Tíminn - 03.12.1957, Qupperneq 7

Tíminn - 03.12.1957, Qupperneq 7
TÍMTNN, þriðjudaginn 3. desember 1957. 7 Nýr Hagalín, en þó eins gamallBG^UT' ^9 ^Öftinbcir og gróinn sem nokkru sinni fyrr Nokkur orð um „Vökurím” SÓL Á NÁTTMÁLUM — hin nýja skáldsaga Guðmund ar G. Hagalíns hefir vakið mikla athygli — fyrsta skáld- saga Hagalíns um 12 ára skeið — Hagalín í essinu sínu — og margt fleira hefir verið um hana sagt. Rétt er það, að hér er um hina merk ustu skáldsögu að ræða, ekki aðeins frá sjónarmiði les- enda, heldur einnig nýlundu nokkra á rithöfundarferli Hagalíns, sem sagt nýr Haga- lín á ferðinni — og þó eins gamafl og gróinn og nokkru sinni fyrr, hefir aðeins bylt dálífilli skák í túni sínu, en fengið ágæta uppskeru af gömlum stofni af spildunni. En þessi skáldsaga er, hvernig sem á hana er litið, ákaflega for- vitnileg, og ekki sízt viðhorf höf- undarins til þeirra vandamála, sem l>ar eru krufin, og hver sú svipa er, sem rekið hefir hann til þess að skrifa svona. Tíðinda maður blaðsins leit því inn til Hagalíns á dögunum og ræddi við hann stundarkorn, lagði fyrir hann nokkrar spurningar um sög una og fékk greið svör. — Mér þykir þú hafa vent kvæði þinu i kross í þessari síð- ustu bók. Hvað kom til? — Nn, ég gat blátt áfram ekki annað. Eg hefi ritað allmikið um fortiðina eins og þú veizt, sótt þangað efniviðinn, reynt að draga fram kjarnann í lífi og baráttu þess fólks, sem byggt hefir landið og skilað þjóðinni upp á sigur- bakka sjálfstæðis, velmegunar og framfara, og fundizt iífsviðhorf þess sannarlega eiga erindi til rót lítillar kynslóðar. — En finnst þér nú, að minni þörf sé á því. — Nei, síður en svo, sá boð- skapur er enn í fullu gildi og verður allt af, enda kemur það giöggt frain í þessari nýju skáld- sögu minni. En það var annað, sem sótti fastar á síðustu árin. Mér hefir orðið það æ ljósara, að við stöndum á örlagarikum tíma mótum, og úrslit mála á þessum krossgötum geta skorið úr um það, hvort okkur tekst að halda sjálfstæði okkar eða ekki. Rætt viS höfundinn um SÓI á nátfmálURII, skáld- söffuna um sáttmála unglingsins og öldungsins I ■ - — — - - * Guðmundor G. Hagalin Eg vildi því freista þess að draga fram í nútíðarskáldsögu þær skurðarlínur þjóðfélagsmyndarinn ar, er sköpum rnunu ráða. Eg vildi reyna að hafa myndina skýra, svo að land-fólkinu skildist, hvað að fer. Ég eyddi í það miklum tíma og lagði mig fram um það að móta þessa sögu, byggja hana upp og hnitmiða stefnu liennar beint að þessu marki. Að öðru leyti var mér í mun áð rita hana svo fjör- lega og skemmtilega, að fólk hefði gaman af, og leiða fram lifandi persónur, scm fólk skildi og hefði samúð með eins og meðbræðrum sínum. .4 þennan hátt taidi ég mestar vonir tiil að mér tækist að gera fólki ljós þau vandamál sem við blasa. — Þú ert þó líklega ekki að gerast prédikari á efri árum? ■— Nei, því fer fjarri, ég held að mér mundi ekki iáta það vel. En ég álít, að rithöíundar hafi miklum skyldum að gegna í þessu efni, ekki sízt rithöfundar lítillar þjóðar. Það er kannske komið meira undir því en hjá stærri þjóðunum, að þeir sem sjá, og geta látið skilja það, sem þeir sjá, standi ekki og berji sér aðeins á brjóst, þegar vanda ber að hönd- um, og þar er nauðsyn að finna form, sem allur þorrinn skilur, því að þar byggjast tilveruskilyrði menningarinnar á því, að engir nýtandi kraftar fari forgörðum, þar sé enginn skríll. EFTIR HELGINA DON QUIJOTE SKRÍFAR: Allir segja að við séum af- skaplega fátæk þjóð og tnenn bregðast aldrei glaðari við en þegar einhver teikn eru uppi er sýna að fátækt sé hér í fyrir- rúmi. Barlómurinn er orðinn þjóð- aríþrótt engu síður en glíma og kveðskapur. 105.000,00 Nýlega var Volkswagen bif- reið seld á eitt hundrað og fimm þúsund krónur. Biíreið þessi mun kosta eitthvað um tíu þúsund krónur frá verksmiðju. Tilvera þessarar bifi'eiðar á markaði bygg- ist fyrst og fremst á því, að hún er ódýr. Manninn virðist ekki hafa varðað vun það grundvallaratriði. Það er svalur maður, sem greiðir eitt hundrað og fimm þúsund krón- ur fyrir Volkswagen. NÆRFATAKOSTNAÐUR UNDANSKILINN Einn daginn komu nýjar kápur í kvenfataverzlun hér í Reykjavík. Þær kostuðu allt upp í sjö þúsund krónur. Skömmu síð- ar stanzaði bifreið fyrir utan verzl- unina og kona gekk úr henni og inn í afgreiðsiusalinn. Hún keypti kápu á sjö þúsund krónur. Eftir að hafa ráðfært sig frekar við manninn í bifreiðinni, kom hún inn aftur og keypti kjól fyrir þrjú þúsund krónur og hatt fyrir sjö hundruð. Að því búnu ók hún á hrott. Enginn veit hver nærfata- kostnaðurinn hefir verið. LAGLEGIR MENN Útvegsbankinn rekur um- fangsmikla bankastarfsemi. Bankanum er skiot í margar deild- ir eins og öðrum iánastofnumun. Ein þeirra gengur undir nafninu spegladeild. Mönnum í þessari deild hættir ekki við ofþreytu. Óskandi væri að eingöngu fríð- leiksmenn störfuðu i spegladeild- inni. FORUSTUÞJÓÐ Nýverið bárust fréttir af mannakjötsáti manns nokk- urs í Bandaríkjunum. Dönsk blöð komust í niálið, en þar bar iítið á aðalfréttinni. Hins vegar lenti grænlenzk kona í aðalfyrirsögnum. Hún hafði étið manninn sinn. Til vara skýrðu dönsku blöðin frá grun, er lægi á frumbyggjum Dan- merkur. Lærleggir höfðu nefnilega fundizt í gömlum mógröfum með sýnilegum tannaförum. Mikil for- lustuþjóð eru Danír. — Þú trúir á æskuua og ert nokkuð bjartsýnn í trausti þínu á unga fólkið, þykir mér? — Já, ég trúi á æskuna, og henni verður aldrei treyst of vel, >g ég tel eldri kynslóðina skyld- uga til að reyna að skilja viðhorf .íennar og vandamál, alveg eins Dg æskunni ber að læra af reynslu ildri kynsióða. Fortíðin fær æsk- anni aiit í hendur, nema þær hug ijónir, sem duga nútíðinni til sig- irs. Hugsjónir duga aðeins þeirri eynslóð, sem elur þær, og ný kyn- lóð verður að eignast nýjar hug- ■jónir, ef hún á að lifa. En það er ;kki þar með sagt, að hugsjónir iðinnar aldar séu dauðar og ó- nerkar. Þar er grundvöllurinn, og grundvöllinn skyldi enginn van- meta. En unga fólkið í dag er gott og i dugandi, eins og það hefir ætíð verið, og það er fyllilega fært um að leysa vanda sinnar tíðar, ef ellin réttir því þá örvandi hönd, sem henni ber. — Það er dálítið nýstárlegt, finnst mér, að láta þá mætast í einingu andans, gamla bóndann og atómskáldið auðnulitla af möl- inni? -— Er það ekki einmitt rökrétt tímanna tákn? Báðir eru þeir utangáttamenn, slitnir að nokkru úr tengslum við þá sturluðu peningaöld, 'sem fiætt hefir yfir landið og þjóðina. Gamli bónd- inn er fulltrúi þess gamla lífs- gildis, sem var hin eina viðhlit- andi brjóstvörn þjóðarinnar fyrr á árum; ungi maðurinn á mölinni, sem er utangátta i gultdansi sam tímans, er það vegna þess, að hann á óspillt lífsviðhorf, sem ekki þýðist samkvæmið, þótt hann hafi ekki dug til að rísa i gegn því. En þessir menn finna i Skyldleikann, þeir eru að nokkru i brot af sama bergi, þótt ólíkar séu mannsmyndirnar að yfirbragði. En von þjóðarinnar er fólgin í þeirri æsku, sem þorir að brjóta brýr að baki sér, snúa baki við fánýti glysaldarinnar og hefir dug til að hefjast handa um að byggja upp framtíð sína. Og þegar ungur maður og ung kona rétta höndina yfir fenið til gamla bóndans, sem stendur á baikkanum hinum megin, þá fer sól að risa úr miðnæturslað í þjóð lífinu. — En spiltingin, maður. Þú ert að berjast gegn spillingu, en þó eru fulltrúar spillingarinnar i scgu þinni í raun og veru gull að manni, þegar betur er að gáð? — Já, mundi það ekki koma heim. Mannfólkið er oftast gott, spilling þess er ekki annað en þunn skel, og þegar hún er brot- in, er bezta fólk innan undir. : Þetta hefir lífsreynslan kennt mér áþreifanlega. Fólkið er gott, og það eru langoftast aðeins ill at- það vik eða öfugþróun í þjóðfélaginu sem hreistra það skel spillingarinn ar. Já, fól'kið er gott, og æskan, það er svei mér töggur í mörgum stráknum og stelpunni nú á dög- um og engin ástæða til að örvænta þótt öldin sé viðsjál. Það var margt fleira, sem Hagalín sagði í þessu rabbi — efni í margar bækur. En eitt er víst: Hagalín hofir skrifað skáld- , sögu, sem mun lifa. Hann befir j brugðið upp fyrir landsfólkinu glöggri og nærtækri mynd af þjóð lífinu, gert það í svo hnitmiðaðri og vel byggðri skáldsögu, að fá- gætt er, og jafnframt svo skemmti legri, að heillar jafnt ungling sem öldung. En samt er Hágalín samur og áður, stíll hans og mál- far sérkennilegt og þróttmikið. Hvort sem Sól á náttmálum verð- ur síðar metin bezta bók Hagalíns eða ékki, þá er hitt víst nú þegar, að áhrifameiri bók hefir hann ekki skrifað til þessa. A. Hiartar Gíslasonar FYRIR nokkrum árum voru lesin upp í útvarpið fáein kvæði eftir mann norður á Akureyri, Hjört Gíslason að nafni. Það leyndi sér ekki, að hér var enginn hávaðamaður á ferð. En mér fannst kvæði hans verulega at- hyglisverð, og síðan hefi ég verið að vænta þess, að fá að heyra eitthvað fleira frá þe9sum höf- undi. — Og nú hefir mér orðið að ósk minni, því að mér hefir borizt nýútkomin ljóðabók eftir Hjört, og nefnist hún VÖKURÍM. Er skemmst frá því að segja, að ég varð ekki fyrir neinum von- brigðum. Höf. verður að vísu ekki að svo stöddu tatinn í hópi stór- skálda, enda þykir mér ólíklegt, að hann geri kröfu lil þess. Mað- urinn virðist mjög yfirlætislaus, eins og snjöllum alþýðuhagyrðing um ber. Ljóð hans eru kliðmjúk og sviflétt, eins og alþýðuljóð eiga að vera, og hafa góð áhrif á lesandann. Hann á lélt með að kcuna orðum að því, sem hann hefur að segja og rímari er hann í bezta lagi. Svo skiptir það og rniklu, að ljóðin eru laus við smekkleysur og formgalla, sem eru því miður atgcng hjá mörgiuu hagyrðingum. í BÓKINNI, isem er 96 bls. fann ég ekki nema eitt kvæði, sern ég tel að ástæða hefði verið til að sleppa. Og þrátt fyrir nokkuð nákvæma leit, hefi ég ekki rekizt á nema einn rímgalla og það er sannarlega ekki mikið. Og svo get- ur verið að hér sé um prentvillu að ræða. Freistandi væri að benda á nokkur beztu kvæðin í bókinni. En þar sem þau eru mörg svo góð, að erfitt er að gera þar upp á milli, verður því sleppt. — En á hinu vil ég vekja athygli, að kvæðin eru yfirleitt mjög söng- hæf, og væri því æskilegt, að tónsmiðir okkar semdu lög við nokkur þeirra. Höfuðkostur bókarinnar er þó sá, að höfundur hcnnar er bless- unarlega laus við þá uppdráltar- sýki, sem nú virðist þjá flest af yngstu ljóðskáldum okkar. Það er því óhætt að mæla með bókinni, því að hún hefir ósvikin málm að geyma.- Benjamín Sigvaldason. Landfræðslegar mmnisvísur eftir Einar frá Hrinsfsda! NÝLEGA cr komin út nýstár- leg' bók. Landfræðilegar minnis- vísur heitir hún og er höfundur- inn Einar Bogason frá Hringsdal í Arnarfirði, sá hinn saimi sem gaf út Stærðfræðileg formúluljóð fyr- ir nokkrum árum. Það fer ekki mikið fyrir þess- ari bók 'í því stórstraumsflóði bóka sem nú er í hámarki. En innrætið getur verið gott þó að líkaminn sé ekki stórvaxinn eða skrautklæðum skrýddur. Eins og nafnið bendir til, er þetta tilraun til að auðvelda landa fræðinámið, með því að búa það í rímaðan búning. Rímað mál er í miklum metum hjá öllum þorra íslendinga, og er það vel. Það fer ekki milli mála, að hægara er að muna vísu, bundið mál, heldur en laust mál, því er það vel farið, að þeim sem við landafræði kennslu fást, gefst nú tækifæri á að revna visur Eina.rs. Einar Bogason er mikill áhuga- maður um kennslumál. Hann hef ur sjálfur stundað kennslu jafn- hliða öðrum störfum um langan tíma. Hann hefur smám saman samið vísurnar og stuðst við þær, með góðum árangri, þesis vegna vill hann koma þeim á framfæri við aðra með þessari bók sinni, sem er hin athyglisverðasta. Eiríkur Einarsson. íslenzkuð Þórður Kristleifsson söngkenn- ari á Laugarvatni hefir sent frá sér 80 blaðsíðna kver, sem hefir að geyma ljóð við mörg hin vin- sælustu sönglög, sem kórar og em- söngvarar syngja. Nefnist bókin fs- lenzkuð söngljóð, enda eru þau svo að segja öll þýdd. Fremst í bókinni eru 11 ljóð, flest eftir Heine, við lagaflokk þann eftir Schubert, sem einu nafni nefnd- ist Svanasöngur. Þá koma 5 tjóð úr Ijóðaflokkn- um Malarastúlkan fagra eftir Wil- ’helm Múller, en í þeim flokki eru alls tuttugu ljóð. Schubert samdi lagaflokk við ljóðin. Þá kemur eilt ljóð við lag úr* Úrvalssöngvum Schuberts og síðan nokkur Ijóð við lög eftir Schumann, mörg eftir Heine. Loks eru svo milli 30 og 40 Ijóð eftir ýmsa höfunda við lög, er hér hafa orðið mjög vinsæl og eru sung in af kórum og einsöngvurum. Ljóð þessi eru að sjálfsögðu flest lauslega þýdd, enda að því stefnt að gera þau sönghæf vel og ná stemningu skáldsins og lagsins fremur en þræða nákvæmlega orð- anna hljóðan. íslenzkir söngkenn- arar og söngstjórar hafa löngum átt í nökkrum erfiðleikum með að hafa tiltæk heppileg ljóð við er- lend lög, er þeir hafa tekið til flutnings. Hafa þeir þá tíðum leit- að til skálda og Ijóðhagra manna um þýðingar eða yrkingar, en það gefst misjafnlega, einkum cf höf- undur kann ekki eða skilur ekki lagið og stemningu þess eða hrynj- andi til fulls. Það er því mikil bragarbót, ef söngstjórinn sjálfur er svo vel gerr söngljóð að hann getur snarað erlendu Ijéði á íslenzku í fúllu hæfi við lagið, sem hann ætlar að túlka og flytja. Þannig' samræmist ljóð og lag bezt. Þetta bafa nokkrir söngstjór- ar gert með góðum árangri, en öllum leikur það að sjálfsögðu ekki á tungu. Þórður Kristleifsson er einn þeirra, sem ráðizt hafa í þetta og tekizt vel. Þýðingarnar eru mjög liprar og lóttar og falla vafa- laust vel að lögunum, svo sem þeim er ætlað. Auk þess er Þórð- ur smekkmaður á íslenzkt mál, og er það mikil auðna, þegar samn- ing Iagatexta felst slíkum mönnum á hendur, svo mjög sem pottur er brotinn, á þessum vettvangi. Það hæfir vel að gefa þessi söng ljóð út í bók, svo að bau geti orðið öðrum söngkennurum og söngstjórum að notum, og á Þórð- ur þakkir skyldar fyrir viðvikið. —a Brezki fullíráimi á þingi S. Þ. styður stefnu Frakka í Alsírmálinu London, 30. nóv. Á þingi S. þ. í dag, hélt brezki fulltrúinn, Alan. Nob ræðu og kvaðst vera mjög hlynntur Alsírmálatillögum frönsku stjórnarinnar. Frakkar tofa nú, að ef vopnahlé verði nú samið verði komið á frjálsum kosningum í Alsír. Sagði Noble, að þessa stefnu Frakka bæri að styðja. Iforria mundi í tjós við kosningar, hvort uppreisnar- mennirnir ættu nokkru verulegu fylgi að fagna meðai íbúanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.