Tíminn - 10.09.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.09.1957, Blaðsíða 8
8 T f M IN N, þriðjudaginn 10. september 1957. .. Hlýjar endurmiimingar 11 (Framhald af 7. síðu). sem er þarna inni. Stigum við síð- an í lyftu sem flutti okkur niður á neðstu hæð. í Akureyrarkirkju og lystigarði Nú var haldið til kirkju. Þarna hafa- Akureyringar reist mikið og veglegt guðshús og kennt við hinn mikla skáldjöfur séra Matthías Jockumsson sem þar var prestur um langt árabil. Er kirkjan mjög smekklega skreytt, en þó mjög lát laus í sinni fegurð. Hún er mjög stílhrein. Þarna er sérstaklega fag ur skírnarfontur gerður eftir einu hinna mikla listaverka Alberts Thorvaldsen. Frá kirkjunni var haldið inn á heiðina og skein nú blessuð sólin í gegnum þokubólstr- ana. Gengum við sem leið liggur að hinum fagra listigarði, þar sem Akureyringar eiga sinn yndisreit og hafa þeir sannarlega ekki talið það lítinn yndisauð að annast blómgaðan jurtagarð, þar eru há og falleg tré og fögur blóm og ber allt vott um mikla smekkvísi. Þarna gafst okkur kostur ó að hitta þjóðkunna konu, Þuru í Garði, hér í þessu ríki Flóru starfar hún nú með sitt hlújárn, hér dýrkar hún gyðju blóma og gróandans. En mér segir svo hugur um að hún muni ekki hafa sagt skilið við Braga, því ung gekk hún honum á hönd. Hún sagðist vera fædd í Garði, starfar nú í garði og að síð- ustu mundi hún hafna í garði. Eft- ir að við höfðum skoðað þessi helgu vé, jurta og gróðurs, héld- enda var hún lengi talin landsins fegursta kirkja. Á henni er hár og mikill turn og upp í hann fórum við og er útsýn þarna mikil og fög- ur yfir sveitina. Mörgum getum hef ir verið að því leitt, hvaðan Magn- ús bóndi hefði svo mikið fé og mynduðust ýmsar sögur, þar á meðal að hann hefði fundið fjár- sjóð fólginn í jörðu, eða unnið í erlendu happdrætti, en hvað um það, þetta musteri mun halda nafni hans lengi á lofti. Síðan var ihaldið frá Grund og inn að Saur- bæ, þar er torfkirkja, ein af þrem- ur, sem eftir eru á landinu. Hún á sína sögu um allar þær gengnu kynslóðir, sem inn í bana hafa gengið í gleði og hamingju og einn ig í sínum erfiðleikum og sorgum og átt hér sínar helgistundir. Hér er sama helgin og tignin eins og í hinum háreistu og skrautlegu musterum. Þá var aftur snúið við út á Akureyri. Þar beið okkar hinn rausnarlegasti kvöldverður. Eftir að hann hafði verið snæddur dreifðist hópurinn. Margar áttu þarna ýmsa vini og vandamenn, sem þær ætluðu að hitta, áður en gengið yrði til náða, en kl. 8 stundvíslega vildi fararstjórinn að mætt væri morguninn eftir. Kon- ur mættu á tilteknum tíma morg- uninn eftir, skyldi nú !agt af stað heimleiðis að loknuin morgun- verði. Heim á leið Voru nú fararskjótarnir tilbún- ir, og kl. rúmlega 9 var hver kom- in í sitt sæti. Var nú höfuðstaður Norðurlands kvaddur og haldið af stað. Upp á Vaðlaheiði var þoka; held ég að neinn hafi orðið var við Möðrudals-Möngu með sína prjóna, enda er hún nú búin að fá fyrir löngu, frið 1 sinni gröf. Mikið var búið að tigna hina dá- samlegu sönggyðju, hvert lagið af öðru hljómaði út í öræfakyrrðina og þegar austur ó Jökuldalsiheiði kom og farið var fram hjá vötn- unum þar, var sungið „Við fjalla- vötnin fagurblá.“ Hugsað fil heiðabúa Ef til vill hefir einhverjum ver- ið hugsað til fólksins, sem byggði að taka það fram, að alltaf þessa heiði fyrr meir, én flæmdist; kátt og fjörugt í bílunum. þaðan eftir öskufallið 1875. Nokkr ir Sátu þó kyrrir og elskuðu og treystu á landið. Þarna lifði þetta fólk og undi glatt við sitt, nóg var af silungi í vötnunum, jörðin var kjarngóð og mikið beitiland, en erfiðir hafa allir aðdrættir verið. Nú býr enginn á helðinni lengur. Niður Jökuldalinn var úrkomu- laust, en auðséð var, að þar hafði rignt um daginn. Kl. 7,30 var kom ið í Egilsstaði. Þar beið okkar kvöldverður á borði. Eftir að þar hafði verið numið staðar um hríð, var lagt upp í síðasta áfangann. Þá var komin niðaþoka og farið að rökkva. Flestar verðum við iegn- ar að koma heim, því þótt ferðin hafi verið skemmtileg, hbfir hún verið ströng. Komið heim Klukkan hálf-tólf er komið inn í Búðakauptún og var staðnæmst við verzlunarhús kaupfélagsins. Þar var kvaðst og þakkað fyrir þessa skemmtilegu ferð, og hélt hver heim til sín auðugri en áður af góðum og hlýjum endurminn- ingum til'að orna sér við í grárri skímu hversdagsleikans. Ekki þarf var Svo þökkum við að endingu fararstjór- anum, Helga Vigfússyni, fyrir þessa miklu skemrntun og alla hans lipurmennsku. Sömuleiðis þökkum við bílstjórunum þeirra hlutdeild í ferðalagir.u, og öllum, sem greiddu götu okkar á einn eða annan hátt og gerðu okkur förina ógleymanlega. Gaman var á ferða- laginu, en alltaf er þó heima bezt. Ein úr liópnum. Orðið er frjálst Ferðalag Fáksfélaga um við til hótelsins því þar áttumlþar með var Eyjafjörður horfinn við að KEA. sitja miðdegisverðarboð Iðrtaður SIS Komum við inn í salinn kl. rúmlega 12, Svignuðu borðin und- ir hinum dýru krásum. Eftir að setzt var að borðum bað fulltrúi sér hljóðs og talaði um Austur- land er hann hafði þá nýlega heim sótt. Talaði hann um þá sérstöku fegurð sem að Austfirðirnir búa yf ir. Fararstjóri tók þvínæst til máls. Þakkaði fyrir hönd okkar kvennanna höfðinglegar móttökur og góða fyrirgreiðslu í hvívetna. Að máltíð lokinni var haldið til Gefjunar, gat þar að líta meðferð ullar frá fyrstu hendi, þar til að hún er fullunnin og komin í dúka. Hér var þvegið, þurrkað, litað, ló- skorið, kembt, spunnið, prjónað og vefstólar slegnir, hér var allt unn- ið af æfðum höndum og með ný- tízku verkfærum, og út þaðan fór- um við sannfærðari en áður, hvað er hægt að vinna mikið og vel úr íslenzku ullinni. Þá var haldið í skóverksmiðjuna Iðunni. Þar fengum við að líta hvernig skinnin eru unnin og fram leiddir skór úr íslenzku leðn, sem ekki standa útlendum skóm í neinu að baki. Þá gengum við þangað sem Akureyrarbær hefir látið reisa standmynd af fyrsta landnámsmanni sínum, Helga magra og húsfreyju hans, Þór- unni Hepnu. Að því loknu áttum við ráð á tímanum þar til kl. 6, og var sá tími notaður til að fara í búðir, en einnig þar reyndist tím- inn stuttur, því margar voru ó- kunnugar, en þetta gekk vonum framar, og um sex-leytið mátti sjá konur koma úr öllum áttum, hlaðn ar pinklum og bögglum, sem stung ið var í farangurshólf bifreiðanna og þóttust flestar hafa gert góð kaup. Farið fram í fjörð Klukkan sex var haldið fram í sveit, og var fyrst komið að Krist- nesi, hinu norðlenzka heilsuhæli berklasjúklinga. Þar er fallegt og skemmtilegt umhverfi fyrir þá sjúklinga, sem eru það hraustir, að geta notið þess. Þá var haldið inn að Grund. Þar er fornfrægur stað- ur, hér var hinn frægi Grundar- bardagi háður og hér er hin fagra Grundarkirkja. Hún var byggð laust eftir aldamótin af Magnúsi hinum ríka, sem þá bjó á Grund. Kirkjan er stílhrein og fögur og myndskreytingar hinar fegurstu, sýnum, fjörðurinn fagri, sem fóstr aði listaskáldið góða. Þegar niður af heiðinni kom, var orðið bjart og var nú farið í Vaglaskóg. „Eg var í Vaglaskógi í vorsins græna ríki“, segir Davíð, og ennfremur „þar logar allt af lífi, þar ljómar allt af gleði“. Sannarlega var fagurt í skóginum þennan morgun, döggin glitraði eins og gimsteinar á hverju laufi og strái, og loftið angaði af ferskum ilmi. Fuglarnir kváðu í skóginum sinn dýrðarsöng. Þarna dvöldum við um stund. Var ferð- j inni síðan heitið að Laugum. Þar eru margar byggingar stórar og- myndarlegar, þar er alþýðuskóli og húsmæðraskóli. Var nú óskað eftir að fá að skoða húsmæðraskól- ann og var það auðsótt. Skólann sýndi okkur vefnaðarkennarinn, mjög elskuleg kona. Mikill mynd- arbragur var þar jafnt úti sem inni. Við skoðuðum herbergi lát- innar forstöðukonu skólans, Krist- jönu Pétursdóttur frá Gautlönd- um, og er þar allt eins og var með an hún lifði og er það fagur og ó- brotgjarn minnisvarði. Hun var fyrsta forstöðukona skólans. Þegar skólinn hefir verið skoðaður kveðj um við hina vingjarnlegu konu og þökkum henni fyrir okkur. Síðan er farið í bílana og er þá næsti á- fangastaður við Goðafoss. Það er numið staðar á veginum og gengið upp að fossinum og fram á liamra- brúnina og horft á þennan feikna vatnsflaum sem steypist þarna fram af berginu, þar sem forðum daga Þorgeir Ljósvetningagoði fleygði goðum sínum í. Þá var næst áð í Reyniihlíð, þar skyldi snæddur miðdegisverður eins og í norðurleið. Eftir að matast hafði verið, fékk fararstjóri lítinn fylgd arsvein til að fylgja okkur í svo- kallaðan Sauðahelli. Þvínæst var farið niður í djúpa jarðsprungu. Þar var allerfitt að komast niður í. f þessari gjá er gróður mikill og er þar, undir klöpp eða kletti, volg laug. Þarna í kring er jörðin öll með holum og gjótum, svo að þarna væri nokkuð varasamt að fara um í myrkri og það fyrir ó- kunnuga. Þarna var nú orðin nokk ur viðstaða, og var nú farið að hugsa til að leggja á fjöllin. Var ekið austur Mývatnsöræfi, og enn sem fyrr var þoka í lofti og nátt- úran öll drungaleg þarna uppi á öræfunum. Rigningardrungi fylgdi okkur í hlað í Möðrudal. Þar var ekkert numið staðar, aðeins kastað kveðju á Jón bónda. Áfram var haldið yfir sanda og öræfi, en ekki Fyrir mistök mín var handrit að grein minni um ferðalag frá Grafn ingi til Hveragerðis miður auðkeni en skyldi, bið ég því þá félaga Fáks og Sörla, sem þar var um- rætt, fyrirgefningar á þeirri vaii- gá, einkanlega hafi það verið nauð syn að ná til persónu minnar út. af því umtali. Mun' ég nú — þar som um það er spurt í Tímanum 3. sept. þ. á. — skýra frá orsök greinarinnar að svo miklu leyti, sem fyrri greinin segir það ekki. Hér á landi eyðist nokkuð á aðra milijón króna á dag til jafnaðar umfram það sem aflað er. Innflutningur víns, tóbaks, glæparita og margs annars gagns- lauss og 'spillandi tekur upp álitleg an hluta þessa fjár, kannske allt. 'Gjálifi þeirrar þjóðar, sem skrá- ir slíkar sögur af sér á víxileyðu- blöð og þurfamannalista tveggja heiimsálfa, ginnir mann ekki til að geta 'hins bezta um nein mistök. Því spurði ég hvað þarna hefði valdið, og mátti skilja, að mér fannst drykkjuskapur geta komið j til mála sem skýring. I Jón Brynjólfsson gjaldkeri Fáks j veit hins vegar annað og skýrir frá því og er þakkarvert, einkum þar sem þar var ekki um lakara að gera en hrifningu ferðamanna af fegurð landsins. j Þessum flokki hefir þá farið líkt I og mér, þegar eitt sinn bar svo til | að gilin og dalirnir suður frá 1 Nesjavöllum birtu mér fegurð sína. Það, sem helzt ber á milli er magn hrifningarinnar. Þeir þrítug menningarnir hafa aðeins orðið þeim mun hrifnari en ég aí fegurð Fjallkonunnar að þeim gleymdist að gæta þess hvort þeir dáðust að hnakkasvip hennar eða andiits- fegurð. Er slík föðui’landsást að vísu góð og blessuð, en ofurlítið broS' leg og liggur ekki næst hendi sem úrlausn óskýrðrar villu, sízt þegar dæmin æpa á mann um fjárdrátt frá ríki og þjóð, skattsvik og stop ul verk í þágu þessarar fegurðar, þótt öll kunni þau afbrot að koma á aðra en þá, sem þessa ferð fóru, en þráreynt er af ýmsurn vel upp- lýstum borgurum að þeir sæta færi að koma samanspöruðu fé sínu og jafnvel sj'álfum sér vestur á „slétturnar miklu“ eða austur undir áraburð þeirra manna, sem „bezt“ reyndust Ungverjum nú fyr ir skemmstu. En grein Jóns Brynjólfssonar segir mér að þar sé fagurt, sem ég veit að fagurt er og hin flytur mér þær fréttir að ferðamenn hafi gleymt stefnu Ieiðarinnar fj'rir lagi grundar, liti blóms, brekku- fegurð, lækjasöng eða öðru slíku og það er góð grein. Hana þakka ég, henni trúi ég og þykir hún engu verri þótt hún víki mér kanske maklegri slettu. Sigurður Jónsson frá Brún. Hvalur dreginn úr sjó í sumar hafa hvalveiðarnar frá hvalveiðistöðinni í Hvalfirði gengið ágæt- lega, eins og oftast áður. Mynd þessi er frá hvalvinnslustöðinni og sýnir er verið er að draga nýveiddan hval upp á skurðarborðið. (Ljósm.: J H M). Eyðing fiskimiðanna (Framhald af 5. sfðu). og liggja svo í aðgerð 24. Menn beri þetta svo saman við það sem er í dag og þá ætla ég að hugsandi mönnum verði Ijós þau missmíði, sem á er orðin. Sumir menn virð- ast vilja kenna togveiðum einum um að fiskurinn hefir farið svo minnkandi sem raun er á. Þeir virðast líta svo á, að það muni ekki mikið um hann Manga. Samt er það svo, að fleiri eru býsna stór- tækir og sennilega ekki síður skað legir. Það er athugandi, að með þorskanetum er gripinn upp hér mjög mikill fiskur og að þeim er aðallega beitt gegn fiskinum um gottímann, en þau veiðarfæri hafa þann leiða galla að þau skila lé- legri vöru, svona hálfgerðu trosi á stundum, í það minnsta hjá þeim, sem hafa svo mörg net ‘í sjó, að þeir geta ekki hreinsað úr þeim daglega, þegar á sjó gefur. Það er mikill galli á einu veiðar- færi, sem ekki skilar góðri vöru og það verður að viðurkenna að engin önnur okkar veiðarfæri skila jafn vondri vöru eða fara jafn illa með fisk og þorskanetin. Slag- urinn um hin einstöku veiðarfæri og mismunandi skaðsemi þeirra skiptir ekki mestu máli um rýrnun fiskimiðanna, heldur heildarmagn þess fiskjar, sem tekin er og hvort það, sem eftir verður, fær viðhald- ið stofninum. Við höfum sjálfir stöðugt verið að auka það magn, sem við tökum og teljum okkur þurfa. Þörfin er ekki sú sama hjá öörum þjóðum, sem hingað sækja, því að engin þeirra byggir tilveru sína til jafns við okkur á íslenzk- um fiskimiðum, sem eðlilegt er, því að Öllum þjóðum heims er það sameiginlegt að byggja brauðsöfl- un sína fyrst og fremst á þeim atiðlindum móður néttúru. sem nærtækastar eru og telja þær sín- ar. Við hljótum því að leggja á- herzlu á að tniðin á íslenzka land- grunninu eru það forðabúr, sem við verðum í framtíðinni að geta byggt á eins og hingoð til. Við hljótum því að stinga fótum við fyrstir allra, þegar við sjáum hvert stefnir og sjaum að farið er að lækka ískyggilega mikið í þeirri matarskrínu. Það eru of margir, sem teygja fingur sína eftir eða niður í þá skrínu, og það verðum við að reyna að gera öðrum þjóð- um ljóst, ef vel á að fara. Hér að framan hef óg bent á að veiðitregð an sjálf hefir bægt frá af miðum íslands nokkrum þeim, sem hingað sóttu meðan fiskur var hér svo mikill, að þeim þótti það borga sig að sækja hingað. Veiðitregðan sjálf getur samt ekki b.iargað því við sem bjarga þarf og því er það að við þurfum að fá takmarkaðan þann skipafjölda, sem á miðin er settur, ef núlifandi kynslóð ætlar sér ekki að éta allt upp fyrir þeim sem á eftir koma. Ég er hræddur um að það sé til meira en nóg af þeim hugsunarhætti, sem lýsti sér í orðum enska skipstjórans to hell with Iceland, en af þeim má ráða fullkomið tillitsleysi um okkar hag eða hvort við lifum eða deyj- um. Ekki mun því af veita fyrir fræðinga okkar og lögspekinga að viða að sér öllum gögnum, sem að haldi mega koma og komast þeiþ þá ekki hjá að leggja áherzlu á áratuga reynslu okkar sjálfra og jafnframt að gæta þess að skýrslur geta verið beggja handa .járn, eins og allir vita, sé ekki rétt á þeim haldið. Ótti minn við skýrslur, sem sanna eiga eða draga af ályktun um fiskimagn í sjónum stafar af því að ég hef tvisvar spurt fræði- mann að því, hvað hann meinti með ályktunum um togtíma og bæði skiptin fengið ógreið svör, eða þegar að ég hef bent á að ár- angur af togtíma sé mjög breyti- legur eins og ég hef nú þegar sýnt fram á, þá hefir svarið verið að það sé tekið tillit til þess. Er hægt að byggja alvarlegar niður- stöður á svona ótryggum grund- velli? Hvernig mega fræðimenn byggja niðurstöður á slíkum rök- um? Áætlunum um mismun vinnu bragða og tækni margra ára, sem þeir ekki sjálfir hafa tekið þátt í, og þeir einir geta komizt að nokkr um nálægum niðurstöðum um, er vinna verkin sjálfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.