Tíminn - 29.09.1957, Page 4

Tíminn - 29.09.1957, Page 4
T f !VI IN N, sunimdaginn 29. september 1951« Mark kallar miðstöS - Njósnamálá' mrnmrfrTTimiiffnnímniíniiif!KinriTmniinBTPfflBmínimfnniiiffniiniTíHiíTíTr'ií ilHiffisiRi irnii í þá “ Upplýsingar í holnm blýöntum - SaMYerkamaðurmn kom npp um hann - Oitaðist hann einnig? - Teikn- aði mynd aí Krútsjoí - Sleppur hann Halló! Halló! Mark kallar SSH. við dauðarefsingu’ hjá gjaldkera aðalfulltrúans . . . Halló! Halló! Mark kall- ar miðstöð . . . Þetta kall barst fyrir nokkrum mánuðum frá stuttbylgjusendistöð í Brooklynhverfinu í New York beina leið til njósnamiðstöðvar í Moskva. Á rússnesku hljóðaði skeytið á þessa leið: Nýjustu upplýsingar um kjarnorkustöðvar í Oklahoma innlagðar hjá rússneska sendiráð- inu og berast Moskva í hraðpósti. Eins og í kvikmyndum Maðurinn sem sendi skeytið og hafði sent önnur svipuð um níu ára skeið og tekið við öðrum á sama dulmáli, heitir Rudolph Ivan ovich Abel. Hann er 55 ára að aldri og þekktur í Bandaríkjunum undir nafninu Martin Collins eða Emil R. Goldfus. Nú sendir hann elcki: fleiri skeyti. Réttarihöldin gegn Abel hefjast! í þessari viku. Hann er talinn! snjallasti njósnari Rússa sem starf að hefur í Bandaríkjunum, og lít- ur einmitt út eins og kvikmynda-! framleiðendur vilja hafa njósnara. | í holdskörpu andlitinu liggja aug- un hvöss og athugul innan við gleraugun. í fangaklefanum dett- ur hvorki af honum né drýpur. Hann hefur leikið eitt aðalhlut- verkið í upplýsinngaþjónustu Sovétríkjanna og virðist ætla að halda leiknum áfram einnig eftir handtökuna. | Sjálfsmynd Abels, fundin á vinnustofu hans. Holu blýantarnir, sem geymdu upp- lýsingarnar, verSa lagðir fram í réttinum. Upplýsingar í holum blýöntum og skartgripum Abel fæddist í Moskva 1902. Hann nam við tækniskóla og varð síðar verkfræðingur með sérgrein í kjarnorkuvísindum. Um 1930 komst hann að við rússnesku upp- lýsingaþjónustuna og lærði þá ensku, en auk þess talar hann spönsku, frönsku og þýzku. Hann lærði einnig að senda og taka við dulmálsskeytum, senda upplýsing- ar í holum blýöntum og eyrnalokk um; hann lærði að falsa vegabréf og að halda sambandi við aðra njósnara án þess að afhjúpa sjálf- an sig. FBI, bandaríska leyniþjón ustan, sem klófesti Abel, segir að hann sé fyrsti raunverulegi sér- fræðingurinn, sem þeir hafi átt við. Abel var hátt settur í rússnesku leyniþjónustunni. Kona hans, dótt- ir og sonur, búa í skrauthýsi utan við Moskvu. 1948, sennilega þann 15. nóv., fór hann yfir bandarísku landamörkin undir nafninu Coll- ins. Á fyrri skjölum hans stóð að hann væri fæddur 2. júlí 1897 í New York, en síðar tók hann sér nafnið Goldfus eftir Emil Goldfus, sem fæddist í New York 2. ágúst 1902, en dó tveggja mánaða gam- all. Samverkamaðurinn koni upp um hann Lítið er vitað um starfsemi Collins — Goldfus fyrstu fjögur árin, sem hann hélt sig í Banda- ríkjunum, en kunnugt er, að 1952 fékk hann ný verkefni með áherzlu á kjarnorkuleyndarmái. Verkefnin voru skipulögð í njósnamiðstöð Sovétríkjanna af Vitali Pavlov, þeim sama sem stjórnaði njósna- starfseminni í Kanada; Michial Svirin, sem til skamms tíma var meðlimur í nefnd Rússa á þingi Sameinuðu þjóðanna og Finnan- um Reino Hayhanen, sem komst til New York með „Queen Mary“ og tók síðan upp samstarfið við Abel. Það var Hayhanen sem kom upp um Abel. Fyrir nokkrum mán uðum fékk hann skipanir um að gefa sig fram í Moskvu en grun- aði þá yfirboðarana um græsku." Hann fór til B’BI og skýrði frá njósnastarfseminni og kom upp um Abel. Greip ekki til flóttans Abel hafði nægan tíma til að flýja þegar Hayhanen hvarf. Einn ig hlýtur hann að hafá grunað að eitthvað væri á seyði. En hann sat sem fastast. Hann lét banda- rísku leyniþjónustuna herða sig í netið án þess að gera tilraunir til flótta. Óttaðist hann einnig að sanda fyrir yfirboðurum sínum í Moskva? Var hann hræddur við að verða láin sæta ábyrgð á hvarfi Hayhanens? Ef til vill munu rétt- arhöldin sem nú eru að hefjast leysa úr þessum spurningum. Abel átti innistæður í fjórum bönkum og var með 6.090 dollara í reiðu fé við handtökuna. Þrátt fyrir þetta barst hann jafnan lítið á, og bjó venjulega á litlum hótel- um. Ilann kynnti sig sem Ijósmynd ara, en varði öllum frístundum sín um til að mála. í vinnustofú hans fannst fjöldinn allur af landslags- myndúm og nektarmyndum ásamt sjálfsmynd og teikningu sem minn ir á Krustjoff. Úr glugga vinnu- stofunnar horfði Abel yfirum til réttarsalanna þar sem hann á nú að dæmast, og til stöðva lögregl- unnar, þeirrar sömu, sem klófesti hann í net sitt. En Abel á nokkur tromp á hend- inni. Að ráði verjanda síns hefur hann nú lagt fram mótmæli gegn því, að sannanirnar gegn honum hafa fundizt við ólöglega hús- rannsókn. Hann hefur einnig mót- mælt því, að vera ákærður fyrir njósnir þótt handtakan hafi farið fram undir því yfirskini að dvöl hans væri óheimil í Bandaríkjun- um. Hvort Abel sleppur við dauða refsingu á þessum forsendum og verður vísað úr landi fyrir þá sök að dveljast i Bandaríkjunum undir fölsku nafni, er spurning, sem beð- I ið er eftir með eftirvæntingu. Hjreginn bóndl tryggfr dráttarvél sína Abel í járnum við réttarsalinn. Þáttur kirkjunnar Gistifieimili fyrir drykkjusjúklinga BISKUPINN flutti þjóðinni ert aðhafzt. Nú er tækifæri fyr ávarp í úfcvarpinu í sumar. ir allt kirkjunnar fólk, já alla, Hann taldi sannað að í höfuð sem unna kærleikshoðskap j borg íslands væri nær þrír tug kristindómsins að sýna trú | ir manna og kvenna, sem ættu sína í verkinu og sameinast nm j bókstaflega hvergi heimili, sem þetta málefni minnstu bræðr- i unnt væri að opna fyrir því. anna. Og dapurlegt yrði, ef Þetta fólk liggur að nóttunni í kirkjan gæfist upp við svona jj opnum bröggum, bátum og 1-ítið. Það yrði óbærileg skömm | kössum, 'hefst í grennd við öllum, sem henni unna og hana jjj hcfnina, eða jafnvel bara í virða. Verum því samtaka. — | göturennum og á göngum og Komið gjöfum ykkar lil prest- jj| stigum opinberra stórhýsa, eft anna heldur í dag en á morg-1 ir að þau eru opnuð. un. Og prestarnir mega sekki ÞETTA ER raunaleg lýsing liggja á liði sínu, heldur ganga | og verst, að hún er of mikill fram fremstir í flokki. raunveruleiki og segir hún þó ekkert af þeim ægilegu vand- í ÖÐRUM löndum eru þess Jj ræðum, tjóni og hættu, sem ekki fá dæmi, að einstaka kær- fólk þetta veldur, ef heimilin leiksríkar og dugmiklar konur I eru opnuð fyrir því, meðan það opna slíkar stofnanir í sínu M er í brjálæðisástandi áfengis- eigin húsi, og lát-a hvorki erfiði nautnar sinnar. Ekki er heldur né illan orðróm hræða sig né jjj minnzt á iþær sorgir, þann sárs hindra, og þannig hafa bjarg- "" auka og skömm, sem orðið er, azt margir þeirra, sem dýpst jj áður en allar dyr lokast fyrir voru sokknir í spillinguna. Og j]| þessum veslingum. starfsemin hefir að lokum veitt Það er því sannarelga þörf frægð og blessun langt út fyrir á hjálp 'hliðstæðri eða í fram- það svæði, sem hugsað í fyrstu. haldi af þeirri ómetanlegu að Kannske einhver auðug kona stoð, sem „Bláa bandið“ veit- eða maður vildi reyna þetta ir. Er satt að segja óskiljanlegt hér. Eg hefi tröllatrú á ríku , nú þegar, hvernig unnt var að fólki, ef það helgar sig og sitt i komast af, áður en sú stofnun hugsjónum Krists. En samtök É var opnuð. Og sama verður á- in eru eðlil.egust og margar II reiðanlega sagt, eftir að hið svo hendur vinna létt verk. Fimm II n-efnda gistibeimili verður búið krónur að meðaltali frá hverj- ^ að starfa lengi. um einstaklingi mundi skapa Og starf þess hefst í ein- betri skilyrði á Iþessu sviði en hverri mynd fyrir atheina og í flestum öðrum löndum. fórnir göfugra manna og En umfram allt væri þó dá- kvenna, sem kunna vel söguna samlegast ef ©fengið yrði gert um miskunnsama Samverjann. útlægt úr landinu. En meðan Þótt sjálfsagt verði alltaf marg- það er ekki, verður hv-er göfug ir eins og presturinn og Levít- sál að vinna gegn eyðingu þess inn, sem gengu fram hjá og eftir mætti. töldu sér málið óviðkomandi, eru „Samverjarnir“ einnig margir í þessu þjóðfélagi. Fólk VERUM NÚ samtaka og sýn , sem lætur miskunnsemina hafa Um að íslenzka kirkjan bæði völdin gagnvart þeim, sem hafa vill og getur þegar hún á góða !' eyðilagt lífshamingju sína í ránsklóm Bakkusar. forustu. . Söfnum fé til að kaupa hús- næði til gistiheimilis fyrir „úti EN GLEÐILEGAST er, að legumenn* nútímans. Þetta er kirkjan hef-ir hér hafizt handa. kristileg hugsjón. Hún fær oft ásakanir fyrir það, að þar sé aðeins talað en ekk- Árelíus Níelsson. iniMi>Mwiiiio^n»innMiniiníiiiTiTiiiininiTiniiTiiiiiirffir»nn~iiTTT!TniminriTr,ii ■uiiiniiriiirniTMinnnritiiiii ii|ij Þannigeru mörk skólahverfa gagn- fræðastigsins í Revkjavík í vetar Á komandi vetri sækja nem- endur gagnfræðastigsins skóla sem hér segir: Gagnfræðaskóla Vesturbæjar sækja allir nemendur, sem búsett- ir eru á svæðinu vestan Lækjar- götu og Kalkofnsvegar og norðan Hringbrautar. Gagnfræðaskólann við Hringbr. sækja nemendur búsettir sunnar Hringbrautar og vestan Vatns- mýrar. Þó sækja nemendur úr Skerjafirði gagnfræðadeild í Mið- hæjarskóla. Gagnfræðadeild Miðbæjarskóla sækja þeir nemendur úr hverfi Mið bæjarbarnaskólans, sem heima eiga austan tjarnarinnar, Lækjar- götu og Kalkofnsvegar. Ennfrem- ur nemendur úr Skerjafirði. Gagnfræðaskólann við Lindarg. sækja þeir nemendur úr hverfi Austurbæjarskólans, sem búsettir eru við Njálsgötu og Háteigsveg og norðan þessara gatna. Gagnfræðaskóla Austurbæjar sækja nemendur búsettir í hverfi Austurbæjarbarnaskólans aðrir en þeir, er að ofan eru taldir. Gagnfræðadeild Laugarnesskóla sækja þeir nemendur úr hverfi Laugarnesbarnaskóla, sem heima eiga norðan Suðurlandsbrautar. — , Ennfremur nemendur úr Lang- holtsskólahverfi, sem búsettir erú við eftirtaldar götur: Kleppsveg, Drangaveg, Kambsveg, norðan Ás- vegar, Austurbrún, Vesturbrún, Kleifarveg og Laugarásveg, neðri hluta (nr. 1—35). Gagnfræðaskóla Langholtsskóla sækja nenmendur búsettir í Lang- holtsskólahverfi aðrir en þeir, sera að framan eru taldir. Gagnfræðaskólann við Réttar- holtsveg sækja nemendur búsett- ir í Bústaðahverfi, Smáíbúðahverfi og Múlahverfi, nánar tiltekið á svæði, er takmarkast af Klifvegi, Mjóumýrarvegi og Seljalandsvegi að vestan, en að norðan af Suður- landsbraut að Elliðaám. Ennfrem- ur sækja þennan skóla nemendur úr Blesugróf og innan Elliðaáa. Hér að framan er, eins og áður er sagt, aðeins átt við þá nemend- ur, er eiga að stunda nám í 1. bekkjum gagnfræðaskólanna í vetur, Eiga þessir nemendur a3 koma í skólana miðvikudaginn 2. október kl. 10,30 f.h. II. bekkur (nemendur f. 1943). Þeir nemendur, sem voru í 1. bekkjum gagnfræðaskólanna s.l. vetur, eiga að stunda nám 1 II. bekkjum í sömu skólum og þeir sóttu í fyrra, nema um bústaða- skipti sé að ræða. Nemendur II. bekkjar skúlu koma í skólann miðvikudaginn 2. október kl. 9. f.h. j

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.