Tíminn - 04.09.1957, Qupperneq 9
T ÍM I N N, miðvikudaginn 4. september 1957.
9
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiimniiii
AAARTHa ostenso
RÍKIR SUMAR
'RAUÐÁRDAL
9%»
119
Þeir voru með langt, dökkt
hár og í jökkum með látúns-
hnöppum. Foringi þeirra var
Englendingur. Eg ætla aö
segja þér meira um það ein-
hvern tíma seinna. Honum
fannst varla vogandi að segja
Rose frá leyndarmáli þeirra
Ales og Solveigar.
Louie Spragg kom á móti
þeim strax og þau komu inn
úr hliðinu. Rose renndi sér
úr sætinu og heilsaði Spragg
alúðlega. Karsten leit fram
hjá þeim yfir grasflötinn og
sá þar standa vagn Roalds
frænda sins. Hann leit á
klukkuna. Hún var tíu mín-
útur yfir fjögur. Fjárinn hafi
það. í heiminum væru vafa-
laust margar milljónir eins
og William Cole, en ekki
nema ein Rose Shaleen.
— Eg var rétt í þessu að
láta hestinn hans frænda
þíns inn í hesthúsið, Karsten,
sagði Spragg. Hann kom með
. gamlan fausk með sér, sem
var svo bjálfalegur, að maður
hefði vel getað ímyndaö sér
að hnerri hefði dugað til þess
að velta honum um koll. En
hann á fallega dóttir.
— Svo hann hefir komið
með konu sína og dóttur?
spurði. Karsten.
— Nei, bara dóttur sína og
svo kjölturakka, sem hún kall
aði Punkins. Hún skyldi ann-
ars eftir sólhlífina sína hjá
mér til þess að gera við hana.
— Heyröu litli maður, sagði
hún. — Geturöu gert við
þessa lykkju. Eg tók við sól-
hlífinni og gerði við hana, þeg
ar ég var búinn að láta hest-
inn inn. Vilt þú ekki taka
hana með þér inn og færa
henni.
Karsten leit á Rose og sá
ótta í stórum augum hennar.
Hann greip hönd hennar og
dró hana með sér um leið og
hann tók við sólhlífinni. Rose
starði á fagurlega skreytt
handfangið.
— Góði Karsten, sagði hún
kvíðafullri röddu, — lofaðu
mér að fara heim. Hún er fín
og fögur, en ég er alls ekki
nógu vel klædd til þess að
hitta . . .
Karsten eldroðnaði og anz
aði henni ekki, heldur skálm-
aði með hana við hlið sér
upp að húsinu. Blómabeðin
voru vel hirt og fögur í af-
girtnm reivum. sem markaðir
voru með skeljura frá ánni
og hvítþvegnum steinum. Það
var enginn í dagstofunni.
Auðvitað myndi viðhafnar-
stöfan vera notuð handa þess
um virðulegu gestum. Karst-
en hélt annarri hendi fast
um handlegg Rose en kreisti
sólhlífina í hinni.
Dyrnar voru opnar inn í
stofuna og þaðán barst ómur
af röddum, lágum og virðu-
legum. Það var ekki að márka
hugsaði Karsten, því að þetta
hræðilega herbergi kom öll-
um til að tala í hálfum hljóð
um, rétt eins og jarðarför
væri í þann veginn að hefj-
ast. Á gólfi var þykkt, rán-
dýrt teppi frá Brussel, en hús
gögnin voru úr útskornum
valhnotuviði. A miðju gólfi
stóð borð með þykkri marm-
araplötu, en fyrir gluggum
voru íburðarmikil tjöld úr
rauðu flaueli. Karsten fannst
hann aldrei haía séð svo and-
st.yggilega stofu, en samt var
hún stolt og sómi móður hans.
— Það er allt í lagi með
hárið á þér, tautaði Karsten,
þegar hann sá Rose vera að
strjúka á sér hárið með skjálf
andi höndum. — Við skulum
j flýta okkur inn og kynna okk
j og fyrir fólkinu.
i Um leið og hann gekk inn
j úr dyrunum sá hann gengt
sér í stofunni siúlku, sem var
með hár sett upp samkvæmt
nýjustu tízku og rækilega
lagt. Kjóllinn hennar var úr
jhvítu, fögru efni og fór mjög
vel. Þrýstin oddlaga brjóstin
komu glöggt í Ijós, en í háls-
inn var kjóllinn tekinn sam-
an með knippi af blómum,
sem litu út eins og Gleym-
mér-ei. Hún sat bein á horni
legubekksins og hafði gætt
þess vel að krippla ekki kjól-
inn. Við fætur hennar lá
: rakki, móbrúnn á lit. Spikið
, lá í fellingum á honum, en
i svart trýnið hafði hann lagt
! ólundarlega fram á milli
lappa sér.
| Um leið og Karsten opnaöi
dyrnar, leit stúlkan upp með
eftirvæntingarsvip og sneri
sér að honum. Roald var þeg-
ar risinn á fætur og skundaði
til móts við Karsten.
— Ágætt, Karsten. Þú ert
kominn. Komdu drengur
minn, þú veröur að kynnast
þessum ágætu vinum okkar. j
Svo kom hann auga á Rose
og það var eins og neðri j
kj álkinn á honum dytti niður
um nokkra þumlunga. — Og
Rose, sagði hann loks. Sol-
veig er einhversstaðar — úti
held ég . . .
| — Eg vildi gjarnan kynna
Rose fyrir hr. Cole, greip
Karsten fram í fyrir honum.
! Hann ipyndi sennilega hafa
1 snúizt á hæli og gengið út
aftur þegar í stað, ef hann
hefði ekki komið auga á föð-
ur sinn. En ívar var svo vand
ræðalegur og ráðvilltur á
I svip, þar sem hann sat við
hliðina á Arne við eina glugg
ann í stofunni, sem var op-
inn.
j Roald drap tittlinga, en
; jafnaði sig þó furðu fljótt. —
: Já, já auðvitað: Komdu hing-
að.
En Karsten skundaði fram
hjá honum og gekk til ung-
í frú Cole. Hann hélt fast um
(hendina á Rose.
| — Leyfið mér að skila sól-
hlífinni yðar, ungfrú Cole,
sagði hann kurteislega. —
Það er búið að gera við hana.
Eg heiti Karsten Wing — og
þetta er ungfrú Shaleen.
Ungfrú Cole tók við sól-
hlífinni, hreyfði af mikilli
leikni þétt, dökk augnahár
sín og leit brosandi ýmist á
Karsten eða Rose eins og væri
hún undrandi, én mjög á-
nægö.
—Ó, þakka yður kærlega
fyrir, sagði hún loks og hló.
— Eg er hrædd um, að ég
hafi verið nokkuð frökk, en
spennan tolldi aldrei. Hún
lagði sólhlífina til hliðar og
leit á Rose: — Þér hafið ver-
ið úti að ganga? Mig langaði
svo til að fara í gönguför í
dag og tína villt blóm. En ég
varð að fara í þennan þreyt-
andi kjól og fara í heimsókn
með pabba. Auðvitað eins og
hlýðinni og skyldurækinni
dóttur sæmdi. Hún þagnaði
og hló léttum hlátri. — Þarna
kemur pabbi með hr. Brat-
land. Hún leit á Karsten:
— Gættu þín á pabba. Hann
er slægur, gamall refur, þótt
hann líti svona meinleysis-
lega út. Þér skulið setjast
hérna hjá mér, ungfrú Shal-
een. Tal karlmanna er svo
bjánalegt, finnst yður það
ekki.
Karsten til gleði, en jafn-
framt undrunar settist Rose
á legubekkinn við hliðina á
ungfrú Cole. Hún var nú orð-
in róleg að því er virtist, og
andlit hennar órætt. Roðinn,
sem færzt hafði í kinnar
hennar jók aðeins fegurð
hennar.
Karsten hneigði sig frem-
ur klaufalega fyrir stúlkun-
um og sneri sér svo við til
þess að tala við þá Roald og
lögfræðinginn. Nokkru fjær
í stofunni sá hann, að móðir
hans og Magdis voru að
bjástra við kaffikönnur og
brauðföt, sem vinnukonurn-
j ar höfðu komið með inn í stof
una. Arne og Olina voru
þarna líka, en faðir hans stóð
nú einn sér og horföi tóm-
jlega út um opinn gluggann.
. Solveig sást hvergi.
j Meðan Roald kynnti Karst-
en fyrir hr. Cole, var ungi
, maðurinn sér þess meðvitandi
I að móðir hans hafði séð Rose
og einnig, að hún bjó sig und-
! ir að leyna öllum svipbrigð-
um, sem gætu gefið til kynna,
hvaða tilfinningar koma
hennar hefði vakið. En Karst
j en var ekki í vafa um hv.erj ar
þær tilfinningar voru. Það
' gat hann af langri reynslu
lesið úr þöndum nasavængj-
um hennar og hvatlegri fram
komu.
' William Cole var horaður
maður, fölur í andliti og næst
um bersköllóttur. Hann hefði
i ekki verið ófríður maður
hefði hann verið ofurlítið feit
lagnari, en vaxlitt hörundið
j virtist vera hið eina er huldi
: kinnbein hans og langan
kjálka. Hann bar kolsvart
, blómlegt yfirskegg, og stór
dökk augu hans lýstu næmri
greind. Þegar Karsten gat
loks beint allri athygli sinni
að manninum fann hann óð
ara til velvilja í hans garð.
Hann var einkar þreklegur
maður og skemmtilegur og
virtist einnig mjög umburð-
arlyndur eins og honum væri
fremur lagið að aumka menn
en stjórna þeim harðri hendi.
— Það skiptir ekki máli,
sagði Cole viðkunnanlegri
röddu, hvort Cleveland verð
ur endurkjörinn eða Benja-
min Harrison nær kosningu.
Harrison er veiklyndur mað-
ur — nógu veiklyndur
iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
I Áfkvæmasýning |
i I
| verður að Lágafelli, Mosfellssveit 6. þ. m. Allir gripir, |
I sem sýna á, eiga að vera komnir á sýningarstað kl. i
| 11.30. Sýningin verður opin almenningi frá kl. 14— i
I 18 e. h.
Búnaðarsamband Kjalarnesþings
= =
= 5
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmm
miimiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiji
| Kópavogsbúar I
I Kærufrestur til yfirskattanefndar Kópavogskaupstað- 1
| ar vegna skatta og útsvars 1957 er útrunninn 20 ágúst |
f næstkomandi. 1
= Yfirskattanefnd Kópavogskaupstaðar. =
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiipiiiiiiimiiiT
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiimmmmim
miiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiimmiiiimiim
Innilegustu þakkir til allra nær og fjær fyrir auðsýnda hluttekn-
ingu viS andlát og jarSarför
Jóns Gísla Jónassonar
frá Helgafelli.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd vandamanna.
Margrét Andrésdóftir, Stykkishólmi.