Tíminn - 03.01.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1958, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstudaginn 3. janúar 1958. 7 í öryggi ef við viljum það sjálf, og nógu mörg... Ég veit að vísu, að óvissa ríkir um afkomu ýmissa þjóða, sem framarlega standa en fráleitt er að jafna því við okkur. Við finnum það öll og höfnm fundið í mörg ár, að við stöndum á mjög ótraust- um isi. Þetta er af ástæðum, sem ég hef að nokkru rakið — við höfum haft miklu úr að spöa og spilað djarft. Það á ekkert skylt við víl eða vol að kannast xnannlega og drengilega við yfirsjónir sínar og gáleysi á undanförn- um árum — um leið og við gleðjumst yfir hinum niiklu átökum þessa tímabils. — Það er heídur engin ástæða til að víla, því að við höfum nú feagið þá möguleika í hendur, að við getum sannar- lega breytt hinu ótrygga i ör- yggi, ef við viljum það sjálf, sameiginlega og nógu mörg. Fordæmi atvinnu- rekandans Mér er það vissulega Ijóst, að lítið þýðir að tala um ör- yggi í fjármálum og að fram- leiðslan í þessu landi beri sig, vneðan búið er að henni með þvi hagkerfi, sem hér ríkir. En áður en ég kem að því, langar mig til að minnast á annað. í landi einu í Vestur- Evrópu, þar sem ríkið styrkir framleiðsluna •— þó ekki í neitt svipuðum mæli og hér — tók einn framleiðandi sig' til, þaulathugaði allan kostn- að við framleiðslu sína, sam- ræmdi vélakostinn, sparaði alls staðar, þar sem unnt var að spara og beitti ýtrustu hagsýni. — Hann svndi það með nákvæmum reikningum eftir árið, að framleiðsla hans skílaði arði og hann neitaði að taka við styrkjum frá rík- inu. Fordæmi þessa manns hefir að vonum vakið geysi- athyg'li víða um lönd. Mönn- um hefir skilizt, að hinar gömlu dyggðir, sparsemi, nýtni, hagsýni í hvívetna, sem ekki hafa átt upp á páll- borðið síðustu ár, eru miklu stæm og þýðingarmeiri þátt- ur í lífi og kjörum þióðanna en menn' hafa gert sér grein fyrir. Óvíða um lönd munu þessar dvgeðir almennt hafa verið iafnrækilega afræktar og með okkar þjóð í og eftir síðustu styrjöld. Má áreiðanlega rekia það ,til þess, að í stvriöldinni skolaði á land og í hendur þessarar ■ fátæku þióðar fvrirhafnarlít- ið miklum fiármunum. Auð- fenginn auður fer oft fljótt. Frá béssu eru miklar og ánægiulegar undantekningar með þióð okkav. Mikill hluti hinna stóru stétta, sem úr fremur litlu hafa að snila, hefir rækt bessar gömlu dyggðir alla tíð, enda mundi margur ekki komast af án þess. En það, sem ég áðan saeði. stendur jafnóhaggað þrátt fyrir bessar undantekningar. Tiónið, sem þióðin hefir af þessu hlotið, verður aldrei í tölum talið. og er bó fiár- málatiónið eitt smávægilegt samanborið við þann skaða, sem eyðslusemi og óhóf hafa valdið á öðrum sviðum þjóð- lífsins — og sumt verður ekki bætt. Fornar dyggíir Það er óbifanleg skoðun mín, að þótt okkur auðnist að breyta hagkerfi okkar svo, að framleiðslan komist að nýju á eðlilegan rekstrar- grundvöll, muni það eitt ekki duga okkur í lengd til að tryggja afkomu framleiðsl- unnar, velmegun og góð lífs- kjör þjóðarinnar, nema spar- semi, nýtni og hagsýni séu með í verki. Sá tími er að koma, og þarf að koma, að ekki verður spurt um það fyrst og fremst, hve framkvæmdin sé stór og glæsileg hið ytra, heldur um hitt, af hve mikilli hagsýni hún sé gerð. Það verður auðvitað alltaf þýðingarmikið að hafa mikla framleiðslu. En það verður þó ekki siður um hitt spurt, með hve litlum tilkostnaði hafi tekizt að framleiða, án þess að skerða kjör þeirra,, er að framleiðslunni vinna. Þannig munum við neyð-j ast til að hugsa, ef við gerum það ekki af öðrum ástæðum. En æskilegast er, að við þurf um ekki að neyðast til þess, | því að við vitum flest af dóm- ( greind okkar og yfirvegun, i hvað það er, sem við þurfum . að gera, og við ætlum okkur að gera það í tíma. Og fleira þarf til að koma, sem þó er hvorki stærra né meira en sú nauðsynlega hug- arfarsbreyting okkar, er ég nú hef rakið. Emkenniiegt hagkerfi Hér á landi höfum við í mörg undanfarin ár búið við ] mjög einkennilegt hagkerfi. Það hefir þrengt svo kosti I framleiðslunnar, að rikið hef- i ir orðið að greiða hallann af rekstri hennar, — árlega og í vaxandi mæli. — Þessi hátt- ur var upp tekinn i lok ársins 1946. Gerð var tilraun til að hverfa frá því, en var tekið upp að nýju og var komið í þrot 1956, — framleiðslan að stöðvast. Þá var aflað auk- inna tekna til að styðja fram- leiðsluna og kerfinu breytt nokkuð — en er þó enn upp- bótakerfi. Ástæðan til þess, að hinar stóru vinnustéttir völdu enn þetta kerfi með breytingum við síðustu áramót, er sú, að með því er hægt að halda ýmsum neyzluvörum almenn- ings í lágu verði og örva fram leiðsluna um stund. — Þetta er gert þannig, að gengi ís- lenzku krónunnar er skráð miklu hærra en það er í raun og veru. Með þessu gengi og án aðflutningsgjalda eru ýms ar helztu nauðsynjavörurnar keyptar inn í landið og jafn- framt eru innlendar nauð- synjavörur greiddar niður. En þegar um aðrar vörur er að ræða frá öðrum lönd- um, er gengi krónunnar fellt því meir sem varan er talin óþarfari. Þessi dulbúna geng- isfelling, sem framkvæmd hefir verið í mörg ár, er gerð í formi svo hárra aðflutn- ingsgjalda, að kaupandi sumra erlendra vara fær fyr- ir sínar íslenzku krónur V% — allt niður í lA af skráðu gengi — krónunnar. Tekjurnar af þessu eru svo notaðar til þess m. a. að halda framleiðslunni á floti og örva hana. Hið sanna er, að á krón- unni eru nú og hafa verið árum saman mörg gengi, allt eftir því, hvað fyrir hana er keypt. Kostirnir, sem vinnu- og láglaunastéttirnar hafa séð við þetta kerfi, hafa áður ver- ið taldir. Gallar núverandi skipuiags Gallar þessa hagkerfis eru hins vegar æði margir, eink- um ef það stendur til lengd- ar, enda telja fjármálasér- fræðingar, að það fái ekki staðizt til "rambúðar. 1. Þess er þá fyrst að geta, að framleiðendur þurfa við hver áramót að sýna rikis- stjórninni reikning yfir tapið, sem þeir verða að fá greitt næsta ár. Það þarf yfirmann- legan heiðarleika til þess, að sá reikningur sé réttur íil lengdar. 2. Fjárhagskerfi þetta dregur meir en allt annað úr sparsemi, nýtni og hagsýni — er við þurfum mest á að halda. Reikningurinn sýnir sennilegan kostnað, en ríkið greiðir tapið á rekstrinum. 3. Erlendur gjaldeyrir rennur í stríðari og stríðari straumum úr landi fyrir vör- ur, sem keyptar eru með hinu skráða gengi krónunnar og mjög lágum innflutnings- gjöldum. Fólk finnur fljótt, að þær kosta svo lítið saman- borið við annað, að þær eru af þessari ástæðu notaðar meir en ella væri gert. 4. Vaxandi deilur rísa um það, hvaða innflutningsvörur eigi að bera aðflutningsgiöld- in — og hve há, sbr. iarðhita- borinn fræga. — Hætt er við, að þetta liði kerfið í sundur, er tímar líða. 5. Framleiðendur hætta að hugsa um það, fyrir hvaða framleiðslu fáist hæst verð erlendis og bezt borgi sig þióðhagsleea að framleiða. Ríkið gre’ðir tanið. •— Nýiar framleiðslugreinar rísa ekki á fót, bótt þær beri sig betur en gömlu atvinnuvegirnir. Rikið hefir ekki bolmagn til að greiða meiri töp. Þetta veldur hættulegri stöðnun. 6. F.iármálamenn, erlendir sem innlendir, hafa ótrú á þessu hagkerfi og það dregur úr trausti á bióðinni og fjár- málum hennar. Afgreiísla fjárlaga Eins og kunnugt er, hafa nú fjárlög verið afgreidd á Alþingi og samningar virðast vera að nást við útgerðar- menn og sjómenn, þannig að ekki þarf að verða töf á, að vertíð hefjist að þessu sinni. Meiri hluti fjárveitinga- nefndar Alþingis segir í áliti sínu, að mikill hluti þeirrar fjárfúlgu, sem ætluð er til dýrtíðarráðstafana innan- ■ lands, hafi verið tekinn út J úr fjárlagafrumvarpinu. —’ Og bendir meiri hlutinn enn fremur á, að sá þáttur efna- hagsmálanna, sem þessi fúlga | er ætluð til, verði leystur ásamt öðrum þáttum þeirra mála, m. a. þeirra er útflutn- inginn varða, á framhalds- þinginu eftir áramótin, að lokinni þeirri athugun fram- leiðslu- og efnahagsmálanna, er nú standi yfir á vegum ríkisstjórnarinnar. Þegar fjárlög voru af- greidd, lá ekki fyrir samn- ingurinn við sjávarútveginn og því ekki vitað, hverra f jár- muna var þörf til að halda uppi því kerfi, sem nú er í gildi. Nú er samningunum lokið og allt um þetta Ijósara en áður. Það verkefni, sein fyrir framhaldsþinginu ligg- ur, er auðvitað að tryggja hallalausan i'íkisbúskap og örugglega rekstur framleiðsl- unnar. Rannsókn efnahags- málanna Rannsókn efnahagsmál- anna er nú íramkvæmd af nokkrum þekktum hagfræð* ingum ásamt fimm manna nefnd, sem er skipuð einum fulltrúa frá bændasamtökun- um, einum frá Alþýðusam- bandi íslands og einum full- trúa frá hverjum stjórnar- flokki. Niðurstöður af þessurn at* hugunum á framleiðslu- og efnahagskerfinu liggja ekki fyrir fyrr en nokkru eftir áramót. Um þær er því ekk- ert hægt að segja enn sem komið er og þá ekki heldur um væntanlegar tillögur rík- isstjórnarinnar i þessum mál- um. En hver sem niðurstaðan verður, hvort sem hún verð- nr hoMa núverandi hag- kerfi með öflun tekna eftir þörfum, eða breyta um hag- kerfi með einhverjum hætti, er það víst, að það verður ekki gert nema í samráði við fulltrúa bænda, fiskimanna og annarra vinnustétta, enda árangur vægast sagt ótrygg- ur án þess. — Og þeir, sem grætt hafa á brevtingum fjár hagskerfisins til þessa, þurfa til einskis að hlakka Núverandi ríkisstjórn tók við efnahagskerfinu í strandi. Það þarf mikla dómgreind, mikinn stjórnmálaþroska hjá vinnustéttunum, sem að rík- isstjórninni standa, til þess að taka við fallandi hagkerfi og breyta því í samstarfi við rikisstjórn í það horf, sem þörf kann að krefjast. Slíkt samstarf milli ríkisstjórnar og stétta kostar mikla vinnu og þolinmæði. En það er óbifanleg' sannfæring mín, svo sem verið hefir, að hún sé eina sæmilega færa leiðin til lausnar þessara miklú vandamála þjóðfélagsins. Því ber að reyna hana til þrautar. Dómgreind til a(S sjá rétt Ég hef þá skoðun, að stjórn hæfni flokka og stétta sé mik ið undir því komin að hafa dómgreind til þess að sjá. hvað er úrelt, iafnvel þó að maður hafi haldið fast í það, og manndóm til að hlýða þeirri dómgreind og taka upp < Framhald á 8 sí8u->

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.