Tíminn - 18.12.1957, Side 8
8
T I M I N N, miðvikudaginn 18. desember 1957.
Útgefandl: Framsóknarflokkurlna
Kltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn ÞórartaMO^ (Ah).
Skriístofur í Edduhúsinu við Lindargðtw.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 1830*
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 11331
Prentsmiðjan Edda hf.
Bréí Bulganins
ÞAÐ ERU sannarlega
gÓS umskipti, að Búlganin,
í'orsæti'sráðh.erra Sovétríkj -
anna, skuli hafa skrifað for-
ráðamönnum ýmsra vest-
ræima ríkja bréf, þar sem
rætt er um ýmsar leiðir til
sámkomulags um afvopnun-
armálin, rétt á eftir að Rúss-
ar höfðu neitað að starfa i
afvopnunamefnd Samein-
uðu þjóðanna, enda þótt
fjölgað hefði verið í nefnd-
inni til samkomulags við þá
og m.a. bætt í hana fulltrú-
u’m þriggja kommúnistaríkja
og nokkurra óháðra ríkja,
eins og Indlands, Egypta-
lands og' Svíþjóðar. Þessi
neitun Rússa olli miklum
vonbrigðum og það ekki sízt
hjá hinum óháðu ríkjum,
sem fengu nú fulltrúa í af-
vopmmamefndina í fyrsta
sinn. Vafalaust hafa forráða
menn Rússa orðið þeirrar
óánægju varir og hún orðið
þess valdandi ásamt ráð-
herrafimdi Atlantshafs-
bandalagsins, að þeir hafa
séð sig um hönd. Þeir hafa
réttilega gert sér það Ijóst,
að almermingsálitið í heim
inum krefst þess, að við-
ræðum um afvopnunarmálin
verði haldið áfram, en þeim
ekki hætt.
ÞÆR RADDIR heyrast
nokkuð, að hér sé aðeins um
nýtt áróðursbragð að ræða
hjá Rússum i kalda stríð-
inu. Slíkar fullyrðingar eiga
þó ekki rétt á sér á þessu
stígi. Þetta geta menn ekki
fullyrt, nema kannað hafi
verið til fulls, að svo sé. —
Þessvegna ber lýðræðisþjóð-
unum að taka þvi tilboði
Buiganins að nánara verði
ræöt um þau efni, er bréf
hans f jallar um. Það er hægt
að gera, án þess að lýðræðis
þjóðimardragi úr vöku sinni.
Það er athyglisvert, að
fullfcrúar ýmsra hinna minni
þjóða halda þessu sjónar-
miði ákveðnast fram á ráð-
herrafundi Atlantshafs-
bandalagsins, er nú stendur
yfir. Það er ný sönnun þess,
að einmitt með þátttöku í
sliku bandalagi, geta smá-
ríkin oft komið sjónarmiðum
sinum bezt á framfæri.
í BRÉFUM 'Bulganins
virðist á nokkrum stöðum
kotna fram slæmur misskiln
ingur á eðli og tilgangi
Afclajntshaísbandalagsins. —
Hann virðist fyrst og fremst
líta á það sem árásarbanda-
iag. Slíkt er fullkomlega
rangt, en samt má vera, að
tortryggni Rússa sé svo mik-
il, að þeir trúi þessu að
meira eða minna leyti. Vel
má lika vera, að vestrænar
þjóðir tortryggi um of víg-
búnað Rússa. Það er áreið-
anlega fyrsta skrefið til sam
komulags um afvopnunar-
málin, að eytt sé tortryggn-
inni, er veldur vígbúnaðar-
kapphlaupinu. Til þess er
m.a. nauðsynlegt, að forystu
menn þjóðanna hittist og
ræði saman, þótt beinn ár-
angur verði oft lítill, og að
aukin séu gagnkvæm skipti
og samgangur milli þjóð-
anna.
í BRÉFI því, sem Bulgan
in hefur skrifað Hermanni
Jónassyni, er vikið sérstak-
lega að Íslandi og afstöðu
þess. í því sambandi þykir
rétt að vekja athygli á eftir-
farandi ummælum, sem eru
framarlega í bréfi Buigan-
ins:
„Færi svo, að ný heims-
styrjöld brytist út, til bölv-
unar öllu mannkyni, þá er
það vist, að ekkert riki, stórt
eða smátt, getur talið sig
öruggt“.
Það er einmitt þetta sjón-
armið, sem hefur mótað
stefnu íslands í utanríkis-
málum að undanförnu. ís-
lendingar telja land sitt á
sliku hættusvæði, ef heims-
styrjöld brýzt út, að þeim sé
enginn örugg vernd í hlut-
leysi, öryggisyfiriýsingum
stórvelda eða öðrum ráðstöf
unum. Eina öryggi íslands
sé fólgið í því, að komið sé
í veg fyrir að styrjöld hefj-
ist, og það telja þeir, að
bezt verði tryggt með varnar
samtökum lýðræðisþjóð-
anna meðan ekki kemst á
samkomulag um allsherjar-
afvopnun. Af þeim ástæðum
hafa íslendingar gerst að-
ilar Atlantshafsbandalags-
ins til ákveðins tíma, og
verður þvi ekki breytt að ó-
breyttu ástandi i alþjóðamál
um. En engir myndu fagna
því meira en íslendingar,
m.a. vegna hinnar hættu-
legu legu landsins á stríðs-
tímum, ef það ástand
skapaðist, að vigbúnaður
yrði óþarfur og Atlantshafs
bandalagið þarflaust í núv.
mynd sinni.
Árásir Bjarna á fjármálaráSherra
BJARNI Benediktsson
verður bersýnilega meira og
meira var við vaxandi óá-
naegju óbreyttra Sjálfstæð-
ismanna yfir hinum furðu-
lega málflutningi, sem Sjálf
stæðisflokkurinn heldur nú
uppi undir handleiðslu hans.
í stað þess að draga réttar
ályktanir af þessu og hætta
þessari iðju sinni, snýst
Bjámi rið eins og boli í flagi
og ærist þvi meir, sem fíokks
menn hans áfellast hann
meira.
Seinasta viöbragð hans í
þessum efnum, er að veit-
ast sérstaklega að Eysteini
Jónssyni fjármálaráðherra
og reyna að svívirða hann
eftir beztu getu. Bjarni virð
ist bersýnilega halda, að
hann geti bætt hlut sinn
eitthvað með svívirðingum
um þann mann, sem nýtur
einna mest trausts íslenzkra
ERLENT YFIRLIT
Störf tólfta allsherjarþings SÞ
Veigamesti árangur þingsins aí draga úr viísjám milli Sýrlendinga og Tyrkja
TÓLFTA þingi Sameinuðu þjóð
anna lauk á laugardaginn var eftir
nær þriggja mánaða setu. Það
verður ekki sagt, að þetta þing S.
þ. hafi verið stórtiðindasamt,
Jremur en flest þing S.Þ. hafa
verið. Þar voru engin stór spor
stiginn, er íullnægja óskum
þeirra, sem hafa gert sér mestar
vonir um skjótan og mikinn vöxt
S. Þ. Á ýmsan hlátt var þetta
þing þó ný sönnun þess, að með
starísemi S. Þ. er stefnt í rétta
átt, þótt hægt gangi á mörgum
sviðutn. í þvi samþandi er gott
að minnast hins gamla spakmælis,
að Róm var ekki byggð á ein
um degi. Það hlýtur að taka sinn
tfma að koma jafn víðtækum al-
þjóðasamtökum og S. Þ. er ætl-
að að vera á traustan, varanleg
an grundvöli.
ÞAÐ MÁL, sem þetta þing
S. Þ. ræddi og vafalaust vakti
mesta athygli,, var deilumái Sýr
lands og Tyrklands. Því lauk á
þinginu, án þess að nokkur sam-
þykkt væri gerð, og það hjaðn-
aði jáfn skyndilega út af og það
hafði byrjað með mikdum hávaða.
Umræðurnar' á þingi S.Þ. áttu
vafalaust góðan og drjúgan þátt
í þessari lausn málsins. Margir
kunnugir menn telja, að þessi
deila hafi vel getað leitt til vopna
viðskipta, ef Sameinuðu þjóðirn
ar hefðu ekki verið til. Þar gafst
hinsvegar tæíkifæri til að ræða
málið í áheym alls heimsins og
deDuaðOar fengu að heyra, hvert
viðhonfið var tii þess. Það hafði
; tvímælalaust góð áhrif. S.Þ. hafa
! hér enn á ný sýnt það, að þær
1 geta verið einskonar eldingavari
á sviði hinna alþjóðlegu málefna.
j Hafi umræðurnar á þingi S.
þ. stuðlað að þvi að koma í veg
tfyrir vopnaviðslkipti í sambandi
j við þessa deilu, nægir það eitt
I til þess að sýna þýðingu þess,
sem þing S.Þ. geta haft, þótt oft
sé ekki hægt að benda á mikinn
beinan árangur af störfum
þeirra.
MERKASTA ályktunin, sem
1 tóifta þing S. þ. gerði, er vafa-
laust sú samþykkt þess að fram-
lengja starfsemi gæzlulið's S.Þ. í
Egyptalandi í a. m. k. eitt ár
enn. Það er dómur allra'kunnugra
að þetta gæzlulið hafi átt mi'kinn
þátt í viðhaldi friðarins í hinum
nálægari Austurlöndum. Von
imargra er sú, að þetta gæzlulið
geti orðið -upphaf eða vísir að
föstu gæzluliði S.Þ., er með tíð
og tíma leysi heri hina einstöku
þjóða af hólmi og tryggi varan
iegan frið í heiminum. Það á að
stjórnmálamanna. Vafa-
laust kemur hér einnig til
minnimáttartilfinning hans
og öfund yfir tiltrú
þeirri, sem Eysteinn nýtur,
á sama tima og vegur hans
sjálfs fer stöðugt minnkandi.
Undantekningarlaust eru
allar árásir Bjarna á Ey-
stein byggðar á hinum furðu
legustu forsendum, eins og
að Eysteinn hafi farið rétt-
mætum viðurkenningarorð-
um um bæjarstjórann á
Akranesi, eða, að hann hafi
sagt Sjálfstæðismönnum á
Alþingi, að málæði þeirra
þar borgaði sig ekki, því að
þeir töpuðu mest á því sjálf-
ir. Það sýnir bezt, hve erfið
Jega Bjarna gengúr að finna
höggstað á fjármálaráð-
herra, þegar slík atriði eru
gerð að uppistöðu stórárása!
Slik árásarskrif munu
frekar auka veg E. J. en
hið gagnstæða, en fyrir höf-
und þeirra borga þau sig
ekki, heldur munu þau að-
eins gera málstað hans verri.
isjálfsögðu langt í land, að slí'kur
friðarher S. þ. komist upp, en
hyrjun sú, sem hefir átt sér stað
með gæzluliðinu í Egyptalandi,
hefir hinsvegar mjög styrkt að-
stöðu þeirra, sem beita sér fyrir
þeiiTi framtíðarskipan m'álanna.
ÖNNUR meikasta ályktun þings-
ins er vafalítið sú, sem fjallar um
stóraukna tæknilega aðstoð Sam
einuðu þjóðanna. Framlög til
hennar haifa verið um 30 millj.
dollarar á ári að undanförnu, en
nú anun verða stefnt að því, að
þau nemi allt að 100 millj. doll
ara. Bandaríkin höfðu aðal'for-
göngu um þessa aukningu á tækni
legu affistoðinni og ha.fa þegar
lofað stórauknu framlagi. Tækni
hjálp S.þ. heifir þegar komið
mörgu til leiðar. Sú aukning henn
ar sem ihér er ráðgerð, mun þó
að sjálfsögðu gera árangur henn
ar miklu meiri.
Þá vsi' eining samþykkt að
komið skyldi upp sérstökúm sjóði,
er styrkti framkvæmdir í þeim
löndum, sem skemmst eru á veg
komin. Þessum sjóði helfur þó
■enn ekki verið tryggðar tekjur,
svo að nokkur dráttur getur orðið 1
á ])ví, að hann hefji störf sín
að ráði. Þau stórveldi, sem veita
eínahagílega aðstoð, eins og
Bandaríkin og Sovétríkin, vilja
frekar veita hana beint en hafa
S.Þ. fyrir einhvern miililið. Þjóð-
imar, sem fá aðstoðina, vilja hins
vegar miiklu heldur fá hana fyrir
milligöngu S.Þ.
FLEST þeirra mála, sem voru
rædd á þingi S.Þ. nú, höfðu legið
tfyrir fyrri þingum. Þannig var
það t.d. með Alsirmálið og Kýpur
imlálið. í sambandi við Alsírmálið
vakti það ekki sízt athygli, að
mörg Afríku- óg Asíuríki reyndu
eftir megni að gera það ekki að
æsingamáli, heldur stuðla að frið-
isamiegri lausn þess, Bar þar mest
á Túnis, Marckikó og Indlandi. Full
trúar kommúnistaríkjanna reyndu
hinsvegar að ncta það til harðra
árása gegn Frökkum. Tillaga sú,
isem var endanlega samþykkt, lét
í ljós von um friðsamlega lausn
þess og lýsti ánægju sinni yfir
sáttatilraunum ríkisstjórna Túnis
og Marofckó. Vafalítið er, að þau
afskipti, sem S. Þ. hafa haft af
þes.-u máli, hafa stuðlað Verulega
að lausn þess. Frökkum hefir orð-
ið ljósara eftir en áður, að þéir
verða fvrr en síðar að sláka til.
Með þvi að forðast hinsvegar ofur
kapp í málinu, hafa stuðningsríki
sjálfstæðishreyfingarinnar í Alsír
gefið Frökkum ráðrúm til að láta
undan, án þess að sagt verði, a3
þeir hafi beinlínis verið neyddir
til þess.
MESTU vonbrigðin, sean urðu
á tólfta þingi S. Þ. áttu sér stað
í sambandi við afvopnunarmálin.
Umræður þær, sem hafia órðið uni
þau á undanförnum árum, hafa
skapað nokkra bjartsýni, þótfc
ekki verði sagt, að 'einhyer telj-
andi árangur hafi náðst. Nú
hrundu þessar vonir svo að segja
til grunna, þegar Rússar neituðu
að starfa í afvopnunamefnd Sant
einuðu þjóðanna, og það alveg.eins
þótt fjölgað væri í henini með til-
liti til ó;ka þeirra, m.a. bætt við
þremur kommúnistarikjufm og
nokkrum hiutlausum ríkjum eins
og Indiandi, Egyptalandi og Svír
þjóð. Sú afstaða Rússa varð ekki
skilin öðru víisi en að þeir vild.u
ekki taka þátt í umræðunuim un)
afvopnunarmálin um skeið. Þetta
vakti ekki sízt vonbrigði meðal
hinná svonefndu hlutlauisu-og ó-
háðu þjóða, sem hcfðu tiú fengið
tækifæri til að starfa í afvopnun-
arnefndinni í fyrsta sinn. Það er
engan veginn ólíklegt, að þessi
vonbrigði og óánægja, hafi orðið
þess valdandi, , ásamt ráðhcrra-
fundi Atlantsháfsbandalagsins,
að forráðamenn Rússa virðist nú
hafa séð sig ujn hönd. Bréf Búlgan
ins til 'forustumanna ýmsra vest-
rænna þjóða, bendir til, að Rússar
séu nú miklu fúsari til viðræðna
um afvopnunarmiálin en þeir-vorn
á þingi S. Þ., er þeir Tteituðu' að
starfa í hinni endurskipulögðu af-
vopnunarnetfnd. Það er ný sönnun
þess, að þing S.þ. er vettvangur,
þar sem almenningsálitið í heim-
inum hefur tækifæri til að hafa
áhrif á afstöðu ftórveldanna í
ýmisum málum. Sjálfsagt er, að
það verði kiannað með einum eðá
öðrum hætti, hve alvarlega bréf
Bulganins er meint, og væri ekki
óeðlilegt, að það yrði gert innan
ramma S. Þ.
Þ.Þ.
, *
‘BAÐSTOFAN
Þyngdarpúnturinn í heims-
pólitikinni.
P. S. skrifar:
„Ég sá ekki Mbl. fyrr en kom
ið var langt fram á dag í gær.
Fæ það bæði seint og illa. Ég
varð því af því i gærmorgun að
vita að Bjarni hefði flutt 3 ræð
ur á Alþingi sem allar eru birt
ar með ítrustu nákvæmni og
leggja undir sig 3 fyrstu síður
blaðsins. Ég hafði mestan áhuga
fyrir'að lesa ræðu Eisenhowers
á Parísarfundinum, sem var að-
alumræðuefni stjórnmálafyrirles-
ara útvarpsstöðva á vesturlönd-
um strax á mánudag. En um
þessa ræðu var ekkert nema
klausa innan í miðri frétt, og
öllu holað niður fyrir utan og
neðan ræður Bjarna. Hvað varð
ar lesendur Mbl. líka um orð
Eisenhowers þegar Bjarni er bú
inn að finna þyngdarpúntinn í
heimsstjórnmálunum? Ekki
nokkurn skapaðan hlut. Lesend
ur Mbl. er ætlað að lifa í sér
stökum hugarheimi, eins og
kommúnistum, sem eru lokaðir
inni á bak við járntjaldið, og fá
ekki að vita nema það, sem
valdhafarnir skammta. Bjarni
skammtar sínu fólki grautinn, og
sér ekki ástæðu til að rugla þ.að
i ríminu með útlendri matar-
gerð, þegar hægt er að búa að
eigin framleiðslu. Ég tek undir
með Hvatarkonunni, sem sagðist
ekkert lesa nema Mbl. Ég heimta
þennan sama hafragraut í aliar
máltíðir."
Veltan fyrir jólin.
Utlend blöð skýra frá því, að
jólasalan í New York hafi fallið
um 20—30 % í s. 1. viku miðað
við sama tima í fyrra, en nokk
uð af þvi mun mega skrifa á
reikning verkfalls starfsmanna
neðjanjarðarbrautanna í borg-
inni. Samt er talið að minna sé
keypt í ár en í fyrra. Dýrtíð
hefir heldur aukist, og fólk virð
ist gætnara i meðferð fjár en áð
ur. Annars lifir flest fólk þar
við allsnægtir. í Bretlandi er
jólasalan aftur á móti meiri nú
en nokkru sinni fyrr. Aldrei hcf
ir verið verzlað annað eins í
stórmagasínunum í London og
nú í desember, segir í sömu frétt
um.
En hvernig er það hér? Fólk,
sem sækir fróðleik í Vísi og
Morgunblaðið, heldur vaf;!r.ust
að óreyndu að verzlunin hér Sé
með daufasta mcJti. F.n þegar
maður kemur í búðirnar, blasir
við að verzlun er mjög mikii og
ör. A!Is staðar er ös, fólk kaup
ir óhikað alls kyns jólavarning
þótt vissuflega sé hann dýr. Þótt
maður hafi ekki séð neinar
skýrslur um jólaverzlun í ár,
virðist vegfarenda auösætt að
hun sé sízt minni en undanfar
in ár. Milljónir fljóta úr hendi
almennings yfir búðarborð fyrir
þessi jól.