Tíminn - 02.10.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.10.1957, Blaðsíða 7
TÍMINN, miðvikudaginn 2. október 1957. 7 Engín list mun lifa nema sú, sem hefur vonina að leiðarljósi Stutt samtal vií enska leikstjórann Walter Hudd, sem staddur er hér á landi til að setja á svitS Kirsuberjagarftinn eftir Tékov ístendingum er Walter Hudd a3 góðu kunnur frá því hann setti á svið Jóns- messunæturdrauminn hér um árið. Hann er einn af allra fremstu leikstjórum Breta og því ómetanlegur fengur fyrir íslenzka leikíist sem enn er á bernskuskeiði að fá gagnmenntaðan leið- beinanda frá landi þar sem leiklist hefir náð jafn ríku- legurn þroska. Walter Hudd er kominn til íslands á ný. Það er meiri ástæða til að fagna komu þessa kyrrláta listamanns sem eyðir dýr- mætum tíma til að blása að glæðum listar í fátæku Iandi en heimsóknum nafntogaðra þjóðhöfðingja sem stíga á land við básúnuhljóm og mót orhjóíasírenur. Blaðaanaður Tímans heimsótti Ieikstjórann fyrir skömmu og átti við hann stutt samtal. Hann er komirtn hingað til lands til að setja á svið Kirsuberjagarðinn eft- ir Tsekov og Romeo og Juliet eftir Peter Ustinov eri það er til- tölulega nýtt leikrit, sem sýnt hefir verið í London við fádæma aðsókn undanfarið ár. Earðist á hestum, fór leikföi* um hnöttinn •— Istenzkir lesendur vilja vita sem gerst um uppruna manna og ævi, segi ég þegar leikstjórinn hefir ktnnið sér fyrir í hæginda- stól, krosslagt fæturna og kveikt sér í sígarettu. — Ég ætlaði mér í iippfiafi að verða skólakennari, segir Hudd og blæs úr sér þykk- um reykjarmekki, horfir á strók- inn liðast um loftið nokkra stund, þögulí og angurvær á svip er hann hugleiðir löngu liðna æsku. — En þegar ég var liðlega 18 ára að aldri var ég kallaður í herinn. Ég var skráður í riddaraliðið og barð- ist í Frakklandi. Þá var raunveru- lega barizt á hestum, segir Hudd og brosir við. Langfleyg fjarstýrð fíugskeyti voru ekki komin til sög unnar. Ég sneri heim úr stríðinu heill heiisu en gat ekki hugsað mér að setjast við kennarapúltið eins og ég hafði ætlað mér. Þá var það sem ég sá auglýsingu í blaði þar sem farandleikflokkur óskaði eftir ungum leikurum. Ég hafði aldrei notið neinnar tilsagn- ar í leiklist en hafði íengizt ofur- lítið við að leika þegar ég var í skóla. Ég sötti því um starfið og var ráðinn samstundis. Við flökk- uðum utn landið og sýndum aðal- lega léttvæg skemmtileikrit, melodrama. Þegar ég hafði starf- að meö flokknum um nokkurt skeið, fékk ég ákafa löngun til að sjá heiminn. Ég réði mig í leikflökk sem hugði á hnattför með 14 leikrit. Þá var ég 23 ára gamai!. Við fórum hringinn í kringnm hnöttinn, um Suður-Afr- íku, Asíu, Kína og komum aftur til Lonrion 1924. Þetta var lær- dómsrík ferð að öllu leyti, ég öðl- aðist trausta og haldgóða undir- stöðumewntun í leiklist og ég kynnttst heiminum af eigin reynd á uppla-usnarárunum eftir strfðið. Það voru sögulegir tímar, ólga og ótök um alla veröld. Þegar ég kom aftur til London lir hnattíörinni fékk ég stöðu við lítið leikhús í útjaðri borgarinn- ar. Ekki leið á löngu áður en mér var vertt athygli af umboðsmaiini frá eina þekktasta og merkasta leiklistaríélagi sem þá starfaði í Englandi. Vinur Shaws •— Þér voruð sém sagt „upp- götvaðir“? — Þér megið kalla það hvað sem þér viljið, segir Walter Hudd og brosir bæversldega. Ég gerði samning við félagið og eftir það var leiðin greiðfær. Ég hóf að leika í helztu leikhúsum Lundúna- borgar og lék í verkum allra helztu leikskálda heims, Shake- speare, Shaw og Ibsen. Ég var svo lánsamur að kvnnast Shaw per sónulega os vinátta okkar var ná- in og innileg. Ég hlaut mikla uppörvun hjá meistaranum mikla. Við skrifuðumst oft á en því mið- ur hef ég elatað bréfunum frá honum. Það þvkir mér óbætan- légur missir. — Ég tók að fást við leikstjórn með tímanum og hef ennfremur unnið að kvik- myndagerð og síðan sjónvarpið kom til sögunnar hef ég alloft stjórnað og tekið þátt í sjónvarps leikjum. Leikrit sett á svið I bún- ingi síns tíma — Þér hafið leikið mörg hlut- verk í leikritum Shakespeares? i — Ég hef leikið í þeim vel- flestum ng sett mörg þeirra á svið í Stradford-upon-Avon, fæð- ingarbæ skáldsins þar sem fjöldi fólks hvaðanæva úr heiminum flykkist árlega til að sjá verk hins mikla skálds. Mörgum þeirra hef ég stjórnað jafnframt því sem ég lék eitt aðalhlutverkanna. A afmælisdegi Shakespeares s. 1. vor réðst ég í djarft fyrirtæki sem ýmsir spáðu að illa mundi fara. Þá setti ég á svið tvö Shakespear- esleikrit á einu og sama kvöldi í Old Vic. Sömu leifeararnjr komu fram í báðum verkunum. Ég ákvað einnig að nota sömu leiktjöldin fyrir bæði leikritin og lét smíða þau í einu og öllu eftir því sem tíðkaðist á dögum Shakespeares, sviðið leit nákvæmlega eins út sem á tímum Elizabethar. Ekki Waiter Hudd á aefingu. verksmiðjur sem margar hverjar störfuðu af mikilli levnd, faldar á útkjálkum og upp til sveita þar eð þær voru lífsnauðsynlegar fyrir vígbúnaðinn. Starfsfólk þessara verksmiðja var að mestu leyti ó- menntuð alþýða, megnið af fólk- inu hafði aldrei í leikhús komið. Þrátt fvrir það slökuðum við ekki minnstu vitund á listrænum kröf- um. Við færðum upp beztu leik- rit sem völ var á, bæði klassísk og ný. í fyrstu snerist fólkið á móti okkur, taldi leikritin alls ekki við sitt hæfi og lengi vel lékum vð fyrir hálftómum sölum. En við gáfumst ekki upp, enda fór svo að augu fólksins opnuðust og að þrem árum liðnumm þurft- um við aldrei að kvarta um fá- menni vfð leiksýningar. Að stríð- inu loknu óx áhugi almennings á leiklist jafnt og þétt og það má þakka það að verulegu ley.ti þess- um leiklistarferðalögum sém stjórn in efndi til um verksiriiðjur og vinnustaði. En þetta voru erfiðir tímar, sérstaklega fann ég til þess, þareð ég þurfti að bera ábyrgð á heilum flokki manna. Mér leið LeiKstiorinn asamt Arndisi og Val. nóg með það, heldur voru leikar-| arnir klæddir samskonar búning- um og þeir sem fyrstir léku verk Shakespeares. Með þessu móti varð komizt nær anda verksins, það naut. sin stórum betur í hin- um upprunalega búningi. Það má segja að fundin væri hin rétta hrynjandi leiksins. Áhrifin voru sterkari en ella, allur blær verks- ins ferskur og nýtárlegur og þó fann maður að -einmitt svona skyldi þetta vera og ekki öðruvísi. Mér finnst að stefna ætti að því að öll klassísk verk séu færð upp í ramma síns líma, aðeins þannig cr hægt að ná réttu samræmi sem leiðir mann að kjarna verksins. Leiksýningar í vopna- verksmiðjum — Hvað getið þér sagt mér um leikstarfsemi á stríðsárunum? — í stríðsbvrjun var ég tilnefnd ur af ríkisstjórninni sem foringi leikflokks er ferðast skyldi um landið og stytta þeim stundir er störfuðu að vígbúnaði og her- gagnaframleiðslu. Vjð fórum í eins og föður með stóra fjölskyldu sem óg þurfti að sjá farborða. En árangurinn af þessari starfsemi i'arð meiri en tölum verður talið. Það er eitt af þeim furðulegu dæmum um grózku og blóma sem sprottið getur mitt í skipulagðri tortímingu sem styrjöld. Eftir stríðið hélt ég að sjálfsögðu áfram leikstarfsemi og fór m. a. til New York 1948 og setti þar á svið Shakespeareleikrit í The Theatre Guild. Það er mikill kraftur í am- erískri leikstarfsemi, og þeir hafa það fram yfir Breta að þeir eiga stórbrotin nútímaskáld sem hafa helgað sig leikritun. Eftir Ameríkuferðina starfaði ég áfram í London þar til 1955 að óg fór 01 íslands. Eftir þá för lék ég óslitið i hálft annað ár í saina leik ritinu í London, Vals nautaban- anna eftir Anouihl. Það voru 8 sýningar á viku allan tímann en þó hafði ég tækifæri til að ann- ast sviðsetningu á tveimur leilcrit- um öðrum. Til íslands kom ég svo seint á þessu sumri, hef ferð- azt kringum landið, unnið að æf- ingum á Kirsuberjagarðinum og nú sit ég hér. Þá held ég þér hafið æviferil minn, segir Walter Iludd og brosir. Örvæntingin er undan- fari dauðans — Er ekki erfitt að stjórna leik urum sem leika á máli sem maður skilur ekki? — Ekki svo mjög. Þýðing Helga Hálfdánarsonar á Jónsmessunæt- urdraumnum var það nákvæm og iönn að ég gat hæglega fylgzt með leikurunum með því að hlusta eftir hljóðfallinu eingöngu. Það er örðugra um vik með Kirsubcrja garðinn, því hann er á óbundnu máli auk þess sem ísl. þýðingin er ekki beint úr rússnesku. En eyrað verður fljótlega næmt fyrir stemningu og andrúmstöfti, þótt sjálf orðin skilji óg ekki, t. d. tek ég strax eftir því, ef einhver leikendanna er of seinn. Verk Tsekovs krefjast mikillar vandvirkni og gjörhygli af leik- stjórans hálfu, blæbrigðin eru svo hárfín og smágerð. Tsekov leiðir fram á sviðið vanalegt fólk í hvers dagslegu umhverfi, en boðskapur hans er mikill og sterkur. Á ytra borði er hann stundum kíminn í verkum sinum en undir niðri er þungur straumur alvöru. Hann fylgir skilgreiningu Aristotelesar þegar hann skapar kómískar per- sónur. Þær stefna ekki að því að vekja sem mestan hlátur og há- vaða heldur vekja þær samúð vegna þess að mistök þeirra eru brosleg. Tsekov er raunsær og staldrar oft við dekkri hliðar lífs- ins en þó er hann skáld vonar- innar fyrst og fremst, hann gef- ur sig aldrei á vald örvæntingu. Ekkert stórskáld hefir hoðað ör- væntingu þótt þau lýsi sorg og hörmum, enda er örvæntingin und anfari dauðans. Engin list mun lifa nema sú sem hefir vonina að leiðarljósi. — Hvað um nútímaleikskáld í Englandi? Waltre Hudd hristir höfuðið dap ur á svip. — Þau eru mjög fá og ekkert stórt. Það er að vísu Osborne, hann hefir vakið mikla athygli sakir æsku og ósvífni. Hann seg- ir sannleikann umbúðalaust og rek ur áheyrendum óspart löðrunga. Áhrif hans eru fersk og ný. Það leggur af honum hressandi gust. Enskir áheyrendur vilja helzt vera í friði með ljúfa drauma sem ekki styðjast við veruleikann, en þessi ungi maður hefir vakið fólk af værum blundi. Osborne gagnrýnir bjóðfélagið harðlega en bendir ekki á nein ráð til úrbótar, hann rífur niður en byggir ekki upp. Hver þjóð verður að eiga sín eigin leikskáld, að öðrum kosti verður leikhúsið ósjálfstætt útibú og ekki hægt að búast við neinum afrekum í leiklist. Þetta verða ís- lendingar líka að gera sér Ijóst ef þeir vilja að þetta nýja og full- komna leikhús verði miðstöð menningar og listar. Það er ekki hægt að fá lánað endalaust, það leiðir til gjaldþrots. Hamlef á íslenzkum f jallstindi — Þér hafið ferðazt töluvert um Island? — Já, ég fór með áætlunarbíl til Akureyrar. Þaðan sigldi ég aust ur • um land og kom við á hverri smáhöfn. Þaö var yndisleg ferð sem ég aldrei gleymi. Ég kom við á Húsavík og hitti þar Helga Hálf- dánarson Shakespeareþýðanda. Við ræddum löngum stundum um bók- menntir og ljóð, það var sérstak- lega skemmtilegt að hitta hann, ég hafði ekki átt kost á þvi í hitt- iðfyrra. Við gengum á fjöll um bjarta sumarnótt í kvrru veðri og á einu fiallinu flutti ég allan Hamlet frá orði til orðs, en Helgi hlýddi á. Það var undarleg til- finning að standa á fjallstindi við nyrzta haf og segja fram Hamlet. Ég hef farið um alla veröld en hvergi hef ég orðið svo hugfang- inn af náttúrunni sem hér á fs- landi. Loftið er svo hreint og tært að greina má smæstu litbrigði í mikilli fjarlægð. Ljósbrigði og litaskil svo fögur og heillandi að ég á engin orð til að lýsa því. Hin djúpa þögn og tigna ró sein ríkir yfir íslenzkum fjöllum er slík að ég hneigði höfuð mitt í (Framhald á 8. síðu.) Á víðavangi „Það myndum við líka lafa gert" I Vestmannaeyjaræðu Ólafs Thors er þessi játning uin til- raunir Sjálfstæðisflokksins til að komast til valda á ný í fyrra- suinar: „ .. bar okkur því að mynda stjórn (af því að fylgis- aukning í Reykjavík varð nokk- ur!) „og það niyndum við líka hafa gert ef allir forustumenn núverandi stjórnarflokka hefðu ekki þegar í stað liafizt lianda um að svíkja kosningalof- orðin “ Þegar búið er að þýða þetta á mælt mál stendur þetta eftir: Við mundum hafa myndað stjórn ef kommúnistar licfðu viljað sinna blíðmælum okkar. En þrátt fyrir stór orð fyrir kosningar, tóku þeir upp samstarf við „liræðslubandalagið“ Þess vegna urðum við utangátta. Met í siöleysi Það er algert met í óheiðar- legum málflutningi þegar Morg- unblaðið skrifar öll ríkisútgjöld- in, eins og þau leggja sig, á reikning fjármálaráðuneytisins, eins og gert var í blaðinu s.I. föstudag, á sama tíma sem Ól- afur Thors hælist um yfir ýms- um framkvæmdum og færir á reikning Sjálfstæðisflokksins. Kenningin er þessi: Ríkissjóður Iiefir staðið fyrir margháttuðum • framkvæmdum síðustu árin. Þær eru okkur að þakká. Ökk ar stjórnarforusta var „frjáls- lyndari, úrræðabetri, framsýnni og stórhugaðri en nokkur önnur fslenzk stjórn“, segir Ólafur í Vestmannaeyjaræðunni, enda er Iiann að Iýsa sjálfum sér. En út- gjöldin af þessari stórhuga stefnu. Þau eru öll á reikning Eysteins. Þetta er ekki aðeins met i ódrengskap og siðleysi, heldur líka í heimskulegum málflutu- ingi. Hverjum var ívilnað? í lista þeim hinum langa, sem Þjóðviljinn birti í s.l. viku, voru nöfn allra, sem útsvörum var breytt hjá á fyrra kærutímabili . niðurjöfnunarnefndar í Reykja- vík. Listinn var því ófullnægj- andi. í þessum hópi eru margir. sem breylt var hjá vegna þess að ranglega var á þá lagt og þeir höfðu rétt mál að flytja i kærum sínuin. Listinn, sem Revk- víkingar vilja sjá, er yfir þá menn og þau fyrirtæki, sera fengu ívilnanir af handahófi. Fólkið, sem Guttormur Erlends- son spiu-ði: „Hvað segirðu um 12 þúsund?“ þegar útsvarið var 14500. Og mun þó hafa munað nieiru en þessu í æði mörgum tilfellum. Það er alveg ljóst, að handaliófsaðferðin var að veru- iegu leyti notuð við úthlutun 7 milljónaiína. Það er ekki ónýtt fyrir trúnaðarmenn íhaldsins í Reykjavík að sitja upni á skrif- stofu og hafa á valdi sínu að veita nolckur hundruð fyrirtækj- um og borgurum mikinn afslátt af útsvörum eftir geðþótta og í- haldsverðleikum. Úthlutun 7 milljónanna er eitt liið stærsta lineykslismál, sem liér hefh- komið fyrir um iangan aldur. Ef lireint væri í pokahorninu, mundi íhaldið ekki liggja á list- anuni um úthlutina. En frá því heyrist ekkert um ívilnanirn- ar. Þær eru einkamál borgai- stjóra og GuUorms Erlendsson- ar. Þögnin lærdén’srik Hafa menn tekið eftir þögn- inni, sem liefir slegið á íhalds- liðið? Útsvarsmálið er horfið úr Morgunblaðinu og Vísi. Það er ekki orð um hina „svívirðilegu árás“ á Reykjavík. Félagsmála- ráðherra meira að segja allt i einu látinn í friði. Skyldi bögn- in Iýsa gótSri pamvizku; eða er hiín líkari . t-1 ik“ herstiórn- anda, sem le:tar undan þegar orrustan er töpuð? ReykskýiS stéra í stað útsvarsmálsins sjá les- endur Mbl. og Vísis blekkinga- (Framliald á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.