Tíminn - 03.12.1957, Blaðsíða 6
6
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarlnsson (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Hrundningar eða pústrar
SAGA íslenzku þjóffar-
innar er um íorna frægð,
einokifn og áþján, endur-
reisn, stjórnarfarslegt sjálf-
stæð'i og stórfelldar framfar-
ir síffasta mannsaldur. Hörff
samkeppni, deilur milli ein-
staklinga og ætta olli því, aff
þjóð'in féll af tindi frægðar
og velgengni ofan í dal
hnignunar og andstreymis.
Einn af fremdarmönnum
sögualdar hafffi þá ráðagjörð
í huga undir ævilokin að sá
silfri á Lögbergi, þegar þar
væri fjölmennast. Var þaff
ætlun hans, aff þar myndu
þá verða hrundningar eða
pústrar og að svo færi um
síðir, að allur þingheimur
berðist. Átök milli almenn-
ings umskipti verömæta áttu
aff veita aldurhnignum höfð
ingja yndi og dægradvöl.
Þannig neistar hrukku frá
arni þeirrar lífsskoffunar,
sem leiddi af sér harðar deil
ur og fall þjóffveldisins.
ÍSIENZKA lýðveldið er á
bernskuskeiöi, en þaff ber
þegar meff sér þau veikleika
merki, að í stað baráttu rík-
lundaðra ætta, er komin bar
átta kröfuharðra stétta. Þjóff
in skipar sér í stéttarfélög,
sem gera óæskilegar kröfur
til þjóðfélagsins og hvert
gegn öffru, verkföll hafa skoll
ið á hvert af öffru hin síðari
ár, byrðar þyngjast á atvinnu
•vegunum, atvinnurekendur
leita aðstoffar ríkisins og rík
isvaidinu rekur nauður til
að seilast þeim mun dýpra
í vasa skattþegnanna.
ið upp þungan áfellisdóm yf-
ir kommúnistum fyrir það
„aff koma á trylltu kapp-
hlaupi milli kaupgjalds og
verðlags og hleypa verðbólgu
skriffu af stað“.
En athafnir stjórnarand-
stöffunnar eru á annan veg.
Fyrsta áhlaupiff var gert í
félaginu Iðju í Reykjavík.
Iffnrekendur í Rvík höfðu
á undanförnum misserum
borið fram sífelldar umkvart
anir við verðlagsyfirvöldin
út af því, að ákveffin væri svo
lág álagning á iðnaffarvörur,
aff iffnrekendur gætu ekki
haldiff starfseminni áfram,
nema þaff fengist leiðrétt.
En svo bar við skömmu eftir
að áhrif Sj álfstæöisflokks-
ins höfðu aukizt í Iöju, aff
iffnrekendur, sem áöur höfðu
kvartað um erfiðan fjárhag,
buffu fram kjarabætur til
starfsfólks síns án uppsagn
ar. Síðan bendir Mbl. á þetta
sem fordæmi fyrir önnur fé-
lög og brýnir þau til aff
segja sundur vinnufríði,
aö nauðsynlegt sé að segja
upp samningum, að önnur
verkalýösfélög fái kauphækk
anir, þ. e. IÖja, aff Alþýðu-
samband íslands sé notaff
sem vopn í hendi atvinnu-
rekenda, þegar það verður
ekki við kröfum Mbl. um að
spilla vinnufriði. Framhald
þessarar sögu gerist síðast
liðið sumar, þegar stéttarfé
lög hátt launaöra manna,
félög, sem standa utan Al-
þýðusambands ísland, en
Sjálfstæffisflokkurinn á rík
ítök í, efndu til verkfalla.
ALLUR þorri þjóffarinn
ar fagnaði því, þegar núver-
andi ríkisstjórn setti sér það
mark aff hafa samráð við al-
þýðusamtökin um ráðstafan
ir í efnahagsmálum í því
skyni að tryggja vinnufrið í
landinu. En hinir óánægffu
foringjar stjórnarandstöð-
unnar áttu þá ekki samleið
með almenningi fremur en
gýgurin Þökk, þegar heimta
átti Baldur úr helju. Sjálf-
stæffisflokkurinn telur sig
vilja leysa vandamál þjóff-
félagsins me'ff frjálsri sam-
keppni og því þykir ómiss-
andi þáttur í lýðskrumi
flokksins að kalla hann
flokk allra stétta, sem vilji
að stétt standi meff stétt. En
verk stjórnarandstöffunnar
sýna, að það sannast á Sjálf
stæðisflokknum, að hægara
er að fcenna heilræffin en
halda þau.
Sjálfstæðismenn hafa, þeg
ar þeir hafa átt sæti í rík-
isstjórn, bent á þaff með
sterkum orðum og réttilega,
að verkföll til að knýja fram
kauphækkanir umfram það,
sem atvinnuvegirnir og þjóff
artekjur leyfa, geti aldrei
leitt til raunverulegra kjara-
bóta, vegna þess aff þaff hafi
í för með sér nýjar álögur,
og með þeim séu teknar aftur
kjarabæturnar og stundum
meir en það, af því að at-
vinna geti þá orðiff óstöðug.
Og Morgunblaðið hefir kveð-
EKKI verffur betur séð,
en Sjálfstæðisflokkurinn
vilji, þegar hann er í stjórn-
arandstöðu, feta í hina fyrri
slóff kommúnista og „koma
á trylltu kapphlaupi milli
kaupgjalds og verölags og
hleypa verðbólguskriffu af
staff.“ Þannig birtist fyrir
þjóðinni eðli Sjálfstæffis-
flokksins og athafnir.
íslenzka þjóðin þarf að
muna, aff þaö er effli hinnar
frjálsu samkeppni, er Sjálf-
stæðisflokkurinn telur ljós á
vegi sínum, aff einstakling-
arnir eigi að keppa sín á milli
og sá a'ö hljóta lof og umbun,
sem ber sigur af hólmi. En
um leið er hrundið til hliöar
þeim, sem er minni máttar.
OG ÞJÓÐIN má ekki
loka augunum fyrir því, að
stjórnarandstaffan reynir aff
blása út frá glæöum sínum
neistum, er leiði til þess, aff
í þjóöfélaginu verði hrundn
ingar eða pústrar — að stétt
ir hins vinnandi fólks til
sjávar og sveita skipti ekki
vel sín í milli.
Á MANNAmótum og á
tyllidögum láta sjálfstæðis-
menn þessi orð hljóma: Flokk
ur allra stétta. Stétt með
stétt. í framkvæmd reynir
stjórnarandstaðan, þ. e.
Sjálfstæðisflokkurinn, að
láta þetta gilda: Enginn
vinnufriður. Stétt gegn stétt.
T í MIN N, þriðjudagiim 3. desember 1957«
|g
btrauk ungur aö heiman í sighngar
og gerðist skáld á framandi tungu
w w ««\. • n r r e T 1
I dag er liíin öld frá fætSingu Joseph Conrads,
Pólverjans sem var sjómaíur á enskum skip-
um mestan hluta ævi sinnar og skrifaíi sígild
meistaraverk
Ameríski bókrýnirinn Ed-
mund Wilson skrifaffi ritgerð
fyrir nokkru um Turgenjev,
þar sem hann nefnir nokkra
franska rithöfunda og aðra,
sem orðið hafa fyrir frönsk-
um áhrifum. Nefnir hann
réttilega Joseph Conrad í
flokki með Merimé, Flaubert,
Maupassant, Moore og Henryi
James. Enda voru þessi skáld
lærifeður Conrads og engin
furða, þótt menntaður Pól-
verji legði leið sína um lönd
franskrar menningar í því
skyni að hljóta háan sess í
enskum bókmenntum.
Þegar Conrad lagði land undir
fót og strauk að heiman var það
táknrænt að hann skyldi fyrst bera
niður í Marsailles. Þangað kom
hann.sem sjómaður og hann sigldi
undir frönsku flaggi um viða ver-
öld. Hann lærði ensku með mikl-
um erfiðismunum á tímabili því
sem hann sigldi á enskum skipum,
fyrst sem óbreyttur háseti en síðar
sem skipstjóri á enska kaupskipa-
flotanum. Síðar á ævinni þcgar
Conrad var sestur í helgan stein
í Ashford í Kent, sótti Bertrand
Russcll hann heim í forvitnisskyni,
þar eð hann langaði að líta augum
þennan mann er ritaði svo frá-
bæra ensku. Hann varð rneir en
lítið hissa þegar hann heyrði að
Conrad talaði með greinilegum
útlenskulegum hreim.
Fjarlæg höf og framandi lönd
' Árið 1886 fékk hann enskan
ríkisborgararétt og öðlaðist skip-
stjórnarréttindi á.sama ári. Fjöl-
skylda hans hafði reynt að telja
hann á að ganga í þjónustu austur
ríska ílotans eftir að árangurslaust
hafði verið reynt að fá hann ofan
af þeirri bjargföstu ákvörðun
sinni að verða sjómaður. En Con-
rad þráði meira frelsi og djarfari
ævintýri en hægt var að vænta
á þröngum siglingaleiðum Austur-
Evrópu. Hugur hans stefndi til
Englands þaðan sem honum gafst
tækifæri til að sigla um fjarlæg
höf og heimsækja framandi lönd.
í barndómi las hann bækur eftir
Fennimore Cooper og Captain
Marryat sem vöktu þrá hans eftir
því fjarlæga og ókunna. Óbilgirni
sú og þrjóska er hann sýndi við
að fylgja eftir þessari þrá og snúa
draumum sínum í verulcika, er í
fyllsta mála aðdáunarverð.
Faðir hans Appollo Korzeniow-
ski var bókmenntalega sinnaður
gáfumaður, sem m. a. þýddi rit
Hugos og Diekens og þeir feðgar
lásu af kappi allt sem þeir kom-
ust yfir í fangelsi Rússa.
Æska Josephs var í meira lagi
hörmuleg sem kunnugt er. For
eldrar hans voru aristókratar og
ættjarðarvinir og hann vandist því
á unga aidri að þau væru ofsótt
og flutt burt með nauðung fyrir
skoðanir sínar. Það er nauðsynlegt
að hafa þetta í huga þegar rann
sakaður er rithöfundaferill Con
rads, hann er fyrst og fremst Pól-
verji og útflytjandi. Þekkt stef í
verkum hans er hetjudáð scm
drý’gð er af göfugum og óeigin-
gjörnum hvötum. (t.d. Lord Jim).
Gagnrýnar hafa velt því fyrir sér
hvort þetta eigi sér einhverja j
raunverulega fyrirmynd úr sjó- ■
mennskuferli Conrads en ekki hef-
ur tekizt að finna neinn fót fyrir
því. Það er skynsamlegra að álykta
að hér sé að verki föðurlandsást
hans til þess lands er hann yfir-
gaf, honum hefur fundist hann
eiga iskuld að greiða. Yfirleitt rit-
ar hann mjög sjaldan beinlínis
um þá hluti er lágu honum þyngst
á hjarta, en í ritgerð frá árinu
1905 segir hann: ,,Andi Prússlands,
það er' óvinurinn". Þar taiar hann
hreint út.
Norman Douglas mælti á þessa
t Framhaid á 8. slðu !
MikiS um málverkasýningar.
SENNILEGA hefir aldrei verið
eins mikið um málverkasýningar
og einmitt um þessar mundir.
Það er ekki aðeins hér i Reykja
vik sem hver sýningin rekur aðt a
svo ekkert lát er á, heldur er
það líka í nágrannaþorpunum
sem málarar hafa skotið upp koll
inum og sýna myndir við mikla
aðsókn og mikinn fagnað. Það er
einnig athyglisvert að meðal þess
ara málara sém alls staðar
spretta upp, er ekki síöur um að
ræða eldra fólk en ungt. Það
verða meira að segja til tíSenda
að sjötugur kaupfélagsstjóri utan
af landi opnaði sýningu í Reykja-
ví'k og seldi allar myndir á svip-
stundu. í gær var opnuð i Sýu-
ingarsalnum sýning á málverkum
annars málara sem einnig er um
sjötugt að aldri. í sömu húsa-
kynnum var fyrir skömmu sýn-
ing karls og konu, sem bæði eru
á miöjum aldri og lítið hafa sýnt
áður svo nokkru nemi. Allt er
þetta gleðilegt tímanna tákn, á-
hugi fyrir myndlist virðist hafa
aukist að miklum mun. Þótt
mikill fjöldi análara og sýninga
sé langt frá því að -vera mæli-
kvarði á listgildi má bitast við því
að eitthvað sem gildi hefir
spretti al' þessum nýja og óvænta
áhuga.
Sætsúpa í metratali.
ÍSLENDINGAR gera yfirleitt
mikið af því að kaupa málverk
til að prýða hýbýli sín þótt lærð
um listfræðingum mutidi ef til
vill ekki finnast þar allt bera vott
um strangasta smekk. Málarar
hér skiptast í ýmsa skóla og
stefnur svo sem vera ber og á
sama hátt er almenningur skipt
ur í viðhorfum og skoðunum.
Hér er allstór hópur málara sem
hefir geysilegar tekjur af því að
labba sér út i móa á sólskinsdög-
um og festa trúverðuglega á lúr-
eftið það sem fyrir augun bex,
fiöllin, skvin, lækina, kýrnar og
bæina, mála þetta í skrautlegum
L_____ svo jtnmnir á sætsúpu eða
rjómakökur og halda svo í bæ-
inn til að selja þetta í melratali
eða eftir veggplássi. Þetta geng-
ur mjög i augun á fólkinu og því
betur sem það er matlystugra á
litin og líkast því . sem vera
mundi á Ijósmynd í Árbók Ferða
fólagsins.
Sletta úr penslunum.
ANNAR hópur málara sem er
engu fyi'irferðaminni eru hinir
svonefndu klessumálarar, þeir
eru að þvi leyti ólíkir sætsúpu
máiurunum, að þeir hafa skólast
erlendis, Þ. e. soítið pg drukkið
bjór nokkra vetur í .París, Síðan
koma þeir heím fullnuma i þeirri
list að raða saman marglítum
pappírsræmum á ýmsa vcgu,
sletta úr penslum og málningar-
krúsum á léreft og hræra sam-
an, skira svo myndina Kona með
barn eða bara Komposition nr, 13
og þykjast hafa þar, með tjíikað
þjáningár sínar og tilgangsleysi
lífsins en sigur listarinar.
Utan um þennan hóp flykkjast
þeir sem vilja vera „módern" og
fylgjast með hræringum heims-
listarinnar, vegsama og dásama
upp í héstert allar pródúksjónir
þessara málara og eru því hrifn-
ari sem þeir skilja minna. Við
skulum vona að hinn aukni áhugi
sem virðist hai'a blosað upp hcr
fyrir myndlist eigi eftir að lei'öa
til þess að fundið verði jafnvægi,
í þessurn málum og það sé metið
sem bezt er gert. Ljóiur.