Tíminn - 08.09.1957, Blaðsíða 7
TÍMINIJ, sunmidaginn 8. september 1957.
55
- SKRIfc-AÐ OG SKRAFAÐ -
Tilfínnanlegur aflabrestur. - Storaukin gjaldeyriseySsIa utgerðarinnar. - Gjaldeyrisskortur-
inn stafar af stórminnkuðum nettógjaldeyristekjum af utgerðinni. - Iskyggilegar horfur hjá
ríkissjoði og útflutningssjóði. - ,Úrræði‘ Sjálfstæðisflokksins. - Fjórir mestu ,skattpíningar-
ráðberrarnir. - Mesti skattakéngur landsins - Þörfin fyrir stériðju kemur æ skýrar í Ijós.
Ennþá einu sinn hefur sumar-
síldveiðín brugðist norðanlands.
Þótt aflinn sé nokkuð meiri að
magni til heldur en hann var
í fyrra, verður hann mun minni
að verðmæti. Miklu minna af síld
inni reyndist söltunarhæft nú en
í fyrra, en verðlag er stórum
hæira fyrir saltsíld en bræðslu-
síld.
Þessi aflabrestur á síldveiðun-
um rejTiist af tveimur ástæðum
þungbærari en í fyrra. Önnur er
sú, að þátttaka í síldveiðunum
varð naiklu meiri nú heldur en þá,
og er því tap bátaflotans í heild
mlklu meira nú. Hin ástæðan er
sú, að vetrarvertíðin reyndist báta
ílotanam yfirleitt miklu lakari í
ár en að undanförnu. Að vísu var
sæmilegur afli í einstaka verstöð,
en heildarmjmdin var samt þessi.
í fyrra bætti það svo talsvert
upp, að allmikil síld veiddist um
haustið. Nú horfir hinsvegar mjög
illa um þessar veiðar.
EkM aðeins bátaflotinn hefur
búið við aflabrest á þessu ári,
heldur engu síður togararnir.
Fyrstu sex mánuði þessa árs nam
heildarafli allra togaranna 78.220
þús. kg., en hann var á sama
tíma í fyrra 94.020 þús. kg. og
þóttu aflabrögð samt ekki góð
þá.
Það getur hver og einn sagt
sér þaS sjálfur, að aflabrestur
á öllum þessum veiðum, hlýtur
að hafa margvíslega erfiðleika í
för með sér. Svo mjög er þjóðin
háð afkomu útgerðarinnar.
Stóraukin gjaldeyris-
eySsIa útgerðarinnar
Ein afleiðing aflabrestsins, er
að sjálfsögðu sú, að gjaldeyris-
ástandið hefur mjög versnað. Þar
kemur það ekki aðeins til greina,
að gjaldeyristekjurnar hafa orðið
miklu minni en menn gerðu sér
vonir um. Það bætist hér einnig
við, að gjaldeyriseyðsla útgerðar-
innar hefur orðið miklu meiri en
nokkru sinni áður. Þessu valda
einkum tvær ástæður. Önnur er
sú, að miklu meiri þátttaka hefur
verið í útgerðinni en nokkru
sinni fyrr, og gæftir voru góðar
á vetrarvertíðinni, svo að róðrar
voru í flestum verstöðum miklu
fleiri nú en að undanförnu og
hefur eyðsla t. d. á olíu, því orð-
ið miklu meiri en áður. Hin á-
stæðan er sú, að olíuverð var ó-
eðlilega hátt framan af árinu
vegna Súezdeilunnar. Það gefur
nokkurra hugmynd um, hve miklu
meiri gjaldeyriseyðsla útgerðar-
innar hefur verið að þessu sinni
en áður, að fyrri árshelming
þessa árs voru fluttar inn olíur
og brennsluefni fyrir um 80 millj.
kr. meira en á sama tíma í fyrra.
Langmest af þessari aukningu hef
ur lent á útgérðinni.
Athyglisveríar tölur um
róörarfiöldann
Það gefur einnig yfirlit um
hina auknu gjaldeyriseyðslu út-
gerðarinnar, ef menn bera sam-
an tölur um róðrarfjöldann í
nokkrum verstöðunum á vetrar-
vertíðinni nú og í fyrra. í Vest-
mannaeyjum var róðrarfjöldinn
nú 5631, en 4854 i fyrra, en heild-
arafli þó svipaður bæði árin. í
Grindavík var róðrarfjöldinn nú
1407, en 1009 í fyrra, en lítill
munur þó á heildarafla. í
Sandgerði var róðrarfjöldinn nú
1552, en 1239 í fyrra, en heildar-
aflinn þó mun minni nú. í Kefla-
vík og Njarðvíkum varð róðrar-
fjöldinn nú 3757 en 3092 í fyrra,
en heildat’aflinn þó mun minni nú.
Þannig ntatti, áfram telja.
Útkomis. er áf framangreind-
Framkvæmd rafvæðingaráætlunarinnar er eitt mlkilvægasta verkefni, sem ísiendingar hafa haft meS höndum.
Á henni byggist fremur en nokkru öðru jafnvægi í byggð landsins og lífvænlegt atvinnulíf hinna dreifðu
byggða við sjó og í sveit. Mjólkurárvirkjunin i Arnarfirði, sem nú er unnið að af kappi mun veita Vestfirðing-
um verulega raforku í fyrsta sinn. Eiríkur Þorsteinsson, þingmaður V-ísflrðinga, hefir barizt ótrautt fyrir að
þoka þeirri virkjun áleiðis. Hér sést væn staurabreiða í fjörunni á Flateyri. Þeir verða von bráðar fiuttir á
línustæðin, reistir og munu senn flyfja vestfirzkum byggðum Ijós og afl til betra Ijfs. (Ljósm.: Geir)
I ■
um ástæðum sú, að gjaldeyris-
eyðsla útgerðarinnar hefur orðið
miklu meiri í ár en áður og veld
ur það þvi, ásamt aflabrestinum,
að nettógjaldeyristekjur af útgerð
inni hafa orðið stórum minni nú
en um Iangt skeið. Til þessa má
rekja þá erfiðleika, sem nú er við
að glíma í gjaldeyrismálunum.
Vandamál, sem eru af-
leieingar aflabrestsins
Gjaldeyrisskorturinn hefur að
sjálfsögðu alvai’legar afleiðingar
bæði fyrir ríkissjóð og útflutnings
sjóð, sem byggja tekjur sínar að
mjög verulegu leyti á innflutningn
um. Eins og nú stendur, er því
allt útlit fyrir, að áætlanir um
tekjur ríkissjóðs og útflutnings-
sjóðs ætli að bregðast verulega og
að talsverður halli verði þvi hjá
ríkissjóði í ár og verulegur halli
hjá útflutningssjóði. Halli útflutn
ingssjóðs verður enn meiri en ella
vegna þess, að hann þarf að borga
verulegar uppbætur á framleiðslu
fyrra árs. Fyrrv. ríkisstjórn hafði
gefið fyirheit um þær, en ekki
séð fyrir neinni tekjúöflun til að
mæta þeim.
Það er vissulega orðið tímabært,
að menn fari að gera sér ljósan
þann vanda, sem aflabresturinn
hefur hér skapað. Hér kemur ekki
aðeins til athgunar hvernig eigi
, að mæta þeim halla, sem verðtir
' í ár hjá ríkissjóði og út-
flutningssjóði, heldur einnig hvern
ig tryggja eigi þessum aðilum halla
lausan rekstur í framtíðinni. Verði
þetta ekki gert, bíður ný stöðvun
framundan í atvinnu- og efnahags
lífinu. Það er skylda ábyrgra að-
ila að horfast í augu við þessa
nýju erfiðleika með festu og mann
dómi og leita að hinni heppileg
ustu lausn. Þessir erfiðleikar eru
vissulega vel viðráðanlegir, ef
þeim er mætt með festu og fram-
sýni. Markmiðið, sem þarf að hafa
hugfast er að láta ekki framleiðsl
una stöðvast og láta ekki skapast
atvinnuleysi. Að þessu mun hins-
vegar koma, ef nægilega róttæk-
ar ráðstafanir verða ekki gerðar
í tíma.
Skrií íhaldsblaÖanna
um aílahrestinn
Það er bersýnilegt af málgögn-
um Sjálfstæðismanna, að þeir
telja erfiðleika þá, sem hljótast
munu af aflabrestinum, vera góð
an hvalreka á fjöru sína. Blöð
þeirra með Mbl. í fararbroddi
keppast nú við að gera sem allra
minnst úr aflabrestinum og af-
leiðingum hans en reyna að skella
allri skuldinni á ríkisstjórnina og
þær ráðstafanir, sem hún hafi
gert. Það sé eingöngu hennar sök,
að svona er komið.
í þessari viðleitni sinni til
að kenna ríkisstjórninni um erfið
leikana, forðast þau þó að nefna
þær ráðstafanir hennar, sem eiga
að hafa orsakað þá. Var það
kannske sú ráðstöfun stjórnarinn-
ar að koma í veg fyrir stöðvun
útgerðarinnar um áramótin, er
var orðin föst venja meðan Ólaf-
ur Thors var sjávarútvegsmála-
ráðherra? Var það kannske sú
ráðstöfun hennar að tryggja
meiri þáttöku í útgerðinni en
nokkru sinni fyrr? Var það
kannske sú ráðstöfun hennar að
tryggja meiri og betri fyrirfram-
sölur á afurðunum en áður hafði
íekist? Allt þetta myndi hafa
stuðlað að meiri framleiðslu og
betri afkomu en þjóðin hefur áð-
ur búið við, ef afiabrögðin hefðu
ekki brugðist. Málgögnum Sjálf-
stæðisflokksins munu því áreiðan-
lega ganga illa að kenna ríkis-
stjórninni um þá erfiðleika, sem
eru framundan, nema þau vilji
beinlínis kenna henni um afla-
brestinn. Kannskc þorsk- og síld-
argöngur eigi nú að fara eftir
því, hvort Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson sitja í stjórn eða
ekki?
,Úrræ$i“ Síálfstæ'Sis-
flokksins
Fyrst ritstjórar íhaldsblaðanna
eru hinsvegar komnir út á þá hálu
braut að kenna ríkisstjórninni um
erfiðleikana, væri ekki úr vegi að
krefja þá sagna um það, hvernig
nú myndi vera ástatt, ef sú
stefna hefði fengið að ráða, er
fb.rkólfar Sjálfstæðisflokksins
hafa fylgt, síðan þeir lentu í stjórn
arandstöðu. í fyrsta lagi hefði þá
útflutningsframleiðslan verið
stöðvuð síðan um áramót, þar sem
beir hafa ekki bent á nein úrræði
til að tryggja rekstur hennar, en
þó fordæmt aðgerðir ríkisstjórnar
innar í þeim efnum. í öðru lagi
hefði þá risið alhliða kaup- og verð
hækkunaralda, þar sem iðja þeirra
hefur verið fólgin hvað mest í
því að æsa menn upp í hvers-
konar kröfugerð. Ekki myndi
hlutur framleiðslunnar standa j
betur nú en raun ber vitni, ef sú
iðja hefði borið tilætlaðan árang
ur.
Trú manna á forustumenn Sjálf
stæðisflokksins mun ekki aukast
við það, þégar þeir íhuga þessi
„úrræði" þeirra.
Mbl. og skatíarnir
Mbl. hóf þann áróður fyrir
nokkru síðan, að Eysteinn Jóns-
son hefði sýnt oílítinn sparnað-
i rekstri ríkisins. Ritstjórum þess j
var þá m. a. bent á, að forkólfar;
Sjálfstæðisflokksins hefðu heimt-1
að enn meiri útgjöld af Eysteini
meðan þeir sátu í stjórn með
honum en þeir fengu fram og
hefðu þeir oft fordæmt hann fyr-1
ir þetta. Af þessu hefur forkólfum !
Sjálfstæðisflokksins orðið ljóst, að
ekki rnuni heppilegt fyrir þá að
fara í umræður um opinberan
sparnað og þó allra sízt, ef þær
umræður kynnu að fara inn á það
svið að snúast um stjórn Reykja
víkurbæjar.
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins
hafa því tekið upp nýtt urntals-
efni í Mbl. Þeir hafa hætt að tala
um sparnað og útgjöld, en byrj-
að á umræðum um skattana. Það
er tekin upp gamli söngurinn síð
an fyrir styrjöldina um Eystein
Jónsson, sem hinn hamslausa skatt
heimtumann. Ritstjórar Mbl.
ganga meira að segja svo langt að
setja upp grátklökkvan svip, þeg
ar þeir tala um, hve grálega Ey-
steinn Jónsson leiki ekki aðeins
stórgróðamennina, heldur fyrst og
fremst lágtekjufólkið. En að sjálf-
sögðu telja ritstjórar Mbl. sig
bera hag þess mest fyrir brjósti!
Fjórir mestu „skutt-
pmingarrá$herrarnir“
Vel má vera, að fyrir styrjöld-
ina hafi íhaldsblöðunum tekist að
blinda einhverja með áróðri sín-
um þá um „skattpíningu Eysteins
Jónss. og vinstri flokkanna“. En
, síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar og margir atburðir gerzt.
I Meðal annars hafa fjórir menn úr
I foringjaliði Sjálfstæðisflokksins
farið með fjármálastjórn ríkisins
á þessum árum, þeir Jakob Möller,
Björn Ólafsson, Pétur Magnússon
og Jóhann Þ. Jósefsson. Þeir fóru
með fjármálastjórn ríkisins í sam
fleytt 11 ár eða á tímabilinu 1939
—50. Og allir þessir ráðherrar
innheimtu stórum hærri
skatta en Eysteinn Jónsson hafði
gert á árunum 1934—39. Jakob
Möller byrjaði á því að hækka
skattana m. a. með álagningit
stríðsgróðaskattsins, og Björn,
Pétur og Jóhann bættu svo við.
Það hefur svo orðið verk Eysteins
Jónssonar síðan hann tók aftur við
fjárstjórn ríkisins 1950 að lækka
skattana verulega frá því, sem
þeir voru, er fjármálaráðherrar
Sjálfstæðisflokksins skildu við
þá. Tekjuskatturinn hefur verið
lækkaður um 20—29% og þó enn
meira á lágum tekjum. Stríðsgróða
skatturinn hefur verið lækkaður
nokkuð á háum tekjum. Auk
þessa hafa sjómenn fengið mjög
veruleg skattfríðindi.
Þegar þessar staðreyndir eru
athugaðar, fer þessi seinasta árás
íhaldsblaðanna á Eystein Jóns-
son, meira en út um þúfur. Stað-
reyndirnar sýna að fjórir mestu
„skattpíningarráðherrarnir", svo
að notuð séu orð Mbl., hafa allii*
verið úr Sjálfstæðisflokknum og
það hefur verið eitt af verkefnum
Eysteins Jónssonar seinustu árin
að lækka þá skatta, sem þeir
lögðu á þjóðina.
Skattætíi borgarstjórans
Því fer hinsvegar fjarri, að hin
ir fjóru framannefndu ráðherrar
séu mestu skattpíningarnjennirnir,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft á að skipa.
Mesta „skattpíningarmann" Sjálf
stæðisflokksins er að finna í
forustusveit hans í dag, en það
er Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri. Útsvörin, sem Reykjavíkur
bær leggur á bæjarbúa, nema
oriðið miklu hærri heildarupp-
hæð en allir beinu skattarnir, sem
ríkið leggur á landsmenn alla.
Nokkurt dæmi um þetta er það,
að ungur flugmaður, sem fór a£
landi burt í vor og bar við þung
um sköttum, greiddi í fyrra til
Reykjavíkurbæjar á þriðju krónu
í útsvar á móti hverri einni krónu,
er hann greiddi í beina skatta til
ríkisins. Gunnar Thoroddsen átti
'■m
\ ,, í-v -.
Gunnar Thoroddsen
— hann hefur gengið lengra i
skattaálögum en nokkur annar valda
maður á íslandi fyrr og síðar. —
þannig meslan þátt í því, að þessi
efnilegi flugmaður, sem er tengda
sonur Ólafs Thors í þokkabót,
hrökklaðist af landi brott.
Gunnari Thoroddsen hefur hins
vegar ekki þótt útsvörin, sem hann
lagði á í fyrra og hrökktu hinn
unga flugmann új landi, vera
nógu há. Á síðastliðnum vetri
hækkaði hann útsvörin enn stór-
lega, eins og sjá má á því, að þau
voru áætluð 181 millj. kr., en með-
altal áranna 1954—56 eru 116
millj. Þetta fannst Gunnari þó
(Framhald á B. síðo.)