Tíminn - 18.12.1957, Page 2
2
T í M'l N N, miðvikudaginn 18. desember 1957,
-r*zar*rvnrui>fmwi m IIJ w,f/'tyffiyy
r'T /*. *****%■*$$*
'>-a *- ■”,, ^ -,
y w \ ',} < m *■
: ■ ».. * » £, . ■ , ■-
.,, /*'• T{\ x
* "I
Mynd þessi, sem tekin er úr lofti, er af Borgarvirki í H jnavatnsýslu. Þessum fræga sögustað var sýndur sá
sómi fyrir nokkrum árum, að virkisveggirnir voru hlaðnir upp.
Fjórir menn á skíðum handsömuðu
Ófeigsfjarðar-Golsa á Hvannadal
Var dreginn á sleíia sííasta spölinn heim til
Ótc'tgsfjarðar og síÖan lagÖur aÖ velli
Trékyllisvík. — Enn eru nokkrar fréttir af útileguhrútnum
Golsa. Náðist hann til byggða fyrir nokkru með þeim hætti,
að fjórir menn eltu hann uppi á skíðum, en ófærð tafði ferð
skepnunnar. Leikurinn var því nokkuð ójafn og endaði með
því, að fjallahetjan var dregin á sleða síðasta spölinn til
byggða.
] eSa klukkan hálfátta, lögðu fjórir
Þegar við skildum við Golsa vest
ur á Ófeigsfjarðarheiði, á hraðri
ferð undan leitarmönnum, var hríð-
arveður í aðsigi. Slóð það fast að
þrem vikum, svo að haglítið varð
í byggð og að sjálfsögðu alveg hag-
laust á heiðum uppi. Var því búizt
við að Golsa hefði orðið hált á ör-
æfagöngu sinni, en samt talið, að
hann hefði séð sér farborða, þótt
að kreppti um björgina. Hvergi
varð þó vart við hann í byggð, svo
að ekki hafði honum enzt sprettur-
inn það vel, að hann næði til
Ófeigsfjarðarstrandar, eins og í
fyrravetur.
í eftirleit á skíðum.
Líklegt þótti, að Golsi hefði leit-
að á slóðir sinnar fvrri vetursetu.
Var því fullur hugur á því í Ófeigs-
firði að gera tilraun til að ná hon-
um, þegar veður batnaði. Og að
morgni þess 7. nóvember, eftir
langan ótíðarkafla, var komið bezta
veður, hægviðri á vestan og hrein-
viðri. Þá um morguninn snemma,
Virðuleg útför
dr. Ólafs Danielsson-
menn af stað frá Ófeigsfirði, ein-
göngu í þeim tilgangi að leita að
Golsa. Voru þeir allir á skíðum,
þ\*í að snjór var yfir allt og ágætt
skíðafæri. Þeir, sem fóru í þessa
leit, voru: Böðvar Guðmundsson,
Ófeigsfirði, Rögnvaldur Pétursson,
Ófeigsfirði, Benjamín Jónsson,
Seljanesi og Jón Jónsson, Ingólfs-
firði. Veður hélzt stillt og bjart
þennan dag atlan. Leið dagurinn án
þess að leitarmenn kæmu aftur
eða til þeirra fróttist. Var þó ekki
óttazt um þá, en líklegt talið, að
þeir hefðu farið ofan í Selárdal
eða lent í örðugleikum með Golsa.
En þegar klukkan var eitt eftir
miðnætti renndu leitarmenn sér í
hlaðið í Ófeigsfirði eftir rúmlega
seytján klukkustunda útivist.
Varðist í klettum.
Um morguninn héldú mennirnir
sem leið lá beint inn á Hvannadal.
Voru þeir kömnir inn á Hvarina-
dalsbrún eftir rúmlega þriggja
klukkustunda göngu. Komu þeir
fljótlega auga á Golsa, þar sem
hann stóð einn á hjarninu niðri
í dalnum. Stefndu þeir för sinni
að honum, en sá golsótti var ekki
alveg á því að láta handsama sig.
Hljóp hann í kletta, þar sem illt
var að komast að honum og fór
aillangur tími í að reyna að ná
honum úr klettunum, en Golsi
varðist vel. Mennirnir höfðu með
ar i gær
í gær \ arð gerð frá Dómikirkj- sýr vag 0g ráðgerðu að síga í hon-
unm i Reyikjavík utfor dr. Olafs iUm niður til Golsa> ef ekki heppn-
Danielssonar, hins kunna vísinda- aðlst að ná honum með öðrum
jnanns. Var fjoilroenni við jarðar- ^ hætti. En áður en af því varð, gátu
förnina. Séra Bjarni Jónsson þeir kreppt svo að honum með
vígslubi'skup jarðsöng; dómkirkju vaðnum, að hann hentist fram úr
ikórinn söng, dr. Páll Isólfsson lék bergsyllunni, sem hann stóð á.
á orgelið. Kennarar Menntaskól-1 Var hátt fall niður, en við honum
ans báru úr kirkju. Var sikölanum tók snarbratt gljúfur. Þegar Golsi
lofkað í gær vegna útfarar dr.
Ólafs.
Dr. Ólafur Danielsson var fædd-
ur 31. okt. 1877 í Viðvílk í Skaga-
ifirði. Hann nam stærðfræði við
Kaupmannahafnarhásíkóila, og ’ inn.
varð fljótt þjóðkunnur fyrir mikil j
námsafrek og brautryðjandastarf Frelsið að baki.
kom niður úr fallinu, rann hann
alllanga leið niður gilið. Nokkuð
mun hann hafa dasazt við fallið og
rennslið niður gilið, en samt spratt
hann upp og tók á rás fram dal-
hér á sviði stærðfræðivisinda.
Hann varð doktor í vísindagrein-
Ófærð tafði för Goisa, en leitar-
mennirnir á skíðum, svo brátt
inni við Ivaupmannahafnarliásk. drógu þeir hann uppi og handsöm-
1909. Hann er helzti hcifundur uðu hann. Reyndi hann þó að verja
kennslubóka í stærðfræði á ís-
ienzku. Hlaut hann margvíslega
viðurkenningu fyrir vísindastörf
heima og erlendis.
frelsi sitt í lengstu lög með haus
og hornum, en enginn má við
margnum og Golsi var nú yfirunri-
inn og handsamaður. Fjórar
klukkustundir höfðu farið í þessa
viðureign við Golsa og þar til þeir
voru komnir upp úr dalnuin. Golsi
renndi nú sjónum yfir fannorpinn
dalinn, sem hafði verið honum svo
eftirsóttur og athvarf í blíðu og
stríðu. Að því búnu kjagaði liann
af stað í ófærðinni við lilið leitar-
manna. Brátt fór hann að verða
tregur til gangs, enda þung færð.
Sóttist þeim ferðin seint og erfið-
lega og kom þar, að Golsi neitaði
með öllu að ganga lengra. Urðu
leitarmenn að taka skíði og leggja
Golsa á þau og draga hann.
Útbúnaðurinn var ekki góður og
erfið gangan þeim, er skíðalaus
fór. Var því heimferðin erfið sem
fyrr. Þegar eftir var um það bil
klukkustundargangur til Ófeigs-
fjarðar, voru menn orðnir þreyttir
á að tosa hrútnum áfram í ófærð-
inni og skildu hann eftir. Golsi
hvíldi sín lúnu bein þarna frammi
á fjallinu yfir tunglskinsbjarta vetr
arnóttina. Veður fór hlýnandi og
snemma næsta dag lögðu enn tveir
menn af stað að vitja Golsa og
koma honum alla leið. Fundu þeir
hann þar, sem skilið hafði verið
við hann kvöldið áður. Var honum
sýnilega þorrinn allur móður, en
samt gekk hann mestan hluta leið-
arinnar. Hann brast þol og vilja
til að ganga síðasta spölinn og var
þá tekinn á sleða. Hefði honum
vissulega hæft önnur og virðulegri
heimkoma, en hann var nú sigrað-
ur og niðurbrotinn og beygði sig
fyrir ofureflinu og þeim örlögum,
er koma skyldu.
Ekki þótti ráðlegt að treysta
frekar á hagspekt Golsa. Sjálfræði
hans var orðið honum sjálfum dýr-
keypt og þeir, sem lagt höfðu á
sig nokkurt erfiði og áhættu lians
vegna, kærðu sig ekki um að end-
urtaka það. Þótt allt færi vel að
þessu sinni, var það augljóst mál,
að ekki hefði mátt bera mikið út
af hvað veður snerti, svo að verra
hefði getað af hlotizt. Nokkrum
dögum eftir heimkomuna var þvi
þessi fjallsækni garpur lagður að
velli og þar með er saga lians öll.
En eftir býr í vitund manna eitt
dæmi þess, hversu harðgerð sauð-
kindin er og hversu vel henni tekst
að bjarga sér við litinn kost og
langvinn hagbönn.
Nú grúfir skammdegisnótt yfir
Hvannadal og hvítur snjórinn breið
ir líkblæju sína yfir sinustráin.
Vindurinn gnauðar við liélugrátt
bergið og þreifar miskunnarlausum
köldum fingrum um bein og hnífla
þess stallbróður Golsa og félaga,
sem í upphafi lagði út í ævintýrið
með honum, en hafði ekki þrótt
til að standast harðræðin, heldur
örmagnaðist undir stórum steini
veturinn 1954—55. Nú stendur eng
in kind lengur vörð yfir þeim bein-
um. 'G.P.V.
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar
fyrir árið 1958 hefir verið afgreidd
Tekjur áætlaðar 9,3 millj. króna
Fj árhagsaæitkra Akraneskaup-
staoar fyrir árið 1958 var lögð
ifram í bæjarstjórn 27. nóv. s.I.,
en afgreidd á bæjarstjórnarfundi
16. des. s.l. Tekjur eru áætlaðar
kr. 9.360,000,00 -— þar aif eru út-
svör áætluð kr. 8,8 millj. kr. og
'fasteignagjcid kr. 400 þús. kr.
Helztu gjaldaliðir bæjarsjóðs
eru:
1. Til haífnarinnar .....
2. Til bæjarútgerðarinnar
3. Ýmsar byggingafram;
millj.
kr. 1,6
— 1,3
kvæmdir ■ — 1,3
4. LýðhjáHp og lýðtr. . ■ — 1.4
5. Vegir og holræsi . .. . — 0.8
6. Menntamiáil . — 0,6
7. Afborganir fasíni
lána . — 0,6
Aðrir gjaldaliði'r eru lægri.
Vel heppnuð tilraun Bandaríkjanna með
íangdrægt flugskeyti af Atals-gerð
Lúcíuhátið íslenzk-
sænska félagsins
ís'.enak-sænska félagið hélt hina
árlegu Lúcíuhátíð í Þjóðleikhús-
kjailaranum föstudaginn 13. des.
Formaður féiagsins, Guðiaugur
ttósimkrana, þ j óffdeikhúisstj óri,
bauð gesti ve’komn:.. e,. ræðu
flutti Gunnar Rocksén, ræðismað-
ur. Ræddi liann um sænsk-ísilenzka
'Samvinnu, en hann er þeim miálum
manna kunnugastur, þar eð hann
heifir unnið hér í þágu slíkrar
samvinnu síðan 1930. Var ræða
hans hin slkörugiegasta. Kristinn
HalLsson, óerusöngvari, söng með
ágætum Beiimannsöngva með
undirleilk dr. V. Urbancic. Síðan
sungu Lúcí'a og þeruur liemnar
i eöngva sina, en Lúcía var ungfrú
Sigríður Geirsdóttir. Sýnd var
(kvilkmynd af sænsku jólahaldi og
siðan var getraunaþáttur saman-
telkinn af Bo Almquist og Sigurði
Þórarinssyni, og skyldi þar könn-
uð þeikking gestanna á Svíþjóð' og
sænekum bótem'enntum. Sigurveg
ari varð frú Kerstin Vilhjálinsson.
Að tokum var dans stíginn af
milkíu 'fjöri, einkum þá er stignir
voru sæn-lkir þjóðdansar, og sá
Jystiilegi dans sem nafniiat hambo.
Fjölmenni var á samkomunmi.
Auknir erfiðleikar í
Indónesíu
Ríkisistjórn Indónesíiu stendur
nú andspænis enn aukmum erfið
'leikum vegna óeirða, sem orðið
'hafa í aiustanverðum eyjáklasan-
um. Við borð liggur, að hungur-
sneyð ríki sumsstaðar á eyjim-
uim.
CAPE CANAVERAL, 17. des. —
Bandaríski flugherinn gerði í
dag vel heppnaða tilraun með
að skjóta flugskeyti af Atlas-
gerð. Þetta er fjarstýrt skeyti,
seni á að draga um 5000 km.
vegalengd. Flugskeytið tylgdi
fyrirfram ákveðinli braut og
kom niður á þeim stað, sem á-
kveðið hafði verið. Tvisvar sinn
um áður hafa verið gerðar til-
raunir með skeyti af sömu gerð,
en þau skeyti fóru bæði út af
hinni ákveðriu braut og sprungu
skömmu síðar.
Alþingi
Bifreið stolið
í nótt var bifreiðinni R-9132
stolið. Þetta var Crysler bifreið
frá árinu 1926. með fjögurra
manna liúsi og litlum paili. Bif-
reiðin er dökkgræn aff lit og stó'ð
á Hverfisgötu, er henni var stol-
ið. Þa'ð eru tilmæli lögreglunnar
að þeir, sem einhverjar upplýs-
ingar geti gefið í málinu, láti
hana vita.
Tr.ra(mhald af '3. siðu.
á þingfundinum i . skýrði
ýtarlega ýms atriði málsins. Svar-
aði fyrst fyrir hönd • meirihluta'
allsherjarnefndar nokkrum athuga-
semdum í ræðu Bjarna, en rakti
síðan hina furðulegu afstöðu Sjálf-
stæðismanna tii þessa máls. Sagð-
ist hann helzt verða að halda að
andstaða Sjálfstæðismanna við
málið stafi af einhverjum mis-
skilningi. Undarlegt sé þó það að
þeir finni frumvarpinu sitthvað til
foráttu og séu frekar rerkulir í
því efni. Eitt sé talið til ágalla
á frumvarpinu í dag, en annað á
morgun.
Ræðumaður sagði að auðsætt
væri af aðalmálgagni Siálfstæðis-
flokksins, Morgunblaðinu, að
framkoma frumvarpsins hefði
valdið töluverðum óróa og jafn-
vel verið talað um það í fyrir-
sögn blaðsins að verið væri að
eyðileggja Reykjavík með frum-
varpiiiu. Hitt væri svo athyglis-
vert að fæstir ræðumenn Sjálf-
stæðismanna á Alþingi hefðu sér
lega mikið út á fmmvarpið að
setja og væru ræðuhöld þeirra,
mikil og löng, bersýnilega mikið
við það miðuð, að láta ekki mál-
þófið falla niður, úr því að svo
liátt var reitt til höggs.
í fyrstu hefðu Sjálfstæðisrne-nn
helzt fundið frumvarpiriu það til
foráttu að samþykkt - þess myndi
banna næturkosningar. Nú væri
þetta ekki lengúr það versta við
frumvarpið, heldur hitt áð stjórtt-
málaflokkarnir mættu ekki hafa
menn með flokksskrár sínar inni í
kjördeildunum. Þetta væri nú
jafnvel kallað valdníðsla • af hálfu
stjórnarvalda. Einn þingmaður
Sjálfstæðismanna hefði talað um
það að erfitt væri að ætlast til
þess að 40 þúsund manns í Rvík
gætu yfir höfuð lokið því af að
kjósa á einum degi. Hvernig fer
fólk þá að í miklu fjölmennari
borgum, spurði Gísli, milljónaborg
um, eins og London og New York
og mun kosningu þar þó vera
lokið nokkru fyrr að kvöldi en
ráðgert er að verði hér eftir laga-
breytinguna.
t
Hafa þeir fundið nýtt ráð
til að ónáða kjósendur?
Varðandi næturbrpltið við
kosningarnar sagði þingmaður-
inn að ljóst væri að það mælt-
ist sérlega illa fyrir. Hitt værl
svo annað mál, að Sjálfstæðis-
menn væru að tala um áfram-
lialdandi ófrið á kosningadaginn.
Vera mætti að skipuleggjendur
kosninga hér séu búnir að hugsa
út einhver ný ráð til að gera
mönnum ónæði.