Tíminn - 01.12.1957, Side 4
4
T f M I N N, sunnudaginii 1. desember 1957«
Jón R. Hjálmarsson, sagnfræðingur:
Áf blöðum sögunnar
HINAR FORNU menningarþjó'ð-
ir þakktu, notuðu og sóttust mjög
eftir vörum frá Indlandi. Egyptar,
Babyloníumenn, Fönikíumenn,
Persar, Grikkir og Rómverjar
höfðu allir verzlunarviðskipti aust-
ur á bóginn og fengu eftir ýmsum
leiðum vörur frá suður og austur
Asíu. Egyptar grófu skurð milli
Nílar og Rauðahafsins, eins konar
fyrirrennara Súezskurðarins, og
höfðu þannig sjóleið til Indlands
lönd var að fara. Samt vildi fólk
fá þes'ar vörur og eftirsóknin var
svo mikil t. d. eftir krvddi, að fólk,
sem einu sinni hafði vanizt því,
vildi fvrir engan mun vera án þess.
Margar sagnir gengu meðal manna
í Evrópu um fádsema auð og mun-
að á Austurlöndum og mögnuðust
þser um allan helming eftir að
Feneyjarmaðurinn Marco Polo
skrifaði bók um dvöl sína í Kína
og Indlandi og fleiri löndum aust-
og Víða lágu landleiðir frá borgum
við austanvert Miðjarðarhaf til
hinna fjarlægu og ríku Austur-
landa. I
En á miðöldum tók fyrir öll
viðskipti milli landa Norðurálfu og
hinna fjaríægu Austurlanda, af því
að Arabar og ýmsir tyrkneskir
þjóðflokkar, sem réðu ríkjum í
vestanverðri Asíu, voru allir Mú-
hameðstrúar og fjandsköpuðust við
kristna menn. Með krossferðunum,
sem hófust 1096, byrjuðu á ný við-
skipti austur á bóginn og eftir
margra alda hlé kynntust Noi’ður-
álfumenn aftur hinum dýrmætu
indveríku vörum. Vörur þær, sem
bárust til Vesturlanda og mikil
eftirspurn var eftir, voru silki,
bómull, hrísgrjón, fílabein, perlur,
gull, gimsteinar og margvíslegar
kryddtegundir, t. d. pipar, neguil,
engifer, múskat, kardimommur o.
m. fl.
Ekki fóru Evrópumcnn sjáifir
til Austurlanda til að verzla, held-
ur voru hinir ýmsu þjóðflokkar í
vestanverðri Asíu milligöngumenn.
Vörurnar voru fluttar eftir ýmsum
leiðum til hafnarborga fyrir botni
Miðjarðarhafsins,' t. d. á sjó til
hafna við Rauðahaf og þaðan land-
leið á úlföldum eða með skipuni
til Persaflóa og áfram upp stór-
fljó'tin Efrat og Tígris og frá þeim
á úlföldum vestur á bóginn. Einn-
ig sigldu skip upp Indusfljót svo
langt sem fært var og þaðan voru
svo vörurnar fluttar landleið til
Svartahafs eða Kaspíahafs. Úlfald-
arnir voru hin mestu þarfadýr við
þassa flutninga yfir gróðurlausar
auðnirnar, enda voru þeir oft
nefndir s'kip eyðimerkurinnar.
FRÁ HAFNARBORGUM við
austanvert Miðjarðarhafið fluttu
kaupmennirnir í Feneyjum og
Genóva vörurnar heim til sinna
borga, sem á miðöldum voru mestu
verzlunarborgir í Evrópu. Þaðan
var siglt með nokkurn hluta til
hafna á Suður-Frakklandi og Spáni
en mikið var flutt landleiðina norð
ur yíir Alpafjöll og síðan á skip-
um niður ýmis stórfljót, t. d. Ðóná
og Rín. í Noröur-Evrópu önnuðust
Hansakaupmenn verzlun þessa
sem .aðra.
En bessar indversku vörur voru
dýrar, er þær vor'u komnar á mark
aðinn í Evrópu. Flutningskostnað-
ur var auðvitað mjög mikill á þess-
um löngu leiðum og með margvís-
legum farartækjum og við hann
bættist annar stór kostnaðarliður,
sem var tollur, því að yfir fjölmörg
ur þar á síðari hluta 13. aldar.
Það var því margt, sem hvatti
menn á síðasta skeiði miðaldanna
til ?.ð revna að finna sjóleið til
Indlands. Þeir vildu annast við-
skiptin siálfir þar eystra og flytja
vöruna beint á heimamarkað í
Evrópu. Menn þóttus't vissir um,
að takast mætti að finna þessa
Jón R. Hjálrnarsson xxxxx xxxzzz
si-glingarleið, en marga örðugleika
og hjátrú varð fyrst að yfirstíga.
Á 14. öldinni voru • Portúgalar
orðnir ein mesta siglingaþjóð í Evr
ópu og hjá heim átti sú hugmynd
miklu fyigi að fagna að komast
mæi'ti til Indlands með því að sigla
suður fvrir Afrí'ku. Sá sem mest
barðíst fyrir framkvæmd þessarar
hugmyndar var portúgalskur prins,
er Hinrik hét og fékk sem viður-,
nefni sæfari eða navígator. Hann
hugsaði alla ævi mest um sjóferðir
og siglingar og tók sig snemma upp
frá hirðinni í Lissabon og settist að
í lítilli híanarborg syðst í Portúgal,
kynnti sér allt varðandi áhugamál
sitt og las af kappi stjörnufræði
og landafræði. Margir töldu á
þcim tímum að nrinsinn væri ek'ki
með öllum mjalla, því að hugmynd-
in um að sigla suður fyrir Afríku
var talin óframkvæmanleg. Fólk
hélt að sjórinn hitnaði stöðugt
eftir því sem sunnar dragi og væri
þess átti hafið að vera krökt af
þess átt ihafið að vera krökt af
hinum Seríegustu ófreskjum, sem
gleyptu allt lifandi, er kæmi á
þeirra slóðir. En Hinrik sæfari lét
elcki stöðva sig við tilraunir bær,
sem hann var svo hugfanginn af,
heldur gerði út hvern leiðangurinn
?,f öðrum_ suður með vesturströnd
Afríku. Á ferðum þessum fundu
leiðangursmenn eyjarnar Madeira,
Asoreyjar og Kanaríeyjar og loks
náðu þeir suður til Gullstrandar-
innar á meginlandi Afríku og
komu þaðan heim til Portúgal með
hlaðin skip af fílabeini og gull-
sandi.
HINRIK sæfari lifði ekki svo
lengi að hann sæi hugmyndir sín-
ar um siglingu til Indlands verða
að veruleika. Hann andaðist árið
1460. En landar hans héldu verki
hans áfrani, þótt hann væri fallinn
frá, og nokkru eftir dauða lians
sigldi fyrsta poríúgalska skipið
suður fyrir miðjarðarlínu.
Árið 1486 náði loks Portúgalinn
Bartólemeó Díaz fjTir suðurodda
Afríku. Hann fór efcki lengra að
því sinni, heldur sneri heim við
svo búið til að skýra frá árangri
I
sínum. Er hann var þarna við
syðsta odda Afríku geklc yfir
stonnur og fárviðri og gaf hann
höfðanum heitið Stormhöfði.
Þegar heim kom flutti Bartó-
lómeó Díaz konungi skýrslu um
för sína og gat um leið um nafn-
gift sína á höfðanum. En konung-
ur brevtti nafninu þegar í stað og
sagði að hann skyldi heita Góðrar
vonar höfði, því að nú væri góð
von um að komast mætti sjóleiðina
íil Indlands.
Tólf árum síðar komst Pcrtúgal-
inn Vasco da Gama á skipi sínu
alla leið til Indlands (1498) og þar
með var lagður grundvöllurinn að
stórveldi Portúgala, sem byggðist
á kryddverzlun og yfirráðum í
Austur-Indíum og náði hátindi á
16. öldinni.
| Sem leifar af stórveldi Portú-
gala í Austurlöndum er hin rnjög
• svo umdeilda nýlenda Góa á vestur
. strönd Indlands. Borg þessi stend-
ur á þeim slóðum sem Vaco da
Gama kom fyrst að landi á Ind-
landi.
Emmunatíð
I Fljótum
Haganesvík í gær. — Hér í Fljót
um hefir verið einmunatíð frá og
með byrjun þessa mánaðar. Eng-
inn snjór er í byggð og allur klaki
horfinn úr jörð. Gott færi er nú
inn í Skagafjörð, en vegurinn er
lokaður til Siglufjarðar. Menn
fóru dálítið á sjó í fyrri viku og
öfluðu vel. Töluvert er unnið við
byggingar þessa daga.
•5 a y • u i uj^it^vss.smp'smm
Bifreið stolið
í fyrrinótt var bifreiðinni G-298
stolið. Þetta er Buick fólksbifreið
frá árinu 1940. Hún er rauð með
ljóst þak. Bifreið þessi er ófundin
og eru þeir, sem kynnu að verða
hennar varir, beðnir að gera lög-
reglunni aðvart.
Þáttur kirkjunnar
Ljósið, sem dó
NÚ HEFIR tæknin næstum
útrýmt myrkri skammdegisins
úr umhverfi borgarbúans. Ljós
ið, þetta yndislega fyrirbrigði
lifsins vakir úti og inni.
Sveitabörnin í gamla daga
! þekktu hins vegar vel myrkriö
;i með öllum þess raunverulegu
;i og enn fleiri ímynduðu skelf-
: ingum. Þá var ljósið ekki eins
sjálfsagt og nú. Því var fagn-
að af svo innilegri gleði að
fiestum eru mir.nisstæð barns
augu barmafull af sælurikum
Ijóir.a yfir einu litlu ljósi.
EN KANN'SKE höfum við
ekki öll veitt því athygli, að
f ljósið í augum barns er enn
f bjartara enn yndislegra en öll
önnur ljós — það er lífsljósið
sjálft, skínandi af fyrirheitum,
!j geislandi af vonum og unaði.
Það finnum við bezt, þegar
l ljósið ríokkiiar í augum barns.
I' Þá daprast um leið öll önnur
Ijós, jafnvel jólaljós veita eng
an fögnuð, sólskinið sjálft hverf
ur í skuggann. Þetta sannar, að
bjartasta Ijós heimsins er ein-
mitt mannslífið sjálft, kærleiki
þess, fegurð og fögnuður.
En mitt í öllu ljósaflóði borg
anna, geta slík ljós dáið —
slokknað út í myrkheim mann-
legs saknaðar og eftirsjár,
| mannlegra harma og sorga.
Og aldrei minnir hver stund
| betur á þetta en einmitt rökk-
urtímar skammdegisins, þessir
dimmu súldriku nóvemberdag
ar og desembernætur.
Allir eiga sér eitthvert slíkt
ljós, einhvern sem er þeim birt
an á veginum, gleðibros og vona
blóm.
EN SVO kannske eitt andar-
tak — og ljósið þitt deyr. Og
mörgum finnst sem ekki sé
unnt að lifa í myrkrinu, sem
þá hjúpar allt. Við vorum eitt
hvað svo örugg meðan ljósið
skein og öruggust um, að það
mundi alltaf halda áfram að
lýsa.
,.Það syrtir að þá sumir
kveðja“ seigir okkar hugljúf-
asta skáld. sem hefir tekizt að
túlka fleOqr heitustu o.e hrein
ustu tilfinningar islenzkra
hjartna.
En ekki má elevma einum dá
qqmlegasta eiginleika ljóss, en
það er. að af bvi kveik.iast eða
geta kveikzt ný Ijós, án þess
■að hað minnkí sjálft.
Það bafa öll björt Ijós í aug
um og sáhim manna kveikt cr'n
ur l.iós í annarra sálurn. Og
e;tt hið undursam.legasta við
sára sorg og heitan harm. er
emmitt sú unpgötvun, að l.iós
in. sem liósið. sem dó taka allt
í einu að skína fram úr sort
anum í okkar eigin sál, okkar
eigi-n umhverfi.
Við finnum ljósið. sem dó í
augum amarra jafnvel þeirra,
sem við héldum að ættu engin
ljós. en bezt og hjartast getum
við fundið liósin. sem það hcfir
kveikt í okkar eigin sál.
Hver er sá, sem hefir mísct
harn. að hann eða hún hafi ekki
fundið Ijósið frá augunum þess
brostnu, skína til sín geislandi
brosum úr augum annarra
barna. og þau ljós hafa kve:kt
kærleika í eigin sál hlýja verm-
andi birtu, sem gat getið meiri
göfgi en nokkuð annað.
AÐEINS þetta, enginn sem á
„Ijósið sem dó“ má loka sig
inni í myrkrinu, heldur opna
vitund sína í bæn og ástúð og
allt-í einu tafca stjörnurnar
himinljós eilífar ástar og dýrð
ar að blika gegnum geiminn, og
þær geta hvíslað til þín úr óvn-
djúpi eilífrar þagnar: ,,Ljós;ð.
sem dó“ var aftur kveikt í rál
þinni, um'hverfi þínu, en æðst
og bjartast í óskheimum eilífð
■artrúarinnar ofar öllum skamm
degismyrkrum jarðar. Og allt
í einu hirtist það sjálft meðal
stjarnanna um leið og englarn
ir syngja „Eg lifi og þér munuð
lifa.“
Árelíus Nielsson.
JÓLAGETRAUN í TÍMANUM
Meí jólasveininum gegnum aldirnar
Danski teiknarinn Mogens Juhl hefir teiknað 12 myndir er sýna ákveðna tíma í mannkynssögunni. Jólasveinninn
er meS á öllum myndunum og hefir fengið teiknarann til aS teikna á myndirnar hluti, sem hann annars aldrei
hefSi gert, og gerir það að myndirnar eru ekki sögulega rétfar. Þá er að finna skekkjuna. — í næstu 12 blöð-
um, mun verða birt ein mynd (sú fyrsta kemur á þriðjudag). Reynið að finna hvað er rangt við myndirnar og
sendið þær síðan tii TÍMANS, Edduhúsinu, Lindargötu Reykjavík. merkt „Jólagetraun 1957" fyrir laugardag 21,
desember. Verður þá dregið úr réttum svörum og 12 verðlaun veitt. Verðlaunin eru bækur frá Bókaúfgáfunnl
NORÐRA. — Athugið að senda allar 12 myndirnar í senn, en ekki eina í einu. Fyrsta myndin kemur á þriðjudag.