Tíminn - 11.12.1957, Side 6
6
TIMINN, miðvikudagmn 11. desember 1957,
Útgefandl: Framsóknarflokkurln*
Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarlassaa (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusíml 123X1
Prentsmiðjan Edda hf.
---------.........jl
Lagíæringar á kosningalögunum
EINS og skýrt var frá í
blaðinu í gær, hefir ríkis-
stjórnin lagt fyrir Alþingi
breytingar á lögunum um
kosningar til Alþingis, en
ætlajst er til, að þær breyting
ar gildi einnig um kosning-
ar til bæjar og sveitarstjórna
Tilgangurinn með þessum
breytingum er að gera kosn-
ingar friðsamlegri og virðu-
legri en þær hafa verið um
skeið, og skapa kjósendum
jafnframt meiri vernd gegn
óeðlilegum áróðri og ágangi
st j ómmálaf iokkanna.
Helztu breytingarnar, sem
þetta nýja stjórnarfrumvarp
gerir ráð fyrir, eru þessar:
FYRSTA breytingin fjall
ar um það, að kjósanda, sem
vill greiða atkvæði utan kjör
fundar, eru lagðar á herðar
þær skyldur að gera nánari
grein fyrir fjarveru sinni.
Segir svo um þetta í greinar-
gerö frumvarpsins:
' „Að gildandi lögum er at-
kvæði manns, sem neytt hef
ir atkvæðisréttar síns utan
kjörfundar, ógilt, ef sannast,
aö hann sé staddur innan
þesis hrepps eða kaupstaðar,
þar sem hann stendur á kjör
skrá, þá er kosning fer fram.
Þykir rétt að auðvelda sönn-
un um, að ekki sé kosið í rík
aramæli utan kjörfundar en
lög heimila.1
ÖNNUR breyting er sú, að
kjörfundi skuli slitið eigi síð
ar en kl. 11 að kveldi. Segir
svo um þetta í greinargerö
frumvarpsins:
„í lögunum eru skýr ákvæði
um það, hvenær kjörfundir
skuli hefjast. í kaupstöð-
umskal byrja kjörfund kl. 10
á kjördag, en annars staðar
kl. 12. Hins vegar eru ákvæð
in um slit kjörfundar ekki
j afnskýr, og hafa þau leitt til
mismunandi framkvæmdar
eftir skilnigi og skýringum
hinna ýmsu kjörstjórna.
Slfkt ástand er óviðunandi.
Ttl dæmis hefir yfirkjör-
stjórn hér í Reykjavik skilið
svo ákvæði 97. gr. laganna,
að þegar kjörfundur hefir
staöið í 12 tíma, megi ekki
slíta fundi fyrr en stundar
fjóröungur sé liðinn, frá þvi
að kjósandi gaf sig síöast
fram, á þann hátt, að hún
hefir haldið áfram kjörfundi
löngu eftir að kjördagur var
liðinn. Hér er lagt til, að
þebta ákvæði falli niöur, en
skýrt ákvæði komi í staðinn,
þar sem fyrir er rnælt, að
kjörfundi skuli alls staðar
slíta í slðasta lagi kl. 23 með
þeim eina fyrirvara, að þeir
kjósendur, sem þá hafa gefið
sig fram við kjörstjórn á
staðnum, fái að kjósa. Þetta
mundi í framkvæmd verða
þannig, að útidyrum kjör-
fundarhúss yrði lokað kl. 23
og þeir, sem þá væru komnir
inn í húsið, gætu kosið.
Eftir 97. gr. þannig breyttri
æbti kjörfundur í kaupstað
ekki að geta staðið lengur en
13 klukkustundir, og virðist
það nægilegur tími. Eðlileg
ast virðist, að um þetta séu
skýr ákvæði i lögum.
ÞRIÐJA breytingin fjallar
um það að óheimilt er gert
að senda skýrslur af kjör-
fmidi um það, hvaða kjósend
ur hafi neytt atk\ræöisréttar
síns.. Segir svo um þetta í
greinargerð frumvarpsins:
í þessari grein er lagt bann
við því, að sendar séu frá
kjörfundi upplýsingar um
það, hverjir neyta atkvæðis
réttar síns. Hefir það farið
mjög í vöxt hin síðari ár, a.
m. k. í kaupstöðum, að flokk
arnir noti rétt sinn til að
hafa umboðsmenn í kjördeild
um fyrst og fremst til að
fylgjast með því, hverjir hafa
kosið og hverjir ekki. Á þeirri
vitneskju, sem þannig fæst,
er síðan byggð kosningasmöl
un, sem telja verður óæski-
lega og raskar þeirri leynd
og þeim friði um kosninga-
réttinn, sem hver maður á að
njóta.
Fjórða breytingin fjallar
um að tryggja leynd kjör-
gagna eftir að kosningum er
lokið. Segir svo um þetta í
greinargerð frumvarpsins:
„Hér er nýímæli um með
ferð kjörskránna, eftir að
kosningu lýkur. Með ákvæð
inu á að tryggja þann rétt
kjósandans, að eftir kjördag
sem á kjördegi megi hann
treysta því, að óviökomandi
menn fái ekki vitneskju um
það, hvort hann hafi kosið
eða ekki, en slikt er jafnmik
ið einkamál hans eins og
hvernig hann kýs.“
FIMMTA breytingin fjall
ar um að útiloka áróður á
kjörstööunum, t. d. með aug
lýsingum og flokksmerkjum.
Segir svo um þetta í greinar
gerð:
„Hér eru skýrari ákvæði
en í gildandi lögum um það,
hvað telja beri óleyfilegan
kosningaáróöur. Þörf er á
því að friða sjálfan kjördag
inn með því að takmarka á-
róður flokka og frambjóð-
enda. Æskilegast væri, að á
róöur væri með öllu niður
felldur alls staðar í kjördæm
inu, meðan kjörfundur stend
ur yfir, en hætt er'við, að
slíkt komist ekki á fyrr en
stjórnmálaflokkarnir í land
inu verða sammála um það.
En rétt þykir að útiloka með
lagaboðum áróður á kjörstað
og í næsta nágrenni, svo sem
hér er lagt til. Með ákvæðinu
er mönnum bannað að hafa
uppi flokksmerki sín á kjör
staðnum og að hafa uppi á
róður á kjörstað, á næstu
húsum og i aðliggjandi göt-
um.
HÉR hafa þá verið raktar
allar helztu breytingar frum
varpsins og jafnframt sýnt
fram á, að þær miða mjög
að því að friða kjördaginn og
verja kjósendur fyrir óeðli-
legum ágangi og smölun
flokkanna. Þess hefði því
mátt vænta, að algert sam-
ERLENT YEIRLIT;
Verður Marshallf éð lánað Aröbura?
Italir leggja athyglisverSar tillögur fyrir stjórn Bandaríkjanna
FYRIR seinustu helgi fóru
•frani í Washington, viðræður
milli Pella utanríkisráðherra
Ítalíu, og Dulles utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Aðalefni viðræðn
anna var að fjalla um undirbúning
NATO-fundarins í París. Jafn-
framt notaði svo Pella tækifærið
til að leggja fram mjög athyglis-
verðar tillögur, um viðreisn hinna
nálægari Austurlanda. Meginatriði
tillagna Pella eru þessi:
1. Afborganir af lánum Mars-
hallhjálparinnar, sem eiga að
greiðast ríkissjóði Bandaríkjanna,
skulu renna i sérstakan sjóð, en
afborganir þessar eiga að hefjast
•á næsta ári. Þennan sjóð skal
nota til að efla framfarir og at-
vinnulíf hinna nálægari Austur-
landa.
2. Ríki þau, sem greiða umrædd
ar afborganir, skulu jafnframt
leggja upphæð í sjóðinn, er nemur
allt að 20% af afborgununum.
3. Ríki þau, sem eru í Efnahags
stofnun Evrópu (OEEC), en ekki
hafa fengið Marishall-lán, mega
leggja fram svipaða upphæð í sjóð
inn og isvarar til tillags ríkjanna,
•sem rætt er um í öðrum málslið
hér á undan. Þessi rííki eru V-
Þýzkaland, Sviss, Grikkland og
Austurríki.
: Áætlað er, að stofnfé umrædds
sjóðs verði samkvæmt framan-
sögðu 'iim 100 anillj. dollarar. —
Hér er átt við það fé, sem sjóðn-
um mun strax safnast á fyrsta
ári. Við þetta bætist svo árlega
: afborganirnar af Marshall-lánun-
um og viðbótarframlög umræddra
rílkja.
TIL FREKARI skýringar þy>k-
ir rétt að geta þess, að Marshall-
aðstoðin var á sínum tima veitt
í tvennskonar formi. Nokkur hluti
hennar var veittur í óafturkræfu
um framlögum, en nokkur hluti
í lánum með hagstæðum vöxtum
og afborgunmn. Það eru þessar
afborganh', sem eiga að hefjast
á næsta ári. Ríki þau, sem fengu
umrædd lán, eru þessi, og er
heildarupphæð lánanna tilgreind
innan sviga í millj. dollara:
Bretland (336.9)
Fraikkland (182.4)
Hoiland (150.7)
írland (128.2)
Ítalía ( 73.0)
Tyrkland ( 72.8)
Belgía (68.1)
Portugal ( 36.7)
Noregur ( 35.0)
Danmörk ( 31.0)
Svíþjóð ( 20.4)
ísland ( 4.3)
Rótt er að geta þess, að Lux-
PELLA
— utanrikisráðherra ítaliu.
emburg fékk nokkurn hluta
þeirra lána, sem voru veitt Belgíu.
í TILLÖGUM Pella, sem áður
' greinir, er tekið fram, að rangt
myndi reynast að hafa umrædd
an sjóð í nokkrum tengslum við
Allantshafsbandalagið eða Bag-
dadbandalagið. Það myndi verða
til þess, að ýmis ríki á viðkorn-
andi svædi, myndu ekki vilja
þiggja lán úr sjóðnum. Pella
leggur þessvegna til, að sjóðurinn
verði hafður í tengslum við Efna
hagsstofnun Evrópu, OEEC. Jafn
framt leggur hann til, að komið
verði upp fastri miðstöð fyrir sjóð
inn í Napoli á Ítalíu. í þessari mið-
stöð starfi bæði fulltrúar frá lán-
veitendum og lántökum, til athug
unar á því, hvernig fjármunum
sjóðsins verði bezt ráðstafað. Lán
úr sjóðnum verði veitt án allra
pólitískra skilyrða.
Pella leggur til, að starfssvið
sjóðsins verði eingöngu bundið
við hin nálægari Austurlönd. Þá
tillögu byggir hann á því, að þar
sem nú vegna ýmisra aðstæðna
mest þörf fyrir efnahagslega
viðreisn. í hjólför efnalegrar end
urreisnar í þessum löndum, rnuni
fylgja aukinn friður í þessum hluta
heims, þar sem nálæg styrjaldar-
hætta er nú allra anest.
ÞEGAR þetta er ritað, er efcki
kunnugt um, hvernig stjórn Banda
rikjanna tekur þessurn tillögum
Pella. Af ýmsum ástæðum mætti
ætla, að undirtektir hennar yrðu
jákvæðar. Að vísu er hér gert
ráð fyrir mestu framlagi af hálfu
Bandaríkjanna, en framlagi þeirra
er hinsvegar þannig háttað, að þau
eru búin að leggja þetta fram áður
og ekki þarf því nvjar skattálög-
ur vegna þeirra. Fyrir Bandaríkin
er það einnig ánægjuleg tilhögun,
að þetta fé, sem áður fór tii við-
reisnar í Evrópu, verði aftur not-
að til viðreisnar í öðrum 'löndum.
Enn er ekki heldur vitað um
þær undirtektir, er tillögur Pella
munu fá í Evrópu. Mönnuan þar
verður þó stöðugt Ijósara, að
Evrópa verður að hjálpa til þess
að efla efnahag og afkomu þeirra
þjóða Asíu og Afríku, sem nú eru
lakast settar. Þetta sézt m.a. á
þeim tillögum enskra jafnaðar-
manna, að 1% af þjóðartekjum
Breta verði lagt í isjóð, senn styrki
framfarir í umræddum tlöndum.
ÝMSUM kunna að fcoma það
undarlega fyrir sjónir, að ítalska
stjórnin skuli verða til þess að
bera fram þær tillögur, sem hér
hefir verið sagt frá. Þetta kemur
hinsvegar ekkert kynlega fyrir frá
sjónanmiði þeirra, sem hafa fylgst
með málum að undanförnu. ítalir
hafa gert sér verulegt far um þaö
seinustu árin að vingast við Araba
og auka marg’náttuð skipti við þá.
Þetta hefur borið verulegan árang
ur og eru tengsli Araba og ítala
að styrkjast á margan 'hátt.
I þessu sambandi má ýeil vekja
athygli á því, að Ítalía hefir mjög
verið að festa sess sinn að undan
förnu, sem eitt hinna hrifameiri
ríkja. Endurreisnin hefir gengið
allvel á Ítalíu eftir styrjöldina og
standa ítalir orðið mjög framar-
lega í ýmsum iðngreinum. Á sviði
tízkuvara rj’ðja ítalskar \örur sér
stöðugt meira og meira tiil rúms.
Að dómi kunnugra manna er
Ítalía það ríki, sem hefir rétt imest
við eftfr styrjöldina, næst á eftir
Vestur-Þýzkalandi og Japan. Ef
þannig heldur áfram, virðast ítal-
ir brátt geta talið sig jafnoka
Frakka á sviði alþjóðamála, enda
gera þeir líka hlut sinn alltaf
meira og meira gildandi þar. Til-
lögur Pella, sem hafa verið rifjað
ar upp hér á undan, eru einn vott-
ur þess, að ítalir ætla sér að vera
í röð forustuþjóða.
Á þessu stigi verður litlu
spáð um það, hvernig umræddum
tillögum Pella nnmi reiða af. Þær
eru hinsvegar ný sönnun um auk
inn skilning framsýnna manna
á því, að hlutur vestrænna þjóða
og lýðræðisstefnunnar anunu fara
verulega eftir því á komandi ár-
um, hvern þátt þessar þjóðir munu
eiga í viðreisn Asíu og Afríku.
, Enn hafa þes>sar þjóðir skilyrði
tii að hafa forustuna á því sviði.
Þeir tímar geta hinsvegár komið,
að það tækifæri reynist glatað,
ef þær rumska ekki við nógu
fljótt.
I Þ.P.
'BAÐSrorAN
komulag hefði orðið um þetta
mál á Alþingi, en því hefir
þó ekki verið að heilsa. Sjálf
stæðisflokkurinn hefir risið
þar öndverður gegn frum-
varpinu og teflt fram borg
arstjóranum í Reykjavík,
sem aðalmanni sínum. Ber
sýnilegt er, að Sjálfstæðis
flokkurinn tel-ur sig hafa eitt
hvað hagnast á þeim misfell
um, sem hér er verið að af-
nema, og þessvegna berst
hann fyrir því að halda í
þær dauðahaldi. Þannig hef ir
það enn einu sinni sannast,
að hann hikar ekki við að
halda í misfellur og rang
indi, ef hann telur sér ein-
hvern hag í því.
Sú afstaða Sjálfstæðis-
flokksins er hinsvegar hætt
að geta ráðið því, að rétt mál
nái fram aö ganga. Þess-
vegna verður hann að una
því hlutskipti að Alþing mun
fyrr en síöar samþykkja áður
greindar lagfæringar á kosn
ingalögunum, hvort sem
Sjálfstæðisflokknum kemur
það betur eða ver.
Jólasveinar nútímans.
Ég stóð í mannþrönginni i
Austurstræti á sunnudaginn og
horfði með börnunum á jóla-
skreytingar verzlana, brúðuleiki
og jólasveina. Menn voru x jóla-
skapi, þótt svalt blési, og börnin
skemmtu sér vel. Það er ekki of-
sögum sagt af framförunum á ís-
landi. Nú er búið að steypa jóla-
sveinana upp í nýtt mót. Þeir
gömlu góðu, brosmildu kax'lar
eru horfnir, en í þeirra stað
komin rokkóð skrípi í í-auðum
kyrtli, sem hafa í frammi alls
kyns fíflalæti önnur. Og þeir
skemmta reykvískum böi-num við
óðamála sönglist Elvis Presley
og annarra slíkra dægurflugna.
Á þessari auglýsingasamkomu
höfðu verzlanirnar, er að sýn-
ingunni stóðu, ekki smekkvísi til
þess að láta leika og syngja okik-
ar góðu gömlu jólasveinavísur,
sem öll börn þekkja, og i-aula á
hverju heimili eftir að jólasvein-
arnir okkar eru lagðir af stað
til byggða. Þarna var allt útient
tryllingsmúsikk af vei-stu tegund,
og látbragð jólasveinanna eftir
því. Ég held að okkar gömlu
jólasveinahugmyndir taiki þess-
urn nýmóðins uppátektum langt
fram.
Barnamúsík í nýjom stíl
Við þetta sama tækifæri voru
leiknar svokallaðar barnaplötur,
sem nú er farið að gefa hér út
og selja. Er sagt, að sú fyrsta,
sem kom út i íyrra, hafi selzt í
þúsundiun eintaka. Þessar þlötur
bera því miður svipmót af skripa
látum jólasveinanna. Þetta eru
ekki jólaþulur eða barnagælur,
heldur rustalegur samsetningur
úr útlendum dægurlögum, með
ívafi úr nokkrum alkunnum ís-
lenzkum lögum. En sá galli er
þar á bæði nú og í fyrra, að
rangt er farið með alkunna teXta,
svo að raun er á að hlýða.
Hvenær fáum við barnaplötur,
sem eru í senn skemmtilegai-,
fallegar og fágaðar? Þarna er
verkefni fyrir góða listamenn,
þarna er þörf úr að bæta.
— Kaldbakur.