Tíminn - 18.12.1957, Qupperneq 9

Tíminn - 18.12.1957, Qupperneq 9
T í M I N N, miðvikudaginn 18. desember 1957. 9 ... Eg hika ekki við að kalla beztu erindin mikii listaverk... ” Dr. SigorSur Þórarinsson ræSir erinda- og greinasafn Pálma Hann essonar „L&sidið okkara Pálmi Hannesson LANDIÐ OKKÁR. Bókaút.gáfa Menn ingarsjóðs. Það var með mikilli eftir- væntrngu og þó ekki alveg án uggs, sem ég byrjaði lest- ur bókarinnar Landið okkar, en sú bók er að meginefni safn útvarpserinda, sem Pálmi rektor Hannesson hef- ir vlutt. Ég hafði, satt að segja, ekki hlustað á neitt þessara erinda, en ijölinarga hefi ég hitt, einkum út um bygg'ðir landsins, sem dáðu Pálma fyrir erindi hans, meir en nokkurn annan fyrirlesara í út- varp. En það er ekki alltaf að hið talaöa orð nýtur sín á prenti. Gat ekki verið, að hin ágæta framsögn Pálma og persónulegir töfrar hinn- ar hreimfögru raddar hans hefðu gætt erindin í meðvitund manna lífi, sem dofnaði, er þau væru les- in af b-ók. Ég varð ekki fyrir von- brigðum. Yíst hefði ég viljað eiga þess kost að heyra þessi erindi af vörum höfundar þeirra, en mér var einnig óblandinn unaður að því að lésa flest þeirra og af lestri allra hafði ég ánægju. ÉG HIKA ekki við að kalla beztu erindin mikil listaverk. Jón Eyþórsson skrifar í ævisögu Pálma í Andvara að náttúrulýs- ingar hans séu „gerðar af kunn- áttu fræðimanns, hrifningu lista- manns og óvenjulegu valdi yfir móðurmáli". Þetta á einnig við um útvarpserindin. En liér kem- ur fíeira tii og þó einkum upp- bygging erindanna. . Eg held að flestir, sem fást liér við að flytja útvarpserindi, eða hafa hug á að gera það, ættu að lesa erindi Pálma til að kynnast vinnubrögðum við samningu slíkra erinda. Sorglega mörg þeirra er- inda, sem uppá er boðið í íslenzka útvarpinu, eru þannig, að manni virðist að höfundum þeirra sé næsta óljóst, hvernig þau skuli byrja, og hafi þó enn minni hug- mynd um hvernig þau muni enda, en haldi bara af stað, treystandi því, að þau muni einhvern tíma enda af sjálfu sér, og verði þau of löng, sé aðeins að halda áfram og gera úr efninu tvö erindi eða fleiri. Því miður elur Ríkisútvarpið sjálft á ræpuhneigð útvarpsfyrir- lesara. Sá, sem teygir ákveðið efni í tvö til þrjú erindi, fær tvisvar til þrisvar sinnum meiri borgun fyrir snúð sinn en sá, sem leggur á sig þá vinnu að þjappa sama efni saman í eitt heilsteypt erindi. Pálmi Hannesson lagði mjög mikla vinnu í útvarpserindi sín, eins og annað það, er hann skrifaði, þaul- hugsaði efni sitt, margskrifaði nær hverja áetningu og lét hana ekki frá sér fara fyrr en hann þóttist ekki geta betur gert og var þó enn ekki ánægður. Slík vinnu- brögð væru þó ekki éinhlít til árangurs, en ekki kæmi til smekk- vísi á mál og framsetningu og inn- lifun í efnið, en allt þetta átti Pálmi í mjög ríkum mæli. Stund- um gætti þó hjá honum nokkurrar tilhneygingar til skrúðmáls og bar fremur á því í greinum, sem ekki voru ætlaðar til munnlegs flutn- ings, svo sem í inngangskafla myndabókarinnar ísland, sem birt; ur er fremst í erindasafninu. í efni þvi, sem ætlað var til munn- legs flutnings, hverfur málskrúðið að mestu og málið fær hreinleik þjóðsagnamálsins, en Pálmi dáði mjög íslenzkar þjóðsögur og kunni manna bezt að segja þær. Er það máske svo að hreinleiki málsins í þjóðsögum vorum og fornsögum sé að einhverju leyti af því sprott- inn, að þær séu að svo miklu leyti runnar af vörum alþýðu, en eigi úr pennum rithöfunda? Þar með er að sjáiÞKggu g m5t;i því borið, PmuMI HANNtSSOn. að miklir listamenn hafi steypt beztu fornsögur vorar í listrænt mót og gefið þeim þann heildar- svip, er þær nú hafa. En hverfum j aftur að erindasafninu. FRÁ MÓÐUHARÐINPUNUM er flokkur fjögurra erinda. Hvert um ! sig er sjálfstætt og heilsteypt og til samans mynda þau fasta heild með dramatískri reisn. Ég minnist þess ekki að hafa lesið neitt nema íslandsklukkuna, sem hafi veitt mér slíka innsýn í þrengingasögu þjóðar vorrar. Lokasíður annars og fjórða erindis eru snilldarlega skrifaðar. Erindaflokkurinn Skoð- anir erlendra manna á íslandi, sem áður hefir birzt á prenti, er vel unninn samdráttur úr Land- fræðisögu Thoroddsens, en að mín- um dómi ganga bæði Þorvaldur og Pálmi fulllangt í því að rakka nið- ur sum þeirra rita, sem um ræðir. Víst er mörgu logið og stórlogið í því, sem útlendingar skrifuðu um ísland á 16., 17 .og 18. öld, en grun- ur minn er, að fótur sé þar fyrir fleiru en við viljum vera láta. Okk ur er gjarnt að telja gestsaugað þá aðeiris glöggt, er það lítur eitthvað, sem er okkur til hróss. Erindin tvö um Öskju eru ágæta vel samin, enda mun ferð Pálma á þær furðuslóðir sumarið 1923 hafa haft djúptæk áhrif á hann, og öðru fremur hneigt huga hans að jarðfræðinni og þó einkum eld- fjallaíræðinni. Erindið Moldin okk ar er góð hugvekja. Síðan kemur kafli sá, er bókin ber heiti eftir, og er að efni til spurningar og svör um náttúru íslands og stað- fræði. Það er einstakur þokki yfir þessum kafla og þar birtast einna bezt ýmis af persónueinkennum Pálma Hannessonar, hin mikla söguþekking hans og dæmafáa stað þeklcing og svo þetta sólskin, sem var í kringum hann, er hann var í góðu tkapi. LÍKUR SÆKIR líkan heim, segir máltækið. Hin djúpstæða ást Pálma á Jónasi Hallgrímssyni átti sér efalaust rætur í andlegum skyidleika þessara manna. Þótt margt hafi verið um Jónas skrifað, er ég efins um, að nokkur bók- menntamanna hafi komizt nær því að ski'lja hann en Pálmi. Hann skildi bæði skáldið og náttúruskoð- ai'ann og átti einnig sína íslands- lýsingu óskrifaða, er hann féll frá. Þrjú erindi bókarinnar fjalla um lónas og hefði það síðasta, Fjallið Skjaldbreiður, átt að koma fyrst, því að þar er Pálmi að skrifa sig inn á efnið, sem lengi hafði verið honum hugstætt, en tók að sækja meir á í sambandi við 100 ára ár- tíð skáldsins. í tilefni af þeirri ártíð varð til útvarpserindið um Jónas og snilldarritgerðin íslands- lýsing Jónasar Hallgrímssonar, með undirtitlinum: Ifvernig skáld- 'ð hefndi fræðimannsins. í þeirri ritgerð eru kaflar, sem menn munu njóta svo lengi sem menn kurana að njóta kvæða Jónasar. Rúmið leyfir ei að rekja hér hvert erindi. Erindið Ef et betra eík minnir mig nokkuð á Sigurð kólameistara. Undirrót þessa er- ndis mun þó sú, að Pálmi mun if eigin reynslu og sjálfsþekkingu hafa kunnað nokkuð að skynja kapferli Egils og viðbrögð hans nð sonarmissi. NOKKUR ERINDI eru hér, sem tæplega eiga heima í bók með 'itlinium Lándið okkar, en út af fyrir >sig eru þetta ágæt erindi. bau tvö, er fjaila um hina feikn- legu atburði, eldgosið í Krakatau 1883 og Martinique 1902, eru bæði fyrirmynd um uppbyggingu og efnismeðferð, erindið Saar veit- ir nofckra innsýn í þjóðfélagsskoð- anir hcfundarins. Að lokum er er- indaflokkur, er fjallar um lífið, .eðli þess og uppruna. Þau rifja upp þá raun, að höfundinum entist eigi aldur til að ijúka þeirri kennslubók í líífræði, sem hann hafði í smíðum. Um málfar hefði 'hún borið af flestu því, sem aðrir Einars saga Ásmnndssonar Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ir meðal annars sent frá sér í haust fyrri hluti af sögu Einars Ásmundssonar í Nesi eftir Arnór Sigurjónsson. Þetta . er mikið rit- verk, fullar 350 blaðsíður. Þar er rakinn æviferill Einars, búskapar- saga hans og afskipti af nokkrum stærri málum. Þó bíður þjóðmála saga hans að mestu síðara bindis. Einar í Nesi var fæddur 1828 og lézt 1893. Þau 65 ár, sem ævi hans náði yfir, eru glæsilegt viðreisnar tímabil þó að framfarir yrðu ör- ari síðar. Á þessum tíma kom þó þjóðin föstum fótu-m fyrir sig svo að trú á land og þjóð fór að verða nokkuð almenn. Menn kynntust nýjum úrræðum, verzlunin komst að rriikiú í íslenzkar hendur og kaupfélagsskapur hófst. Þil-skipaút vegur blómgvaðist. Túnrækt hófst í nýju formi. Stjórnarfarslegt frelsi jókst stórum. Þessu öllu fylgdi það, að menn sáu mögu- leika, sem seint myndu verða full- nýttir. Þjóðin tók að sjá fyrir sér framtíð, sem var -miklu bjartari og fegurri en samtíðiri. Arnór Sigurjónsson segist hafa samið þetta rit af því, að honum hafi þótt hlut-ur alþýðunar gerð- ur of lítill í sögu þjóða-rinnar á síðustu öld. Einar frændi hans er honum fulltrúi alþýðunnar. Víst er um það, að æviferill hans er allur annar en stúdentanna í Höfn. En hinu verður ekki neitað, að samt var Einar mjög óvenjulegur maður og ekki að öllu leyti við aiþýðuskap. Vitsmunir hans voru frábærir, menntun hans mikil. En mest er um það vert í þessu tii- liti að af honum er mikil saga sem varpar ljósi á merki-legt fólk og merkilegan tíma. Því er bók Arnórs girnileg til fróðleiks. Það er of snemrnt að dæma þetta verk, þó að fyrra bindið sé lesið, enda mun það að nokkru ieyti vera undirbúningur þess, sem Arnór raunverulega og einkum vill leiða í ljós. Hins vegar er það tímabært að fagna því að ritfær maður og sögufróður, glöggur og samvizku- samur hefir tekizt þetta verk á hendur. Einar í Nesi sagði einhvern tíma að það væri þreytandi að eiga við mennina. Þeir ættu yfirleitt svo erifitt með að vera skynsamir. Þessi orð spegla það, að hann hefir hugs að annað og öðruvísi en almennast var. En engu að síður beitti hann sér alla tíð og reyndi að hafa áhrif á samferðamennina. Hann gafst ekki upp á því að eiga við menn- ina, þó að það væri þreytandi. Það er vel að gerðar séu bækur til að sýna kjör og anda alþýðunn- ar á liðnum tíma. Saga Einars í Nesi mun sóma sér vel við hlið- ina á Vestlendingum Lúðvíks Kristjánssonar, en sú bók varpár skýru ijósi á ýmsa. þá menn, sem áttu beztan hlut að þvi, að Jón Sigurðsson varð þjóðhetja og al- hliða stjórnmálabarátta hans har áran-gur. Vel má vera að sitthvað orki tví mælis í þessari sögu og önnur til- Einar Ásmundsson Arnór Sigurjónsson högun hefði stundum farið ibetur. Hitt er þó meira vert að þar er trúlega unnið úr frumlieimildum. Heildardómar bíða þar til verkí ér lokið. En á þessu stigi ber þo að þakka höfundi og útgefanda. ' Arnór Sigurjóns-son er íslfenzku- maður góður, ritfær vel. En til dæmis um það livað mönmim er vandgert til hæfis -nefni ég hér eitt atriði, sem ég hnaut um. Arnór talar um öldu félag'slegrar menn- ingar og framfara og nefnir breka. Eg minnist ekki -að hafa heyrt orð ið breki notað um aðrar öldqr en brotsjóa. Holskeflan getur að' vísu lyft faldi sínum hátt og' hossáð því um skeið, se-m hún ber á hori- um, en hún er dæmd til áð brotna og þá er vísast að hún g-r-afi það, sem hún lyfti hæst áður. Því kann ég ekki við að nefna breka þá öldu, sem lyfti-r þjóð til meiri menningar og farsældar. Svpna er vandfarið með líkingarnar svo að mönnum sé gert til -hæfis svó f!a-tt og sviplaust sem rnálið verður ef þeim er sleppt. Eg vona að sei-nni hiuti Einars sögu Ásmundssonar komi út. á næsta ári. Halldór Kristjánsson. Skriður íalla og menn teppast í eyju í óveðri á Breiðafirði Þakplötur fuku af húsum og anna^ lauslegt Stykkishólmi í gær. — Aftaka rok gerði hér á laugar- daginn. Tepptust menn í eyju og skriður féllu á veginn í Álftafirði. , strandar og hefti það för póstbíls- Ekki hefir frétzt um verulegar ins frá StykkishólmL Á sunn-Udags- skemmdir, en járnplötur fuku af ^rgumnn var fanð a jarðytu fr-a húsum og annað lauslegt fór af Stykkisholnn og gekk greiðlega að stað. Storminum fylgdi mikið úr- opna vegin nað nyju, enda var það fclii og féllu skriður í Álftafirði mest snJ°r> 8601 a hann hafðl falllð‘ og lokuðu veginum - til Skógar-j hafa skrifað í þeim efnum, en það er ekki lí-tilsvirði að kennslubækur séu á góðu máli. Það var mér efst í huga að lokn- um lestri bókarinnar Landið okk- ar, hversu mjö-g hún ber svipmót höfundar síns. Það vita þeir, er gjörla þekktu Pálma Hannesson, að í slíkri staðhæfingu f-elst mikið hrós um þessa bók. Sigurður Þórarinsson. Tepptir við fjársókn. Á laugardagsmorguninn fóru þrír menn frá Straumnesi á Skóg- arströnd á árabát ú-t í eyju skammt undan landi til að sækja kindur. Stuttu síðar skall vecrið á og komust mennirnir ekki til lands, Þá var farið á vélbátnum Gísla Gunnarssyni frá Stykkis- hólmi og mennirnir sóttir. Voru þeir blautir og þjakaðir, enda illa búnir til útiveru í slíku veðri. K. G.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.