Tíminn - 02.10.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1957, Blaðsíða 8
B TÍMINN, miðvikudaginn 2. oktöber 1951, Áttræður: Ebeneser Þorláksson frá Rúffeyjum „Sjást ekki lengur seglin hvít sjóndeildarhringinn tjalda". ByggSin á íslandi stendur víða höllum fæti, en þó hvergi lakar en í BreiSafjarðareyjum. — Það er kunnara en frá þurfi að segja, að meiri hluti eyja á Breiðafirði er komin í eyði. Þar sem fyrir fáum áratugum voru fjölmenn heimili, blómleg bú og bændurn- ir gengu nær daglega ofan í var- irnar og buðu góða granna vel- komna, eru nú rústir einar og auðn og óvíða ömurlegra að koma. Okkur, sem nú erum miðaldra og ólumst upp á þessum slóðum, við mikið og margþætt athafnalíf, og munum búsæld í hverri ey, þegar annarsstaðar var sultur, virðist þetta eitt undarlegasta fyrirbrigði sem gerst hefur um okkar daga, og gerist þó margt í senn á þess- um hraðfleygu tímum. Rúffeyjar eru meðal þeirra eyja sem þessi örlög hafa hlotið. Þar mun síðast hafa verið búið 1944 (?), og mætti kannski segja, ef litið er á alla málavexti með raunsæi nútímamannsins, að ekki hafi verið vonum fyrr að manna- byggð tókst þar af. Eyjarnar eru ósköp litlar og kostasnauðar, ef bornar eru saman við hin stærri og betri eyjabýli á firðinum. — Þar er t.d. ekkert tún, og hefur aldrei verið. Bæjaeyjan er ekki til tvískiptanna. Annað hvort varð að beita kúnum á hottana kring um bæjarhúsin á sumrin, eða flytja þær á nærliggjandi úteyjar og hafa „skipamjaltir“ og var fyrri kosturinn tekinn. — En þó Rúff- eyjar væru ekki meiri bújörð en að framan er drepið á, var þar oft vel búið og margt fólk í heim- ili. Frá því fyrir aldamót og fram um 1920 bjuggu þeir þar feðgarnir Þorlákur Bergsveinsson og Ebenes er sonur hans. Það var í Rúffeyjum sem ég hafði fyrst spurnir og nokkur kynni af þeim feðgum. Það var stundum leitað til þeirra um leið- sögn og liðsinni, þegar farið var s.uður yfir fjörðinn úr Vestureyj- um. Þeim voru allar leiðir kunn- ar. Þorlákur var eitt geðþekkasta gamalmenni sem ég hef þekkt. Skýr í máli og hugsun, ræðinn og skemmtin, fróður og minnugur fram í háa elli. Ágætur sjómaður Qg stjórnaði svo vel opnum skip- um í stórsjó og stormum að orð fór af, og kunnu þó margir að halda um stýrisveif í Breiðafirði á þeim árum. Líka var hann hafn- sögumaður um innanverðan Breiða fjörð á tímabili. Og loks áttu fátæk lingar og þeir sem minna máttu sinn í lífinu, hauk í horni þar sem hann var. Það sagði amma mín mér. Þorlákur var vel gerður maður. Ebeneser Þorláksson er fæddur á Melum á Skarðsströnd 2. októ- ber 1877. Hann fluttist með for- eldrum sínum í Rúffeyjar 1894 og bjó þar, fyrst með föður sínum og síðan einn. Árið 1928 brá hann búi og fluttist til Stykkishólms. Það má fullyrða að Ebenezer bjó vel í Rúffeyjum sem kostur var á. Hafði og löngum með Hafn- areyjar, er þeir feðgar áttu, og bætti það mjög í búi fyrir honum. En sjómennskan var honum í blóð borin, og snemma vandist hann sjónum. Meðan faðir hans bjó á Melum sótti hann tíðum sjó, frá Bjarneyjum og víðar. Eben- eser var þá jafnan með honum, eftir að hann stálpaðist, og lærði sjóinn. — Sjálfur hefur hann sagt, að það hafi verið strangur skóli sem hann gekk í hjá föður sínum á þeim árum. En strangur skóli getur líka verið góður skóli. Og svo fór, að nemandinn varð jafn snjall meistaranum í íþróttinni. Meira verður ekki með sanngirni krafizt af góðum nemanda. Þó bæta sumir nokkru við hæð sína eftir að úr skólanum er komið. Hvort þú ert í þeim hópi, frændi, veit ég ekki, og læt það því ósagt. Eitt af því -sem ekki verður lært af bókum eða í skólastofum numið, er að stjórna opnum segl- bátum í stormum og straumröst- um. Þar koma aðeins að notum upprunalegir hæfileikar manna, árvakurt auga og ákveðin hand- tök, þekking á fleytunni, sem stýrt er og sjólaginu á hvei-jum stað og stundu. Og þó. — Nákominn ættingi þinn, Hafliði afabróðir í Svefneyjum, skrifaði frábæra rit- gerð um stjórn og formennsku á bátum, hina einu sem ég hef lesið, og líklega þú. Hann hélt öðrum mönnum betur um stjórnvölinn á sínum tíma. Og hann hélt öllum stéttarbræðrum sínum betur á •penna, þegar hann skrifaði um eftirlætis viðfangsefni sitt, sjóinn og sjómennina. Pétur Kúld lærði af honum. Faðir þinn ólst upp með honum. Þú lærðir af honum. Þið voruð mestir „sjóhundar" ykk ar samtíðarmanna. Þið áttuð ekki langt að sækja það. Þegar ein báran rís, er önnur vís. Þið vissuð það, gömiu báta- sjómennirnir á Breiðafirði, hvar báran reis og hvar hún hneig. Hvar faldinn á þeirri næstu bar hæst og hvar hann hrundi. Þið þekkt- uð hvern hólma, hvert grunn, blindsker og boða. Allar lending- ar. Enginn þekkti Breiðafjörð bet- ur en þið. Því gátuð þið siglt lófastóru flatbotna skektunum ykk ar milli skers og báru svo listi- lega að aldrei skeikaði hjá flest- ,um öðrum aðeins einu sinni. Það var íþrótt. — Nú þreyta kapp róður, menn sem ekki kunna ára- lagið. Enginn siglir! Hún fór svo ósköp vel í ykkar munni, gömlu Breiðfirðinganna, vísan sú arna: Því er að láta líkt og fyr leika á brjóstum sjóinn, dúkurinn þolir þennan byr þó að togni klóin. Þið tókuð vindinn í þjónustu ykkar. Tókuð það í arf frá feðrum ykkar, að láta sjóina leika um brjóstin á Höfrung og Hörpu, Berki og Blíðfara, og hvað þeir nú állir hétu bátarnir ykkar. Það hafði verið gert frá upphafi byggð- arinnar í Breiðafirði. Því gátuð þið sagt „líkt og fyrr“. Það átti svo vel við. Nú hljómar það ekki lengur. Afkomendurnir gleymdu að sigla. Þeir týndu arfinum. Einn góðviðrisdag í sumar, stóð ég á Höfðanum í Stykkishólmi fyrir ofan húsið þitt og horfði út yfir fjörðinn. — Allt var sem fyrr: stálblá Barðaströndin, dún- mjúk Skógaströndin, Hagatafla og Helgrindur, Hornatær og Hestur, Skor og Snæfellsjökull, ögur og eyjar, fugl á straumi og selur á skerjum. Allt sem laðaði að landi mina Breiðfirðinga, og þér þykir svo vænt um. Þó vantaði eitthvað í myndina, eitthvað innan í rammann. — Hafrænu lagði inn fjörðinn, en hvergi sást skip skríða fyrir þöndu segli. Þeir hafa allir dregið í land, eyjabændurnir, tautaði ég við sjálf an mig meðan ég labbaði niður Höfðann. Já, — og flestir dauðir. — Eyjabúskapurinn er að verða að ævintýri, sem börnin lesa um í skólunum eftir nokkur ár, með svipuðu hugarfari og við lesum fslendingasögurnar og Sturlungu, — ef hans verður þá nokkurs- staðar getið. Og þá mætti ég þér, gamla eyja bóndanum. Bakið var orðið bogið af löngum barningi, fóturinn dof- Zóphóníassonar Greinaflokkur Páls (Framhald af 4. síðu). En ungir menn, sem fóru úr Sléttuhrepp í verið, til ísafjarð- ar, Hnífsdals eða Bolungarvik- ur, kynntust þar betri sjósókn- arskilyrðum og sættu sig illa við aðstöðuna heima. Ríkisvald-j ið kom til, veitti fé til bryggju- gerðar, fé til vegagerðar milli Hestfjarðar og byggðarinnar fyr ir norðan, og ætluðu sumir, að það mundi nægja fil þess að byggðin mundi lialdast í Sléttu- hreppi. Þetta reyndist þó ekki svo. iMenn sættu sig ekki við þá aðbúð til sjósóknar, sem þar var að fá, og um að auka rækt- un og stækka túnin var lítið hugsað. Enn er tún prestseturs- ins talandi vottur um stórþýfið, eins og það var, áður en farið var að slétta. Og fólkinu fækk- aði, það varð of fátt til að geta fært frá ánum, og við það minnkaði búsílagið, og fleira þurfti að kaupa í búið, og þá aftur að afla meira til að geta greitt það, sem keypt var. Kröf- ur fólksins til lífsþæginda juk- ust, og þeim var illt að full- nægja í Sléttuhreppi. Yngra fólkið fluttist því burt. Það hafði „meira upp úr sér“ ann- ars staðar „brúttó", og gat veitt sér meiri lífsþægindi að því fannst. Sjósóknin dróst því sam an, og þar sem því hafði gleymst að umbæta jarðirn- ar, svo það með stækkuðum búum, mætti bæta upp tekju- missirinn er varð af sjósókn- inni, bæði við að hún minnkaði og ekki var hægt að selja fisk- inn nýjan til Englandssölu á stríðsárunum, smáfækkaði fólk inu, og sveitin lagðist í eyði. Heyrt hefi ég ýmsa hallmæla Sléttuhreppingum en ég hygg að það sé ástæðulaust. Hér voru að verki sömu öflin og víða annars staðar, og hlutu að koma, þegar ekki var hugsað um að bæta jarðirnar svo það gegnum aukinn búskap á þeim, mætti bæta þann tekjumissir, er varð þegar sjósóknin frá heimilunum lagðist niður. Víða í ísafjarðarsýslunum er erf- itt að stækka tún og erfiðara og dýrara en víða annars staðar, vegna þess, hve landið er grýtt sem rækita þarf, og sums staðar er það jafnframt blautt. Ég hefi stað- ið á túni sem kallað var, þar sem hvort tveggja var, að varla var stig ið niður fæti, svo ekki fyndist jarð föst stein-nibba undir og þó svo raklent, að maður í íslenzkum skóm hefði vaðið upp fyrir skó- varpið, ef hann hefði nokkuð um það gengið, enda uxu þar svo til eingöngu hálfgrös. Og á þessari jörð var aðeins einn gilbarmur inn af því að spyrna í þóftuna, höndin kreppt af takinu um hlumminn, hvarmarnir rauðir og sjónin döpur af særoki margra rasta. — Það eru fáir bátar á sjó í dag, sagði ég. — Bátar, blessaður vertu. Segl- báturinn er horfinn úr Breiðafirði. Trillan er komin í staðin. Ég seldi litla bátinn minn og hann brotn- aði inn í eyjum. Ég held að ég verði ekki áttræður. Það er þó staðreynd að þú ert 80 ára í dag. En það er að sjálf- sögðu farið að síga á seinnihlut- ann fyrir þér. Formennsku þinni og leiðsögn um Breiðafjörð er lok- ið. Hvorutveggja hefur verið með miklum ágætum. Við því má bú- ast, að innan skamms hverfir þú til feðra þinna og frænda, þeirra, sem sigldu svo lengi sama sjó og þú. Hvort tekið verður á móti þér í Helgafelli, sem hinum fyrri Breiðfirðingum, og þú leiddur þar til sætis gegn feðrum þínum og þið sitjið að sumbli með Þorsteini Þorskabít um alla eilífð, veit ég ekki, — en á helgum stað hittist þið. Svo bið ég að heilsa konu þinni og börnum og óska allra heilla. 2. okt. 1957. Bergsveinn Skúlason. Viötal viö Walter Hudd (Framhald af 7. síðu). auðmjúkri þökk. Landið er hrika- legt og hrjúft, vindar og veður hafa enn ekki sorfið né máð hið kaldranalega yfirbragð, landið er ósnortið og hreint. Oft fannst mér á ferð minni að ég liti hinn fyrsta morgun sköpunarverksins, upphaf heimsins. Þegar ég er kominn til London á ný og farinn að ferðast með sóðalegum neðanjarðarlestum full- um af döpru, sljóu fólki í velkt-j um fötum með grá og guggin and- lit, þá ætla ég að loka augunum; og laða fram í hugann myndir af íslenzkum fjöllum, sviphreinum og tígulegum. jlj. Á víðavangi (Framhald af 7. síðu). moidviðri um önnur mál. Með sífelldum árásum á Eystein Jóns- son er reynt að fela skattakóng- inn í Reykjavík og skattráns- stefnu hans. Reynt er að dylja þá staðreynd, að meðaltalsútsvar I Reykjavík er hæst á landinu og munar miklu. Reynt að fela ránsfenginn, sem tekinn er af hluta útsvarsgjaldendanna, reynt að dylja þá staðreynd, að fyrir hverja krónu, sem ríkið tekur í skatta til allra sinna þarfa, hirðir Reykjavíkurbær mikið á þriðju krónu. Hver leitar hjá sér í stað áframhalds útsvarsstríðs- ins sjá lesendur Mbl. tilkynningu um nýja sparnaðarskrifstofu til að passa upp á hjá bænum. Meirihluta í nefnd þeirri, sem á að hafa yfirumsjónina með sparn aðinum, skipa borgarstjóri og for seti bæjarstjórnar. Þetta minnir á snilli yfirvaldsins, sem skipaði mönnum að leita hjá sjálfum sér um árið, þegar stóra þjófaleitin stóð yfir í síldarbænum. ur 1 ha. að stærð, sem ræktanleg- ur er með þeim aðferðum og til- kostnaði, sem víðast er á jörðum annars staðar um land allt. Auk þess eru samgöngur enn að mestu á sjó, og voru það allar og ekki fært að flytja jarðyrkjutæki milli hreppa á landi. Stærri jarð- yrkjutæki komu þá líka síðar í þessar sýslur, en flestar aðrar þeg- ar undan er tekinn Nauteyrar- hreppur, enjþangað kom, mest fyr- ir tilstilli Jóns Fjalldals, ein af fyrstu hjóladráttarvélum, og hefir verið unnið mikið með henni í hreppnum, enda meðaltúnið þari orðið langstærst. Það liggja því ýmsar eðlilegar ástæður til þess, að sýslan hefir dregist nokkuð aft- ur úr ýmsum öðrum sýslum búskap arlega séð. Hins vegar hafa bænd- ur í sýslunni góðan markað á ísa- firði og Flóabáturinn —» Djúpbát- urinn — er styrkur mikið af opin- beru fé, svo og lendingarbætur á einstökum stöðum í hreppnum, enda er sjórinn þjóðbraut allra N- ísfirðinga til ísafjarðar, en þar verzla þeir flestir, og þurfa að flytja afurðir sínar þangað og draga að sér nauðsynjar sínar það- an. Og jarðirnar í sýslunni hafa vel flestar í sér vaxtarmöguleika, þó ekki séu þeir eins miklir eða auð- nýttir og í ýmsum öðrum sýslum. Það má því vænta þess, að byggð- in gisni ekki verulega úr þessu. Ég hefi líka þá trú, að brátt komi héraðsráðunautur á Vestfirðina, en hann hefir þar enginn verið, og það er trú mín, að meira hefði miðað, hefði hann verið og örara miði eftir að hann kemur. Gróður og garðar (Framhald af 4. síðu). því, að mjölvi breytist í sykur. Á því stigi getur rauði liturinn kom- ið í Ijós. Næsta stigið er burtflutn- ingur sykursins og grænu litar- efnanna. Þá gulnar laufið. Litbrigð in geta verið dálitið breytileg vegna ytri áhrifa. Haustlitirnir eru ekki hinir sömu í frosti og heiðríkjum — og í dimm viðrum og regnþrunginni haust- veðráttu. Eftir frostnætur ber sér- lega mikið á rauðu litunum. Það stendur þannig á því, að þegar kalt er, þ. e. nálægt frostmarki, þá breytist mjölvi mjög ört í sykur, en jafnframt hægir á flutningi syk ursins frá blöðunum. Hið aukna sykurmagn í blöðunum orsakar myndun rauðra litarefna. Allir vita, að sykur myndast í kartöfl- um, ef hitinn á þeim er nálægt frostmarki. Sykurmyndunin er ráð stöfun til að verjast kuldaskemmd um. í votviðrum á hausíin ber ó- venjumikið á gulum og brúnum liturn. Orsökin er sú, að þá flytst mikið af uppleysanlegum kalisölt- um o. fl. úr blöðunum, sem þá þorna, gulna og visna. Sama verð- ur uppi á teningnum hjá innijurt- um, sem vökvaðar eru um of. Hægt er að láta laufblöð roðna fyrir tím- ann með því að skera hring í börk- inn, t. d. utan um grein og hindra þannig sykurflutning frá laufiny. Einnig er unnt að flýta gulnun blaða með því að láta þau vera í myrkri nokkra daga. Gömul blöð gulna fljótast, en ung blöð mun seinna. Það sést líka glöggt á trjám og runnum á haustin. Unga laufið, sem er næst greinaendum, helst lengst grænt. Ef skorið er á blað- strenginn gulna blöðin seinna en ella; kalísöltin komast þá ekki burtu. Blöð gulna fyrst í nánd við staði, þar sem efnanotkun er mik- il, t. d. nálægt aldini, sem er að þroskast. Lofttegundirnar etylen og acetylen flýta gulnun og brún- litun blaða og einnig þrqskun ban ana, tómata o. fl. ávaxta. Þetta var um eðli háustlitanna, sem við sjáum árlega í skógi, lyng brekkum, móum, hríslendi og göfð um. Nú eru laufvindarnir byrjaðir að þyrla laufinu af trjánum. Njótið haustlitanna meðan tíma er til í hraunum, móum og hlíðum. Sjáið dinimrautt lyngið, ljósgullna víði- runnana og „þúsundlitan" skóginn. Já, og alla „Kjarvalslitina“ í mos- anum. Ingólfur Davíðsson. Sýslufundur 1. janúar 1957 eru meðaltún hreppanna orðin: Hólshrepps 10,4 ha. Eyrarhrepps- 8,1 ha. Súðavíkurhrepps 5,9 ha. Ögurhrepps 6,2 ha. Reykjarfjarðarhr. 7,7 ha. Nauteyrarhrepps 14,6 ha. Snæfjallahrepps 7,2 ha. Grunnavíkurhr. 4,6 ha. Sýslumeðaltúnið 8.4 ha. (Framhald af 6. síðu). Jónsson fyrir hönd Áfengisvarnar- ráðs og mælti hann með, að settar yrðu reglur um samkomuhald inn- an hverrar sýslu. Sýslunefndin hefir þegar ákveðið að taka það mál til meðferðar og semja reglur um samkomuhald innan sýslunn- ar. Fundurinn skoraði eindregið á Vegamálastjórnina að láta fara fram, svo fljótt sem unnt er, at- hugun á vegarstæði yfir hálendið úr Þingeyjarsýslu til Rangárvalla- sýslu, með brú á Tungnaá fyrir augum. Fundurinn skoraði einnig á vegamálastjórnina að láta hækka Suðurlandsveg upp í eins metra hæð minnst á leiðinni frá Þjórsá að Ytri-Rangá. Gerð var áætlun um tekjur og gjöld sýslusjóðs fyrir árið 1957. Nefndin samþykkti að taka í tölu sýsluvega eftirtalda vegi: Selsveg í Landmannahreppi, Ásólfsskálaveg í Vestur-Eyjafjalja- hreppi; einnig var samþykkt að framlengja Eyjarveg frá Berja- nesi að Stíflu. Fjárveiting til sýslu- vega var ákveðin kr. 191.520 úr sýslusjóði og framlag sveitarsjóða tveir þriðju af sömu upphæð. Styrkir til hreppavega voru á- kveðnir kr. 23.500 úr sýsluvega- sjóði og brúastyrkir kr. 45.183. Sveitasjóðir leggja jafna upphæð til hreppavega, en kr. 25.582 til brúargerða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.