Tíminn - 03.12.1957, Side 4
4
Norræn samkeppni
um tillöguuppdrætti
að margs konar
glervöru
í samvinnu við Landsforening >
en Dansk Kunsthaandværk efnir
glervöruverksmiðjan A. S. Kastrup
Glasværk, Kaupmannahöfn til al
mennrar norrænar samkeppni um
tillöguuppdrætti að ýmsurn gerð
um af glösum, svo sem vatns- öl-
og vínglcsum, könnum og ýmsum
fleiri munum úr gleri, m. a. að
hvers konar ljósakúpplum úr
gleri.
Veitt verða verðlaun að upp-
hæð alls d. kr. 9000,00. Fyrstu
verðlaun verða d. kr. 4000,00.
Tillöguuppdrættirnir verða að
vera komnir í hendur A. S. Kast
rup Glasværk í síðasta lagi 20.
jan. n. k.
íslenzkir teiknarar, sem hafa í
hyggju að taka þátt í samkeppni
þessari, geta fengið allar nauðsyn
legar upplýsingar um samkeppnis
skilmála hjá formanni Fél ísl. list
iðnar, Lúðvík Guðmundssyni skóla
stjóra.
Mótmæla veitingu
embættis æviskrár-
ritara
Á aðalfundi Félags íslenzkra
fræða, sem haldinn var í háskól
anum 22. þ. m. var gerð eftirfar
andi ályktun með öllum greiddum
atkvæðum gegn einu:
,Fundurinn lýsir megnri óánægju
sinni á þeirri aðferð, sem höfð
var við veitingu embættis æviskrár
ritara á síðasta sumri. í 1. gr. laga
nr. 30 24. marz 1956, um þetta
embætti, er þessu sagnfræðistarfi
ætlað að ná til allra „íslendinga,
sem vitað er um frá landnámstíð“,
og 3. gr. skýrir það nánar. Við emb
ættisveitinguna var gengið fram
hjá umsækjendum með embættis
próf í íslenzkum fræðum og sagn
fræði, en staðan veitt manni, sem
hefir ekki sérmenntun í sögu ís-
lands og fullnægir því ekki þeim
kröfum, sem lögin gera til þessa
embættismanns.“
Þjóðsöngurinn gef-
inn út í fögrum
búningi
Þjóðsöngur íslendinga er nýkom
inn út á vegum ríkisstjórnarinnar,
sem er eigandi höfundarréttar,
bæði að Ijóði og lagi. Dr. Páll
ísólfsson hefir haft umsjá með
nótnaprentuninni, en dr. Stein-
grímur J. Þorsteinsson, prófessor,
hefir að öðru leyti annazt útgáfuna
og samið formála, þar sem sögð
eru í stuttu máli deili á höfund
um Ijóðs og lags og skýrt frá til
drögum og sögu þjóðsöngsins. Er
formálinn birtur á íslenzku, ensku
dönsku, frönsku og þýzku. Þar
næst er Lofsöngurinn prentaður
allur, ásamt eiginhandarnafni sr.
Matthíasar, og svo fyrsta erindið
í þýðingum á þessum tungumál
um: ensku, dönsku, finnsku,
frönsku, norsku, sænsku og þýzku.
Það, sem nú er talið, er sam-
eiginlegt öllum útgáfugerðum.
Loks er svo lagið prentað, og verða
þá útgáfurnar þrenns konar. í
einni er lagið raddsett fyrir bland
aðan kór (og píanó) og fyrir karla
kór, og eru þar prentaðir með
nótum textar fyrsta erindis á ís
lenzku, ensku og dönsku. í ann
arri útgáfugerð^ er lagið skráð fyr
ir hljómsveit. f hinni þriðju eru
þessar raddsetningar allar. Tón
skáldið hefir sjálft raddskráð all
ar gerðirnar.
Kápu teiknaði Ha-lldór Péturs
son listmálari. Myndamót gerði
Prentmyndir h. f. Félagsprent-
smiðjan h. f. prentaði. Aðalútsala
er hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs.
(Frá forsætisráðuneytinu).
T í MIN N, þriðjudaginn 3. desember 1957«
■ ■ ■ ■ ■ l
■ ■■■■■■■■■■■■■■
,■■■■■■■'
!■■■■■!
I tilefni af þrjátíu ára afmæli verzlunarinnar er hin fræga
Ferbabók Ebenesar HencíersorL I
komin út á íslenzku i jjý^ingn Snsfcjarnar Jósissðnar
HENDEftSON kom til Reykjavíkur að kvöddi dags 15. júní 1814. Sf-rax
næstu daga fór hann að undirbúa ferð sína norður í land, kaupa hesta,
útvega fylgdarmann og annað, er til langferðar þurfti í þá daga. Þann
26. júní lagði hann af stað með langa lest og mikinn farangur. Leið
hans lá fvrst um Mosfellssveit ti-1 Þingvalla, þaðan fór liann um Laug-
ardal að Geysi. Frá Gevsi lagði hann leið sína norður fjöll og kom
að Tjörnum í Eyj'afirði eftir allerfiða en slvsalausa ferð. Frá Akureyri
brá hann sér út að Möðruvöllum til þess að heimsæ'kja Bjarna T-horar-
ensen amtmann og -skáld. Þaðan skrapp hann vestur til Hóla og hitti
í þeirri ferð síra Jón Þorláksson á Bægisá — sem frægt er orðið. Þá
vendir Henderson sínu kvæði í kross og leggur leið sína austur um
Þingeyjar-ýrlur, Múlasýslur, Skaftafellssýslur, Rangái-vallasýslu og
Árnes-sýslu til Revkjavlkur. Og í Reykjavík dvelur hann veturirin
1814—1315.
Um vorið ferðast Henderson um Borgarfjörð, Snæfellsnes — gengur
meira at» segja á Snæfellsjökul — kringum Breiðafjörð og u-m Vest-
firði, alU vestur í Önundarfjörð. Lengra varð þá eigi komizt vegna
ófærðar. I bakaleiðinni kemur Henderson við í Strandasýslu og Dala-
sýslu.
Eftir skamma viðdvöl í Reykjavík leggur hann upp í þriðju I-ang-
ferðina — urn Þingvelli, Kaldadal, Hallmundarhraun (hann gefur sér
góðan tlma til að skoða Surtshelli), Arnarvatnsheiði, inn á Hveravelli
og þaðan noreur í Skagafjörð allt til Hóla. Síðan held-ur hann suður
fjöll og kemur þá að Geysi í annað sinn. Þaðan heldur hann beinustu
leið til Reykjavíkur.
Eins og við mátti búast lenti Henderson og fylgdarmenn hans oft í mi'klum mannraunum og lífshættu á þessum ferða-
iögum. En Henderson var framúrskarandi duglegur og ráðsnjall ferðamaður, auk þess sem hann var hámenntaður mað-
ur og snjall rithöfundur, sem segir svo blátt áfram frá þvíer á vegi lians varð og fyrir augu bar, að unun er að lesa
frásögn han-s. Um sannleiksgiidi frásagn-arinnar efast enginn, og af þeim sökum er ferðabók hans af öllum talin ómetan-
legt heimildarrit um margt í menningar og þjóðlífssögu okkar, að ógleymdum hinum jarðfræðilegu athugunum, sem
hann gerði og enn eru flestar í fullu gildi.
Sjaldan hefir betri -gest en Ebenezar Henderson borið hér að garði.
FERÐABÓKINNI fylgja allar myndirnar, sem prýða frumútgáfuna ensku, en hún kom út 1818. Ennfremur kort af
íslandi. sem á eru -markaðar allar ferðir Hendersons hér á landi í byg-gð og óbyggð. Allt í allt er bókin 502 bls.
FERÐABOKIN er prentuð á valinn pappír og bundin í al-rexín. vandað og smekklegt. Verðið er þó mikiu lægra en
á öðrum sambærilegum bókum, aðeins kr. 198.—
$næbjörnJóíisson&ío.h:f.
Hafnarstræti 9 — Sími 11936
.*
>
>; W.V.VAVAV.V.*.V.V.VAV.V.W.V.W.V.V.V.W.WWWIiV.,A%VVW.V.W.V.V.W,
,*.*.W.'
V’.W
IllllllllllllllllllllilllllllIIIIIIIIIIIIIlllllllllillIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllliillllilllllllllilNllllilllllllllllllllllllllllllllilillllHillliIilllliIII
'.V.VAVAV.VV.V.VV.VV.V.VV.VV.V.V.VV.V.V.V.V.V
Gefið börnunum SÓL GRJÓN
á hverjum morgni...!
Góður skammtur af SÓL GRJÓ-
NUM með nægilegu af mjólk
sér neytandanum fyrir ’/s af.dag-
legri þörf hans fyrir eggjahvítu-
efni og færir llkamanum auk
þess gnaegð af kalki, járni.fosfór
og B-vítamínum.
Þessvegna er neyzla SÓL
GRJÓNA leiðin til heil-
brigði og þreks fyrir
börn og unglinga.
Framleidd af »OTA«
!■■■■■!
wv
^AV.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.W.V.W.V.VAV.V.V.V.Wd
B R I O G E
£ Tímarit um bridge. Kemur út 8 sinnum á ári, 36 síður
■| hverju sinni, Árgangur til áskrifenda 60 krónur. Flytur
innlendar og erlendar bridgefréttir, greinar og kennslu-
*; þætti.
;I Undirrítaður óskar að gerast áskrifandi að BRIDGE,
;* Nafn .......................................
Heimili ...................................
;í Póststöð ...................................
;■ BRIÐGE, Sörlaskjóli 12, Reykjavík.