Tíminn - 05.01.1958, Qupperneq 7

Tíminn - 05.01.1958, Qupperneq 7
TÍMINN,; sunmidaginn 5. janúar 1958. 2 — SKRlFAÐ og skrafað — Úrræðalaus og geðill stjórnarandstaða. - Erfðaskrá Árna Magnússonar. - Reynslan hnekkir glundroðakenningunni. - Efling Framsóknarflokksins í hæjunum. - Félagsmálastjórn Stein- gríms Steinþórssonar. - Hættan, sem fylgir löngum yfirráðum eins flokks. - Sýnishorn spilltra •• r< stjórnarhátta. - Baráttan gegn Sogsláimmim. - Sóknarhngnr Framsóknarmanna um land allt Nýtt ár er gengið i garð. For- ustumenn sljórmnálaflokkanna hafa að vanda notáð það tækifæri til að gera þjóðinni grein fyrir viðhorfum sínum og fJokka sinna. Eins og vænta ' mátti, beindist mest athygli að árámótaræðu for- sætisráðberra og áramótagrein leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Ræða forsætisráðherra fjallaði um ýms þau mál, sem nú eru efst á baugi, og vorn þau þar rædd af glöggri yfirsýn og djarfmannlega, án þess þó að halla nokkuð hlút andstæðinganna. Áramótagrein fonnaims stjórnarandstöðunnar var hinsvegar af allt öðru sauðahúsi. Hún var einskonar samsafn af Ijótum orðum og ljótum ásökun- um, sem voru þó svo augljósiega ósannar að þær munu e!kki gera öðnum raiein en höfundinum sjálfum. Hvergi í hinni löngu grein, sem náði jefir þrjár síður Mbl., \yyttaði fyrir tillögum frá Sjálfstæðisfíokknum um lausn vandamálanha.. Greinin dró þannig upp glögga mynd af fullkoml'ega úrræðalausri; stjórnarandstöðu, sem ræður sór hinsvegar ekki af geðofsa og hatri yfir því að hafa misst völdin. c:g geta þvl ekki hlúð eins veí að sérhagsmunum gæð- inganrva og áður. Hróður stjórnarandstöðiftinar mun síður en svo vaxa við þessa buslubæn foiynannsins í sambandi við áramótin. EríÖaskrá Árna Magnossonar í .jólablöðum dgablaðanna birt- ust margarv ágætar greinar að þessu sinni, eins og svo oft áður. Tvímælalaust, má þó telja, að ein greinin ha.fi vakið langsamlega mesta athygli. Það var grein Sig- urðar Ólásónar hæstaréttarlög- manns um :erfðaskrá Árna Magn- ússonar. Sigurður leiðir bar nijög giögg rök að því, að erfðaskrá, in, sem Kaupmannahafnarháskóli byggir á tilkall sitt til Árnasafns, sé ólögleg: og hafi verið gerð eftir að Árni rpátti varla vita, hvað hann var látinn gera. Greinin bregður upp næsla ófagurri mynd af’ framkömu þeirra Dana, sem um þetta mál fjölluðu. SjáJfsagt verður að tclja, að íslenzk stjórn- arvöld láti rannsaka allt þetta rraál til hlítar, ef Danir halda á- frdm að þverskaliast við að láta Árnasafn, af hendi. Merkilegf verður það að telja, að fréttamenn Morgunblaðins, sem eru hér umboðsmenn danskra fréttastofa,'■''sk-úíi ekki hafa sent neina íráSögn'til þeirra um þessa merkilegu ritgérð Sigurðar. Vissu- lega er Kér um svo’ þýðingarmikið atriði að' ræða í handritamálinu, að það þaH' að koma fyrir augu Dana, þótt ekki sé litið á nema frétt agildið' éitti Þessi undanbrögð starfsmanna Mbl. verða enn dul- arfyllri, þegar þoss er gætt, að þeir haía' jafnan verið ólatir til að koma- fréttaskeytum sínum á framfæri, þegar þeir hafa gert sér vonír; um að geta eitthvað ó- frægt rífcisstjórnina. Hinsvegar þegja þeir nú um merkilegan og gagnlegan atburði, er gerzt hefir i sambandi við handritamálið. Reynslan hnekkír glundroÖakenningunni Næsta þriðjudag rennur út fram boðsfresturinn í sambandi við bæj- ar og svektarstjórnarkosningarnar, sem eigia að fara fram 26. þ. m. Enn er því ekki hægt að hafa fulla yfirsýn um það, hvernig þeim HS~r.rx-’t......- Bæjarst|órnarmeii'iíilutinn key.-Ti uppnaflega Skúlarun i ftl aö hjalpa einum vildarvini sínum úr kröggunum. Síðar var ákveðið að gera það að skrifstofuhúsi fyrir bæinn og nota til þess tekjuafgang Hitaveitunnar, þó án þess að bera það undir bæjarstjórnina. Rúmar 10 miiljónir af tekjuafgangi Hitaveitunnar eru nú bundnar í húsinu og hafa framkvæmdir Hitaveitunnar sjáifrar orðið að því skapi minni. verður háttað allsstaðar. I stórunr dráttum virðast. þau þó vera með nökkuð líkum hætti og fyrir sein- ustu bæjar- og sveitarstjórnarkosn ingar. Það var eitt helzta viðkvæði Sjáifstæðismanna þá, að hreinn glundroði myndi skapast í stjórn þeirra bæjarfélaga, þar sem einn flokkur fengi ekki völdin. Reynsl- an hefir enn á ný afsannað þessa kenningu. Aðeins í fjórum bæjar- fclögum af 14 hefir einn flokkur eða lis-ti haft meirihluta (Reykja- vík, Kópavogur, Ólafsfjörður, Nes- kaupstaður), en í hinum 10 hefir enginn einn flokkur haft meiri- hluta og hafa tveir eða fleiri flokk- ar orðið að koma sér saman um að mynda meirihlutann. Þetta hef- ir tekizt í öllum þessum bæjarfé- lögum og er meira en óhæt't að fullyrða, að stjórn bæjarmálanna hefir isízt farið verr úr hendi í þessum 10 kaupstöðum en þeim fjórum, þar sem einn flokkur hefir ráðið. Reynslan hefir þannig fullkom- lega afsannað glundroðakenningu Sjálfstæðismanna. EíSing Framsóknar- flokksins í bæjunum í bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingunum, sem fóru fram 1954, styrfcti Framsóknarfl. yfirleitt aðstöðu sína. Hann ábti eftir þær fulltrúa í öllum bæjarstjórnum landsins, nema bæjarstjórn Hafn- arfjarðar. Eftir kosningarnar varð hann aðili að þeim meirihiuta, sem nryndaðist um stjórn bæjarmál- anna í átta kaupstöðum. í fimm þessara bæjarfélaga var bæjarstjór inn valinn úr hópi Framsóknar- manna. í kauptúnunum styrkti Framsóknarflokkurinn ekki síður aðstöðu sína en í bæjunum og hefir hann í mörgum þeirra verið emn aðili þess meirihiuta, sem þar hefir farið með stjórnina. Vöxtur Frarnsóknarflokksins í bæjunum hefir byggzt jöfnum höndum á tvennu. Hann hefir átt á að skipa vel’ hæfum forustu- mönnum og fleirum og fleirum hefir orðið I.jós hin raunhæfa í'ram farastefna hans og því fylgt sér um liana. Félagsmálastjórn Stein- gríms Steinþórssonar Auk þess, sem nefnt er hér á undan, hefir það vafalaust átt sinn þátt í að styrkja Framsóknar- flokkinn í bæjunum að undan- förnu, að félagsmálaráðherra var úr hópi Framsóknarmanna um sex ára skeið og fékk Framsóknar- flokkurinn á þann hátt betri að- stöðu til að sýna afstöðu sína til málefna þeirra. Steingrímur Stein- þórsson var félagsmálaráðherra ali'an þennan tíma og reyndist þar góður fulltr. hiunar raunhæfu framfarastefnu Framsóknarflokks- ins. Hann beitti sór meðal annars fyrir stórauknum framlögum til í- búðabygginga í kaupstöðum og kauptúnum og kom fram rnerki- legri löggjöf um þau mál. Þeir menn skipta nú orðið þúsundum, sem hafa notið góðs af þessu starfi Steingríms. Þá beitti Stein- grímur sór fyrir stóraukinni fjár- hagslegri aðstoð við þá staði, þar sem mest var vöntun á atvinnu- tækjum. Hafa margir staðir víða urn land notið' góðs af þeirri forustu, sem Steingrímur hafði á þessu sviði. I Það sýnir m. a., hve merkileg þessi verk Steingríms voru, að Sjálfstæðisflokkurinn kappkostar nú að reyna að eigna sér þau. Vitanlega var hér þó ekki um ann- að að ræða en að Sjálfstæðis- fíokkurinn veitti stuðning sinn þeirri stefnu. er var mörkuð undir forustu Steingríms og Framsókn- ! arflökksins. Síðan núver. stjórn kom til valda, hefir verið haldið áfram að byggja á þeirn grundvelli, sem Steingrímur lagði í framangreind- um málum. Hættan, sem fylgir langri stjórnarsetu sama flokks I kosningabaráttu þeirri, sem nú er framundan, mun að sjálfsögðu beinast mest athygli að Reykja- vík. Sjálfstæðisflokkurinn hefir farið þar með völd áratugum sam- an. Það er gömul og ný reynsla, að þegar sami flofckur fer lengi méð vcldin, þróast smátt og smátt ýmiskonar spilling i skjóli hans. Þess vegna er það nokkurn veg- inn föst venja í þeim löndum, þar sem lýðræðið hefir náð mestum þroska, að skipt sé um stjórn með hæfilegu millibili. Það er áreiðanlega að verða fleiri og fleiri Reykvíkingum ljóst, að nauðsynlegt sé að fylgja þess- ari reglu hér. Af hálíu Siálfstæðis- flokksins er hinsvegar reynt að harnla gegn þessu með því, að andstöðuflokkar Sjáifstæðisflokks- ins myndu ekki koma sér saman um stjórn bæjarins, ef Sjálfstæðis- ílcfckurinn missti meirihlutann og þá myndi skapast hér alger glund- roði. Reynsla þeirra tíu bæjarfé- laga, þar sem enginn einn flokk- ur. hafði meirihluta á þessu kjör- tíraabili, afsannar vissulega þessa kenningu. Þar hafa flokkarnir getað komið sér saman eftir kosn- ingar með góðum árangri, þótt þeir væru ósammála í kosningun- um. Áreiðanlega myndi sú verða niðurstaða einnig hér í Reykjavík. Sýnishorn spilltra stjórnarhátta Fjölmörg dæmi niá nefna þvi til sönnunar að ýmiskonar spill- ing hefir myndazt í skjóli hinnar löngu valdasetu Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Nokkur dæmi skulu hér nefnd sem sýnishorn. Starfsmannahald bæjarins er miklu meira en það þyrfti að vera, m. a. vegna þess, að þurft hefir að koma í þægilega atvinnu ýmsu venzlafólki flokksgæðinganna. Úthlutun lóða hefir verið mjög hlutdræg og hún notuð til að styrkja aðstöðu flokksins. Eitt dæmi þess er það, að lokað var nauðsynlegri götu í bænum, Vall- arstræti, til þess að koma þar fyirr eldhúsi Sjálfstæðishússins. Annað dæmi er það, að Morgun- blaðshölfin var sett á þann stað, þar sem liggja hefði átt ein að'al- umferðarleiðin til Vesturbæjarins. Vegna þess er nú ráðgert að koma upp torgi, sem mun kosta bæinn tugi milljóna. Þá mætti nefna tugi dæma, hvernig hlynnt hefir verið að útvöldum einstaklingum við lóðaúthlutun og þeim þannig oft sköpuð mikil gróðalind. Ekkert útboð er haft á efni eða vinnu, sem bærinn þarf að kaupa, og þannig stórlega hlynnt að viss- um verzlunum og einstaklingum. Svona dæmi mætti nefna áfram tuguin saman. Þessi nægja hins vegar alveg til að sýna það, að vissulega er orðið tímabært að binda endir á þá spillingu, sem hefir dafnað í skjóli hinnar löngu yfirdrottnunar Sjálfstæðismanna i bæjarstjórn Reykjavíkur. Urelt og óhófleg að hefjast nokkuð handa unt breyttan og bættan rekstur, hefiú verið farin sú leið að seilast ce lengra og lengra niður í vasa skatt borgaranna. Gleggst dæmi um þetta er það, að útsvörin eru áætl- uð 130% hærri á næsta ári en þau voru áætluð 1954. Þó má gefa ráð fyrir, að útsvarsupphæðin verði enn hækkuð, þegar endanleg'a verður gengið frá fjárhagsáætlun- inni, ef Sjálfstæðisflokkurinn held- ur völdum, því að það verður ekki gert fyrr en eftir kosningar. Aukaniðurjafnanir þær, sem hafa átt sér stað stundum að undan- förnu, og hin ólöglega útsvarsá- lagning í fyrra, benda meira en til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi varla látið öll kurl til' grai'- ar koma í þessum efnum nú í'yrir kosningar. En jafnvel þótt það væri endan- lega niðurstaða, að útsvörin hal'i hækkað um 130% á því kjörtíma- bili, sem nú er að líða, ætti þa9 að vera meira en nóg til að gera mönnum ljósa nauðsyn þess að skipt verði uni stjórn á bænuni. fjárstj orn Það er fleira en spilling á borð við þá, sem greind er hér á und- an, sem fylgir því, þegar sami flokkur fer lengi með völdin. Eitt er t.d. það, að kyrrstaða og sljó- leiki nær tökum á fl'estum rekstri og' framkvæmdum. Það er lialdið áfram í gamla horfinu, þótt það sé löngu orðið úrelt, og aðgætni í fjármálum verður miklu minni en ella. Fjárstjórn Reykjavíkur er gott dæmi um þetta. X stað þess Baráttan gegn Sogs- lánunum Unnið er nú af miklu kappi viit nýju Sogsvirkjunina og st'anda vonir til, að henni verði lókið á tilsettum tima. í því sambandi mætti vel minnast þess, að þetta verlt væri enn ekki hafið, ■ Bf íor- kói'far Sjálfstæðisflokksins hofðw fengið að ráða: Þeir gátu ekkert l'ánsfé útvegað til virkjunarinnar meðan þeir sátu í ríkisstjórn, en reyndu eftir það að spilla fyrir lántöku á allan hátt. Frægast í þeim efnum er viðtalið við hinn grama foringja Sjálfstæðisflokks- ins, sem birtist í Wall Street Journal rétt áður en gengið var frá lánunum í Wáshington. Það tók af öll tvímæli um það hver vinnu- brögð forkólfa SjáHstæðisfl'okksins voru bæði heima og erlendis í þessum efnum. Lánið fékkst samt og verkið er nú liafið af fullu kappi. En vissulega ætti það ekki að styrkja Sjálfstæðisflokkinn £ næstu kosningum, hvernig hann hefir á ítrasta hátt reynt að hindra framgang þessa máls. Framsóknarmenn og kosningarnar Framsóknarmenn ganga til bæ.j- ar og sveitastjórnarkosninga 26. þ.m. vonglaðir og vígreifir, Þeir telja sig hafa rökstudda von um það, að viðgangur þeirra frá sein- ustu kosningum muni enn hald- ast áfram. Þetta byggja þeir á því, að verk þeirra og stefna og frambjóðendur stuðli óhjáfcvæmi- lega að slífcri þróun. Hér í höfuð- staðnum viðurkenna andstæðin'g- arnir það, að Framsóknarfl. muni auka uokkuð fylgi sitt, og gera þeir þó aldrei hlut lians meiri en hann er. Framsóknarmenn láta sér hinsvegar ekki nægja neinar vonir og spár í þessum efnum, Þeir eru ákveðnir að vinna vel í kosnmgabarátíunni, sem fram- tindan er, því að á þann hátt cin- an næst sá glæsti sigur, sém stefna flokksins og frambjóðéiidur verðskulda.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.