Tíminn - 19.12.1957, Qupperneq 7
höfundar
7
Sagan um „Síeipni“ er rituð af
innilegri hrifningu á afburða góðliesti
Eínar E. Sæmundsen:
Sieipnir. Saga um hest.
Bókaútg. Norðri. 1957.
Saga tira hest, 336 bls. að stærð.
Ég hefi a'ldrei talið mig hesta-
mann og þess vegna þótti mór
ekki líklegt, er mér var scnd þessi
bók, að ég myndi gefa mér tíma
til að fesa svona stóra skáldsögu
um hest, þar sem yfrið nóg annað
lesefni var fyrir hendi. En strax
og cg fór iað lcsa bókina heillaði
hún mig. Mér þótti hún skemmti-
leg, nýstárleg, að ýmsu leyti lær-
dómsrfk og afburðavel sögð. Frá-
sögn höfundar er myndræn og
myndauðug. Hún speglar ljós og
skugga. Víða er hún áhrifamikil.
Fagur minnisvarði
Eins og kunnugt er var hestur-
inn fram að síðustu timum kall-
aður hér á landi „þarfasti þjónn-
inn“. Hann er farartækið, er flutti
menn bæja á milli og milli lands-
hluta, yfir fjallgarða og vatnsföll.
Á honum fluttu menn vörur sínar
úr og í kaupstað og hey af tún-
um og engjum. Hann var skemmti-
ferðafarartækið, og á honum var
fluttur póstur um landið þvert og
endilangt. Ekkert sveitaheimili
gat verið án hans. En mismun-
andi voru laun þessa þarfasta
þjóns. Væri hann reiðhestur var
honum oftast gefið gott fóður, en
væri liann áburðarklár eða áburð-
armeri, sem jafnframt voru þó
einnig oft notuð til reiðar, var
mi'kill hluti fóðursins moð og rekj
ur og annað 'það hey, er nautgrip-
ir og sauðfé átu ekki. Viðurkennt
er, að ísleir'ki hesturinn sé ratvís
og fótviss. í illviðrum liefir hann
oft bjargað mönnum með því að
halda réttum áttum, þegar mað-
urinn, er með hann fór, var orð-
inn áttavilltur. Nú eru bílar og
flugA'élar búnar að taka við mikl-
um liluta af verkefnum hestsins,
en þótt hraði þeirra og afl sé
nieira en. hans, g'eta þessi farar-
tæki aldrei haft vit fyrir mannin-
um eins og oft var um hestinn.
Þessi saga Einars Sæmundsens
er fagur minnisvarði íslenzks reið-
hests fyrir um 50 til 60 árum.
Hún mu» vekja meiri samúð og
skilning á „þarfasta þjóninum" en
nokkur ÖBnur bók, sem áður hefir
verið s’krifuð á íslenzka tungu, eink
um þó á góðhestinum. Ilún er
skrifuð af ástúð og hrifningu
mikils ‘hestamanns á afburða góð-
hesti. .Hún er skrifuð með svo
inniiegri hrifningu, að hún mun
hrífa alla þá, sem lesa hana, að
sjálfsögðu alla raunverulega hesta-
menn, en hina líka, sem engir
hestamenn eru. Höfundurinn lítur
ekki aðeíns á góðhestinn sem einn
á meðal „þörfustu þjónanna",
heldur einnig sem félaga manns-
ins, og þá fyrst sé góðhesturinn
taminn, er fullkominn skilningur
ríkir á báða bóga á viðskiptum
þeirra félaganna, mannsins og
hestsins. Maður, sem er skilnings-
sljór kLaufi, kann ekki áð fara
með góðhest, þótt hesturinn sé
fulltaminn. Maðurinn rná ekki gera
góðhest að þræli sínum, og hann
má ekki selja hann sem man.
Skyni gædd vera
Jón Eyþórsson veðurfræðingur
segir í í'ormálá fyrir sögunni:
„Þessi bók verður ekki skilin rétti-
lega né metin án þess að gcra
sér í upphafi Ijóst, að reiðhestur
er ekki skepna, heldur skyni gædd
vera, sem hugsar á sína vísu, elsk-
ar, þjáist og batar, umbunar, um-
ber og hefnir.“ Höfundur bókar
þessarar sýnir og sannar, að sumir
rnenn eru í raun og veru meiri
skepnur en vel ' vitiborinn góð-
hestur.
Ást og óvild eru sterkir þættir
mannlífsins. Ástin mun vera sterk-
asti þáttur þess. í flestum skáld-
sögum eru þgssir þættir, ást og
óvild, miklu. ráðandi um sögu-
efnið. Ást og hatur eru í sögu
þessari sýnd með sterkum drátt-
Þorsteinn M. Jónsson ritar um skáldsögu Einars E.
Sæmundsen og kallar hana heillandi og skemmtilega
um. Þessi öfl <eru örlagavaldar í
sögunni. En að því leytinu er
þessi skáldsaga frábrugðin flestum
öðrum skáldsögum, að það er ekki
ást miíli karls og konu eða móður
til barns, er valda örlagastraum-
um aðalsögupersónanna, heldur
ást milli hests og manna, og hat-
ur hests á mönnum, sem hafa
leikið Liann svo grátt, að fara með
hann eins og harðst.jóri fer með
þræl sinn. Og' ennfremur er það
séreinkenni þessarar sögu, að þótt
lesandanum verði vel við margt
af þvi fólki, sem hún segir frá,
vekur þó ekkert þeirra einis mifcLa
aðdáun hans og samhug sem góð-
hesturinn Sleipnir.
14 ára saga
Sagan nær jrfir 14 ára tífnabil
frá því að Sleipnir fæðist og þar
til hann er 14 vetra gamall. Þá
endar sagan. Höfundur hafði ekki
lokið sögunni, en hann hefir þó
verið kominn svo langt, að les-
andinn getur gert sér sögulokin
í hugarlund. Þess gætir og í tveim
seinustu köflum sögunnar, að
hann hefir ekki verið búinn að
endurskoða þá. Það er auðséð af
loforði þv'í, sem liöfundur lætur
Þórð Guðmundsson gefa séra
Bjarna og sagt er frá í 23. kafla,
að hann hefir ætlað sér að ger-
breyta þeim. En til þess að gera
þó breytingu hefir honurn ekki
enzt aldur.
Á þeim 14 árum, sem Sleipnir
hafði lifað er scgunni lýkur, v'ar
hann búinn að öðlast íjölþætta
reynslu af viðskiptum sínum við
mennina. Iíann var búinn að kynn-
ast mörgu af því bezta og því
versta í eöli þeirra. Hann var bú-
inn að kynnast greind þeirra og
heimsku, glöggskyggni þeirra og
gfunnfærni, fórnfýsi þeirra og
eigingirni, ástúð þeirra og hrana-
skap og jafnvel mannvonzku. Hann
hafði kimnzt mönnum af mörgum
stcttum, állt frá fátækum vinnu-
mönnum og kotbónda og til stór-
kaupmanns og ráðherra. Ekki
höfðu viðskipti hans við mennina
farið eftir því, hvaða stéttum þeir
tilheyrðu, enda kunni hann ekki,
þót’t greindur væri, að skynja
stéttamuninn. Hann hafði um all-
rnörg ár verið :í eigu ráðherra.
Ráðherrann skildi hann og fór vel
með hann. Sleipnir unni þó ekki
riáðhenanum en virti hann, en 17
ára stúlka, dóttir ráðherrans var
fljót að vinna hylli hans, og hann
saknaði hennar mikið, er Inin hvarf
úr landi. En í hugarfylgsnum hans
geymdist ástin á fátæka vinnu-
manninum, síðar Lausamanni og
hestatemjara, er hafði keypt hann
úr þrældómi hjá óþokka. En allra
djúpstæðust var þó ást hans til
heimahaga bernskuáranna og til
bóndans þar og fjölskyldu hans.
Líf og-tilvera Sleipnis hafði haft
mikil áhrif k líf þessara tveggja
manna. Það hafði um skeið verið
þeim aflgjafi til atorku og auk-
innar lífshamingju, en síðar valdið
óbeint öðrum þeirra dauða en
hinum langvarandi söknuðar og
hryggðar.
Römm er sú taug
Sleipnir hafði oft hefnt sín á
mönnum þeim, sem léku hann
verst. Sauðakaupmanninum, sem
með vélum og peningum hafði náS
honum frá æskuheimili hans og
ástvinum, henti hann af sér á
fleygiferð í hættulegu gili og skað-
meiddi hann. En það varð til þess,
að hann gekk fcaupum og sölum
milli allskonar skilningslítilla
manna og jafnvel óþokka. En hann
hefndi sín á þeim með því að láta
ekki að stjórn þeirra og veita
þeim þá ráðningu, að þeir kærðu
sig ekki um að eiga meir sam-1
Skipti við hann. Og loks komst
hann til manns, sem fór vel með
hann, skildi hann og bræddi klak-
Einar E. Sæmundsen,
ann úr hugarfylgsnum hans. Þeir
unnu hver öðrum, maðurinn og
hesturinn, og Sleipnir var svo
heppinn að bjarga lífi þessa vin-
ar síns í ófæru veðri. Seinna bjarg-
aði hann lífi vinar þessa vinar
síns í illfæru vatnsfalli, en þá sá
liann líka vin sinn farast af öðr-
um hesti, sem sá maður átti, sem
Sleipnir bjargaði. Þennan vin
sinn tregaði hann svo að á hon-
um sá lengi á eftir.
í sögulok er ráðherrann farinn
úr landi og Sleipnir aftur kominn
í hendur hestaníðinga. En morg-
un einn er hann horfinn. Ifann
er lagður af stað í áttina til æsku-
stöðvanna.
Jafnframt þvi, sem sagan um
Sleipni er. skáldsaga, er hún ó-
bein kennslubók í því, hvernig ala
skuli upp góðhesta og fara með
þá. Og hún mun auka skilning
lesenda sinna á því, að eftir því
sem menn fara betur með hús-
dýr sín, hafa þeir af þeim meiri
not og meiri ánægju.
Bókin er myndskreytt og vel út-
gefin að öllu leyti. Hún á það
skilið að vera keypt upp til sein-
asta eintaks nú fyrir jólin. Öllu
betri jólabók munu menn trauð-
lega íá.
Þorstcinn M. Jónsson
fiverjn eru fólgaar fyrirhugaðar
breyiingar á kosningalögunum?
RæSa Gísía Guðmundssoiiar, framsögumanns
meirihluta allsherjarnefndar ne^ri deiídar vitS
2. umrætSu kosningafrumvarpsins s. I. mánudag
Herra forseti!
Þetta frv. er um breyting-
ar á lögum nr. 7 1942, um
kosningar til Alþingis, en
þau !ög giida að miklu leyti
einnig um kosningar til
sveitarstjórna, þ.ám. tii bæj-
arstjórna.
Frumvarpið er stjórnarfrumvarp,
komið frá háttv. efri deild. Breyt-
.ingarnar, sem þaö — eins og það
er nú — hefir í för með sér, ef
að lögum verður, eru á 70., 76.,
97., 103., 105., 139., 146., 147.,
148. og 149. gr. núgildandi kosn-
ingalaga.
Breytingarnar
Breytingin á 70. gr. laganna
varðar atkvæðagreiðslu ulan kjör-
fundar. í því er svo fyrir mælt,
að kjósandi, sem greiðir atkvæði
utan kjörfundar, þ.e. fyrir kjör-
dag, s-kuli skýra kjörstjóra frá á-
stæðunni til þess að hami óskar
að neyta atkvæðisréttar slns fyrir
kjördag og gera sem nákvæmasta
grein fyrir því, hvar h-ann muni
verða staddur á kjördegi. Þessar
upplýsinigar kjósandans á að færa
inn í löggilta bók, sem frambjóð-
endur og umboðsmenn eiga aðgang
að.
Gísli Guðmundsson
Breytingin á 76. gr. er um það,
að yfirkjörstjórn í kaupstað geti
ákveðið, að kjörfundur skuli hefj-
ast kl. 9 árdegis í stað kl. 10, eins
og nú er. En utan kaupstaða eiga
kjörfundir að hcíjast eigi síðar en
kl. 12 á hádegi samkv. gildandi
lögum, og verður það óbreytt sam-
kv. frumvarpinu.
Breytingin á 97. gr. er urn það,
að slíta Skuli kjörfundi eigi síðar
en kl. 11 að kvöldi, þó þannig,
að kjósendur, sem hafa gefið sig
fram fyrir þann tíma eigi rétt
á að greiða atkvæði. í gildandi
lögum er tilsvarandi ákvæði á þá
leið, að kjörfundi megi slíta, þeg-
ar hann hefir staðið í 12 klufcku-
stundir, en þó eigi fyrr en fjórð-
ungur stundar er liðinn frá því
að kjósandi gaf sig síðast fram.
Þetta ákvæði hefir sumstaðar
verið túlkað á þá leið að halda
beri áfram kjörfundi eftir mið-
nætti þ.e.a.s. eftir að hinn lög-
boðni kjördagur er liðinn, og
munu þess dæmi að "kosning hafi
staðið til kl. 3—4 aðfaranótt næsta
dags. Þessi túlkun ákvæðisins get-
ur að sjálfsögðu reynzt í mesta
máta varhugaverð, ef langt er
gengið í því að skipuleggja kom-
ur kjósenda á 15 mínútna fresti,
og koma þá til meðferðar ný vanda
mál, t.d., hvort þeir skuli hafa
kosningarétt, sem verða 21 árs dag-
inn eftir hinn lögboðna kjördag.
Nú ér úr þessu skorið, ef frv.
verður að lögum. Eftir kl. 11 kjósa
þá þeir einir, sem hafa gefið sig
fram, fyrir þann tíma. Má þá telja
tryggt, að kosningu sé lokið kl.
12 á miðnætti, eða við lok hins
lögboðna kjördags. Kjósendur í
kaupstöðum eiga þess þá kost að
greiða atkvæði frá kl. 9 að morgni
til kl. 11 eða rúmlega það að
kvöldi, ef yfirkjörstjórn notar
heimild 2. gr. fi*v. um að setja
kjörfúnd kl. 9 í stað kl. 10 f.h.
Getur kosning þá staðið yfir í
rúml. 14 klukkustundir. Er í þessu
sambandi rétt að nefna það, sem
(Framhald á 8. síðu.)
Á víðavangi
Islenzku blöðin um 1
bréf Búlganins
ÖIl dagblöðin birtu forustu-
greinar í gærmorgun um bréf
Bulganins.
í forustugrein Mbl. sagði m.a.
á þessa leið: „Sjálfsagt er, að ís-
Ienzk stjórnarvöld verða af fullri
alúð að kynna sér og meta til-
boð Sovétstjórnarinnar um á-
byrgð á öryggi íslands.“ Að öðru
leyti tekur Mbl. ekki afstöðu til
tilboðsins.
f forustugrein Þjóðviljans
sagði m.a.: „Okkur ber að öllu
sjálfráðu að beita okkur fyrir
því innan Atlantshafsbandalags-
ins, meðan við erum aðilar að
því, að samið verði um deilu-
málin stig af stigi með þraut-
seigju og festu“. Tekið er undir
tiliögu Bulganins um hlutleysi
íslands.
í Alþýðubiaðinu er tillögunni
uin hlutleysi fslands alveg hafn-
að, en áherzla lögð á góð við-
skipti við Sovétríkin.
Svona var það
Það gerist nú daglegt brauð
að sjá hneykslunarpistla í Mbl.
út af því að ekki sé haft sam-
ráð við stjórnarandstöðuna um
ýmis mál. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins eru annað slagið að
reyna að belgja sig út af vand-
lætingu af þessu tilefni, en tekst
það illa. Er heldur ekki nema
eðlilegt að leikaraskapurinn mis-
takist hjá þeim, sem ekki eru
eins útfarnir í iistinni og formað-
ur flokksins, því að þingm. rnuna
vel, liver háttur var á hafður að
þeirra eigin frumkvæði meðan
íhaldið sat á palli í stjórnarráðs-
húsinu. Það var til dæmis ein-
dregin krafa íhaldsforingjanna i
þá daga, að stjórnarflokkarnir
sjálfir réðu úthlutun atvinnu-
aukningarfjárins, en stjórnarand-
staðan kæmi ekki að því máli.
Þegar íhaldsráðherrarnir sáu að
stjórnartíð beirra var að verða
lokið, ruku þeir upp til lianda
og fóta og fluttu tillögu um
nefudarskipun til að fjalla um
þessa úíhlutun. En sú tiltekt var
ekkert nema pólitískt lierbragð
gert í tímahraki. Stefnan var að
stjórnin sjáíf réðu úthlutuninni
og ekki aðrir. Menn geta séð
af þessu, af liverjum heilindum
þáð er gert nú, er íhaldsþing-
meim deila á núverandi stjórn
fyrir samskonar vinnubrögð,
enda förlast Bjarna í leikmennt-
inni þótt honuin sé tíðförult í
ræðustólinn.
• j
jjvona er þaS
Það er erfitt að taia um að
ílialdsforingjarnir hafi stefnu í
nokkru máli, því að vindurinn
stendur af ýmsum áttum og hags-
munirnir kalla stundum úr fjór-
um hornum í senn. En ef um
stefnu er yfirleitt liægt að tala,
þá var það stefna Sjálfstæðis-
flokksins í fyrrv. stjórn að úti-
loka stjórnarandstöðuna frá þátt-
töku í sem flestum stjórnarat-
höfnum. Úíhlutun atvinnuaukn-
ingarfjárins var áður talin. í
Iánsfjármálum til íbúðabygginga
var sama uppi á teningnum. Það
var krafa íhaldsforingjanna að
stjórnarflokkarnir hefðu þar ein-
ir öll ráð. Og gilti sú skipan
meðan fyrrv. stjórn sat. í tíð
núverandi stjórnar situr stjörnar-
andstaða aftur á móti í húsnæð-
ismálastjórninni og er betur að
henni búið nú en áður var. Sama
er að segja um innflutningsskrif-
stofuna. Nú liefir stjórnarand-
staðan fulltrúa í nefndinni gagn-
stætt því, sem áður var. Að öllu
þessu athuguöu er ljóst, að þing-
i mönnum Sjálfstæðisflokksins
i ferst illa að burðast með vand-
t lætingu út af fyrirkomulagi þess-
ara mála nú. Þeir meina heldur
ekkert með þessu skrafi. Því er
j aðeins ætlað að lialda við. áróð-
vrs- og blekkingabálimi, sem
j Mbl. kyndir 6 daga vikunnar.
Tætir allt í smærra, smærra
Það fór heldur lítið fyrir boð-
skap Bandarílijamanna á NATO-
fundinum í Morgunblaðinu í gær.
(Framhald á 8. síðu.)