Tíminn - 03.01.1958, Blaðsíða 8
T'ÍM INN, iö&iudaginn 3. janúar 1958.
fr
Minníngarorð: Eiríkur Magnússon
Ræða forsætisráðherra
„Gott mannorð er betra en
miikill auður, vinsæld betri
en siifur og gull.“
Sal. Orðskv.
Eiríkur Magnússon að Stórholti
18 í Reykjavík andaðist 20. desem-
toer síðastliðinn sjctíu og fjögurra
áxa að aldri. Hann var fæddur 29.
ágúst 1883 að Arabæ í Gaulverja-
bæjarhreppi, sonuir hjónanna
Magnúsar Magnússonar og Krist-
rúnar Bjarnadóttur frá Önundar-
faolti í ViUingaholtshreppi
Eiríkur var nýkominn til vinnu
sinnar að morgni í trésmiðjuna
Byiggir hf., þar sem hann hafði
unnið frá stofnun þess fyrirtækis
eða í 13 ár, er hann hné niður.
Hann giftist eftirlifandi konu
sinni Þorkelínu S. Þorkelsdóttur
12. desember 1914 og varð þeim
hjónum 7 barna auðið en 6 þeirra
komust til fullorðinsára. Þau eru:
Jóhann, Magnús, sem er bóndi í
Suimaríiðabæ, Sigrún búsett í
Reykjavík, Gíslína Guðrún, búsett
í Kaupmannahöfn, Kristján gjald-
fceri hjá Jóni Loftssyni heildverzl-
un og Þóra búsebt í Reykjavík.
Þau hjónin hófu búskap í byrj-
un fyrra stríðs við lítil efni eins og
jþá var algengt í lágsveitum Suður-
lands. Bjuggu þau 'íyrst á Syðri-
SýTlæk í 9 ár. Síðan í 13 ár að
Arabæ í sömu sveit. Eiríkur stund
aði jafnan með búskapnum smiðar
og ýmsar viðgerðir á húsum og á-
höldum og var þó eigi lærður smið
ur. Hann lagði gjörva hönd á
margt, smíðaði t. d. orgel og lét
panta fyrir sig hljómborðið erlend
is frá, og þótti það dágott hljóð-
færi. Eiríkur var gleðimaður á
yngri árum og tók þá jafnan lagið
í góðra vina hóp enda músikalskur
í bezta lagi.
Eftir að þau hjón fluttu til
Reykjavíkur vann Eiríkur ýmis
störf og var tíðum við fyrirtæki
Helga Magnússonar kaupmanns
hér í bæ við viðgerðir á liúsum
hans o. fl. Var Eiríki jafnan mjög
hlýtt til þessa frænda síns en þeir
voru skildir. Veit ég af eigin
reynslu, að ekki hefir Eiríkur skrif
að á vinnuseðla sína fleiri stundir
en han,n raunverulega vann svo
dyiggur og heiðarlegur sem hann
var í hvívetna.
Því hefir mýlega verið haldið
fram að síðasti hluti 19. aldar
hefði verið í mörgu hagstæður
sveitunum. Þetta kann að vera rétt
1 sumum landshlutum. En mikil
var fátækt smábænda og fiski-
manna í sjávarþorpunum syðra um
þær mundir.
Þó var andblær nýs tíma eigi
langt undan. Nýjar féiagsm.stefn-
ur skjóta upp kollinum, það hyllir
undir vaxandi trú manna á því að
hægt sé að lifa mannsæmandi lífi
á þessu landi. Pólitískt vald flytzt
bráðiega inn í landið, verzlunin
verður innlend og fólkið sjálft tek
ur hana í eigin hendur með til-
fcomu samvinnustefnunnar. Eirik-
ur var samvinnumaður frá fyrstu
tóð, hann þekkti baráttuna við
hina „dönsku“ á „Bakkanum" og
brást aldrei í þeirri baráttu fyrir
„samvinnu til sjálfsbjargar”. Hann
byggði trú sína á reynslu og þekk
ingu og þar af leiðandi fylgdi hann
Framsóknar og samvinnubændum
til hinsta dags. Hann safnaði „biað
inu sínu“ eins og ’hann orðaði það,
þ. e. Tímanum og ætlaði að láta
binda það allit svo erfingjarnir
gætu gluggað í það.
Eiríkur var réttsýnn og góður
drengur og dáður af samstarfs-
mönnum fyrr og síðar. Fylgja hon
um því nú góðar óskir og þakklæti
út yfir hið mikla haf. Hann stóð
meðan stætt var í starfinu og þann
ig mun .minning hauis lifa með okk
ur sem störfuðum síðast með hon-
um, heiðvirður, glaður og góð-
gjarn.
Borgþór Björnsson.
Fyrir tæpum fjórum árum
kynntist ég fyrst vini mínum Ei-
ríki Magnússyni á ylbjörtum júni-
degi. Síðan hefir samvera okkar
varað um mánuði og ár, en í húmi
kvöldsinis, 20. desember barst mér
fréttin uim að hann Eiríkur væri
dáinn.
Hljótt og fyrirvaralaust kom
dauðinn og flutti þennan gamla
eljusama og sístarfandi mann inn
á annað tilverustig.
í starfinu hné hann niður meðal
vina og félaga. Þessa hafði hann
líka oft óskað.
Eiríkur var að ýmsu leyti sér-
stæður og sjáifs'tæður að persónu-
leika. Þrátt fyrir aldur og þverr-
andi heilsu var hann síglaður með
gamanyrði á vörum og hlýju í við-
móti. Eg sá hann aldrei í slæmu
skapi. Hlýjan og glaðlyndið voru
þau eiinkenni* er vöktu athygli
aHra sem kynntust honum og
glæddi vináttu milli þeirra er með
honum voru.
Því söknum við hans nú og
finnst tómlegt í kringum okkur.
Eiríkur liifði lengst af í skauti
sveitanna, og var ósvikinin sonur
þeirra, unnandi þeirra og aðdá-
andi, svo að aðra þekkti ég ekki
fremri.
Hann unni til hinztu stundar
fornri og nýrri þjóðlegri menn-
ingu, sem birtist í daglegri um-
gengni í drengskap, góðvild og
eljusömu starfi. Þar var 'hann okk-
ur vinnufélögunum fyrirmynd. Og
nú sendum við vinnufélagarnir út
í ómælisgeyminn kveðju okkar og
þökk fyrir bros hans og samstarf.
Þegar við fylgjum jarðnesku leif-
um hans fil hvílustaðar í sveitinni
hans þar sem brimið svellur við
ströndina og búsmalinn breiðist
um blóml'egt hérað.
Blessuð sé minning hans.
Kristján Hjaltason.
Eiríkur Magnússon verður á
m’orgun lagður til hvíldar við hlið
feðra isinna að Gaulverjahæ. í Ara
bæ bjuggu foreldrar hans al’lan
búskap og í Traustholtshólum í
Þjórsá bjuggu afi hans og amma
en sá bær er fyrir löngu kominn i
eyði, eyddur af vatni.
Kynni mín af Eiríki hófust ekki
fyrr en hann flut'tist til Reykjavík-
ur. Fyrir þau kynni er ég þakklát-
ur. Hann lét það verða eitt sinn síð
asfa verk að senda mér jólakveðju
sem ég hér með þa'kka og grunaði
mig ekki að hann væri látinn er
ég fékk kveðju hans á aðfangadag.
Á Eiríki þarf ekki að hafa langa
lýsingu, hann var göfúgur maður
sannkristinn hófsamur og vinnu-
samur.
Eiríkur var góðlátlega gaman-
'Samur. Snyrtimenni var hann en
'saigði til gamans „það er enginn
hirða á hausnum á mér síðan kýr-
in hætti að sleikja mig“ mun þetta
hafa verið hans hugljúfa kveðja ti’l
sveitas'tarfanna og æskustöðvanna.
Gamansemi hans kom og fram ef
minnst var á hve iðinn hann væri
að sækja kirkju „Það er vissara",
sagði hann.
Eiríkur féll í stríðinu 20. desem
ber. Ef samvinnuhreifingin ætlaði
að reisa minnismerki yfir hinn ó-
kunna samvinnuniann, þá ætti Ei-
ríkur S'kilið að hvíla undir því
minnismerki. Hann var samvinnu-
maður í trú og verki, en ekki mun
hann hafa verið kallaður til að
mæta á full't.rúafundum eða vera
í félagsstjórnum, nei, hann var
hi.nn óþekkti samvinnumaður, hinn
nafmlausi trúboði saanvinnustefn-
unnar.
Eiríkur hafði ekki tækifæri til
að gerast viðreistur, þó fór hann
til Dammerkur fyrir nokkrum ár-
um og er ég hitti hann efíir heim
komuna, sagði hann mér að ferðin
og fríið hefði verið heldur stutt
og vildi ég fá skýringu á því. Jú,
það var heldur stutt vegna þess að
hann hafði ekki ai'veg lokið við við
gerð á faúsi dóttur sinnar og
temgdasonar, þegar hann þurfti að
fara heim aftur. Lýsir þetta vel
vinnusemi hams.
Það er huggun cg gleði fjöl-
skyldu hans og vinum að geta
framvegis jafnan minnst hans þeg-
ar þeir heyra góðs manns getið.
Gunnar Ámason.
Sjötugur: Erlingur Þ. Sveinsson,
bóndi, VíðivöIIum
Hann er Skagfirðingur að ætt
og fæddur á Tumguhálsi í Tungu-
sveit 21. desember 1887.
Voru foreidrar hans litlum efn-
um búin og erfitt einyrkjum á
þeim 'tíma, með stóran barnahóp á
framfæri að fleyta sér og sínuim
'fram til bjargar frá neyð og sikorti.
Foreldra Erlings þekkti ég ekki og
móður hans sá ég aldrei, en ein-
hvern vegimm finnst imér að það sé
móðurhöndin og móðurkæríeik'ur-
inn, sem mest hafði setit mark sitt
á manninn og mótað s'kapgerð hans
og hið hlýja og óþvingaða viðmót,
sem homum er svo eiginlegt, að
það sé arfur frá móðurinni, sem
átti 6 börn á rúmum átta árum.
— Eriimgur elstur — bjó við Mtil
efni, ef ekki í sárri fátækt og
hafði því litlu að miðla öðru en
móðurástinni' og takmarkalausri
umhyggju fyrri velferð barna
sinna. Þessi var arfur Erlings. Dýr
asti arfurinn og farsælasta vega-
nestið á lifsleiðinni.
Þegar Erlingur var 10 ára urðu
foreldrar hans að bregða búi vegna
vanheiisu móður faans og losnaði
hamn þá að mestu úr tengslum við
foreldra sína og miissti móður sína
ári síðar.
Næstu árin fram til fermingar
var hann svo á ýmsum stöðum, en
úr því fór hann svo að reyna að
vinna sér eitthvað inn, því húgur-
inn stefndi að því að afla sér firek
ari fræðslu og haustið 1907 fór
hann svo í Gagnfræða.skóla Akur-
eyrar og lá við, að þar yrði hann
að hætta námi á öðrum vetri vegna
fjárskorts, en góðir menn og guð-
hræddir falupu þá undir bagga og
gjörðu honum kleift að ljúka því
vorið 1910.
Að því loknu fór hann svo aftur
heim í Skagafjörð. Sumarið 1909
var hann kaupamaður á Eiríks'stöð
nm á Jökuldal, en þar var oft gott
kaup í boði og s'kilvísilega greitt.
Þá var þar og gleðskapur og rausn
mikil, sem Erlingi var að skapi.
Aftur fór hann svo í Eiríksstaði
haustið 1911 og dva'ldist á Jökul-
dal þar til 1917 að hann gifti sig
Margréti ÞorS'tein’Sdóttur á Aðal-
bó'li, Jónssonar bónda þar. Erling-
ur byrjaði svo búskap hér í Fljóts-
dal vorið 1918 á erfðahluta konu
sinnar á Viðivöllum. Jörðin hafði
komið til skipta eftir afa Margrét-
ar, no’kkur jarðarhundruð í hlut,
úr hálflend'unni. Hafa þeir feðgar
nú eignast þá og eiga því hálfa
Víðivelli — og hefir búið þar síð-
an. Hann er nú að draga sig út úr
(Framhaid alf 7. síðu).
nýjar vinnuaðferðir, sem eru
við hæfi nýrra tírna.
Ég skal nefna dæmi máli
mínu til skýringar og stuðn-
ings. — Um öll Norðurlönd
var það framan af hefðbund-
in skoðun og kenning í verka-
lýðshreyfingunni, að svo til
engar hömlur mætti leggja á
verkalýðsfélög. stór eða smá
í þvi, að gera verkföll með
sem stytztum fyrirvara. —
Einn af bezt metnu yerkalýðs
foringjum á Norðurlöndum
benti mér á það nýlega, að
þessi kenning væri ekki að-
eins úrelt að skoðun verka-
lýðshreyfingarinnar, heldur
afnumin af henni sjálfri eft-
ir dýra reynslu. Lítil félög —
fárra manna hópar — gerðu
langvarandi verkíöll, sem
hefði verið hægt að komast
hjá, en urðu til lítt bætanlegs
tjóns fyrir fjölmennar vinnu-
stéttir. Nú hafa verkalýðsfé-
lögin um öll Norðurlönd sjálf
sett reglur um þessi mál, þar
sem meðal margs annars er
komið í veg fyrir verkföll,
eftir því sem þau telja sam-
rýmast sínum hag — og þjóð-
félagsins. Nú eru vinnusamn-
ingar yfirleitt gerðir til
tveggja ára um Norðurlönd
og byrjað á þriggja ára samn-
ingum. Þannig breyta þrosk-
aðar stéttir vinnuaðferðum
sínum í samræmi við reynslu,
en halda ekki dauðahaldi í
gamlar kenningar, þótt þær
hafi átt við fyrir áratugum.
En í þessum löndum er hagur
vinnustéttanna betri en ann-
ars staðar og sama máli gegn-
ir um hag þjóðfélaganna
umis tangi liíf sins ú t á við og inn á
við en við 'tekur einkasonur þeirra
hjóna og lofar góðu um fraimtíð
búskaparins, enda vel í hag búið.
Ágætt íbúðarhús byiggt, cg útihús
þriflega umgengin, og bústofn góð-
ur. — Afabcrnin 5 s'eim nú njóta
þeirra eigi'nleika, sem Eríingi eru
h'Ugþekkastir, en það er að um-
gangast börn, fræða þau og gleðja,
inóta og þroska.
Erlingur varð fljótt vinsælil hcr
í hreppi og hlóðust því birátt á
hann ýmis >trúnaðarstörf. Þannig
hefir hamn setið í S'katta'ne'fn'd ó-
slitið í 30 ár. Verið oddviti í 8 ár,
og í hrepp.- nefnd um 20 ár. í
stjórn Búnaðarfélags' Fljótsdæla
nær 40 ár. Söng sig inn scm safn-
I aðarfulltirúi sitt fyrsta ár 'hcr og
! cr enn. Hann hefir verið fu'lltrúi á
j aðal'fundum Kaupfólags Hóraðsbúa
| fjölda ára og endurikoðandi reikn-
inga þess, að óg ætla uim 25 ára
skeið. Endurskoða'ndi reikninga1
Ræktunarsambands Vestur-Hóraðs I
frá stofnun, og fuiitrúi á aðalfund-1
um þess, o. fl.
Þetta læt ég -nægja. Það sýnir
það traust sem hann hefir áunnið
sér, og því hefir hann ekki brugð-
ist, enda maður, sem hefir það æ-
tíð hugifast að gjöra rótt í öllu
starfi.
Eg ætla mér efcki að skrifa langt
mál um Erling á Víðivöl'lum og
síst af öllu oflof eða skrum, því
slíkt veit ég að hann fyrirlítur og
ég veit að 'hann hefði helst kosið
að 'Stíga í þögninni upp á áttunda
þrepið. — Og svo Erlingur: Mér
þótti sem það minnsta væri, að ég
léti þig 'til mín faeyra, svo þú viss-
ir að ég hefði ekki gleynit gömlum
og góðum kynrnim og löngu sam-
starfi á ýmsumu sviðum. Þeirra
minnist ég með þakklátum hug, og
sendi þér og þínum bezbu ham-
ingjuóskir í tilefni afmælisins.
Lifðu heill og lengi!
Vigfús G. Þorniar.
sjálfra. — Og í þessum lönd-
um hefir öllum almenningi
skilizt, a3 í hinu tækniþróaða
þjóðfélagi nútímans má —
hvað sem öðru líður — fram-
leiðslan ekki stöðvast. Fari
svo, er voðinn vís og ekki
hægt að endurheimta þau
verðmæti, sem við það glat-
ast.
Afanfi á lei'ð
frainfararma
Vandamálin eru mörg nú
sem fyrr. Þau munu á kom-
andi árj verða rædd af mörg-
um og frá ýmsum sjónarmið-
um. Ég læt hér staðar numið.
Ég hef kosið mér takmarkað
umræðueíni, — efni, sem ég
vona að þjóðin gefi sérstak-
an gauin nú um leið og gamla
árið kveður og nýtt ár geng-
ur ? garð.
Ég hef dregið upp rnynd
af nýjum áfanga á leið fram-
faranna í þessu landi. En
jafnframt hef ég rakið nokk-
uð þann vanda, sem tengdur
er við hið ófullkomna efna-
hagskerfi okkar (slendinga,
— vanda, sem ber að íeysa
með hagsmuni þeirra fyrir
augum, sem i landinu lifa og
starfa og eiga að njóta gæða
þess og árangurs vinnu sinn-
ar.
Ég veit, að gæfa bjóðar er
nijög undir því komin, að
hún skilji viðfangsefni sín á
hverjum tíma og eigi and-
legt þrek til að viðurkenna
staðreyndir. hvort sém það er
ljúft eða íeitt.
Að lokurn óska ég öllum
íslendineum, nær og fjær,
árs og íriðar.
►réttur o9 Þrokl
tfl itarfaogletkf l i
SÓL GRJÓNUM
tfeðhr 09 ttdnlr (i krtftt 99 þdt \
Mt »«yxl« h«tUvumtegr*
Mruidl ÍÓL G R JÓNA, h tí r«gf{ö>
Mm «ru fllóðuó 09 tmátðxuö*
lorWÖ t>M i hvtrfum morgnl«§
|térMfö«gg|»hvftu«MI,ktlk.fotlöf
«f ftm, »uh B-f)ðr*fn», tlh muét
tynktg «fnl Ukamanum, þýðingtM
Mkfl fjrrlr h«R»
«•
Itarftþruklft 09
flMrftgtcöln*.
{ borðifl
jSÓL
GRJÓN
«W» uHr* Mtt
flflMM'
MMMttinttM>kt>kiiií«tziiii.HtrttitttiiiiiiiiiiiiRrBmniiitiigiiiirnM
] ÖSf og PiLUHKítf? |
f Viögerðir á úrum og kiukt i
1 um. Valdir fagmeca og £uli |
jkomiB verkstæði teyggjal
I örugga þjónustu |
j Afgreiðum gegu pósfkrðfu I
I fcSlQnranissBB I
- akflriðQPttvsizlM
Laugaveg 8.
■iMiiiititiniitBtiit»iiatMiBi)rjtitiuiiniiuutinntiiiiitm«»M