Tíminn - 01.12.1957, Síða 8
8
T f M I N N, sunnudaginn 1. desember 1957,
GROÐUR OG GARÐAR
INGOLFUR DAVIÐSSOr
Svíar rannsaka „legu !andsa
Undanfarin ár hafa Svíar gert
rannsóknir á þvi hver áhrif halli
og lega lands hefir á gróðurfarið.
Kannsóknirnar eru gerðar í 7 m
djúpu gili 12 km norður af Upp-
sölum (á 59° 58’ norðlægrar
breiddar). Þarna er moldþlandinn
leirjarðvegur. Landið hefir verið
notað til slægna og beitar í 20 ár
eða lengur. Gilið liggur austur og
vestur og hefir verið gerður sam-
ahburður á gilbrekkunum, þ- e.
þeirri, sem horfir við suðri og
hinni sem snýr á móti norðri.
Jafnframt voru rannsökuð áhrif
mismunandi halla, þ. e. 4% og
20% halla, á gróðurinn í báðum
brekkunum. Rannsakaður var teg-
undafjöldi og þéttleiki gróðursins
á 25 fermetra blettum og jafn-
framt sex sinnum um vaxtartím-
ann á eins fermetra smáblettum
til að fylgjast með breytingum á
gróðri yfir sumartímann. Slegið
var tvisvar á sumri — 2. júlí og
3. okt. og uppskeran vegin og
efnafræðilega rannsökuð. Rann-
sakaður var einnig jarðvegur og
jurtarætur í reitunum.
Rannsóknirnar sýna að suður-
brekkan (sú sem snýr móti suðri)
er frábrugðin norðurbrekkunni
sem hér segir: Jurtategundir eru
þar mun fleiri 94:65. Mikið ber
þar á venjulegum blómjurtum, en
minna er um grastegundir og
mosa. (85:15%). Suðurbrekkan er
tiltölulega auðug að suðlægum teg
undum, sem þurfa mikinn hita og
kalkborna jörð. Pað grær fyrr á
vorin í suðurbrekkunni og vaxtar-
tíminn er lengri. Uppskeran af
grænum jurtum er nærri helm-
ingi meiri og munar aðallega í
fyrra slætti. Rætur jurtanna eru
grófari. Efnasamsetning gróðurs-
ins er aftur á móti svipuð í báðum
brekkunum. Þó virðist gróðurinn í
suðurbrekkunni snauðari af mang-
ani. Jarðvegsgerð reyndist svipuð
í efsta 10 sm þykka laginu; en
neðar kom í Ijós verulegur munur
í kornastærð o. fl. eiginleikum.
Vitanlega er suðurbrekkunni hætt-
ara við ofþornun. Liggur sá mun-
ur bæði í hitanum og gerð jarð-
vegsins. Hitasveiflur í jarðvegin-
um eru meiri í suðurbrekkunni,
bæði á sólarhring hverjum og um
allan vaxtartímann. En meðalhit-
inn er samt meiri í suðurbrekk-
unni. Sýrufarið er þar hagstæðara
og jurtirnar ná þar í meira af
léttuppleysanlegu kalí og fosfór-
sýru. Meira er undir því komið
hvernig brekkan snýr við sólu,
heldur en halla hennar. Og áhrjf
hallans eru mest í norðurbrekk-
unni. Tegundafjöldi gróðursins er
mestur þar sem raki er nægur í
suðurbrekkunni. Tegundafjöldinn
minnkar greinilega meira því
meir sem brekkan veit við norðri,
heldur en þótt rakinn minnki eitt-
hvað í moldinni. Mikill moldar-
raki gagnar grasi og mosum meira
en venjulegum blómjurtum, enda
vex meira af grasi og mosa í norð-
urbrekkunni. „Gróðurfars“ lofts-
lagið niður við jörðina og í gras-
sverðinum virðist hafa meiri þýð-
ingu heldur en efnafræðilegt nær-
ingarástand moldarinnar (sam-
kvæmt rannsóknunum í þessum
beitarbrekkum). Suðurbrekkurnar
hafa allmikla sérstöðu um gróður-
far og „gróðurfars“ loftslag. Norð-
urbrekkurnar eru heldur kaldari
og rakari en umhverfið, en munur-
inn er minni. Gróðurfar norður-
brekkunnar er líkara gróðurfari
sléttunnar í kring. Suðurbrekku-
gróðurinn er frábrugðnari jafn-
lendisgróðrinum.
Ef ekki hefði verið beitt á land-
ið, mundi það vera skógi vaxið og
þá væri munurinn á suður- og norð
urbrekkunum minni en ella. Beitt
var í hófi, enda ekki fært að gera
þennan samanburð á ofbeittu
landi. (Þetta eru aðeins nokkur
niðurstöðuatriði, lauslega þýdd úr
sænskri tilraunaskýrslu. „Meddel-
ande Nr. 86 fra Statens jordbruks-
forsök 1957).
Ekki er víst að niðurstöður þess-
ar eigi að öllu leyti við hér á
landi. Úr því munu rannsóknir
skera. En ýmsar bendingar er
þarna að finna — og virðist margt
koma heim við íslenzka reynslu.
Þekkja flestir hve mikla þýðingu
val garðstæða getur haft. Margir
beztu kartöflugarðar eru t.d. í
sólarbrekkum. En fleira kemur þar
til, m. a. mismuriandi frosthætta
c. fl. Verjast sumir gilbrekku-
garðar furðuvel, þar sem kalda
loftið getur streymt óhindrað á-
fram niður gilin.
Gróskumestu blómlendisbrekk-
urnar hér á landi vita líka Við
sólu. En ef ralca skortir sviðna
þær — af þurrki. Hitinn í brekku-
höllunum móti sól er oft mikill,
þótt svalt sé norðan í hólnum.
Makkaroni og kjötbúðingur
1 pund af makkaroní er soðið í
t> saltvatni.
1% pund af hökkuðu nauta-
kjöti er brúnað í einni matskeið
af feiti, út í það bætt Vz bolla af
söxuðum lauk og brúnað þar til
laukurinn er Ijósbrúnn. Kryddað
með 1 tesk. af salti og pipar á
hnífsoddi. Tekið af eldinum. 2
matsk. af smjörlíki brædd í potti
og í það hrært 2 matsk. af hveiti,
vætt í með 2!4 bolla af mjólk,
kryddað með % tesk. salti, Vs
tesk. pipar og % tesk. paprika. í
eldfast mót er látið til skiptis %
hlutinn af makkaroní, helmingur-
inn af kjötinu o. s. frv. Ofan á
kjötlögin skal leggja rösk 100 gr.
af rifnum eða sneiddum osti. Efst
komi makkaroni, sósunni hellt yf-
ir og efst stráð brauðmylsnu og
paprika. Bakað hálftíma í heitum
ofni.
/ f
Lifrarbúftingur
lVz pund af nautalifur er soðið
í saltvatni við hægan eld, og síðan
hakkað. Lagaður er lVz bolli af
uppbakaðri mjólkursósu (sama
magn og í síðustu uppskrift). Út
í sósuna skal hræra lifrinni og 3
matsk. af mörðum, soðnum kartöfl-
um. Kryddað með 1 tesk. rifnum
lauk, tesk. af salti og sítrónusafa,
Vi tesk. af hvoru pipar og paprika.
Bakað í smurðu, eldföstu móti í
einn klukkutíma. Borið með tó-
matsósu eða chilisósu.
RAFMYNDIR H.F.
Sími10295
Lindargötu 9A
Okkar hjartkæri eiginmaður, faðir og bróðir,
Karl G. Magnússon,
fyrrverandi héraðslæknir
andaðist að heimili sínu, Ægissíðu 56, aðfaranótt iaugardags 30. þ. m.
Elín G. Jónsdóttir, Guðrún S. Karlsdóttir,
Ásta Magnúsdóttir, Pétur H. J. Magnússon.
Þrjár systur
frá Perú
(Framh. af 6. síðu.)
ann yfir þá hluti, sem ekki voru
til áður fyrr, tekur upprunaleg
orð og skeytir við þau endingum,
sem skýra hin nýju fyrirbæri. Til
er þó að í Ijóðagerð hafi verið
blandað orðum og setningum á
ispænsku inn í quechua. Perú ligg-
ur þar sem hið forna ríki Inkana
stóð með hvað mestum blóma og
mjög víða eru merkar fornmenjar
frá því stórmerka menningartíma
bili.
Líf og gróður?
Hvernig er veðurfarið?
Ákaflega breytilegt eftir því
hvar í landi er. Við ströndina
er þægilega hlýtt, sumsstaðar svo
þurrt, að myndast hafa sandauðn
ir. Þegar dregur til fjalla, þar
sem sumir tindarnir eru yfir 20
þús. fet á hæð, breytist bæði lofts
'lag og gróður og hæzt í fjöllunum
er stundum mjög kalt. Það er eins
og að vera í Paradís að ferðast
til dæmis frá höfuðborginni, Lima,
upp til fjallanna, allt til Huanueo.
Þangað er prýði'legur bílvegur, en
þegar lengra dregur, getur veðrátt
an farið að gera mönnum ýmsar
skráveifur.
Þá fer að halla til votlendisins
fram með fljótinu Ucayali, sem
fellur í Amazonfljótið og þarna
koma árlega slík steypiregn, að
hversu vel sem veggirnir eru byggð
ir, þá skolar regnið þeim burtu.
Þessvegna eru flugvélar ákaflega
mikilsverð samgöngutæki í þeim
hluta landsins.
Er þá byggð á þessu votlendi?
Nú tala systurnar báðar í einu,
svo mikið er þeim niðri fyrir.
Hvort það er. Þarna er svo frjó
samt 'land og fiskigengd í ám,
að ekki þarf annað en rétta út
hendina eftir öllu, sem nauðsyn-
legt er til lífsviðurværis. Þarna
eru olíulindir, kjörviður og ávext-
ir, en vegna samgönguerfiðleika
er ekki hægt að nýta þessar auð-
lindir. Ávextirnir rotna og það
er hvorki hægt að fleyta trjánum
né fá undirstöðu undir vegi trl að
flytja þau á. Svo er ekki allt dýra
lífið sem fýsilegast í sambýli.
Maurar eru svo aðgangsharðir, að
þeir éta menn lifandi, slöngur
og fleiri skriðdýr eru og hvim-
leið á þessum slóðurn.
Þið minntust áðan á nániugröft.;
Hvaða máhnkr eru unnir í Perú? I
Silfur, gull, kopar, blý, zinkj
já, það er víst a-lla málma að!
finna þar, enda eru námur í svo !
að segja endilöngum Andesfjall-
garðinum og fjöllin eru rauð, gul
og græn af málmlögum. Af jarð
argróðri er mest af baðmull, sykur
hrís, tóbak og kaffi til útflutnings,
en auk þess er ræktað kornmeti
og annað, sem til neyzlu þarf heima
fyrir. Olía er líka útflutnings-
vara. .
85 ára: Þuríður Jakobsdóttir Lange
Áttatíu og fimm ára verður í
dag frú Þuríður Jakobsdóttir
Lange, nú til heimilis að Sóleyjar
götu 19 hér í bæ. Frú Lange er
fædd á Spákonufelli á Skaga-
strönd. Foreldrar hennar voru
Jakob Jósefsson, hóndi á Spá-
konufelli og kona hans, Björg Jóns
dóttir frá Háagerði í sömu sveit,
Björg, móðir Þuríðar, var ein af
12 börnum Jóns og Guðríðar í
Háagerði og systurbarn Jóns Árna-
sonar, þjóðskjalavarðar.
Frú Lange er ern og vel minnug
þótt aldurinn sé farinn að færast
yfir hana. Hún hefir margs að
minnast frá liðinni tíð og má segja
að hún hafi lifað tímana tvenna og
þrenna. Þegar frú Lange var barn
að aldri gekk hún í kvennaskóla að
Ytri-Ey á Skagaströnd. Frú Elín
Briem stofnaði þennan skóla og
starfaði hann fyrst á Hjaltastöð-
um í Skagafirði, síðar á Lækjar-
móti og síðast á Ytri-Ey. Um 30
stúlkur sóttu skólann að jafnaði,
dvöldu þar um lengri eða skemmri
tíma og voru við heimili sín milli
námskeiða. Lærðu stúlkurnar marg
víslegan saumaskap og unnu að
húsverkum til skiptis. Eftir að frú
Lange lauk námi við kvennaskól-
ann tók hún að sér kennslu þar í
ein vetur og fór síðan til náms
til Kaupmannahafnar og lærði þar
sauma. Segir hún, að þá hafi hún
fundið sig ríkasta á ævinni, er hún
fékk 200 krónur til fararinnar. -—
Frú Lange var liðugt ár í Kaup-
mannahöfn í fyrra skipti, en síðar
fór hún þangað aftur til framhalds
náms. Eftir þetta hófst kennsla
hennar að Ytri-Ey að nýju og
kenndi hún þá karlmannafatasaum
aðallega. Þá voru engir klæðsker-
ar á Norðurlandi, en stúlkurnar á
Ytrl-Ey urðu svo vel að sér í
þessari kúnst, að þær gátu sniðið,
saumað og gengið frá fötunum að
öllu leyti. Grasafræði var einnig
kennd í skólanum, blóm og jurtir
flokkaðar eftir ættum og límdar
inn í vinnubækur. Mun þetta vera
ein fyrsta kennsla, sem íslenzkar
konur hafa .notið í grasafræði. Eft-
ir að frú Lange fluttist hingað til
Reykjavíkur kendi hún við kvenna
skólann hér um 27 ára skeið. Tæp
lega 100 stúlkur sóttu skólann ár-
lega, voru bekkir fjórir, en skóla
stýrur, sem frú Lange varð samtíða
urðu þrjár. Manni sínum, Jens
Lange frá Randes á Jótlandi gift-
ist hún 6. janúar 1899 og hófu
þau búskap að Laugavegi 10. —
Keypti faðir frú Lange þetta hús
og veitti ungu hjónunum það til
búsetu. Bjuggu þau hjónin allan
sin búskap í þessu húsi. Lange dó
10. nóvember 1931 eftir langvinn
an sjúkleika.Hann var góður fræði
maður og sat síðum á Landsbóka-
safninu og ritaði þá m. a. upp ævi
minningar séra Jóns Steingríms-
sonar.
En frú Lange á fleiri endurminn
ingar. Hún man, þegar hafisinn
lagðist að landi á harðindaárun-
um fyrir norðan, þegar ísborgirn-
ar komu inn á Húnaflóa, ofurhægt,
í blíðskaparveðri, önduðu síðan
Jcaldri nepju og drápu lífið í
dróma. Hún man harðindavetur-
inn mikla 1882, þegar mest svarf
að mönnum og málleysingjum og
hún man óveðrið á Skagaströnd,
þegar 20—30 ungir menn drukkn
uðu úr sveitini og einn bátur af
fimm komst af í Laxárvík.
Frú Lange dvelst nú við hlýja
og góða umönnun á heimili dóttur
sínar, frú Thyra Loftsson, tann-
læknis, að Sóleyjargötu 19. Munu
allir hinir mörgu vinir hennar og
samstarfsmenn óska henni heilla
og blessunar á þessum merku tíma
mótum. B.Ó.
Enn um hundadráp
Eru það heimamenn sem reka
námurnar?
Aðallega eru það erlend stór-
fyrirtæki, en nú er ríkið búið að
gera það að skilyrði, að ekki séu
ráðnir þar aðrir til starfa en
heimamenn.
Ekki er annað að heyra, en land
ykkar hafi mjög góð skilyrði að
bjóða. Er afkoma fólks góð al-
mennt?
Já, fólk hefir í senn góða lífs-
afkomu og nægilegt Iandrými til
að því geti liðið vel. Ennþá er
ódýrt að lifa þar, enda hópast
ferðamenn frá Norður-Ameríku
suður á bóginn til að njóta lífsins
á hinum nýtízkulegu gistihúsum,
bæði við ströndina og uppi í fjöll-
unum.
Fögur ummæli
Þér haldið kannski að ég sé að
skjalla yður, segir ungfrú Pando,
þegar ég leyfi mér að segja, að
eftir því, sem við systur höfum
séð, sýnist okkur vafasamt að
betra land finnist í heiimnum en
ísland.
Og spænskan mín er svo léleg, að
ég kann engin ráð til að endur-
gjalda svo fögur ummæli.
Sigríður Thorlacíus.
Hr. ritstjóri.
Ritsmíð birtist í blaði yðar á dög-
unum með fyrirsögninni „Leiðrétt-
ingar vegna hundadráps" undir-
skrifuð af Þorgeiri Jónssyni bónda
í Gufunesi.
Vegna þess að greinarhöfundur
veitist allgróflega að mér í téðri
grein, vil ég taka fram eftirfarandi
atriði:
Baðstofan
(Framhald af 6. síðu).
viljum, þá myndi islenzkt mál
verða ólíkt skemmtilegra og
hressilegra í munni.
EG VIL LEYFA mér að þakka Lofti
Guðmundssyni kærlega fyrir er-
indið. Við þurfum að fá sem flest
ar hugvekjur og siðapredikanir
í útvarpjnu, nákvæmar fyrirskip
anir um það, hvað ekki má borða
ekki drekka, ekki lesa, ekki segja
og ekki gera. Ollum slíkum fyrir
mælum er vel tekið, það gerir
mannlegt eðli, einkum af æsk-
unni. Eg man það glöggt ennþá,
að aldrei langaði mig til að gera
það, sem mér var bannað, þegar
ég var strákur.
27. nóv. 1957
Svarthöfði.
Ég gerði mér ferð í Gufunes til
þess að fá Sanriar fregnir af atburð
unum frá „fyrsíu hendi“ hjá Þor-
geiri og vetrarmanni hans, og þá
gerði Þorgeir lítið úr þvi, að hund-
arnir hafi verið í fénu, enda þótt
hann telji heppilegt að segja ann-
að í greininni.
Þá vill greinarhöfundur ekki
kannast við, að hundarnir liafi ver-
ið á lóðaríi, en þar skjátlast hon-
um.
Ég vil ennfremur upplýsa, að
enda þótt mánud. 4. nóv. hafi ver-
ið lögboðinn smaladagur, átti undir
ritaður enginn fjallskil að gera
þann dag, heldur sunnudaginn 3.
nóv. Var hundur minn þá notaður
hér við smölun, enda gekk ég að
honum vísum að Korpúlfsstöðum.
Þá er auðvelt að afsanna get-
sakir greinarhöfundar, að hundur
minn hafi verið hættulegt villidýr.
Ilann var mjög verðmætur til
smalamennsku, þó reynt sé að
breiða annað út.
Fréttin í Morgunblaðinu 9. nóv.
sem ég átti nokkurn þátt í, stend-
ur því enn óhrakin þrátt fyrir
þessi skrif Þorgeirs.
Svo læt ég útrætt um þetta máL
Reýkjum 28. nóv. 1957.
Jón M. Guðmundsson