Tíminn - 17.10.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.10.1957, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, fimmtudaginn 17. október 1957. F járlagaræðan (Framhald af 5. síðu.) af fjármagni, sem getur orðið til útlána heimafyrir og út úr löndun- um. Framkvæmdirnar vaxa, láns- fjárframboð minnkar. Aðeins örfá lönd skera sig úr í þessu efni, og allir beina þá þangað ferð sinni, til þess að fá lán. Það er því stórkost- legur lánsfjárskortur ríkjandi í •heiminum og mjög erfitt að fá lán eða nærri ókleift á frjálsum peningamarkaði, og útlánamálun- um er yfirleitt orðið stjórnað af opinberum aðilum og alþjóðastofn- unura, sem til þess hafa verið sett- ar á fót. Það er m. a. til marks um, hvern ig ástatt er í þessum efnum, að að- albankastjóri þjóðbankans danska sagði í vor sem leið, samkvæmt fréttum í ríkisútvarpinu hér 12. maí s. 1, að það væri ekki sérstakt fyrir Dani að þeir gætu ekki feng- ið lán á frjálsum markaði erlend- is, það gæti varla nokkur þjóð leng ur. Eru þó fjármál Dana í framúr- skarandi góðu og öruggu horfi. Því fer þess vegna víðs fjarri, að lánsfé erlendis liggi á lausu. Til dæmis er þannig ástatt um okkur, að við hö'fum ekki fengið lán í Alþjóðabankanum í nokkur ár. Sumpart hefir það stafað af deilu við bankann út af sements- verksmiðjunni, sem hann neitaði um lán til, en við lögðum í samt. Sumpart af því, að Alþjóðabankinn er mjög tregur til að lána þeim löndum, sem búa við ofþenslu vegna mikillar fjárfestingar. Og loks af því, að Alþjóðabankinn hef ir sett sér þá reglu að lána aldrei nema fyrir erlendum kostnaði við framkvæmdirnar. Lánaþörf okkar til þeirra fyrirtækja, sem við erum að leita að lánum til erlendis, nær hins vegar miklu lengra, eins og bezt sést á því, að við erum að taka lán erlendis í innlendan kostn að við Sogsvirkjunina, sements- verksmiðjuna og að nokkru leyti raforkuáætlun dreifbýlisins. Ég vil ekki halda því fram, að það þurfi að vera óheilbrigt að taka lán erlendis að einhverju leyti fyrir innlendum kostnaði við ein- stakar frambvæmdir, en það er þá a. m. k. áríðandi að þess sé gætt, að þar sé raunverulega um fram- kvæmdir að ræða, sem auka þjóð- artekjurnar og standi því hreinlega undir þeim erlendu lánum, sem tíl þeirra eru tekin. Annars gætum við vaknað upp við vondan draum, þegar að skuldadögum kæmi, og komizt að raun um, að óviðráðan- lega stór hluti af gjaldeyristekjun- um væri orðinn bundinn í vexti og afborganir. Ég held, að það sé nauðsynlegt fyrir menn að gera sér grein fyrir því, að það eru takmörk fyrir því, hvað þjóð eins og íslendingar geta byggt mikið á erlendu lánsfé. Hin mesta nauðsyn væri að erlent fjármagn kæmi inn í landið einnig eftir öðrum leiðum en lánaleið- inni, enda væri um það eðlilegar reglur settar. En slíkt verður tæp- ast nema stefnubreyting verði í •efnahagsmálum okkar og fram- leiðslumálum frá því, sem verið hefir nú um nærfellt 20 ár. Þá er full ástæða til þess að horf ast í augu við, að það verður að fara varlegar í það en gert hefir verið stundum að kasta sér út í framkvæmdir, sem kosta hundruð milljóna, án þess að hafa gert sér grein fyrir því, hvernig fjár skuli aflað til þeirra. Sé of langt gengið í þessu efni, þá getur það stórum veikt aðstöðu þjóðarinnar í baráttu hennar fyrir því að standq, á eigin fótum fjárhagslega. Það er eðlilegt að taka erlend lán til arðbærra framkvæmda sð vissu marki. Jafnframt ,;t eg leggja á það höfuðáherzlu, að framfarir hér mega ekki verða of háðar því, að erlent lánsfé sé fyrir hendi. Veríur draga nokkuS úr fjárfesiingu Þess vegna verður þjóðin að finna leiðir til þess að koma jafn- vægi á efnahagsmál sín, til þess að auka myndun fjármagns innan- lands. Einn liður í því er að draga nokkuð úr fjárfestingarfram- kvæmdum, beinlínis í þágu fram- faranna sjálfra. Einnig í þágu sjálfrar framleiðslunnar og afkomu þjóðarbúsins út á við. Það vantar víðast fólk við framleiðslustörfin. Of ör fjárfest- ing dregur úr framleiðslunni og gjaldeyristekjunum og hvílir þyngra á gjaldeyrisverzluninni en þjóðarbúið þolir. íslenzka þjóðin hefir um alda- raðir verið innilokuð í örbirgðar- innar húsi, ef svo mætti segja. Mönnum hættir því við að ryðjast nokkuð ört til dyranna, þegar þær opnast. En menn verða að gæta þess að ryðjast ekki svo ört til dyr anna, að óbærileg þröng verði og tjón fyrir framfarirnar. Menn verða að læra þá list að sækja skipulega fram um dyr framfar- anna. Með því móti mun mest vinn ast. Jafnhliða því, sem draga verður nokkuð úr fjárfestingarhraðanum, ég segi nokkuð, því að hér á ekki að verða hik á framfarabaráttunni, einmitt til þess að forðast stöðvun og öngþveiti við mörg nauðsynleg- ustu verkin, verður þjóðin að finna leiðir til þess, að meira fjár- magn safnist innanlands til hinna stærri framkvæmda. Áhrifaríkast í því efni verður vitaskuld, ef samtök eru á milli rík isvaldsins og sterkustu almanna- samtakanna í landinu, samtaka hins vinnandi fólks, um þá stcfnu, sem tryggt getur jafnvægi í efna- hagsmálum og stöðugt verðlag, eft- ir að jafnvægi hefir verið náð. Kapp og forsjá íslendingar eru miklir framfara- menn og er það mjög ánægjuiegt. Á hinn bóginn verðum við alvar- lega að gjalda varhuga við þeim kröfuanda, sem orðinn er landlæg- ur hjá okkur. Þótt það sé mikils- vert, að menn séu vel vakandi og hafi áhuga fyrir umbótum, þá get- ur skortur á skilningi á því, að ekki er hægt að gera allt í einu, valdið stórtjóni. Óþolinmæði okkar íslendinga er svo mikil, að okkur hættir stund- um við að halda, að hvergi vanti neitt nema hér og að ímynda okk- ur, að við séum á eftir öllum öðr- um í öllu. Mér dettur í þessu sambandi í hug að benda á, að í Bandaríkjun- um býr ein auðugasta þjóð heims- ins. Framleiðslan er hvergi meiri en í Bandaríkjunum og almenn velmegun hvergi meiri en þar. Bandaríkjamenn hafa á undanförn um árum lagt á sig miklar skatta- byrðar, til þess að safna saman fé og gefa það eða lána öðrum þjóð- um. Styðja þannig framfarir hjá þeim og koma í veg fyrir kreppu og kyrrstöðu. Samt sem áð- ur er það svo, að eitt af vandamál- um þeim, sem liggja fyrir þingi Bandaríkjanna, er það, hvernig kosta skuli byggingar nýrra skóla- húsa, sem skortur er á þar í landi Það er sannarlega víðar en á ís- landi, sem ýmislegt vantar af því, sem þörf er fyrir. Hjá okkur hefir tæpast verið vin sæ! t .uð leiða athygli mar.na að þessum st.aðreyndum. Ég hika ekki við að gera það samt. Ég hika heldur ekki við að kalla það skort á raunsæi og skort á vilja, til þess að horfast í augu við verkefnin eins og þau eru, þegar allt úir og grúir af kröfum um, að lagt verði tafarlaust í enn meiri kostnað og framkvæmdir á öllum sviðum og einnig um að komið verði tafarlaust upp nýjum iitlána- greinum. Ætti þó flestum að vera vel Ijóst, hvernig ástatt er hér um framkvæmdir, sem eru tiltölulega meiri en nokk- urs staðar annars staðar á byggðu bóli. Og hvernig áslatt er um fjár- öflun til framkvæmda og útlána, sem þjóðin hefir viljað iáta sitja fyrir. En við borð liggur að ein- mitt þessar framkvæmdir og þessi útlán stöðvist vegna fjárskorts. Þar sem allt verður að byggjast á ákvörðunum fjöldans, er hættu- legt, að menn venji sig af því að Þriðjungur alira sjúklinga ... (Framhald af 7. síðu). þess að þeir séu sjúklingar sem ekki eru sjálfráðir gerða sinna. En jvínhneigð er sjúkdómur og sjúk- I lingnum er fyrir beztu að horfast 'í augu við þá staðreynd. En jafn- iframt brýnum við það fyrir þeim I að þeir geti ekki vænzt þess að j'þeir fái nokkurn bata nema þeir vilji þáö sjálfir. Það eiria sem við gerum, er að skapa þeim aðstöðu til lækningar. Eitt staup of mikið, tíu fiöskur öf lítiS — Hvað hafa vistmenn fyrir stafni meðan þeir eru hér? — Við reynum að láta þá njóta hvíldar. Það er einkum þrennt sem er stórhættulegt fyrir drykkju- mann á batavegi. Það er þreyta, hungur og reiði. Hér hvíla þeir sig allan daginn, fá nægan mat að borða og séð svo um að ekkert •komi þeim úr jafnvægi. Sá, sem eitt sinn hefir verið áfengissjúkl- ingur, verður það alla ævi. Jafn- vel þótt 10 ár séu liðin frá því hann bragðaði áfengi, er honum eins hætt við því og hinum, sem hefir ekki snert það í 10 daga. Fyrir mann, sem er hættur að drekka, en hefir áður verið sjúkur í vín, er eitt staup of mikið og 10 flösk- ur of lítið. — Á hvaða aldri eru þeir, sem einkum tekst að fá fulla bót? — Á aldrinum 35 til 45 ára. Þá eiga menn ennþá framtíðina fyrir sér, þótt fortíðin sé glötuð að veru- legu leyti. Eftir að menn eru orðn- ir aldraðir, er vonlítið með þá, þeim finnst lífi þeirra lokið og til- gangslaust að rífa sig upp úr vesal- dómnum. Þeir, sem eru innan við þrítugt finna fæstir fyrir því að þeir séu áfengissjúklingar. Þeim er ennþá skemmtun að því að fá sér í staupinu. Það er svo með drykkjusýkina, að hún kemur ekki harðast niður á sjúklingnum sjálfum, heldur umhverfi hans, vandamönnum og frændum. Heimilislífið er í rúst, börn og eiginkona tauga- veikluð, þunglynd og full örvænt- ingar. Atvinnurekendur eru í vandræðum, vinir og vandafólk þjáist og líða meðan drykkjumað- urinn er óvitandi um bölvun þá, sem hann veldur. Við leggjum mikla áherzlu á andlega velliðan sjúklingsins, reyn um að vekja trúarkennd hans, hvetjum hann til að leggja rækt við bænina. Það er ekki skrokkur- inn, sem heimtar að fara á fyllirí, heldur sálartetrið í manni. Annars er ofdrykkjan að mestu leyti hul- inn leyndardómur ennþá, við vitum ekkert með vissu um orsakir henn ar, jafnvel þeir sem gengið hafa gegnum allar þrengingar hennar sjálfir, en staðreyndirnar höfum við fyrir fr?man okkur og högum lækningunni eftir því. Það er firra sem haldið er fram að drykkju sjúklingar séu fremur veikgeðja fólk og laust í rásinni. Margir mestu drykkjumenn sem ég hefi þekkt hafa verið með viljasterk- ustu mönnum sem ég hefi kynnst. Orsakirnar eru aðrar en viljaleysi. Hvorki dansleikir né brennivínstollur Við höfum nú að nokkru kynnst þeirri merku starfsemi sem fram fer innan veggja að Flókagötu 29 þar sem ógæfusamir sjúklingar leita sér bót meina sinna. Drykkju menn hafa löngum verið meðhöndl aðir af blindu skilningsleysi, þeim hefir verið varpað á dyr, læstir inni í klefiim, færðir í járn unz öl- víman er runnin af þeim, þá er þeim varpað útá götuna á ný. Á svörtustu miðöldum var samskon- ar háttur hafður við þá sem slegn- ir voru næmum og hættulegum sjúkdómum. Holdsveikir og floga- veikir voru reknir á afvikna Btaði, bannað að hafa samskipti við ann að fólk, þeir voru grýttir og barðir ef þeir voguðu sér of nálægt. í nú tímaþjóðfélagi eru reist hæli handa þessu ágæfusama fólki, það nýtur beztu hjálpar sem völ er á og séð um að því líði eins vel og framast er unnt. Drykkjusjúklingar hafa þó ekki átt sjö dagana sæla. Þjóðfélagið hefir löngum litið á þá sem glæpalýð og óbótamenn sem bezt eru geymdir í dimmum og fúlum dyflissum. Það er nú á seinni tíð, Erlent yfirlit (Framh. af 6. síðu.) horfast í augu við raunveruleikann. Ég hefi komið það mikið nærri hraðri framfarasókn síðustu ára- tuga, að ég ó'ttast ekkert áróður né útúrsnúning þótt ég dragi fram þetta sjónarmið. Allra sízt ætti ég að þurfa að óttast óorð af hóflegum aðvörun- um í þessa átt, eftir að því hefir nú svo rækilega verið lýst fyrir þjóðinni undanfarið, sem raun er á orðin, að öll sameiginleg útgjöld hennar undanfarin 20 ár eða svo hafi verið af mér ákveðin og séu á mína ábyrgð, og þá auðvitað framfarirnar með, þótt raunar hafi nú fremur gleymzt að halda því á lofti. Ég segi gleymzt, því að tæpast gæti verið meiningin. að ég bæri ábyrgð á útgjöldum en aðrir ættu heiðurinn af framförunum. Ætli þetta yrði ekki að fylgjast að. En allt er það tal fánýtt hjal, og nefni ég þennan áróður fremur í gamni en alvöru. Seinni hluti fjárlaga- ræftunnar veríur birtur í blaðinu á morgun. tortímingu yfir alla aðila. Vestur- veldin hafa hingað til skákað í því skjólinu, að yfirburðir þeirra á sviði kjarnorkuvopna myndi gera þeim fært að beita þeim til að stöðva styrjöld. Allar þeirra áætlanir hafa verið byggðar á þessu. í samræmi við það hafa þau dregið úr landher sínum og flota. Eftir tilkomu rauða tungls- ins er mjög dregið í efa, að þessir yfirburðir vesturveldanna séu lengur fyrir hendi. Treysta þau sér þá til þess að reyna að hindra takmarkaða styrjöld með kjarn- orkuvopnum? Verði svar þeirra neikvætt í þessu sambandi, hafa þau víða mjög óhagstæða afstöðu, þar sem landher þeirra er miklu minni en Sovétríkjanna. Þessar bollaleggingar heyrast ekki sízt í sambandi við þá stríðs hættu, sem nú er talin grúfa yfir hinum nálægari Austurlöndum. AF ÞVÍ, sem rakið er hér að framan, er ekki órökrétt að draga þær ályktanir, að aukið kalt stríð og auknar viðsjár í sambúð stór- veldanna geti verið framundan um skeið. Hins vegar væri rangt að draga af því þær ályktanir, að öll von sé úti um það, að þetta geti batnað aftur, og sambúð þjóð anna komizt í friðsamlegt horf. Vafalaust veltur þetta talsvert á því, hvernig vestrænu þjóðirnar snúast við þeim vanda, sem hér kann að vera framundan. — Reynslan hefur hingað til verið sú, að auknar hættur og viðsjár hafa fylkt þeim betur saman, og aukið viðbúnað þeirra og varúð. Þetta hefur haft heppileg áhrif á mótaðilann. Öll ástæða er til að ætla, að eins geti farið nú. Að nokkrum tíma liðnum, ætti það því að geta orðið enn ljósara en áður, að kalda stríðið og vígbúnað arkapphlaupið færir engum ávinn ing, heldur er öllum tíl tjóns og óþæginda. Þegar allir aðilar hafa öðlast þennan skilning til hlitar, eru fyrst fullar líkur fyrir því, að hægt rði að ná góðum árangri við san mgaborðið. Mikið veltur á því, að lýðræðis- þjóðirnar haldi vöku sinni þangað til þessum áfanga er náð. Én jafn hliða er líka mikil nauðsyn fyrir þær að endurskoða viðhorf sitt til ýmissa viðfangscfna alþjóða- málarina, og hafa opin augu fyrir nýjum leiðum, sem geta leitt til samkomulags, eða skapa betri á- róðursaðstöðu, ef þeim væri hafn- að. Jafnaðarmenn í Bretlandi og demókratar í Bandaríkjunum virð- ast gera sér þetta vel ljóst, en því miður gildir það ekki eins um þá flokka, sem nú fara með völd- in í viðkomandi löndum. Þ.Þ. sem þeir hafa hlotið nokkra upp- reisn, fólk er farið að sjá að liér er um sjúklinga að ræða, sjúklinga, sem þjást og líða fyrir sjúkdóm siun, sjúklinga scm unnt er að lækna ef réttum aðferðum er beitt og nógu snemma er tekið í taumana. Þeir sem komið hafa á stofn hjúkrunarstöð og dvalar heimili Bláa bandsins í Reykja- vík eiga skilið þökk alþjóðar. — Þetta eru menn sem af eigin reynd þekkja sjúkdóminn sem þeir stríða við og beita raunhæf um aðferðum. Þeir ganga beint til verks og horfast í augu við staðreyndir, enda er ávöxturinn af starfi þeirra undraverður þann stutta tíma, sem þeir hafa starfað. jlj. Dregið í A-flokki happdrættisláns 75.000 krónur: 104.631 40.000 krónur: 8.860 15.000 krónur: 112.231 10.000 krónur: 10.234, 29.194, 80.141 5.000 krónur: 14142 15937 41393 45507 147026 2.000 krónur: 9675 10765 20529 60848 70807 72205 75715 85783 94422 96383 100873 103855 118280 132913 147139 1.000 krónur: 3566 9916 11858 15932 22449 28752 37304 38535 43255 51448 54097 61654 83792 90376 96591 106046 111544 112544 115218 116671 116961 127333 129766 141932 147057 500 krónur. 990 2306 2559 2901 3055 3224 4088 4645 6010 9428 9708 11085 11684 16892 19152 19871 20057 20745 21034 21769 24313 24605 25318 26595 28280 2925 30095 31342 33783 36082 37094 39088 39192 39642 41362 42298 42872 43430 43924 44255 44310 44818 45067 45378 46939 47420 4ál69 48594 50864 51426 52762 53754 53984 54959 56528 57931 58851 58941 59919 63125 64019 64691 69677 71927 72592 73360 74277 75397 76521 76662 79897 80638 82623 82917 84910 85611 85704 86087 86155 86190 86946 830-14 91185 92191 93339 93737 94197 94936 97644 99279 100470 100515 100691 101091 102497 ' 105918 108248 108366 110106 110236 }111847 112024 120736 122654 123203 1 124076 124527 125620 127527 132352 í132898 133863 134531 135047 136561 ! 137245 139159 140477 140789 141793 142243 144012 144158 144239 145037 145389 145820 149363. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS „HEKL tt austur um land í hringferð hinn 23. þ. m. Tekið á móti flutningi •til Féskrúðsfjarðar, Steyðarfjarð ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóa fjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar Raufarhafnar, Kópaskers og Húsa víkur á morgun, föstudag. Farseðlar seldir á mánudag. „Skjaldbreið" vestur um land til ísafjarðar hinn 22. þ. m. Tekið á móti flutningi til Snæfellsnesshafna, Flateyjar og Vestfjarðahafna á föstudag óg árdegis á laugardag. Farseðlar seldir á mánudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.