Tíminn - 28.11.1957, Síða 8
8
Erlent yfirlit
(Framhald af 7. síðu).
ríkin, Bretland, Frakkland, Kína,
Sovétríkin, Japan, írak, Svíþjóð,
Panama, Kolumbía og Kanada.
í undirnefnd afvopnunarnefnd-
arinnar hafa átt sæti fulltrúar
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk-
lands, Kanada og Sovétríkjanna.
Að undanförnu hafa verið uppi
raddir um að fjölga bæri fulltrú-
um í afvopnunarnefndinni og
breyta jafnframt skipun undir-
nefndarinnar. Bæði hefir þátttöku
ríkjunum í S.Þ. fjölgað og skipun
undirnefndarinnar hefir verið ó-
eðlilega hagstæð vesturveldunum.
Indverjar höfðu líka strax hreyft
þessu máli í þingbyrjun nú, án
þess að koma þó fram með bein-
ar tillögur. Fékk það mál strax
verulegan stuðning.
Tiilaga Rússa upi að hafa öll
þátttökuríkin í afvopnunarnefnd-
inni, hlaut hinsvegar aldrei neinar
undirtektir. Slík nefnd var talin
of þung í vöfum.
RÉTT áður en stjórnmáia-
nefndin lauk afgreiðslu sinni á af-
vopnunarmálunum, lýstu Rússar
því yfir, að þeir myndu hvorki
starfa í afvopnunarnefndinni né
undirnefnd hennar, ef skipan
nefndanna héldist óbreytt. Þessi
afstaða Rússa mæltist ekki vel
fyrir, því að hún hafði á sér blæ
hótunar og ráðríki. Timinn til
þess að lýsa þessu yfir, þótti ekki
heldur vel valinn, þar sem um
þetta leyti var verið að vinna að
því bak við tjöldin að reyna að
ná samkomulagi um nýja skipan
afvopnunarnefndarinnar, er væri
Rússum hagstæðari. Ýms ríki voru
því andvig að breyta nefndinni
nokkuð. Afstaða þeirra var sú, að
væri raunverulega vilji til sam-
komulags, skipti sjálf skipun nefnd
arinnar ekki máli, enda hefðu Rúss
ar ekki haft neitt við hana að
athuga fyrr en nú. Eftir þessa
verkfallshótun Rússa væri þó enn
síður ástæða til að breyta nefnd-
inni en áður.
ÞRÁTT FYRIR þetta, héldu
þó samningaumleitanir áfram og
höfðu þar forgöngu Indverjar,
Kanadamenn og Júgóslavar. Vest-
urvældin voru alltreg til breytinga,
einkum þó Frakkland. Um skeið
voru horfur um samkomulag á
þeim grundvelli, að bætt yrði við
tíu ríkjum, og var nokkurn veg-
inn samkomulag um átta þeirra,
en deila var um tvö sætin. Þar
vildu vesturveldin fá Belgíu og
Túnis, en Rússar vildu fá Pólland
og Egyptaland. Auk þess vildu
Rússar heldur Mexíkó en Argen-
tinu. Upp úr þessu málaþrasi
spratt sú hugmynd, að bætt skyldi
við 14 ríkjum eða til viðbótar
þeim 10 ríkjum, sem vesturveldin
voru búin áð fallast á, þ. e. Argen-
tínu, Ástralíu, Belgíu, Brasilíu,
Burma, Indlandi, ftalíu, Tékkó-
slóvakíu, Túnis og Júgóslavíu,
skyldi bætt Egyptalandi, Póllandi,
Mexíkó og Noregi. Vesturveldin
virtust vera treg til að fallast á
þetta, en Sovótríkin virtust þess-
ari hugmynd mjög hlynnt. Niður-
staðan varð því sú, að þau fimm
ríki, er mest höfðu unnið að samn
ingunum, Indland, Kanada, Júgó-
slavía, Japan og Svíþjóð, fluttu til-
lögu um að framannefnd 14 ríki
skyldu bætast í afvopnunarnefnd-
ina. Búið var að tryggja tillögunni
fylgi flestra Asíu- og Afrikuríkj-
anna, Suður-Ameríkuríkjanna og
Norðurlanda. Átti því að láta slag
standa, þótt vesturveldin sættu sig
sig ekki við þetta, því að vitað
var, að þau myndu ekki grípa til
verkfalls út af því, eins og Sovét-
ríkin höfðu hótað.
Mál þetta kom svo til lokaaf-
greiðslu á þinginu þriðjudaginn 19.
nóv. Þar lýstu vesturveldin sig
fylgjandi framangreindri tillögu,
en Rússar lýstu sig ekki geta fall-
izt á hana, og myndu þeir ekki
starfa í afvopnunarnefndinni, eins
og hún yrði skipuð samkvæmt til-
lögunni. Hins vegar myndu þau
gera það, ef samþykkt myndi til-
laga frá Albaníu um að bæta við
Austurríki, Finnlandi, Indonesíu,
Ceylon, Súdan, Búlgaríu og Rúm-
eníu.
Þessi afstaða Rússa vakti mikil
vonbrigði á þinginu, einkum með-
al Indverja og Júgóslava, sem
TÍMINN, fimmtudaginn 28. nóvember 1957.
Kadarstjormnni heíir nú tekizt aS
kága nngversku verkamannaráSin
Ekkert hefir frétzt um örlög formanns
þeirra, Sanddors Racz
Vínarborg. — Búdapest-útvarpið skýrði frá því fyrii
skömmu, að verkamannaráðin, það síðasta, sem eftir var af
lýðréttindum ungverskra verkamanna eftir þjóðbyltinguna,
hefðu nú verið lögð niður að boði stjórnarinnar.
Athusfasemd
í tilefni blaðaskrifa varðandi
verð á perum, sem birst hafa í
dagblöðum í Reykjavík, vill Félag
ísl. stórkaupmanna taka fram
eftirfarandi:
Perur þær, sem nýlega voru
fluttar til landsins frá Bandaríkj-
unum og seldar hafa verið í verzl
unum nú að undanförnu, eru ekki
fluttar inn af meðlimum Féiags
ísl. stórkaupmanna, heldur af
Samkaupum h.f., sem eru samtök
nokkurra matvörukaupmanna í
Reykjavík.
í stað þeirra koma rikisskipuð
ráð, sem eru háð stjórninni i öll-
um atriðum. Kadarstjórnin liefir
allt frá lokum byltingarinnar átt
í miklu stríði við verkamannaráð-
in, sem nutu stuðnings verka-
manna í landinu svo og sjálfrar
þjóðarinnar.
Formaðurinn fangelsaður.
Svo virðist, sem leppstjórninni
hafi nú tekizt að buga alla slíka
mótspyrnu, að minnsta kosti á yf-
irborðinu, með afnámi verka-
mannaráðanna. Eitt af fyrstu
verkum leppstjórnarinnar var að
fangelsa formann ráðanna, Sandor
Racz. Ekkert hefir frétzt af ör-
lögum hans síðan hann var hand-
tekinn.
ÁÖalfundur FUF í
j V-Skaftafellssýslu
(Framhald af 5. síðu.)
arklaustri. Skemmtunin var fjöl-
' sótt. Þeir Björgvin Jónsson og
Þráinn Valdimarsson fluttu stutt-
ar ræður, Karl Guðmundsson leik-
ari skemmti.
Mikill sóknarhugur.
Það leyndi sér ekki á aðalfund-
inum, að ungir Framsóknarmenn
í V-Skaít. munu þegar hefja undir-
búning næstu kosninga og strengja
þess heit, að leysa kjördæmið úr
viðjum íhaldsmennskunnar. Með
auknu brautargengi meðal æsk-
unnar mun Framsóknarfl hefja
á ný merki framfara í hagsmuna-
málum Vestur-Skaftfellinga í söl-
um Alþingis. Samstillt átak fram-
fara'aflanna mun í næstu kosning-
um gera kjördæmið að öryggu
vígi framfara og frjálslyndis.
Þetta átak er höfuðverkefni ungra
Framsóknarmanna í Vestur-Skafta
fellssýslu.
49 ár liðin frá síðustu fr jálsu
kosnmgunum í Rússlandi
Þann 25. nóvember síðastliðinn voru 40 ár liðin síðan
að síðusíu frjálsar kosningar voru haldnar 1 Rússlandi undir
kommúnistískri stjórn.
Eftir þennan ósigur tók Lenin
til sinna ráða. Hann lýsti því yfir,
að kosningarnar væru ólöglegar —
borgarastéttin hefði farið að með
rangindum og að hið nýja þing
yrði ekki virt viðlits.
Lenin stóð við orð sín — er
þingið reyndi að koma á lýðræð-
isstjórn, tóku bolsévikkar upp
vopn. Þúsundir manna voru
drepnir. Lýðræði í Rússlandi
var liðið undir lok.
Kosningar þessar fóru fram að-
eins vegna þess, að þær höfðu
verið ákveðnar og skipulagðar áð-
ur en Lenin brauzt til valda þann
7. nóvember 1917. Þessar kosning-
ar voru mikill ósigur fyrir komm-
únista, sem fengu fjórfalt færri
atkvæði en andstæðingar þeirra.
Jafnvel í þáverandi höfuðborg,
Petograd, þar sem fylgi Lenins
var mest, urðu frambjóðendur
hans í töluverðum minnihluta.
'Jlllilllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllillilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllilllllllllllllllllllllllllllllll!
töldu sig vera búna að koma á
| samkomulagi. Niðurstaðan var svo
jsú, að tillaga Albaníu var felld,
[en tillaga ríkjanna fimm sam-
þykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta.
EINS og málin standa nú,
verður þessi nýja afvopnunarnefnd
raunverulega ekki starfhæf og kem
ur sennilega ekki til að starfa
neitt, ef Rússar halda fast við þá
ákvörðun að taka ekki þátt í störf-
um hennar. Haldi Rússar fast við
þá ákvörðun eftir að búið er að
ganga eins langt til móts við þá §j
í sambandi við skipun afvopnun- ] §j
arnefndarinnar og lýst er hér að I =
framan, verður ekki dregin önnur
ályktun af því en sú, að þeir vilji
ekki viðræður um afvopnunar- =
málin að sinni. Það er a. m. k.
erfitt að koma auga á aðra á-
stæðu.
Von margra er sú, að Rússar
muni endurskoða þessa afstöðu
sína og taka þátt í störfum afvopn-
unarnefndarinnar, þegar frá líður.
Svo vaxandi er nú áhuginn fyrir
afvopnun, að það muni engu ríki
sigurvænlegt að hafna þátttöku í
viðræðum um þetta mesta vanda-
mál mannkynsins.
Þ.Þ.
Gjaldkera-
starf
á aðalskrifstofu Happdrættis Háskóla íslands er
laust til umsóknar. Umsóknir er íilgreini náms-
feril og starfsferil umsækjanda skulu sendar til
skrifstofu happdrættisins, Tjarnargötu 4, fyrir 7.
desember næstkomandi.
uiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiminnaiinimui
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii
NAUÐUNGARUPPBOÐ I
verður haldið í tollskýlinu á hafnarbakkanum, hér 1 bæn- |
um, fimmtudaginn 5. des. n. k. kl. 1,30 e. h. eftir kröfu |
tollstjórans í Reykjavík o. fl. Seldar verða ýmsar vörur |
til lúkningar aðflutningsgjöldum, húsgögn og heimilis- |
tæki ti! lúkningar ýmsum kröfum. |
Ennfremur verða seldar ýmsar vörur, er gerðar hafa |
verið upptækar af tollgæzlunni í Reykjavík, þ. á m. eru §
stálþráðstæki, radíógrammófónar, fatnaður, skófatnað- |
ur. snyrtivörur, lindarpennar, hljómplötur, skrautvörur |
o. m. fl. |
Greiðsla fari fram við hamarshögg. |
H
Borgarfógetinn í Reykjavík. |
B
«iniiniiiimnmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiinffli«iBBsa^
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir okkar,
Einar Ólafsson,
kaupmaður,
Skagabraut 9, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 27. þ. m.
Guðrún Ásmundsdóttir Ólafsson, Einar Jón Ólafsson,
Lydia Bjðrnsson, Ingvar Björnsson.
Úfför konu minnar,
Katrínar Þorsteir.sdótfur,
sem andaðist þ. 20. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju, föstudag-
inn 29. nóv. kl. 3 e. h.
Hannes Pálsson
■; Reykjavíkurlíí fyrir I;
aldamétin ;«
i _n~ í
:■ j:
I; Kvennaskólastúlk- ■:
í urnar 1878—1879 í
ij ji
Fyrsta ísíenzka konan, í;
sem reyndi at5 Iesa til í;
í síúdentsprófs í
! z~D~..!
'• Þorbjörg Sveiusdóttir í
í; ljósmóðir í
:: í
jj
I; Konan, sem sauma'ði ;í
;■ fyrsta íslenzka fánann ■:
> (Hvítbláinn) í;
! -D.-. i!
Kvenfélögin í I;
> Reykjavík ■:
! -Q- j;
Umsatin um ■;
•: Hétel ísland
í —n— S
*■: Engeyjarbændur og :;
húsfreyjur Jieirra í
jj -□— í:
í „Frúin mín“ í Viíey ■:
! , ;j
•l MúrhúsifS viíS Skóla- ■:
■; vöÝðuslíg 11 oghinir
í; mörgu íbúar þess í;
ii -Q- I.
;,Dóttir prestsins á Mosfelli,;.
;; fósfurdóttir Þorbjargar £
Sveinsdóttur og frænka ■!
II t
;• Einars Benediktssonar
;■ hefir í ritum þessum ;!
;» brugðið upp skyndimynd- ;í
;. um af samtíðarfólki sínu ;í
;• hér á landi og eriendis.
ji , Rit i
jj ölafíu Jóhanns- \
j! dóttur jj
;. !—II. bindi ib. saman. ;í
;. Ásamt ævisögu Ólafíu £
;. eftir Bjarna Benedikfsson ;í
;» alþingismann. ;.
J ■■■■■■'
V.V.V.V.V.V.-