestur
þar ekki undan skilinn) stórbrotn-
ir menn og aðsópsmiklir, vel gefn-
dr og mikilhæfir, þó síður en svo
jafnaðarmenn sumir hverjir, ef í
odöa skarst. Móðir Jóns í Bæ og
húsfreyja Konráðs var Ingibjörg
Gunnlaugsdöttir frá Hofsstöðum,
systir Jónasar bónda á Þrastar-
hóli. Voru þeir frændur Ingibjarg-
ar margir vel gefnir menn, sem
fóru að engu óðslega, en komu
fram vilja sínum og stefnumálum
meir með lægni og fyrirhyggju en
nieð míidum átökum og hávaða.
Konráð og Ingibjörg hófu búnað
á Naustum (Snekkjunaustum) hjá
Hoísósi, lítilli jörð. Þaðan flutt-
ust þau að Miðhúsum og tóku þar
við búi af Jóni föður Konráðs.
L'öngu sáðar keyptu þau Bæ á
Höfðastrírod og fluttust þangað bú
ferlum. Hófu þau Bæ úr niður-
níðslu mcð ræktun og öðrum um-
bótum til vegs og gengis. Var Kon-
ráð biíhöldur mikill. Lagði hann
jöfnum höndum stund á landbún
að og sjávarútveg. Var hann í röð
frentstu bænda, framtaksmaður,
héraðsríkur, höfðingjadjarfur og
stórbrotinn drengskaparmaður.
Hann var lengi hreppstjóri og sá
maður, er mest var skotið ráðum
til þar í sveit, er um sveitar- og
héraðsmál var rætt. Var hann svo
ínerkur athafnamaður og sérstað-
ur persónuleiki, að um hann þarí
að skrifa sérstakan þátt á vegum
Skagfirzkra fræða.
Ungur að árum kvæntist Jón
KonráSsson Jófríði Björnsdóttur
frá Gríif, glæsilegri mannkosta-
konu. Þau voru jafnan mjög vel
samhent ura stjórn á stóru búi
og samvalin um rausn alla og
myndarfjrag, sem jafnan einkenndi
heimili þeirra, úti sem inni. Börn
áttu þau þrjú: Björn hreppstjóra
í Bæ, Geirlaugu húsfreyju Þórð-
ar Pálmasonar, kaupíélagsstjóra í
Borgarnesi og Konráð, sem látinn
er fyrir fiáum missirum.
Vegna fijarlægðar er mér rni
ekki unnt að ná til þeirra manna,
er bezt þckictu Bæjarheimilið, með
an Jón ré.S þar búi, og fá hjá
þeim stuttorða lýsingu af honurn
sem heimilisföður. En jafnan þótti
anér þar hinn bezti bæjarbragur,
húsbóndinn ekki alltaf margmáll,
en dagfarsprúður og dagfarsjafn.
Sagði hann fóiki sínu greinilega
fyrir verki og sýndi því, hversu
vinna skyldi. :En ekki var háttur
hans að vanda oft um við hjú sin,
þótt verk þeirra gengju ekki fram
með þeim hætti, sem hann ætlað-
ist til.
Kom fljótt í ljós, að Jón var
fram'sýhn og athafnamaður mikiií.
Líktist hann í báðar ættir nokkuð,-
en þó í móðurætt meira. Stundaði
har.n ailtaf sjávarútveg jafnhiiða
landbúnaði. Fór hann aldrei hart
af stað í framkvæmdum, reisti sér
aldrei of þungan hurðarás um öxl,
en sótti fram hægt og öruggt. Og
þótt hann væri hlaðinn störfum í
þágu sveitar og héraðs, þá lét
hann hvoríci heimilið né búskap-
inn gjalda þess. Reis hann jafnan
snemma og ,vann þá að ritstörf-
um og öðru þyi, er lionum var á
hendur falið að vinna í þágu sveit
ar sinnar og félagssamtaka. Gekk
hann svo til annarrar vinnu þeg-
ar almennur starfsdagur hófst.
Starfsöm ævi
Ekki reyni ég að telja öll þau
störf, er Jóni voru á hendur ialin
um langa ævi, því að þau voru
ærið mörg og margs háttar. Hrepp
stjóri var hann nær hálfa öid. í
hreppsnefnd um skeið og oddviti
hreppsnefndar, í stjórn Búnaðar-
sambands Skagfirðinga fjölda ára,
lengst formaður. Sæti átti hann
jafnan í fasteignamatsnefnd Skaga
fjarðarsýslu, oftast formaður. Og
f-orsæti át.ti hann í stjórn Kaup-
félags Fellshrepps (sem nú hefur
skipt um nafn og heitir Kaupfélag
Austur-Skagfirðinga) frá fyrstu ár-
um þess til síðustu ára. Um langt
skeið mun hann hafa verið for-
maður í stjórn Búnaðarfélags Hofs-
hrepps. Gaf hann því félagi og
jafnframt Búnaðarfélagi Óslands-
hlíðar riflegar fjárhæðir. Komu
þessar gjafir að góðu haldi, eins
dagsbirtuna •— eins og góðum
dreng hæfir. Og þótt um nyíja-
mái væri að ræða, sem ég vissi
aft hann átti upptök að, fékkst
ridrei samþykki hans til þess að
sagan léti hans getið í því sam-
tandi.
Jafnan var hann fundarstjóri á
foalfundum félagsins. Þar r.aut
hann sín prýðilega. Bar þá hæst
o t.tgróna háttvísi hans, lipurð og
frábæra iagni er átakamál bar að
höndum. Ég segi það ekki gömtum
fundarfélögum til lasts, þótt ég
geti þess, að stundum var skoðana
munur á fundum þessum, eins og
hlaut að verða og jafnan hlýtur
að verða. Nokkrum sinnum flugu
örvar ásakana um fundarsalinn.
Stúndum var þeim örvum beint að
stjórninni eða að starfsemi félags-
ins, nokkrum sinnum af einhverju
tilefni og önnur skipti af litlu eða
engu tilefni. Jafnvel fór storm-
| ur um fundarsalinn. En sjaldan
| varð fundarstjóra rótað úr fyllsta
jafnvægi. Honum sem formanni
stjórnarnefndar bar fremur öðr-
um að svara til saka, ef kaldyrð-
um var beint að stjórninni. Mér
er þetta enn mjög í ljósu minni,
því að cg var oft fundarritari og
sat því við hlið fundarstjórans.
Nærvera hans var alltaf jafn á-
gæt. Þar var jafnan logn, þótt
annars staðar í salnum væri gust-
ur. Fyrstu ásökunum svaraði hann
venjulega á þá leið, að hann teldi
rétt að ásakanir kæmu fram ein-
mitt á þessum vettvangi, hér væri
hvort tveggja réttur staður og rétt
stund til að gera upp ágreinings-
efnin, en hitt mætti niður falla,
sem verr færi, er menn ræddust
við einslega eða í fámennum hópi
og mikluðu hver fyrir öðrum það,
er þeim þætti hafa miður tekist
og miður farið, og oft yrði til þess
eins að auka tortryggni og óhollan
söguburð. Eftir að ræðumenn
höfðu talað að vild sinni, svaraði
fundarstjóri jafnan með hógværri
og rökstuddri ræðu. Áttu þá allir
Bær á Höfðaströnd.
og gefandinn ætlaðist til, því að
þær urðu báðum búnðarfélcgun-
um lyftistöng til vélakaupa og
mikilla jarðræktarframkvæmda.
Er það athyglisvert, að Jón þok-
aði þessum störfum frá sér, íærð-
ist undan endurkjöri þegar er
hann fann, að heilsan tók að bila.
Hann minnkaði þannig við sig
smám saman, skoraðist fyrst und-
an þeirn störíum, er mestur eriil
fylgdi og hann hlaut að rækja al-
farið utan heimilis síns. Og síðast
færðist hann undan þeim störfum,
er hann gat rækt heima hjá sér
og í næsta nágrenni. 'Lengst mun
hann hafa verið í stjórn Kaupfé-
lags Austur-Skaftfellinga. Þó kom
þar, fyrir nokkrum missirum, að
hann gaf ekki iengur kost á að
taka þar endurkjöri.
Samvtnnumaðurinn
Jóni kynntist ég allnokkuð sem
starfsmanni á opinberum vett-
vangi á fundum Kaupíelags Aust-
ur-Skagfirðinga og í samstarfi er
við áttum, þegar við skráðum sögu
félagsins, er það varð 30 ára. Betri
samstarfsmann get ég ekki kosið.
Enn leikur laðandi birta minning-'
anna um þá daga, er við sátum
saman að þessu starfi, veturinn
1949—50. Um vöndun og ná-
kvæmni get ég ckki lengra jafnað
en til hans. Ekki skyldi neitt und-
an fella, skrifa söguna heila og
alla, hvergi hálfa — allt fram í
kost á að lesa ágreiningsmalin of-
an í kjölinn. Kyrrðust þá umræður
og dró oftast til fullra sátta og ein
ingar. Hann var prýðilega máli far
inn, réð yfir hljómþýðum raddblæ
og bar hæfilega hratt fram ræð-
una. Gat hann, jafnvel fram á
efstu ár, flutt ágætar ræður af
munni fram, án verulegs viðbúnað-
ar.
Naut hann svo almenns trausts
sem stjórnarnefndarmaður kaup-
féiagsins, að ég má fullyrða, að
hverju sinni, er hann átti að ganga
úr stjórn, samkvæmt lögum, var
hann endurkosinn með öllum
atkvæðum fulltrúa.
Glæsilegur persónuleiki
Eg á erfitt með að gera mér þess
grein, hvað það var í fari Jóns,
sem mér verður hugstæðasL Þsr
íór svo margt vel saman. Þótt ytra
útlit hafi raunar aldrei í þeim efn-
ttm áhrif til úrslita, má ég get.a
þess, að hann var fríður sýnum,
með hærri mönnum á vöxt og svar
aði sér vel, gekk beinn frant á
efstu ár og svo hraðstígur og iétt
ur á fæti, að mörgum var erfitt að
fylgja honum. Hlaut því Jón að
vekja athygli, hvar sem hann fór.
Hann var karlmenni að burðum og
öruggur til skjótra átaka. Hefur
hann vafalaust verið vel fallinn til
íþrótta á yngri árum. Þó kom
karlmennska hans bezt fram í
þeirri mynd, að hann tók óvænt
um, alvarlegum atburðum ætíð
með sérstöku jafnaðargeði og hóf-
semi, sem minnir á Ögmund bisk-
up Pálsson, er hann varð þess var
að honum þvarr sjón skyndilega.
Hann var jafnan snjall og laginn
samningamaður, lét aukaatriði litlu
skipta, ef hann fékk því fram-
gengt, sem mestu skipti, að hans
dómi. Munu ýmsir telja, að hann
hafi helzt skort harðfengi, er stóru
var að skipta og um stórmál var
deilt. Verða jafnan skiþtar skoðan
ir um það, hve hörðum tökum
eigi að neyta aflsmunar og svo
hitt, hvenær skörungurinn á að
halda um stjórntauma og hvenær
samningamaðurinn. Þó gat þar
komið ef honum þótti drengskap
arskorti og ósvífni að mæta, að
hann steig frarn báðum fótum og
gat þá orðið stórhöggur.
Heima á Bæ
Síðast sáumst við Jón Konráðs-
son heima hiá honum í Bæ á
fögrum haustdegi sl. ár. Ilafði
hann þá mjög látið fyrir hin síð-
ustu missiri, þótt virðulcik stnum
héidi hann óskertum, svo og glað
legri framkomu og frábærri gest-
risni. Skömmu síðar kenndi hann
vanheilsu mjög alvarlega. ICom
þar, seint á sl. vetri. að ltann fór
til Reykjavíkur og gekk þar undir
holskurð á Landspítalanum. Var
þá í slíkt óefni komið, að ekki varð
rönd við reist. Þeim úrslitum tók
hann með einsærri hugarró, svo
sem vænta mátti, en kvaðst vilja
kornast heim í fjörðinn sinn til að
deyja þar. Fór hann, þegar er
hann varð ferðafær, norður til
Sauðárkróks, og beið dauða síns
þar í sjúkrahúsinu. Var hann jarð
settur í heimagrafreit að Bæ
15. júní við hlið konu sinnar og
sonar. Var jarðarför hans ein hin
fjöhnennasta, sem fram hefur far
ið í Skagafirði.
Frá mörgum stórbýlum I Skaga-
firði getur að líta mikla náttúru
fegurð, þó óvíða meiri en frá Bæ.
í suðri rís Mælifellshnjúkur. hilm
ir skagfirzkra fjalla. í vestri er
Tindastóll og hin töfrum roðna
Drangey. í norðri er Höfðavatn,
eins og glitofin ábreiða við geisia
sumarsólar og vorbirtu. Lengra
frá er „hyrna Höfðafjalis". Vestur
af vatninu er hinn rammaukni
Þórðarhöfði, víkingurinn í her-
klæðunum, einskonar Lómagnúp-
ur í skagfirzku umhverfi.
í Bæ átti Jón sínar beztu stund-
ir, þar var hann öll sín manndóms
ár, og þar kaus hann að hvíla,
þegar skeiðið væri runnið, í ættar
grafreitnum, sem hann valdi stað
bæst á túnöldunni suður frá bæn-
um. Þessa jörð hafði hann bætt og
fegrað með frábærri kostgæfni og
smekkvísi, fyrst meðan hann bjó
einn í Bæ og síðar stutt Björn
son sinn að halda upp merkinu.
Víst fer vel á því, að bein Jóns
hvíli þar, sem hann vann flest
verk sln og' þar sem stórbrotna og
fagra sýn gefur til allra átta.
Kolbeinn Kristinsson.
Kvöldskóli KFUM
Hinn 5. september hefst innrit-
un nemenda í Kvöldskóla KFUM,
og fer hún fram í nýlenduvöru-
verzluninni Vísi, Laugavegi 1.
Þessi vinsæli skóli er fyrst og
fremst ætlaður piltum og stúlkum,
er stunda vilja gagnlegt nám sam-
hliða atvinnu sinni, og eru þessar
námsgreinar kenndar: íslenzka,
danska, enska, kristin fræði, reikn
ingur, hókfærsla og handævinna
(stúlkna), en auk þess upplesturj
og íslenzk bókmenntasaga í frarn-'
haidsdeild. — Einskis inntöku-[
prófs er krafizt, en skólavist geta'
þeif hlotið, er lokið hafa lögboðnu
skyldunámi. Einnig er þeim nem-
endum, er lokið hafa námi 1.
bekkjar gagnfræðastigsins, heim-
ilt að sækja skólann. Að loknu
burtfararprófi úr Kvöldskólanum
hafa þeir fullnægt skyldunámi
sínu.
Skólinn starfar aðeins í tveim
deiidum, byrjenda- og framhalds-
deild. Er fólki eindregið ráðlagt
að tryggja sér skólavist sem allra
fyrst, en umsækjendur eru teknir
í þeirri röð, sem þeir sækja um,
þar til bekkirnir eru fullskipaðir.
— Skólasetning fer fram þriðju-
daginn 1. október kl. 7,30 síðdegis
í húsi KFUM og K við Amtmanns-
stíg.
3
Á víðavangi
Bölsýni ungu skáldanna
Jónas Árnason liefur nýlega.
birt í Þjóðviljanum athyglisvertU
an greinarflokk, þar sem hann
ræðir um ungu skáldin. Hann,
segir m. a.:
„Böisýni er eitt lielzta ein*
kennið á verkum ungra skálda.
Sutnir þeirra yrkja bókstaflega
eins og þeir hafi étið arsenik og
séu að semja þetta meðan þeir
bíða þess að eitriS verki. Nær
undantckningarlaust er sál þeirra
þrungið af alvöru heimsins eins
og rúllupylsa undir þungu fargi.
Oftast er hjarta þeirra alveg að
springa. Margir þeirra virðast
vera í stöðugrí lífshættu við
skrifborðið.
Það er eðlilegt að við óbreytt
ir lesendur veltum því fyrir okk-
ur af hvcrju þetta stafar. Til
dæmis allur þessi þrýstingur
kringum hjartað, gæti ekki liugs
ast liann stafaði af því hvað
mennirnir rembast mikið víð
hvert orð, hvað þeir taka óg'ur-
lega mikið á þarna sem þeir
sitja við skrifborðið sitt lon og
don? Helztu aðdáendur þeirra
hafa þó á takteinum aðrar og til-
komumeiri skýringar: Þessir
ungu menn eru að túlka viðliorf
samtíðar sinnar. Þeir eru sannir
og einlægir í skáldskap sínum,
þess vegna tjá þeir okkur sorg
lífsins, og þeir tjá okkur ekkl
annað en sorg lífsins, af því að
lífið er ekki annað en sorg.
Þetta er eitt af mörgu varð-
andi verk ungra skálda og rit-
liöfunda sem ég á erfitt með að
kingja. í fyrsta lagi neita ég því,
að lífið sé ekki annað en sorg.
Það skáld sem ekki finnur ar.n-
að í lífinu en sorg hlýtur að
vera eitthvað bilað.
En ég er sannfærður urn að
meginið af þessu er — sem bet-
ur fer — ekki annað en upp-
gerð. Ungu skáldin eru yfirleitt
hvergi nærri eins sorgbitin og
þau látast vera. Alvara þéirra
flestra er engin alvara, • heldur
skáldskapur, leiðinlegur skáld-
skapur. Sorg þeirra er ræktuð
sorg eins og þau skegg sem ung-
Iingar láta sér vaxa til að sýu-
ast rosknir menn.“
Til fundar við fólkið . . .
Jónas heldur áfram og segir:
„Og' livað viðvíkur þrýstingnum
kringum hjarta'ð, þá á hann sér
mjög eðlilega orsök. Hann staf-
ar af hreyfingarleysi. Mennirnir
eru búnir að sitja svo lengi við
veitingaborð eða skrifborð að
blóðrásin er farin úr lagi. Og ég
skal benda þeim á einfalda læku
ingu. Standið upp og teygið úr
ykkur. Farið út og andið að ykk
ur hreinu lofti. Fáið ykkur and-
lega og líkamlega heilsubótar-
göngu út í lífið, til fundar við
félkið í landinu, þetta prýðilega
óbreytta alþýðufólk sem þekkir
Iífið, þekkir það eins vel og þið
eruð ókunnugir því, af því að
það hefir lifað því hvern dag ævi
sinnar á meðan þiS sátuð við
skrifborð eða veitingaborð og
rembduzt við að vera séní. Gerið
þetta, og þið munuð finna glcð-
ina og skilja að hún á eriudi í
bókmenntir nútímans engu að
síður en sorgin. Og þið munuð
finna fegurðina, hina einu sönnu
fegurð, hina tilgerðarlausu feg-
urð hversdagslega lífs. Og þið
rnunuð finna bjartsýnina og
skilja, að sá sem vill túlka
raunverulegt viðhorf samtíðar
sinnar getur, þrátt fyrir allt, ver
ið bjartsýnn á að vera bjartsýnn.
Því lífið er yfirleitt bjartsýnt, og
fólk þess, þetta óbrotna alþýðit-
fólk. það er bjartsýnt.
Og sorgina, já sorgina líka,
vissulega munuð þið líka finna
sorg'ina. En ekki þá sorg sem er
ræktuð við skrifborð til að vera
uppistaða í fáguðu ljóði, heldur
hina djúpu sorg er dynur yfir
sem andstæða hinnar hjörtu og
einföldu gleði lífsins, og þá miiu
uð þið taia um sorgina af minni
tilgerð og rneiri alvöru á cftir.“
Hinn sanni efniviSur
í niðurlagi greinar sinnar far-
ast Jónasi þannig orð:
(Franthald á 8. síða.)